Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1956, Blaðsíða 1
VILIINN Laugardagur 19. maí 1956 ~ 21. árgangur — 112. tölubláð Afráðið að ísíisksölur til Bretiands heíjist þegar að kosningum ioknum Islenzka þ]óSin á a<$ tapa milljónatugum I gjaldeyri til jbess að thorsararnir geti grœtt mill]ónir Afráðið mun aö íslenzkir togarar hefji ísfisksölur til Bretlands þegar að afloknum kosningum. Eru margir togaranna þegar farnir eða á förum á Grænlandsmið og veröa á annan mánuð í þeirri ferð, eða fram undir og fram yfir kosningar, en þegar að þeim loknum er áformað að isfiskveiöar hefjist fyrir Bretlandsmarkað- Eins og menn muna var það seinast tilkynnt opinberlega um samningamakk' ihaldsins við brezka útgerðarauðvaldið, að fullt samkomulag hefði náðst milli Kjartans Thors, Lofts Bjarnasonar og Jóns Axels Pét- urssonar annarsvegar og Crofts Bakers hinsvegar — þess al- ræmda manns sem bar upp á íslendinga að þeir bæru með ráðstöfunum sínum ábyrgð á dauða 40 brezkra sjómanna. Hins vegar hefðu samningar ekki verið undirritaðir þar sem íslenzku^ þremenningarnir ætl- uðu að bera sig saman við starfsbræður sína hér heima. | Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar, sem | starfa vilja fyrir Al- ! þýðubandalagið, eru [ beðnir að hafa sam- : band við kosningaskrif- [ stofuna Tjarnargötu 20 jídagkl. 2—10 síðdeg- ! is. Þar eru og gefnar [ upplýsingar um ut- : ankjörfundaratkvæða- : greiðsluna, sem hefst [27. maí n.k., kjörskrá, ] kosningasjóð o.fl. — ÍSímar skrifstofunnar í [ Hafnarstræti 8 ! 6563 og 80832. eru Þeir eru nú komnir heim fyrir alllöngu en hafa ekkert birt op- inberlega um makk sitt, aftur- haldsblöðin hafa ekki einu sinni birt viðtal við þá um íerðina. En þeim mun ötullegar hefur verið unnið í kyrrþey, og mun nú vera búið að ganga frá því að landanir á ísfiski geti hafizt — að afloknum kosningum. * Dýru verði keypt Viðskipti þessi kaupa fslend- ingar sem kunnugt er því verði að láta föl landsréttindi sín í staðinn.' íhaldið og Hræðslu- bandalagið hafa fallizt á að stækka ekki landhelgina fyrst um sinn, þótt það sé nú brýn- asta hagsmunamál fjölmargra staða um land ajlt og raunar þjóðarinnar allrar. En með þess- um aðgerðum er einnig verið að skerða gjaldeyristekjur þjóðar- innar að miklum mun. Eins og áður hefur verið rakið hér í blaðinu er 7 mill.ióna króna tap á því að láta togara sigla rrieð ísfisk í stað þess að hann leggi aflann upp hér heima og hann sé fullunninn hér. íslendingar eiga nú 41 nýsköpunartogara, og yrði því um 280 milljóna króna gjaldeyristap á ári ef þannig yrði breytt um rekstur þeirr'a. \ * Gróði Thorsaranna — tap þjóðarinnar Þetta mættu að öllu leyti teljast veigamikiJ rök, ekki sízt eins og nú er ástatt í gjaldeyr- ismálum þjóðarinnar. Bankarnir skulda nú eins og kunnugt er á annað hundrað milljón króna í gjaldeyri, það er vaxandi vöru- skortur í landinu og á hafnar- , lenzka þjóðin tapi tugum millj- óna. "• I þessu máli rekast hagsmun- ir Thorsaranna og þjóðarinnar eins harkalega á og hugsazt getur. En það er athyglisvert fyrir almenning að hugleiða Framháld á 11. síðu Halldór Kiljan; komien heim Halldór Kiljan Laxness komj heirh með Gullfossi í gær, en hann sótti þing tékkneskra rit- höíunda í Praha serrí gestur, eins og áður hefur verið sagfi frá hér í blaðinu. í leiðinni hafði hann viðdvöl í Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og á Norð- urlöndum. Viðtal við Halldór mun birtast hér í blaðinu eftir helgi. Ármann J. Lárus- soii gíímukóngur 46. íslandsglíman var háð 'í íþróttahúsi ÍBR í gærkvöid. Sig- urvegari varð Armaaii J. Lárus- son UMFR, sem vann nú Grett- isbeltið í f jórða sinn. Annnr varð Rúnar Guðmundsson A og briðji Trausti Ólafsson UMF BLskups- tungna. Frakkland og Sovétríkin §era með sér samninga Ríkisstjórnir Sovétríkjanna og Prakklands hafa gert með sér samning um verzlun og menningarskipti milli landanna. Franska útvarpið skýrði frá þessu í gærJög sagði jafnframt að viðræður þeirra Mollets og Pineau, forsætis- og utanríkis- ráðherra Frakklands, við sov- ézka ráðamenn væri lokið, að- eins væri eftir að ganga