Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.04.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 21. apríl 1956 ■O Gfifa-ginning Efsfeins fónss, an við miklar hugsjónir, Um ódauðlegt verk Ey- hræðslan við afrek í atvinnu- steins Ásgrímssonar var sagtí málum, hræðslan við stórfelld- Allir vildu Lilju kveðið hafa. J Framhald af 7. síðu. Það er sök Iiræftsluhanda- lagsins og þess eins, að þetta mál er ekki komið í fulla framkvæmd nú þegar — og það þarf meira en meðal brjóstheilindi af svikurunum í landhelgismálinu, allt frá Cfunnlaugi Þórðarsyni og CSylfa til Hermanns og Ey- steins, til að dirfast að setja þetta atriði í stefnuskrá sína, eftir að hafa fótum troðið það og' svikið sjálfir. En hverskonar álit hafa þessir doktorar og prófessor- ar á almenningi, — þeirn þús- undum, sem þjást nú af at- vinnuleysi og aflaleysi um allt land, af því hræðslubanda- lagið hindraði að landhelgin væri færð út, — ef þeir halda að það þýði að henda í fólkið pappírssneplum fyrir fisk, svikaloforðum í stað fram- kvæmda í landhelgismálinu ? — En þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem lærðir menn gefa alþýðu steina fyrir brauð. Fjölga skal togurum Það er öllum Islendingum Ijóst, — nema Eysteini Jóns- syni og ef til vill hefur hann nú líka sannfært Gylfa um að togarar séu „gums“, — að efnahagsafkoma vor bygg- ist fyrst og fremst á stór- aukinni togaraútgerð. Án slíks er það blekking að tala um frjálsa innflutningsverzlun og aukna velmegun á næstunni. Og hver er hin stórhuga fyrirætlun Framsóknarbanda- lagsins um aukningu togara, eftir að Framsókn og ihald hafa hindrað það í 8 ár að nýr togari væri keyptur til iandsins ? Almenningur veit að þjóðin lifir enn fyrst og fremst á þeim stórhuga framkvæmd- um, er Sósíalistaflokkurinn beitti sér fyrir 1944—1946, kaupum nýsköpunartogaranna og annarri nýsköpun sjávar- útvegsins. Og með hverju ætla nú þessir menn, sem segjast útvaldir til að bjarga þjóðinni, íslendingum að efla atvinnulíf sitt? 1 Gylfaginning segir: — „Fjölga skal togurum." Engin tala togara, ekki orð um útvegun fjár, ekkert — nema orðin. En hver værii svo verkin, sem töluðu? Fyrir Alþingi lá frumvarp, flutt af fjórum þingmönnum allra flokka nema íhaldsins, um heimild til kaupa á allt að 15 togurum. Framsóknarflokkurinn hindraði að þetta frumvarp væri samþykkt. Og Framsóknarbandalagið, þeir Hermann og Haraldur, gátu myndað ríkisstjórn, er sæti nú um kosningarnar, gegn því að sainþykkja þetta frumvarp, heimild handa sjálfum sér til að liaupa tog- ara. Og hræðslubandalagið þorði ekki! Þetta er alvara þessara manna. Og svo halda þeir að öll þjóðin hlaupi upp til handa og fóta og fylki. sér um þá, þegar þeir segja á eftir í stefnuskrá: „Fjölga. skal tog- *irum.