Þjóðviljinn - 18.05.1956, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.05.1956, Qupperneq 6
■Cf&') ~ ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagnr 18. xnai 1956 ÞlÓÐVILJINN Útgefandt: I Sameiningarflokkur alpýöu — Sósíalistaflokkurinn Kýs þjóðin „óvinsælar ráðstafanir"4? að virðist. hafa komið við hjartað á Hræðslubandalag- inu er flutt var á þingmála- fundi á Siglufirði tillaga um að mótmaela hinum þungbæru álögum ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar. Hinn nýi bardagagarpur Al- þýðuflokksins, Áki Jakobsson, aftraði þvi að slík tillaga feng- ist borin undir atkvæði. Al- þýðuflokkurinn hefur þó talið sig andvígan þeim gífurlegu á- lögum, en virðist' nú vera orð- inn svo samdauna Eysteins- klíkunni, að ekki megi minn- ast á mótmæli framar. ÍIT'inmitt þær álögur eru á- þreifanlegt dæmi um heil- indi Eysteins og kumpána i bandalaginu, og gefa til kjmna hve mikið mark er takandi á yfiriýsingum þeírra um end- urfæðingu Framsóknarflokks- 3ns. f allan vetur sem leið og sennilega lengur stóðu yfir samningar Framsóknar og Al- þýðuflokksins, um samfylkingu í kosningum. En jafnframt þeim, að því er virðist með fullri vitund Gylfa og annarra hægrimanna Aiþýðuflokksins, var unnið að því með Sjálfstæð- .isflokknum að skella álögunum miklu á alþýðu manna. Sam- tímis því, sem Eysteinn var að semja við Gylfa og Harald Guðmundsson um bandalag, gekk ekki hnífur á milli hans og íhaldsráðherranna um á- rásirnar á alþýðu manna. Ey- steinn og Steingrímur Stein- þórsson hafa ekki mótmælt þeirri yfirlýsingu ráðherra Sjálfstæðisflókksins að alger samstaða hafi verið i ríkis- stjórninni um álögurnar. Framsókn hikaði ekki við að ganga að þessum skítverk- um með íhaldinu rétt fyrir kosningar. Jafnframt hafa for- ingjar hennar hvað eftir ann- að ymprað á, að ein meginrök fyrir kosningum í sumar séu þau, að framundan séu svo „óvinsælar ráðstafanir“ ' að ekki sé unnt að framkvæma þær nema kosningar séu ný- afstaðnar. Sú hugmynd bregð- ur upp þokkalegri mynd af stjórnmálasiðferði Eysteins og kumpána, en gefur einnig mik- iivægar bendingar um það, hvað Framsókn og Sjálfstæð- isflokkurinn ætlist fyrir að kosningum afstöðnum. ef þess- ir flokkar fá ekki þann skell að þeir telji ófært að ráðast gegn fólkinu. að er ekkert. launungarmál, þó leynt hafí átt að fara, að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins hefur látið gera á- ætlanir um „íausn“ þess efna- hagsöngþveitis, sem þeir eru samsekir um. Þar er áætlun tim gengislækkim og kaupbind- ingu, og má marka hin leyni- legu tengsl á milli flokkanna af þvi pukri, sem bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn hefur haft um þær fyrirætl- anir. Sjálfstæðisflokkurinn gefur opinskátt til kynna i blöð- um sínum að hann sé fús að halda áfram því afturhalds- samstarfi við Framsókn sem stefnt hefur efnahagsmálum landsins í öngþveiti. Hvað eft- ir annað eru lesendur Morgun- blaðsins minntir á að þeir skuli ekki kippa sér upp við það, þó Framsókn segist ætla að taka sér frí úr íhaldssam- vinnu einu ári áður en kjör- tímabil rennur út, og rjúki í kosningar sem „vinstriflokk- ur“. Bent er á með dæmum, að þetta sé að verða skilorðs- bundíð viðhorf hjá Framsókn, og valdi því nálægð kosninga. Og íhaldsmenn eru huggaðir með dæmum um það hve fús- lega Framsókn skríður að fót- um Ólafs Thórs og Bjarna Ben. að loknum kosningum, og sé þá allt eins viljug og fyrr í dansinn um hernáms- gróða og helmingaskipti, um misnotkun ríkisvaldsins gegn alþýðu. IT’n nú ganga hægrimenn Al- þýðuflokksins með til leiks- ins. Þeir gera þann hluta flokksihs sem fylgir þeim að einskonar deild úr Framsókn- arflokknum. Og þeir ganga til þess leiks án þess að hafa minnsta loforð fyrir því, að Framsókn sé orðin því afhuga að „Ieysa“ efnahagsöngþveitið á kostnað alþýðunnar, með þeim „óvinsælu ráðstöfunum", sem' Eysteinn lét gera áætlun um í samvinnu við Ólaf Thórs og Bjarna Ben. Gæti meira að segja margt bent til að hægri- menn Alþýðuflokksins hefðu þegar neyðzt til að samþykkja að ganga með til þeirra „óvin- sælu ráðstafana", með eða án samfélags við Sjálfstæðisflokk- inn, að loknum