Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 3
JÞJÓDVIIaJINN — Laugardagur 21. apríl 1956 — (3 Vandaðir hátíðartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á þriðjudag N.k. þriójudagskvöld heldur Sinfóníuhljómsveit íslands hátíöartónleika í Þjóðleikhúsinu og verða þeir helgaöir 200 ára afmæli Mozarts. Sumardagurinn fyrstL er einn af mestu bátíðardögum Islendinga. Myndin er af mannf jöldanum I Lækjargötu á fimmtudaginn var. Hátíðardag Suviarið er komið. Og sumardagnrinn fyrsti — barna- dagurinn — er að veröa einskonar pjöðhátíð íslendinga. Á hverju ári fjölgar peim Reykvíkingum sem taka pátt í hátíð barnanna á sumardaginn fyrstgog' hafa aldrei ver- ið fleiri en nú. Seint að kvöldi hins síðasta vetrardags lítur ' máður inn til gamals vinar til að þakka fyr- ir veturinn. Og það er kominn nýr dagur í almanakinu þegar maður kemur út aftur. Það teyg- ir sig trjágrein út yfir gangstétt- ina, móti ljóskerinu, og býður gleðilegt sumar með fagnandi blöðum sem hafa verið að springa út. Sumarið er komið. / Barnadagurinn heilsaði ekki með björtu sólskini, heldur hlýju, skýjuðu „gróðrarveðri“. Og börn- in flýttu sér fagnandi til skól- ■anna tveggja, í skrúðgöngurnar og báru litlu íslenzku fánana sína glöð og kát. SkrúðgöngUrnar námu staðar í Lækjargötu. Þangað kom vor- dísin í blómskrýddum vagni og ílutti vorljóð. Setti Vordísin sér- stakan hátíðasvip á daginn, og hefur svo verið síðan Sumargjöf tók upp þennan þátt í hátíða- höldin. Lúðrasveit og þjóðkórinn slfemmtu börnunum um stund, en mörgum þeirra mun hafa þótt það gaman allt of stutt. Hinu var aftur á móti fagnað af flestum að sleppt var ræðuhöld- . um. Þótt viðeigandi sé að flutt sé ávarp, einmitt þennan dag, er enginn ræðumaður þó betra en löng og þreytandi ræða. Skömmu síðar hófust svo skemmtanir í samkomuhúsum bæjarins, þar sem börnin voru sjálf aðalskemmtikraftarnir víð- ast hvar. Það er sagt að börnin séu tillitslausustu gagnrýnendur — og þau skemmtu sér ágætlega Það sýnir að skemmtiatriðin flest hafa verið við þeirra hæfi. Það var t.d. glaður og hressilegur hópur í Austurbæjarbíói er söng þar fullum hálsi *eð forsöngv- ara sínum og stjórnanda, Sigurði Ólafssyni söngvara. ★ i Mannfjöldi á útisamkomu barnadagsins mun aldrei hafa verið meiri en nú. Það er ekki blekking, heldur veruleiki, að flestum Reykvíkingum þykir vænt um börn. En það er ekki nóg að vera það í hjarta sínú og koma saman til að skemmta börnunum einn dag á ári. Við þurfuni að sýn'p það betur í verki. Enn búa bundruð barna í bröggum, kjöllurum og öðru hús- næði óhæfu fyrir börn. Það eru margar fallegar lóðir í Reykja- vík, —- en börnin eru rekin frá blómum og gróðri út í göturyk- ið. Og það eru alltof fáir leik- vellir í Reykjavík. Og ótaldir eru þeir húseigendur i Reykja vík — sem vafalítið kaupa merki barnadagsins á sumardaginn fyrsta — er úthýsa börnum. Séu væntanlegir leigjendur með börn, nei „því miður“, þá geta þeir ekki leigt. Jafnframt