frá yfirlýsingu um viðræðurnar. Sú yfirlýsing haíði ekki borizt í gærkvöld. Fránska útvarpið sagði, að samkomulag hefði orðið um víð- tæk skipti milli Sovétríkjanna og Frakklands á sviði .efna- hags- og menningarmála. Hefðu Framhald á 12. síðu. Hann stjórnar samningamakk- inu við Breta. með aðstnð Jóns Axels og Krislins utanríkis- ráðherra. bakkanum hrúgast innflutning- ur upp óafgreiddur. Einnig er Bandaríkjaher nú að hætta við framkvæmdir sínar, góðu heilli, og veitir þá sannarlega ekki af að framleiðslutæki þjóðarinnar séu hagnýtt sem bezt og auk- in. En allt eru þetta röksemd- ir um þjóðarhag, og hvað varð- ar Thorsarana um hann. Þeir hafa annarlegan persánulegan gróða aí' ísfisksölum í Bretlandi, þeir eru meðeigendur í söluum- boðum í Englandi og hafa drjúg- ar prósentur af öllum seldum fiski og af öllum vörukaupum íslenzku togaranna í Bretlandi. Og ef þeir græða milljónir láta þeir sig engu skipta þótt ís- Bretar pnp i berhön við vilja Bandarikjanna Ákveða án samþykkís þeixra að selja Kína vöiur sem þau ielja hernaðarnauðsynjar Brezka stjórnin hefur tilkynnt ríkisstjórn Bandaríkj- anna að hún hafi í hyggju að' auka viðskipti sín viö Kína, hvað sem líði hinum bandarísku listum yfir vörur, sem bannað er að selja Kínverjum. Frá þessu var skýrt í London í gær. Undanfarna mánuði hafa fulltrúar Bretlands og Banda- ríkjanna unnið að endurskoðun hinna bandarísku bannlista og hefur brezka stjórnin sótt það fast að af listunum yrðu tekn- ar ýmsar vörur, sem Kínverjar hafa boðizt til að kaupa, af Bretum og brezka stjórnin fellst ekki á, að séu hernaðar- nauðsynjar, m. a. landbúnaðar- vélar. Ekkert samkomulag hef- ur orðið milli þeirra. Á það er bent að Bretar hafi þegar geng- ið í berhögg við hina banda- rísku lista með því að semja um sölu á traktorum til Kína. Kínverska stjórnin hefur boðizt til að kaupa 1.400.000 traktora frá Bretlandi. t, Bandarísk þingnefud skiptir um skoðun Útanríkismálanefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings sam- þykkti í fyrradag ályktun, sem var . í öllum atriðum andvíg stefnu stjórnar Eisenhowers varðandi efnahagsaðstoð við önnur ríki. Nefndin samþykkti, að minnka f járveitingu í þessu skyni stórlega, að neita ríkis- Framhald á 11. síðu Hræðslubandalaginu reyndist þungur réðurinn á Austfiarðafundunum Hræöslubandalagið hefur haldið nokkra fundi á Aust-^ fjörðum í vikunni. Fulltrúar Alþýðubandalagsins töluðu á öllum fundunum og er það mál manna austur þar að Ey- steinn og aðstoðarmenn hans frá krötunum hafi marga hrakförina farið í þeim umræðum. Fáskrúðsi'jarðarfunduriiui Fáskrúðsfjarðarfundurinn á þriðjudaginn var sæmilega sótt- ur. Sendi hræðslubandalagið þangað Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóra í Hafnarfirði og Vilhjálm Hjálmarss., en iBjarni Þórðarson bæjarstjóri í Nes- kaupstað mætti af hálfu Al- þýðubandalagsins. Bjuggust hræðslubandalagsmenn þar við eindregnu fylgi. en Bjarni reýndist þeim þungur í skauti og fékk hann beztu undirtektir. Öþægileg mál Á Reyðarfjarðarfundinum sama dag mættu þeir Guðmund- ur í. Guðmundsson sýslumaður í Hafnarfirði og Daníel Ágúst- ínusson bæjarstjóri á Akranesi af hálfu hræðslubandalagsins, Lúðvík Jósefsson alþm. af hálfu Alþýðubandalagsins. Rakti Lúð- vík í ræðu sinni hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefði brugð- izt við ýmsum helztu áhuga- málum Alþýduflokksins á síð- asta þingi og emrfremur hvers- vegna Alþýðuflokkurinn hefði engin skilyrði getað sett Fram- sókn, heldur gengið Framsókn á hönd sem þægur þjónn. P»amhald á 3. síðu. Fluttur heim til hinztu hvílu Hinn 23. des. s.l, andaðist að Gimli í Manitóba 'fylki í Kanada Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfundur frá Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal. Jarðneskar leifar ^hans og síðari konu hans verða jarð- settar að Völlum í Svarfaðar- dal sunnudaginn 27'. þ.m. og hefst athöfnin kl. 2 síðdegis. Næsia blað Þjóðviljans kemur út á miðvikadaf Allir sem vilja vinna að sigri Alþýðubaiidalagsins þurfa að faka söfnunargögn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.