Þjóðviljinn - 10.04.1956, Síða 7
PESS ber að geta í upp-
hafi máls að sá er þetta
ritar hefur ekki tæmandi
þekkingu á danskri list og
jþróun hennar. Þessvegna mun
þeirri reglu fyigt í meginatr-
íðum að vega og meta hvern
og einn af verkum þeim er
. hann á hér á sýningunni.
Eigi að heldur mun stað-
næmzt við hvern og einn held-
ur látið nægja að stikla á
stóru og þannig freistað að
gera þessari yfirgripsmiklu
sýningu einhver skil.
Af málurum sker Vilhelm
Lundström sig hvað mest úr
hópnum og krefst skilyrðis-
lausrar athygli. Hann verður
vart talinn hlekkur í typiskri
danskri list, til þess er hann
of sérstæður. Verkin bera vott
um allt að fanatískri ást á
formi. Varla verður séð hvar
málverkið hættir og liögg-
myndin tekur við, en segja
aiá að myndimar séu gædd-
ar kostum beggja. Hann
dýrkar einfaldleikann, smá-
atriði era miskunnarlaust út-
máð. Teikningin er þung, hið
massíva form er undirstrikað
með þykkum útlínum og ei
verður neinu haggað sem upp
hefur verið dregið, frekar en
höggvið væri í granít.' Hann
notar ekki áferð eða nein önn-
ur brögð málara til þess að
glæða verk sitt lífi. Segja má
að hver einasta mynd sé göll-
uð sem málverk, en hin tígu-
iega alvara og hið þunglama-
lega afl sem í þeim býr vegur
upp á móti þeim göllum. Hann
hefur orðið fyrir áhrifum frá
Legér en þau áhrif hafa ekki
borið persónuleika hans ofur-
liði.
Jens Söndergard er einn af
kunnustu máluram Dana af
eldri kynslóðinni. Við gætum
kaliað hann Scheving Dan-
merkur. Mestur styrkur hans
. liggur i fínlegu, persónulegu
litaskyni. Treystir hann lítt
á form eða teikningu, and-
stætt Lundström. Hann er lít-
ið gefinn fjmir fjölbreytt mót-
iv, en notar breytilegan lita-
skala í svipuðum viðfangs-
efnúm, hann vendir sjaldan
kvæði sínu í kross, heldur
gemýtir hugmyndir sinar.
, Hispursleysi hans vekur
traxist og myndirnar búa yfir
allt að þvi prímitívum krafti.
Stundum finnst manni sem
hann endurtaki sjálfan sig
eins og í myndinni „Konur“,
en ef grant er að gáð verður
séð að vinnuaðferð hans er:
fjöldi tilbrigða um sama stef.
Þótt samanburðinn vanti fer
samt ekki hjá því að dregið
sé í efa að þessar nýju mynd-
ir séu jafn góðar hinum
eldri.
Mogens Zieler er fjarlægur
, hinum danska skóla. Hann
’ verður aðeins lauslega bendl-
aður við Matisse. Hann hefur
kynnzt austurlandalist og
fært sér áhrif hennar í nyt á
einkar persónulegan hátt án
— ÞJÓÖVILJINN — Þriðjudagur 10. apríl 1956 — (T
Landslag og tungl, málverk eftir Jens Söndergaard
þess að þau verði beinlínis
greind nema ef vera skvldi
í litið eitt ornamental með-
ferð á litum. Fonn og litir
eru í rólegu og öruggu jafn-
vægi, og viðliorf til mynd-
byggingar ekki ólík og hjá
non-objektív málara, hnitmið-
að og fast bundið í flötinn.
Litir eru sérkennilegir og
framlegir en ekki alveg lausir
við þurrk á köflum.
Knud Agger er viðkvæmur
kólóristi sem hefur eitthvað
af þýðu Bonnards, þótt um
bein áhrif sé tæplega að ræða.
Hann vinnur sér erfiðlega, af
sjö myndum era varla fleiri
Bennie og Bass, málverb
eftir Mogens Zieler
en tvær sem bera hæfileikum
hans vitni: „Mynd“ og „Mary-
hill“.
Ejer Bille er elztur spámaður
í hópi abstraktmanna. Hoiium
hefur tekizt illá val á þessa
sýningu. Hann á sex mvndir
sem era allar svo keimlikar
að ein þeirra hefði nægt. 1
upphengingu eiga myndir að
styðja hver aðra en ekki
trafla og er þetta lítt skiljan-
leg handvömm af jafn reynd-
um listamanni. Verði auga
fest á einni mynd í friði fyrir
hinum fimm, má gera sér
nokkra hugmynd um verð-
leika hans sem málara.
Svend Engelund er einn bezt-
ur fulltrúi hins typíska danska
skóla. Enginn er hann ævin-
týramaður, en hann málar
ferskt og frjálslega í breið-
um strokum, litur skýr og
harmonískur, bygging öll rök-
rétt og verður tæplega bent
á neinar ákveðnar veilur.
Knud Nielsen er fulltrúi non-
objektív málara og hefur orð-
ið fyrir svipuðum áhrifum og
flestir ungir málarar okkar.
Annar eu Lundström sker
hann sig einna sterkast úr
hópnum. Hann hefur tileinkað
sér hina skýru, rökréttu hugs-
un hinnar non-objektívu stefnu
og gert betur þó, því að
í myndum hans er einhver
glóð sem er fyrir utan og of-
an kalda lógik. Hann hefur
mikla hugmyndaauðgi og vald
á litum og verður sennilega
skipað í fremstu röð nor-
rænna málara á sínu sviði.
