Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 6
|fc} — ÞJÓÐVILhJINN — Föstudagur 21. apiil 1956 ÞIÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn 1933 48% - Hvað verða næst margir á þingi Sjálfstæðisflokksins? varð mönnum að spyrja er Vís- jr skýrði frá því í gær að 807 „fulltrúar“ sætu „landsfund" Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík. Að vísu er svo með allan þorra þessa hóps að þar eru ekki fulltrúar eins eða neins nema flokksforystunnar, sem hóar saman í tilefni kosn- inganna þessum álitlega hópi manna. í því skyni að þeir samþykki fyrirfram tilbúnar á- TÓðursályktanir. Samhengið við kosningarnar sést ekki sízt á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talið þörf á að halda neinn „landsfund" síðan 1953, en þá var líka kosningaár. Þess á milli þarf ekki að eyða stór- fúlgum í að kveðja saman „full- trúa“, enda er skipulag Sjálf- stæðisflokksins hreinasta skrípamynd af lýðræði. '17'ísir og Morgunblaðið reyna * að sjálfsögðu að nota „lands- íundinn" til að berja áróðurs- bumbu fyrir hinum „stóra ein- huga“ flokki, Þó má vera vel valið á „landsfundinn“ ef ekki kemur þar fram sú mikla óá- nægja sem grefur um sig innan Sjálfstæðisflokksins með vesal- dóm og undanhald Ólafs Thórs í landhelgismálinu og með álög- 1953 37,1% urnar miklu s.l. vetur, svo ein- ungis séu nefnd tvö þau atriði, sem jafnvel eindregnir Sjálf- stæðismenn fordæma. Iframsöguræðu sinni virðist Ólafur Thórs varla hafa átt orð til að lýsa vexti og fram- förum flokksins. Hinsvegar virðist hann, ef dæma má eftir frásögn Visis, hafa gleymt að minna „fulltrúana"- á hvernig fylgi floltksins hefur farið rýrn- andi nieð þjóðiimi um tvo ára- íugi og aldrei verið lægra en i síðustu alþingiskosningum, 1953. Hlutfallstala Sjálfstæðis- flokksins í kosningum frá 1933 er sem hér segir: 1933: 48,0% 1934: ......... 42,0% 1937: ......... 41,3% 1942 3. júlí: . . 39,3% 18. okt......38,5% 1946 39,4% 1949 .......... 39,5% 1953 .......... 37,1% Þannig hefur fylgi Sjálfstæð- isflokksins hrakað, úr 48% fyr- ir röskum tuttugu árum, i 37,1% nú fyrir þremur árum. Þetta er hin „glæsilega sókn“ sem gumað er af. Nýtt félagsheimiii liíorgunblaðið skýrir frá því á forsíðu i fyrradag með miklum fögnuði að nú sé búið að vígja hið nýja „félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík“ — Valhöll við Suðurgötu. Er birt mynd af hinni nýju eign Sjálfstæðisflokksins, en þess er ekki getið hvað eignin hafi kostað eða hvernig fjár hafi verið aflað til kaupa á henni. . . I ett-a hús var áður aðseturs- staður vesturþýzka sendi- ráðsins. Fyrir stríð átti Þýzka- Ignd svo sem kunnugt er hús við Túngötu, en íslendingar tóku það eignarnámi upp í bæt- ur vegna árása þýzka hersins á íslendinga og eignir þeirra — <?g hrökk það hús þó skammt í því skyni. Þess vegna urðu Þjóðverjar að gera aðrar ráð- -stafanir er þeir settu upp sendi- ráð hér á nýjan leik og eignuð- ust Valhöll við Suðurgötu. En það kom fljótt í Ijós að Þjóð- verjar voru ekki ánægðir með sinn hlut, þeir víldu endur- heimta húsið sitt gamla. Til- gangur þeirra með því var sá að fá raunverulega yfirlýsingu íslendinga um það að Túngötu- húsið hefði verið tekið í heim- íldarleysi, og að ástæðulaust væri að bæta tjón það á mönn- um og eignum sem nazistar ollu á styrjaldarárunum Og svo undarlega brá við að ís- lenzk stjómarvöld voru reiðu- búin að þóknast hinum vestur- þýzku sendiboðum, og Alþingi samþykkti að gefa vesturþýzku stjórninni húsið við Túngötu. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn forustu um þessa einstæðu gjafmildi. 'fT'kki er að efa að gjafmildi kJ Sjálfstæðisflokksins á eign- ir íslendinga stafar af hreinni hugsjón og sannri hjartagæzku. En góðverk fela ævinlega í sér umbun. Það vildi svo heppilega til,að þýzka sendiráðið þurfti ekki á Valhöll að halda þegar Túngötuhúsið var fengið. Og enn bættist sú heppni við að vesturþýzka sendiráðið reyndist fúst til að selja Sjálfstæðis- flokknum fyrri aðsetursstað sinn. Þess er svo að vænta að Vesturþjóðverjar hafi ekki ver- ið mjög dýrseldir á eign sína — er þeir höfðu reynt gjaf- mildi íslenzkra stjórnarvalda — þannig að fjármálamenn Sjálf- stæðisflokksins hafi.ekki þurft að taka mjög nærri sér að koma hinu nýja félagsheimili á laggimar. Timarit Máls og menniitgar I aprilmánuði hefur komið út 1. hefti þessa árgangs af þrem- ur timaritum, er hér verða tal- in í útkomuröð: Tímarit Máls- og menningar, Nýtt Helgafell, Birtingur. titkoma slíkra tíma- rita, sem flytja skáldskap og fjalla um menningarmál, á ekki að sæta minni tíðindum en út- gáfa meðalgóðrár ferðabókar eða dolpungssögu þýddrar; og því skal hins fyrsta lítillega getið í dag, en hinna innan tíð- ar. Tímarit Máls og menningar flytur meðal annars efnis ræðu Kiljans á nóbelshátíðinni í vet- ur. Ræðan hefur birzt hér í blaðinu, og kemur lesendum Þjóðviljans ekki á óvart. Hins- vegar er góð vísa sjaldan of oft kveðin, og er gott að hafa ræðuna á varanlegri pappír en dagblaði, unz hún kemur í bók. Þessi ræða er sem sé meðal hins fegursta sem Laxness hef- ur samið — og mun hennar minnzt meðan íslandsklukkan og höfundur hennar eiga hljóm- grunn á íslandi. Ritgerð Guðmundar Böðvars- sonar: Gömul grein um gamlan vin, snertir mig djúpt. Fáa mundi víst gruna af nafninu að greinin er föðurminning, og segir höfundur svo í inngangi um tilurð hennar: „Fyrir nokkr- um árum var sú fyrirætlun á baugi hjá bókaforlagi einu hér- lendis að gefa út bók, er hefði að geyrna umsögn þeirra, er í hana væru kvaddir að skrifa, um látna feður þeirra. Sá er átti að sjá um útgáfu þessarar bókar, sýndi mér mikla vin- semd, er hann bauð mér þar rúm óskorað. ef ég vildi þekkj- ast“. Guðmundur skrifaði greinina, en bókin kom aldrei út; nú njóta lesendur Timarits- ins góðs af því, og fá í hend- ur ritgerð auðuga að fegurð og mannlegum sannleik, eins og allt sem Guðmundur Böðvars- son lætur frá sér fara. Það er einkennilegt traust sem þessi höfundur hefur vakið Iesendum sínum: okkur finnst allt satt sem hann segir. Hið þriðja efni er gekk und- irrituðum til hjarta í Tímarit- inu er þýðing Sverris Kristj- ánssonar á kafla úr hinni miklu Jósefs-skáldsögu Tómas- ar Manns; Harmkvælasonur- inn nefnist þessi kafli í þýð- ingu. Ég kannast öfurlítið við dálæti Sverris á Mann, sem við teljum víst báðir víðfeðm- asta höfund aldarinnar; og einn- ig vissi ég að honum hefur leik- ið hugur á að þýða Töfrafjall- ið. Hitt varði mig þó eigi að Sverrir