“ „Litilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma“. Aumur var hugur þessara hægri manng á Alþingi, er þeir höfnuðu vinstri stjórn, vesöl er frammistaða þeirra, þegar þeir þurfa þó ekki nema segja eitt orð, — og hvað langt niður komast þeir í fram- kvæmdaleysi eftir kosningar, þegar þeir hugsa svona smátt nú þegar? ,,Gera sal skipulegt átak" ' Um húsnæðisleysismálin seg- ir í Gylfaginningu að „gera skuli skipulegt átak í húsnæð- ismálunum, en ekkert orð um raunhæfar framkvæmdir, eng- in ákvörðun t. d. um útrým- ingu herskálanna á næstu fjóruip árum eða aðrar á- þreifanlegar fyrirætlanir. Og þó er það vitanlegt að sú svívirða þjóðfélagsins að láta þúsundir barna alast upp í bröggunum hrópar til himins og það er ekkert nema ræfil- dómur og viljaleysi stjórnar- valda, sem veldur því að ekki er byggi tafarlaust yfir allt það fólk, sem í heilsu- spillandi húsnæði býr. Það kostar elcki meira að byggja yfir alla, sem búa í bröggum Reykjavíkur, en sem svarar eins árs tekjuafgangi rikisins, um 100 milljónir króna. — Það voru flokkar hræðslu- bandalagsins, sem eyðilögðy lögin um útrýmingu heilsu- spillandi íbúða, og bera. á- byrgð á tilveru bragganna í dag. En þeir sýna ekki vott af framtaki né vilja til þess að bæta úr fyrri yfirsjónum sínum, — ekki einu sinni þó kosningar séu framundan og þeir eigi pólitískt líf sitt að leysa.— Hvað mun þá verða með slíka menn eftir kosning- ar? TÉr Feimnismálin. Þa.ð er ekki hægt að rekja allar firrur og aumingjahátt þessarar stefnuskrár í einni grein. En að lokum skal minnzt á þau mál, sem ekki er þar á minnzt. Gengislækkunin. Það er ekkert orð um að varðveita gildi íslenzku krónunnar, tryggja verðgildi sparifjárins, hindra vöxt dýrtíðarinnar. — Það er ekki minnzt á þetta, af því höfundar liafa gengis- lækkunina allan tímarin 5 huga sem. eina „úi'ræi'ilð.“ Skattar og á'ögur. Það er hvergi minnzt á að léttabyrð- arnar á herðum alþýðu, né láta hina ríku borga meira en nú. Það er ekki talað um tolla né skatta né aðrar álög- ur. Hræðslubandalagið þorir auðvitað ekki að nefna snöru í hengds manns húsi. Helmingaskiptin og spilling- in. Það er ekkert orð um að uppræta þá spillingu helm- ingaskiptanna, sem sett hefur soramark sitt á stjórnarfar undanfarinna ára. Það eina, sem virðist vaka fyrir höf- undunum, er að ekki fái að hallast á í helmingaskiptun- unum í bönkunum, með öðr- um orðum að Framsókn fái eins marga bankastjóra og íhaldið, — enda mun aðaltil- gangurinn hjá Eysteini með því að hnýta embættismönn- um Alþýðuflokksins aftan í sig, vera sá að standa betur að vígi um alger helminga- skipti við íhaldið í næstu stjóm með því. Olíusalan. Olíuhringarnir eru eitt allra mesta gróðafyr- irtæki landsins. Alþýðuflokk- urinn hefur flutt ’ frumvarp um einkasölu ríkisins á olíu. Það er eitt af hans „stóru“ málum. — Það. sést ekki votta fyrir því í Gylfaginningu. Það er strikað út. — Og mikið má vera ef ekki er um leið samið við íhaldið um að fara ekki í neitt „ölíustríð" fyrir þessar kosningar eins og gert var með afhjúpununum miklu fyrir þær síðustu. Áburðarverksmiðjan. Fram-^ sóknarráðherrarnir eru að reyna að stela þessu stærst.a iðjuveri landsins, 130 milljón króna eign, úr eigu ríkisins. Sósíalistaflokkurinn hefur á Alþingi barizt gegn þessum þjófnaði og Alþýðuflokkur- inn staðið þar með honum. En hvað verður svo er Gylfi mætir Eysteini og á að semja um að rikið fái að halda sin- um eigum fyrir yfirgangi ræningjanna? Gylfi guggnar. Ekkert orð um að skila Áburðarverksmiðjunni í eigu ríkisins í Gylfaginningu. Það er auðséð á öllu, að það er sama hvort