því að sumardagur- inn fyrsti er hátíðardagur barn- anna, er hann fjársöfnunardagur Sumargjafar. Þann dag safnar hún fé til starfsemi sinnar. Og Reykvíkingar hafa ætíð sýnt í verki að þeir kunna að meta starf Sumargjafar. Sumargjöf hefur undanfarin ár starfrækt mörg barnaheimili. En alltaf verður þó að synja fjölda barna um dvöl á heimilum félagsins. því þau eru alltof fá. Nú stendur fyrir dyrum að koma upp nýju barnaheimili í stað Tjarnarborgar,- sem félagið lætur af höndum. Á sumardag- inn fyrsta var strengdur borði þvert yfir Austurstræti og á hann letrað: Ný Suðurborg. Og á sama tíma og verið er að skrapa saman í fimmköllum fé til barnaheimila Sumargjafar rísa óðfluga víða um bæinn upp milljónahallir auðstéttarinnar, — eins og t.d. Morgunbíaðshöllin sem gnæfði að baki þessum borða. Þannig hefur steinninn stundum mál. Það er ekki nóg að þykja vænt um börn og kaupa merki Sum- argjafar. Með því hefur þú ekki greitt skuldina við hinn fallega barnahón cr þú sást á sumardag- inn fyrsta, framtíðina. Á hátíða- höldum i arnadagsins varð ég á- heyrandi að tali tveggja manna á götunni. Annar bar fram þessa einkennilegu spurningu: „Hvern- ig barnadagur ætli koSningadag- urinn verði?“ ,Bamadagur?!“ spurði hinn á móti, dolfollinn. „Já. Verður hann barnadag- ur í þeim skilningi að margt af þessu barnelska fólki sem hér er statt geri sig þá að þeim börn- um að kjósa íulltrúa þeirrar stefnu og þeirra flokka sem allt- af .bjarga' lanöinu með nýjum á- lögum á aimenning, sem ailtaf rýra tekjur hins almenna manns og valda því þar með að islenzk börn fá minni mjólk, búa í verra Framhaíd á 10. síðu. Þetta verða fyrstu alménnu tónleikar hinnar endurreistu hljómsveitar og hefur mjög ver- ið tii þeirra vandað. Hljómsveit- arstjóri er Ró- bert A. Ottós- sön, einleikari á píanó Gísli Magnússon og einsöngvarar Guðrún Á Sím- onar, Guðm. Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Kristinn íallsson. Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra flytur ávarp áður en tón- leikarnir hefjast. Viðfangsefnin verða að sjálf- sögðu öll eftir Mozart og hefur ekkert þeirra verið fiutt hér op- inberlega áður. Fyrst verður leikin Sorgaróður (Adagio), en síðan Pianókonsert í C-dúr og er Gísii Magnússon einleikarinn. Að loknu hléi verður leikin Sin- Á sania tíma. og verið er að skrapa saman í fimmkölhun fé til baruaheiinila, Sumargjaf'ar rísa óðfluga upp milljónahallir auð- stéttarinnar, eins og Morgunblaðshöllin er gnæfir við enda göt- unnar að baM borðans á inyndinni. Djúpið blátt eftir Rattigan frumsýnt n.k. miðvikudag Leikstjóri verður Baldvin Halldórssoit, eit Karl tsfeid þýddi leikinn Næst verkefni Þjóöleikhússins ér ’sjónleikurinn Djúpi'ö blátt, eftir enska leikritahöfundinn Terence Rattigan, og verður það frumsýnt miövikudaginn 25. þ.m. Leikrit þetta gerist í Englandi skömmu eftir stríðslok og fjall- ar um hjónabandsvandamál. Söguhetjan er reynsluflugmaður er Valur Gísla- son