mætti þýða Mann af slíkum frábærleik og mér virð- ist hér hafa orðið raunin á; og mundi nú margur mega óska þess að áfram yrði haldið -— sú þýðing mundi verða mik- ið afrek máls og stíls; en skáld- skapur og hugur Tómasar Manns á við okkur ævinlegt erindi. Hér er smákafli til dærna urin tóninn í list Manns , og þýðingu Sverris: „En eitt var iiáskalegast og vekur oss kviða um það, sem koma skal: Rakel hafði hann misst, en því fór samt fjarri, að hann léti svipta sig sinni náðargjöf, sinni fullvalda of- urást er hann bar fil hennar. Því fór víðs fjarri, að hann legði ást sína i þessa gröf sem tekin hafði verið í flýti við veginn. Hitt var öllu heldur, að hann vildi sanna þeim Tómas Mann Herra, sem öllu ræður, að með grímmdinni flyti hann ekki langt, og því lagði hann ást sína barmafulla af þrjózku á frumgetinn son Rakelar, hinn óðfagra Jósef, níu ára gamlan. Sveininn elskaði hana nú hálfu rneir og gaf svo örlögum sin- um nýjan og háskalegan högg- stað á sér. Það er efni til umhugsunar, hvort sá, sem gef- in er rik viðkvæmni, skeyti í rauninni hvorki um frelsi né næði vitandi vits, en gangi opnum sjónum út í voðanri og óski eipskis frekar en lifa und- ir eggjum sverðsins í sífelldum kvíða. Augljóst er, að svo fífl- djarfur vilji er spurningin úr þáttum hinnar sælu viðkvæmni, því að hún er ekki til nema þar, sem lundin er fús til að bera miklar þjáningar, og raun- ar hverjum manni skylt að vita, að engin óvarfærni er ást- inni meiri. Sú mótsögn, er hér ræður í náttúrunni, er einmitt með þeim hætti, að það eru hinar meyru sálir, er kjósa þessa kosti, en eru alls ekki búnar orku til að bera það, sem þær færast í fang, — og hinir, sem alla hafa burðina til þess, láta sér ekki detta í hug að gefa höggstað á hjárta sínu og verður svo ekkért að meini.“ Hina nýju smásögú Kiljans: Heimsókn á þorra, kann ég síð- ur en svo að rneta; bg stendur bæði hann og önnur skáld heft- isins í skugganum af Tómasi Mann — hvort sem það mundi teljast réttlátt á efsta degi eða ekki. Þýðing Hannesar Sigfús- sonar á Ljóði í október eftir Dylan Thomas rís þó býsna hátt; það er fjölkunnugur skáldskapur. Thor Vilhjálms- son bregður að vísu upp manna- myndum og húðflettir sumar persónurnar í Hinztu kveð.iu sinni, eins og hann er vanur; en atburður sá sem er uppi- staða sögunnar sýnist mér of einstakur — og furðulegur — til að eyða á hann miklu púðri. Björn Ól. Pálsson freistar nokkurra stílbragða í sögu sinni: Stjörnur himinsins, og gæti verið fróðlegt að sjá hvað af þeim yxi i framtíðinnj. Enn ber að minna á stutta en yand- aða grein Hannesar Sigfússonar um Dostojefskí, og fallegt minni bundins máls eftir Sigur- karl Stefánsson. B.B. Þar sem ákveðið hefur verið, að HJÚKRUNARKONUR gangi fyrir með leigu á íbúð Félags ísl. hjúkr- unarkvenna Blönduhlíð 33, eru þær hiúkrunar- konur, sem kynnu að vilja leigja þar, beðnar að láta vita sem fyrst, í síma 3016, eftir kl. 8 á kvöldin. Húsnefndin Aðalfundur Aðalfundur FÉLAGSINS BERKLAVÖRN í Reykja- vík verður haldinn í Naustinu, uppi, mánudaginn 23. þ.m. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjideg aöalfundarstörf. 2. Kosnir fulltrúar á 10. ping S.Í.B.S. MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.