Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 1
 Inni i blaðinu Gylfa-ginning Eysteins Jóns- sonar 7. síða. Háiíðardagur barnanna 3. síða. Laugardag,ur 21. apríl 1956 — 21. árgaagur — 90. tölublað 99 Enginn ágreiningur“ milli íslenzkra togaraútgerdarmanna og Croít Baker Hinu ágreiningslausa samkomulagi þeirra haldið leyndu fyrir íslendinguni fram yfir kosningar?' & 8 Sovétríkin rilja vingast við öll riki vesturlanda Viðræðum Kjartans Thórs og annarra ísl. útgerð- armanna við Croít Baker íormann brezkra togaraeig- enda er nú lokið, og utanríkisráðuneytið tilkynnir að „enginn ágreiningur" haíi verið milli þeirra. Þess er hinsvegar gætt að þegja um hvernig hið ágreiningslausa samkomulag þeirra er. íslendingar eru hinsvegar minnugir þess að stjórnarílokkarnir stöðvuðu aígreiðslu landhelgismálanna á síðasta þingi, — en kraía brezkra útgerðarmanna er sú að íslendingar skuldbindi sig til þess að íæra ekki út friðunarlínuna. Þykist enginn þurfa að ganga þess dulinn að stjórnarflokkarnir stöðvuðu afgreiðslu landhelgismála á 'Alþingi samkvæmt beinni kröfu brezkra útgerðarmanna. Ekki þarf að minna á hvert tjón íslendingum það er fjárhagslega og atvinnulega að taka aftur upp löndun á ísfiski í Bretlandi, í stað þess að vinna fiskinn hér heima og senda hann út sem fullunna vöru. Eftirfarandi sendi utanrikis- ráðuneytið í gær: „Efnahagssamvinnustofnun Evrópu — O.E.E.C. — gaf fimmtudaginn 19. apríl út svo- hljóðandi fréttatilkynningu eftir annan fund islenzkra og brezkra togaraútgerðarmanna: „Fulltrúar íslenzkra og brezkra togaraútgerðarmanna luku í dag umræðum um hvern- ig hægt væri að taka upp reglu- bundnar landanir á íslenzkum íiski í Bretlandi. Umræður þess- ar hófust í bækistöðvum Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu 12. apríl og fóru fram innan sér- stakrar nefndar stofnunarinnar, sem nýlega setti fram uppá- stungur um lausn deilunnar milli Breta og íslendinga. í uppástungum þessum var gert ráð fyrir, að löndin skyidu gera með sér samkomulag um löndun íslenzks fisks í Bretlandi. Full- trúar beggja aðila lýstu yfir því að farið hefði fram víðtæk end- urskoðun á öllum hagrænum og tæknilegum aðstæðum varð- andi siíkan iöndunarsamning. Var gerð athugun á magni og tegundum fisks og dreifingu á ýmsum tímum árs, í .því skyni að fullnægja þörfum hins brezka markaðar. Einnig var rætt um Framh. k 3. siðu Krústjofí biður Breta að bera sáttarorð á milli þeirra og Bandaríkjanna Sovétríkin vilja hafa vinsamleg samskipti við öll ríki á vesturlöndum, ekki sízt Bandaríkin, og myndu taka því fegins hendi, að brezka stjórnin bæri sáttarorð á milli. Á þessa leið mælti Krústjoff, j auk sovézku leiðtoganna brezk- aðalritari Kommúnistaflokks ir ráðamenn, meðal þeirra Ed- Sovétrikjanna, í ræðu sem hann j en forsætisráðherra og Selwyn flutti í veizlu í fyrradag. Veizl- 1 Lloyd utanríkisráðherra. an var haldin í sendiráði Sovét- Krústjoff lagði á það mikla ríkjanna í London og sátu hana Framhald á 5. siðu. Ein af hinuin mörgu litlu „vor- dísuin“ í hinuni fjiiiinenna liópi barnadagsins. Sjá 3. síðu. Hræðslubandalagið þegir um gengislækkun og kaupbindingu Birtir loðna og niarklausa stefnuyfirlýsingu Kjósendur um land allt spyrja