hræðslu- bandalagið ræðii' Grænmetis- verzlun ríkisins, Áburðaryerk- smiðju ríkisins eða kaup . verkalýðsins. Ef um það er að ræða hvort stela skuli af alþýðunni og ríkinu eða ekki stela, þá verður það alltaf of- an á: Þú skalt stela. ar umbætiu’. Það er andlega eymdin, sem einkennir alla Eysteins-pólitík, sem myrkvar þar hverja línu og dregur hverja eðlilega hugsun niður í aumlegt þvaður. En það er hugrekkið og stórhugurinn, sem íslenzk al- þýða þarf fyrst af öllu, — að hugrekkið og stórhugur- inn, sem íslenzki verkamað- urinn, sjómaðurinn, bóndinn beitir í sinni daglegu liörðu lífsbaráttu, setji líka sinn stolta svip á örlagaríka við- ureign hans við innlent og erlent auðvald. —• En því öllu virðast háyfirvöldin í Reykjavík, fínu embættis- mennimir, sem álíta sig eiga að hugsa fyrir alþýðuna, hafa gleymt. En yfir Gylfaginningu Ey- steins Jónssonar mun þjóðin hrista höfuðið og rej'nslan segja: Fáir vildu hans ginn- ingarfífl gerast. Eysteinn Jónsson getur ginnt Gylfa og eínhverja emb- ættismenn Alþýðuflokksins til- þess að þjóna sér til undir- búnings nýrra árása á alþýðu með innantómu loforða- skvaldri En haim ginnir ekki alþýðu Islands. Hún mun einhuga, stolfe og sterk, sýna auðvaldi ís« lands og embættisflokkuni jiess að hún er jafn fær inn að sigra auðvald og afturhald landsins í liarðvítugri kosu- ingaharáttu eins og áður í við- ureign verkfallanna miklu. III. Eysteinn Jónsson hefur ginixt Gylfa Gíslason eins og þurs i samningum þeirra. Hann hefur ginnt hann til þess að leggja Alþýðuflokkinn nið ur sem pólitískt sjálfstæðan flokk og gera hann að föst- um taglhnýtingi Framsóknar. Hann hefur ginnt hann til að kljúfa Alþýðuflokkinn, sparka frá honum verkalýðsfylginu og gera hann algerlega bund- inn flokki gerðardómslaga, gengislækkunar og kaupbind- ingar. Eysteinn hefur ginnt Gylfa til að hafna öllu sam- starfi við verkalýðshreyfing- una og vlð Sósíalistaflokkinn, einmitt þegar AlþýðuRokkur- inn og Rósíalistaflokkurinn í samstarfi jafningja, sem áttu sömu hagsmuna verka- lýðsins að gæta, gátu sigrað íhaldið í flestöllum kaupstöð- um landsins og tryggt sér 8—10 kjördæmakjöraa þing- menn, eða minnst 19 þing- menn alls, eins og þeir flokk-. ar höfðu 1946. Og til þessa óhappaverks alls er Gylfi ginntur með þeim lélegu loforðum, sem hér hafa verið rædd, — og vafalaust eiga í vændum enn verri efnd- ir. — Aldrei hefur íslenzkur stjórnmálamaður Iotið að svo litlu sem Gylfi Gíslason nú. Það er hræðslan, sem setur sín ljótu fingraför á allt þetta verk, — hræðslan við að missa þingsætin, hræðslan um fínu embættin. Þess vegna einkennir stefnuskrána hræðsl- Hugleiðingar á sumardaginn íyrsta — Meira ,,sól- skin" handa börnunum að lesa — Hagsmunamál barnanna og viðhorf til þeirra. þekkasta lesefni allra barna. að hugsa til þess að hasarblöð, og þýddir reyfarar skuli ,hafa leyst þá bók af hólini. Hv.ers vegna er ekki hafizt handa um að VONANDI LÁIR enginn „Póst- inurn,, á nýbyrjuðu sumri, þótt talsverðra álirifa frá hátíða— • höldum sumardagsins fyrsta gæti í rabbi hans. Pósturinn er nú einu sinni þannig gerður frá náttúrunnar hendi, að hann hefur mikið dálæti ,á börnurn, og íinnst innilega