Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. apríl 1956 — (11 ( i NEVIL SHUTE: LANDSYN 68. dagur Aðmírállinn kinkaði kolli. Hann snei'i sér að Mónu. ’ „Fáið yður sæti, ungfrú Stevens." Hann dró stól að - arninum handa henni. „Segið okkur nú með yöar eigin orðum hvað þér heyi'ðuð í vinnunni.“ Móna sagði sögu sína einu sinni enn. Öðru hverju lögðu þeir fyrir hana spurningar, skai-par, hnitmiöaðar spurningar. Spurningar þeiiTa voru ekki fjandsamlegar.; þær ýttu undir minni hennar. Hún komst að því að með aðstoð þeirra mundi hún miklu meira en hún haföi haldið. Rutherford kommandör kom inn meðan verið var að yfirheyra hana og fékk sér sæti út við vegg. Við skrifborðið fyrir aftan hana sat ritarinn og skrifaði athugasemdir. Innan skamms kornst hún í vandræði. Burnaby kapteinn átti sökina. Hann sagöi: „Það er eitt .sem ég skil ekki, ungfrú Stevens. í sambandi við blaðaúrklippuna sem James lautinant hafði meðferðis. Hversvegna tilkynnti hann ekki að þessum kafbáti hefði verið sökkt?“ Hun sagði: „Ég býst ekki við að hann hafi veitt því neína athygli.“ ,,Hvers vegna geymdi hann þá úrklippuna? Hvers vegna sýndi hann ýður hana?“ Hún hikaði. Hún gat ekki sagt þessum liðsforingýum það, þessum mönnum sem gætu vertð feður hennar — hún gat *ekki sagt þeim tvíræöa sögu í sambandi við gúmmí, sögu sem var alls ekkert fyndin. Hún sagöi veikróma: „Ég veit þaö ekki.“ Aðmírállinn leit á hana kynlegu augnaráði. „Hann hlýtur að hafa haft einhverja ástæðu til að sýna yður hana.“ Hún þagði. Loks sagði hún: „Ég hugsa að hann hafi bara sýnt mér hana aö gamni.“ Þaðvar stutt þögn. Liðsforingjunum þótti svar hennar ófullnægjandi. Það skildi eftir óútfyllta eyöu; gaf til kynna aö hún hefði einhverju að leyna. Ósjálfrátt komust allir aö sömu niöurstöðu; að hún væri farin að segja ósatt. Svo sagði Sutton: „Hvar sögðuö þér aö Caranx — eða kafbáturinn sem við töldum vera Caranx — hefði^ verið sökkt, ungfrú Stevens?" Móna sagði: „Rétt fyrir innan mörk á SM-svæði, var það ekki?‘ „Jú.“ Kommandörinn brosti til hennar; hann vildi ekki gera hana hrædda. „En hvernig vissuð þér þaö? Hver sagði yður það?“ Hún sagði: „Ég heyrði á tal þeirra í barnum.“ „Þér hafið fengið ótrúlega nákvæmar upplýsingar í baxnum, er það ekki? Ég á við í sambandi við svæöiö, vandkvæði flugmannsins á að þekkja kafbátinn og hvern- ig hann sökk. Og loks um fötin sem fundust á floti — þér vissuö líka um þau. Einhver hlýtur aö hafa leyst dug- lega ffá skjóðunni í barnum. Hver var það?“ Hún horfði skelfd á hann. Það kom ekki til mála að hún gæti sagt þéim frá Jerry á þessu stigi málsins — hún kæmi honum í voöalega klípu. Hún sagði: „Það vom bara liösforingjar. „Margir liðsforingjar?" „Já, — ég held það.“ Aðmírállinn sagöi lágri röddu: „Eigið þér við að hópur liösforingja hafi rætt Caranxslysið í öllum atriðum á bamum?“ Hún þagði í vandræðum sínum. Svo sagði hún: „Ég býst viö því.“ Burnaby kapteinn sagði: „Getið þér lýst þessum liðs- foringjum fyrir okkur?“ Hún hristi höfuðið. „Ég man ekki hvernig þeir litu út.“ „En þér muniö eftir hinum — lautinöntunum Thomas og James.“ Ygglibrún hans var skelfileg í hennar augum. „Já.“ „En þér munið ekkert eftir hinum sem sögðu yður frá Caranx?“ Hún hristi höfuðið. Aömírállinn sneri sér að ritara sínum. „Farið með ungfrú Stevens fj’am á skrifstofu yðar í nokkrar ípinútur og látið fara vel um hana,“ sagði hann. „Ef þér viljið gera svo vel, ungfrú Stevens . .. .“ Sutton kommandör opnaði dyrnar fyrir henni og hún fór fram með rit- aranum. „Hún segir ósatt,“ sagði Buranby kapteinn. Aðmírállinn sagði: „Já, á köflum segir hún ósatt. Við verðum að sannprófa allt sem hún hefur sagt.“ Sutton kommandör sagði: „Ég tel víst að mikið af því sé rétt“. Rutherford sagði: „Ég er því sammála, hefx;á. Ekki sízt í sambandi við fötin. Sú stað'reynd að þau voru gegnsósa af olíu var ailtaf óskiljanleg. Frásögn hennar skýrði það að minnsta kosti“. Ritarinn kom áftur inn í herbergiö. „James lautinant bíður, heii’á,“ sagði hann. „Segið honum að koma inn.