nú; hvað tekur við eftir kosningar? Veröur gengið lækkað? Verður kaupiö bundiö? Hvað veröur gert þegar þau hundruö milljóna sem nýlega voru lögð á þjóðina eru upp étin? Hræðslu- bandalagiö hefur nú enn svarað þessum spurningum fyrir sitt leyti með því að birta stjórnmálayfirlýsingu og stefnu- skrá, þar sem ekki er minnzt einu oröi á þessi vandamál eðá afstöðu bandalagsins til þeirra. Sú þögn talar sínu skýra máli. staðinn er yfirlýsing hræðslu- dalagsins mjög stuttorð upp- iing á ýmsum málefnum, en alagið mjög almennt og loð- Það á að „stuðla að“ ýmsum t . * um, „leggja áherzlu“ á önn- ;n ekkert um það sagt nánar hvernig að skuli farið! Sem dæmi má nefna kafiann um aJ- mannatryggingarnar, en hann hljóðar þannig í heild: , Al- mannatryggingar verði efldar og sérstaklega bættur hlutur þeirra sem hafa erfiða aðstöðu" - amen. Og þetta er skráð skömmu eftir að búið er að gera breyt- ingar á almahnatryggingalögun- um, sem draga úr gildi þeirra, með virkri aðstoð hræðslubanda- lagsins. Og þannig er raunar j- ástatt um flest atriði yfirlýsing- j arinnar; Framsóknarfiokkurinn j hefur á undanförnum árum stað- j ið gegn þeim málefnum sern þar j eru talin og unnið mörgum bölv-, un. Stefnuyfirlýsing hræðsln- bandalagsins er ýtarlega rædd í grein sem birtist á 7. síðu blaðsins, og hvetur Þjóðviljinn lesendur sina tii að lesa hana. Málfundafélagið er beinn að- ili að Alþýðubandalaginu Yfirlýsing stjórnar Málfundafélags jafnaðarmanna Á lögmætum stjórnarfundi, sem haldinn var síðasta vetrardag, var svohljóðandi yfirlýsing samþykkt ein- róma: Stjórn Málfundafélags jafnaðarmanna samþykkir á fundi sínum 18. apríl 1956 svofellda ályktun: „Á forsíðu Alþýðublaösins í gœr birtist í ramma- grein mjög villandi frásögn um afstööu Málfunda- félags jafnaðarmanna til hins nýstofnaða Alþýðu- bandálags. Er þar fram sett sú alranga fullyrðing, „að Alþýðubandalagið sé með öllu óviöJcomandi Málfundafélaginu Hið sanna er, að 19. marz s.l. samþykkti fjöl- mennur fundur í félaginu með öllum þorra at- kvœða aðild þess að stofnun Alþýðubandalagsins. Þar var enginn fyrirvari gerður á, og engin skil- yrði sett, og ber samþykktin sjálf þess Ijósan vott, en hún var birt orðrétt í Landsýn 28. marz s.l. Um afstööu manna í félagsstjórn til tillögunn- ar skal það upplýst, að gefnu tilefni fynnefndrar greinar, að af sjö stjórnarmönnum mœttu fimm á fundinum. Þrír þeirra greiddu tillögunni atkvœði, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá. Formaður félagsins hefir að sjálfsögðu engan rétt til að rifta skýlausri fundarsamþykkt og getur því ekki orðið við tilmælum, sem fram eru borin í rammagrein Alþýðublaðsins, um að lýsa yfir, ,,ao Alþýðubandalagið sé með öllu óviökomandi Mál- fundafélaginu“. Félagið er þvert á móti beinn aðili að stofnun þessara kosningasamtaka. Vítir félagsstjórnin að lokum þau vinnubrögð einstakra meðlima félagsins, ef viöhöfð eru, að láta óvönduðum opinberum málgögnum í té vísvit- andi rangar frásagnir um málefni félagsins og jafnvel óviðurkvœmilegtir aðdróttanir í garð vissra trúnaðarmanna þess“. Ofangreind yfirlýsing er send Alþýðublaðinu og Þjóð- viljanum með ósk um birtingu. Alferð Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.