leikur, konu hans leikur Helga Valtýs- Idóttir, en „kær- asta“ hennar Róbert Arn- finnsson. Önnur hlutverk eru 5 að tölu, og fara með þau Helgi Skúlason, Mar- grét Guðmunds- dóttir, Regína Þórðardóttir, Jón Aðils og Klemens Jónsson. Leik- Rattigan urinn er í þrem þátturn, og tek- ur sýningin um 2fc kiukkustund. Leiktjöld hefur Magnús Pálsson gert. Eins og áður segir er Baldvin Halldórsson leikstjóri, en Karl ísfeld þýðandi. Terence Rattigan er einn kunnasti leikritahöfundur i Eng- landi þessi árin; eru verk hans vinsæl á sviði, enda ágætlega gerð, þótt höfundurinn verði vart talin til stórskálda. Ýms leikrit hafa einnig verið kvik- mynduð; myndir eftir leikritun The Browning-Version og The Winslow-Boy hefa verið sýndar i Reykjavik, en þau leikrit hafa einnig verið flutt í útvarpið. fónia nr. 33 i B-dúr og loks flutt atriði úr lokaþætti óper- unnar Don Giovanni. Guðmúnd- ur syngur þar hiutverk Giovann- is, Kristinn kemur fram sem Leporello, Guðrún sem Donna Elvira og Jón sem II Commend- atore. Söngvarana þarf ekki að kynna, þeir eru allir þjöðkunnir, en , Gísli Magnússon er einn af efnilegustu yrigri pianóieikvirum okkar. Hann hefur einu sinni áður leikið með Sinfóníuhljóm- sveitinni, auk þess haldið sjálf- stséða tónleika á vegum Tón- listarfélagsins og hlotið einróma lof fyrir leik sinn. Á s.l. ári dvaidist hann. við framhaldsnám á Ítalíu og kemur nú i fyrsta skipti fram á tónleikum eftir þá námsdvöl. Þar sem sérstaklega er vandað til þessara tónleika verður að- göngumiðaverð nokkru hærra en verið hefur að hljómsveitartón- ieikum undanfarið: 20 og 35 kr. Hins vegar mun verð aðgöngu- miða að tónieikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar framvegis verða hið sama og áður: 15 og 25 kr. Frá skákmótinu í Amsterdam Keres velur óvenjuiega vöm við drottningarbragði Smisloffs, afbrigði það sem kennt er' við Tarrasch, og fáir hafa þorað að beita á skákþingum undan- farin ár. Smisloif fær betra tafi, en Keresi tekst þó að forða sér frá áföllum. Smisloff — Keres 1. d2—d4 c!7—tl5 2. c2—c4 e7— e6 3. Rbl—c3 c7—c5 4. c4xd5 e6xd5 5. Rgl—f3 Rb8—c6 6. g2—g3 Rg8—f6 7. Bfl—g2 c5x d4 8. Rf3xd4 Bf8—c5 9. Rd4xc6 b7xc6 10. o——o o—o 11. Rc3—a4 Bc5—b6 12. Ddl—c2 Hf8—e8 13. Ra4xb6 Dd8xb6 14. Bcl—e3 Db6—b5 15. Hal—cl Bc8—g4 lö.Hfl—el He8—e6 17. a2—a4 Db5—a6 18. h2—h3 Bg4—h5 19. b2—b3 Ha8—b8 20. Bg2—fl Da6—b7 21. Be3—d4. Jafntefli, Keres álitur 12. leik sinn ekki góðan, hann telur sig hafa góða stöðu eftir 12. — Bd7. Euwe segir að Smisloff hefði getað gert svarti örðugt fyrir með 15. a4 Da6 16. Hfcl. Útför Jóns Sæ- mundssonar í dag Á miðvikudaginn var fannst lík Jóns Sæmundssonar múrara- meistara rekið upp úr Hvítá. Fer útför Jóns fram í dag. Jón Sæmundsson drukknaði í Hvítá skömmu fyrir jól í vetur, ásamt K'ristni bróður sínum. Lík Jóns Sæmundssonar verð- ur jarðsett að Torfastöðum í Biskupstungum. > ÚTBREIÐIÐ * ^ * ÞJÓDVIUANN * >1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.