“ James lautinant kom inn vandræöálegur á svip. Hann var ungur skólakennari á friðartímum; hafði verið alla ævi á skólum og háskólum. Hann kannaðist vel við andi'úmsloftið í húsi FlotastjóiTiarinnar; þaö var sama andrúmsloftið og á skrifstofum skólastjói-a. Og ástæöan til þess að hann var boðaður þangað lilaut aö vei'a sú að hann hefði gert eitthvert axai'skaft, ög honum hefði iiðið mun betur hefði hann vitaö hvert það axar- skaft var. Fyrsta spurning aömírálsins kom honum engan veginn á sporið. Gamli maðui'in leit á hann kuldalegu augna- ráði og sagði: „James lautinant, eruð þér kunnugur bai’stúlkunni á Royal Clai’ence hótelinu?“ Hann varð hvumsa. „Ég — ég fer þangaö stundum,“ sagði hann. „Sýnduð þér henni einhvern tíma blaðaúi'klippu?" Hann fór að' átta sig. „Ég held ég hafi gert það einu sinni.“ „Eigiö þér úi'klippuna ennþá?“ Hann þreifaði eftir veskinu sínu. „Það held ég, herra.“ Hann fann fram bréfmiöa. „Héma er hún.“ I þ r©ttir Framhald af 9. síðu. honum ekki langt frá sér og fylgdi honum eftir og gekk svo þar til á knattsp.vrnuvellinum, að Stefán skaust frarn úr Svavari,’ sem virtist vera mjög þreyttur og ekki hafa kraft til að veita viðnám. Ungur maður Kristleif- ur Guðbjörnsson fylgdi þessum tveim fast eftjr og í Hljómskála- garðinum tókst honum að kom- ast fram fyrir Svavar eg verða annar í mark. Lofar þessi nýi hlaupari mjög góðu. Sigurður Guðnason varð veik- ur rétt fyrir hlaupið, en gert var ráð fyrir að hann yrði iíklegur til sigurs, þar sem hann hefur æft vel undanfarið. Þrettán keppendur komu til keppni og luku þeir allir hlaup- inu. Hlaupaleiðin, sem valin vár, er skemmlileg fyrir .áhorfendur, því að hægt er að fylgjpp.t . ^eð hlaupinu alla leið og auk. þe^s fer hlaupið að mestu fram á víðavangi. Sveitakeppnina í þriggja manna sveitum vann K.R.. fékk 10 stig U.M.F.E. 11 st. og I.R. 24 st. Í.R. vann 5 manna sveita- keppnina með 15 st. Önnur fé- lög höfðu ekki fulla sveit. Röð og tími keppenda 1. Stefán Árnason U.'M.S.E. 9,45i4 2. Kristl. Guðbjörnss. KR. 10,00,0 3. Svavar Markússon KR. lO.OÓjS 4. Jón Gíslason U.M.S.E. I0,W;0 5. Hafsteinn Sveinss KR. 10.17,0 6. Sveinn Jónss. U.M.S.E. 10,29,0 7. Kristj. Jóhannss. ÍR. 10,30,0 8. Ingimar Jónsson ÍR'. 3 0.3ÍÍ0 9. Rafn Sigurðss. U.f.A. 10,31.0 10. Ólafur Gíslason ÍR. -11,42,0 11. Hilmar Guðjónss, ÍR. 11,58,0 12. Gunnl. Hjálmarss. ÍR. 12,10;0 13. Björn Björnss. H.S.Þ. 12,49,0 NIÐURSUÐU , VÓ'RUR Síða peysan * Eigiumaður mínn, Sigurjón Jónsson andaðist að frá Kirkjuskógi, heimili sínu, Urðarstíg 5, 20. þessa mán- • aðar. Kristín Ásgeirsdóttir Síðar peysur eru enn mjög í tízku. Þær ná vel niður é þrönga pilsið eða síðbuxurnar — en þær eru aldrei notaðar við víð eða felld pils. Hvers- dagspeysurnar og ferðapeysurn- ar eru oft háar í þálsinn og eru mcð samsvarandi hettu — peysan á myndinni er með sí- gildu, hentugn sniði. Sem sparipeysa er hin peysan sýnd. Hún er með örstuttum ermum og flegnu V-hálsmáli. Þetta hálsmál virðist nú orðið vin- sælla en flegna bogahálsmálið, enda heí'ur það þann kost að hægt er að taka það saman að framan með nál, svo að það verður ekki tnjög flegið og fer vel tindir venjulegri golftreyju. J ÚtBefandt: Sameiningarflokkur alþýBu -- Sósiaiistaíloílturtnn. — Rltstiórar: Magnús Kiartansioa (áb), Slguráur Ouðmunds3on. — Fréttarltstiórl: Jðn BJarnason. — Blaðamenn: Ásmunánr Siguí- ‘ðnsson. BJaml Benediktsson. Quðmundur Vlgfússon. ívar n. Jönsson, Magnús Toríi Ólafson, — áuglýslngastiórl: Jðnstelnn Baraldsson. — Rit3tíðrn. afgrelðsla. aueiýslngar, prentsmlðia: Skólavörðustlg 19, — Slml 7500 3 tinur). — ÁskrlítarverS kr. 20 & mánuðl 1 Reykjavík og nágrennl. kr. 17 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — «*»'**- ÞJððvlUans b.t.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.