kosningum. ■%Iarla mun hægt að ganga * lengra í óheilindum gegn alþýðu manna en gert er með kosningabaráttu Hræðslu- bandalagsins. Enginn kjósandi sem kýs frambjóðendur þess, hefur hugmynd um hvers kon- ar stjórnarfar hann er að leiða yfir sig og þjóðina alla. Hins vegar er sjálf tilvera Hræðslu- bandalagsins vottur þess, að krafan um vinstri stjórn og nýsköpunarstefnu er orðin svo rík með þjóðinni, að hún hef- ur knúið afturhaldsmenn Framsóknar og Alþýðuflokks- ins til undanhalds í orði. Sýni kjósendur. nógu rækilega, að þeir vilji vinstri stjórn og ný- sköpunarstefnu, með því að senda Alþýðubandalagið á þing sem sterkan þingflokk, er ásÆæða til að vona að vinstri öfl Framsóknar takist að knýja flokkinn til stefnubreytingar, — einnig í verki. Vilja haía frjálsræði í okurlánastarfsemi Ætlar Bjarni Benediktsson að íresta málshöíð- unum á fjármálamennina fram yfir kosningar? Þjóðviljinn vakti fyrir nokkrum dögum athygli á pví að mál fjármálamanna peirra sem rann- sóknarnefnd Alpingis ákœrði hefðu nú legið lijá Bjarna 'Benediktssyni um tveggja mánaðu skeið án pess að hann hefði látið höfða mál gegn nokkr- um peirra. Spurðist Þjóðviljinn fyrir um hverju petta sœtti, hvort œtlun ráðherrans vceri ef til vill að fresta pessum lærdómsríku hneykslismálum fram yfir kosning- ar— eins og svo mörgu öðru. En ráð- herrann hefur ekkert sagt og ekki heldur málgögn hans. Af pessu tilefni hefur pað rifjazt ipp fyrir mörgum hversu tregur Ijarni Benediktsson var til að taka okurmálin nokkrum tókum, liann lýsti yfir pví á Alpingi að engar sannanir lœgju fyrir um nokkra okurlánastarfsemi og heimtaöi að Einar Olgeirsson legði sjálfur annanir á borðið pegar hann krafð- zt aðgerða í málinu. Einnig minn- ist margir pess að Lárus Jóhannes- '.on, formaður Lögmannafélagsins og 'rambjóðandi Sjálfstœðisflokksins á Veyðisfirði lýsti yfir pví á sínum tíma að allt tal um okurlánastarf- semi væri fjarstœða ein; á pví sviði sem öðrum ætti að ríkja sem mest frjálsrœði. Ef til vill œtlar Bjarni Benediktsson að fresta öllum áðgerðum fram yfir kosningar í von um aö fá pá aðstöðu til að framkvæma frjálsrœðiskenning- una einnig á pessu sviði. k_________________________________________._j „Tvær manneskjur64 Tíminn segir í gær að vest- rænar þjóðir hafi ekki mikið á samvizkunni þótt „tvær manneskjur“, Rosenberg-hjón- in, hafi verið teknar af lífi eft- ir réttarhöld sem langflestir heiðarlegir menn flokka til réttarglæpa. En því miður er hér um meira en tvær mann- eskjur að ræða. Þeir skipta tugum þúsunda sem hafa ver- ið fangelsaðir eða ofsóttir á annan hátt fyrir stjórnmála- skoðanir sínar í BandaríKjun- um. Þeir skipta tugum þús- unda sem Bretar hafa svipt lífi á Kýpur, Malakkaskaga og Kenýja fyrir það eitt að berjast fyrir sjálfstæði landa sinna. Þeir skipta tugum þús- unda sem Frakkar hafa svipt lífi í Marokkó, Alsír og Indó- kína fyrir sömu sakir. Og man Tíminn ekki kjarnorku- sprengjuárásir Bandaríkjanna á Hírósíma og Nagasaki sem afmáðu hundruð þúsunda af yfirborði jarðar, en sú árás hefur verið talin upphaf kalda stríðsins. Þjóðviljinn hefur fordæmt ó- hæfuverk þau sem unnin voru af báðum aðilum á tímabili kalda stríðsins. Tíminn virðist hins vegar ætla að halda á- fram að verja stórglæpi vest- rænna valdamanna. Setur ekki „hroll að venjulegu fólki" eins og Tíminn komst að orði í gær? 6563 - 86832 eru símanúmerin á skrifstofu Alþýðubaiidalagsins í Hafn- arstrætl 8. WM- RAFGEISLAHITUN Hollasta og fullkomnasta húsahitun, sem nú pekkist Fylgizt meö tímanum Hinar eldri orkulindir, kol og olía, ganga nú óðum til þurrðar. Að fáum árum liðnum mun raf- magnið koana í þeirra stað, alis- staðar þar sem það er mögulegt. Rafmagnið tekur öllum öðrum orkugjöfum langt fram að þæg-> indum og hreinlæti, en það er of dýrt til að láta það fara til spillis. í úreltum hitunartækjum. ■ Eswa-kerfið er eina rafhitunin, sem reksturslega þolir samanburð við eldri hitunaraðferðir. Þægindin, hreinlætið og hollust- una hefur það fram yfir allt annað. CEISLRHITUN ___Garðastræti 6 sími 4284 M EINKAUMBOÐ FYRIR NORSK ESWA A/S, OSLO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.