gaman að sjá glaðan og áhyggjulausan bariia- hóp fara í skrúðgöngu um göt- ur bæjarins. Slík skrúðganga ber öllum skrúðgöngum betur nafn með rentu, af því að þar er það sjálf Hfsgleðin, hinn hjartanlegi fögnuður yfir því að vera til sem ræður stemn- inguimi. Og guð almáttugur hjálpi þeirn íoreldrum eða öðr- um vandamönnum barnanna, sem finnst það fyrir neðan sína virðingu að taka þátt í skrúð- göngunni þeirra. Sem betur fer held ég, að það séu ekki margir, sem þannig hugsa. Það er almannarómur, að jafnan hafi verið prýðilega vel vandað til allra skemmtiatriða á sum- ardaginn fyrsta, og eiga allir, sem leggja hönd að því verki, skiiið heiður og þökk allra barnavina. Pósturinn keypti Sólskin strax á miðvikudaginn, og las það sér til sálubótar þá um kvöldið. Þetta Sólskin er ’ prýðilega úr garði gert — eins að það er nú reyndar alltaf!; enda eiga valinkunnir höfundar efni í kverinu. Nægir að nefna höfunda eins og Stefán Jóns- son, Ragnheiði Jónsdóttur, Loft Guðmundsson, Halldóru B. Björnsson og Margréti Jóns- dóttur, að ógleymdum H. K. Laxness, sem góðfúslega leyfði að birta í kverinu einhvern kafla úr verkum sínum, (það er raunar dálítið af prentvillum í þessu hefti Sólskins, en þær eru flestar meinlausar). Við lestur Sólskins hvörfluðu ýms- ar hugleiðingar að Póstinum, hugleiðingar um viðhorfið til bernskunnar. Það er ekki sárs- aukalaust fyrir mann, sem sjálfur iifði bernsku sína fyrir 20—30 árum, þegar Bernskan, hin indæla bamabók Sigur- björns Sveinssonar, var hug- gefa út stórt og vandað tímarit handa börnunum? Hversvegna er ekki reynt að koma betra skipulagi á útgáfu barnabóka hér? Hinar íádæma vinsældir, sem bækur Stefáns Jónssonar hafa hlotið, sýna, að börpin kunna vel að meta rammís- • lenzkar sögur um hversdagslegt líf og starf þeirra sjálfra, engu síður en Pósturinn og hans jafnaldrar kunnu að meta „Bernskuna" áður. ÉG GAT ÞESS um daginn, að starf „Sumargjafar'* væri m. a, í þvi fólgið að koma upp og starfrækja dagheimili og leik- skóla fyrir börnin. Og hvernig er búið að börnunum í þessuiri efnum? Við bjóðum þeim upp á stöðuga lífshættu á götunuiri, freistum þeirra með kóka-kóla, lakkrísvindlum og hasarþlöðuln á hverju götuhorni, sýnum þeim bófahasar og aftur bófá- hasar á hverju bíói. Og við tií- kynnum talsmönnum bamanna með köldu blóði, að það sé fjár- skortur og lánsfjárkreppa, er þeir vekja máls á því,. að okk- ur vanti barnaspítala, barna- leikhús, fleiri dagheimili, leik- skóla og leikvelli. Það eru nokkuð mörg ár, síðan byrjað var að safna fé til þess að reisa barnaspítala, og ennþá á það langt í land að hami komizt upp. Haldið þið, að það hefði tekið svona mörg ár að koma upp verzþinar- eða samkomu- húsi handa einhverjum frammá- rnanni einstaklingsframtaksins, til þess að gera honum kleift að græða nokkrar krónur til viðbótar? Haldið þið, að fyrir- bærin fjárskortnr og lánsfjár- kreppa tæki í taumana, eí’ „rétttrúaðan" forstjóra vantaði tvö hundruð þúsund krónua bifreið? Og ég spyr: Er þetta í samræmi við hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta? Eru ekki alljr dagar ársins sumardagúr- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.