Einkum vil ég benda á mynd
no. 101 sem er mjög sterk-
lega byggð í góðu samræmi
forms og lita.
Helgi Ernst er annar abstrakt-
málari sem krefst. óskiptrar
atbygli. Mætti kalla hann
tengilið milli Nielsens og ann-
arra hefðbundinna málara á
sýningunni. Hann er djarfur
og safaríkur í lit, en lætur þó
ekki frjálsræðið hleypa sér í
gönur. Teikning er afar einföld
en breytileg, myndflöturinn
bundinn breiðum strikum eins
og vefur eða net. Hann er einn
af frísklegustu kóloristum
sýningarinnar.
Líklega er það kostur. en ekki
löstur á Nielsen og Ernst að
þeir eru óskólagengnir. Þeir
hafa ekki sýkzt af hinni
muskulegu litameðferð aka,-
demísins sem margir annars
eðlisgreindir málarar losna
aldrei við, og gildir það jafnt
um abstraktmálara sem hlut-
læga.
Carl Henning Pedersen hefur
hætt sér út á hálan ís þar sem
honum er illa stætt, Hann hef-
ur tileinkað sér tækni sem er
ekki á lians meðfæri og er
ekki gott að sjá hvert hann
er að fara. Málverk verður
að hafa byggingu, annaðhvort
í lit eða bæði lit og
línum. Málverk Cáfí ’ Hénn-
ings hafa hvoragt. Lita-
samsetning er handahófsleg og
fálmkennd, teikning ógréini-
leg og skortir ákveðinn til-
gang. Því meir sem hann
spennir litabogann því hærra
skýtur hann yfir markið. Það
er ekkert takmark í sjálfu sér
að vera „enfant terrible“, hjá
fulltiða maimi verður uppreisn
að hafa einhvern tilgang.
Svo era þarna menn sem
ætla mætti að bæru logandi
hatur í brjósti til allra lita
og vilji sanna með verkum sín-
um að þeir eigi engan rétt
á sér, þeir Age Vogel Jörgen-
sen og Jeppe Vontilius sá
fyrrnefndi abstrakt, hinn hlut-
lægur. Öllu skárri er Georg
Glud en hann er ruglaður og
flöktandi í litameðferð. Poul
Björklund er viðvaningslegur
og hrár í litum og verður
honum ekki reiknað til tekna
að vera óskólagenginn. Hann
teiknar með iit frekar en mál-
ar.
Af myndhöggvurum er Astrid
Noack ein af þeim elztu og
kunnustu í heimalandi sínu.
Hún var nernandi Despieus og
hefur ekki leitað langt út fyrir
það svið sem sá skóli markaði
henni. Rismesta verk hennar
þama er stór konumynd, ró-
leg, þétt og sterk í formi utan
hvað greina má gálla í öxlum
og handleggjum, eitthvert hik
sem ekkí er í samræmi við
hinn massíva þunga verksins.
Gottfred Eicklioff er annar
nemandi Despieus en áhrif frá
kennaranum ekki jafn greini- *
leg og hjá Noack. Virðist hann,
ekki síðúr hafa lært af Maíilol.
Hánn er nrijög fær mynd-
höggvari, karlmannlegur og
öruggur í formskynjun sinni.
Tove Ólafsson er gamall kurm-
ingi. Myndir hennar hafa
jafnan verið gæddar kvenleg-
um þokka, en ekki að sama
skapi formfastar og þrótt-
miklar. I nokkrum nýium
myndum hefur hún öðlazt mnn
meiri festu, komizt inu úr
yfirborðinu að kjarna forms-
ins og sýnir ánægjulega fram-
för.
Töluverður gustur stendur af
Sören Georg Jensen. Er hann
sá eini sem gerir tilraunir ut-
an hins hefðbundna sviðs.
Sumar þær tilraunir orka tví-
mælis og ber þar einkum að
nefna stóra trémynd sem er
að vísu rökrétt í formi en
stíf og kaldranaleg. Viðurinn
er litaður á afmörkuðum
svæðum og lagður fægðum
koparþynnum. Álitamá! er
hvort myndhöggvarar ættu
ekki að láta málara um allt
yfirborð, því beini myndhöggv-
ari um of athygli að því er
hætta á að hann slaki til í
kröfum varðandi þungamiðju
formsins. Aftur hefur hann
gert mynd sem minnir á liggj-
andi fígúra er skipar lionum í
röð fremstu myndhöggvara.
Hann missir hvergi sjónar, á.
kjarnanum, eitt form leiðir af
öðra, öflug spenna í línum.
engu ofaukið og ekkert óþarft.
Aðrir eru meir eða minna fær- ^
ir á sínu sviði en ekkert veru-
lega eftirminnilegt í fari*.
þeirra.
Konungshjónin
Framhald af 1. síðu.
setahjónanna að Hótel Borg. Þar
flytja forseti íslands og konung-
ur Danmerkur ræður, og verður
þeim útvarpað.
Heimsækja Listasafn
Einars Jónssonar
Á morgun munu konungshjón-
in heimsækja Listasafn Eiuars
Jónssonar, verða við guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni, snæða há-
degisverð að Bessastöðum, .taka
á móti dönskum boðsgestum í
danska sendiráðinu, annað kvötd
verða þau við sinfóníutónleika
og óperusýningu í Þjóðleikhús-
inu.
Dönsku konungshjónin fara
héðan á föstudaginn.