Þjóðviljinn - 19.05.1956, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.05.1956, Qupperneq 3
Laugardagur 19. mal 1956 — ÞJÖÐVILJINN— (2 Blaðamaður frá Tékkóslóvakíu fór í róður með Hafnfirðingum Viðtal við Frantisek Kejík íiá blaði Alþýðusambands Tékkóslóvakíu Undanfarnar þrjár vikur hefur dvalið hér fréttaritaxi PRÁCE, dagblaðs sem Alþýðusamband Tékkóslóvakíu gef- ur út, Frantisek Kejík að nafni. Fór i róður — Ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakkiæti mínu við aila þá sem Kejík hélt heimleiðis í fyrra- dag. Rétt áður ,en hann lagði af stað. átti fréttamaður frá Þjóðviljanum stutt viðtal við hann. — Ég er hreykinn af því að vera fyysti tékkóslóvaski blaða- maðurinn sem heimsækir fs- land, sagði Kejík. Hingað er gaman að koma-. Auðvitað fylg- ir því sú ábyrgð að skýra lönd- um mínum, blaðalesendum og útvarpshlustendum, rækilega frá því sem fyrir augun hefur bor- ið í hinu fagra landi ykkar. íslendingasögur á her- námsárunum — Hvað vita Tékkóslóvakar um ísland? greitt liafa fyrir mér, ráðherra, embættismenn, blaðamennina starfsbræður mína, féiaga í verkalýðshreyfingunni og aila aðra. Sérstaklega vil ég þakka áhöfninni á fiskibátnum GK-6 frá Hafnarfirði, sem voru boðnir og búnir að segja mér og sýna allt sem mér lék hugur á að vita. — Ég hef séð margt tilkomu- mikið á íslandi, hinn fagra Gull- foss, Geysi, jöklana. Ég fór í sólarhrings róður með ísienzkum sjómönnum. Ég er stórhrifinn af ykkur íslendingum. Mér er ljóst að saga ykkar hefur ver- ið löng barátta við erienda yf- irdrottnun, skort, náttúruham- farir og óblítt haf, en þið ’nafið sigrað i hverri raun. Slíkt kunn- um við Tékkóslóvakar að meta, sögu okkar svipar um margt til sögu Islendinga. — Ég kveð ykkur íslendinga með sömu ósk og ég veit bezta þjóð minni til handa, ósk um ævarandi frið, frið um heim allan, svo að hægt sé að gera allt sem gera þarf til að hver og einn geti verið stoltur af að heita maður. r Hafsteinn Austmann listmálari opnaöi í gærkvöld sýningu í Listamannaskálanuv' „ Hann sést hér á myndinni ásamt nokHhim verkanna, sem á sýningunni eru. (Ljósmyndast. Sig. Guðm.;. Um 250 börn sóttu námskeið Mynd- listaskólans Um þessar mundir er að ijúka síðustu námskeiðum í' föndri barna hjá Myndlistarskólanum í Reykjavik. í vetur hafa nám- skeiðin verið þrjú og hafa um 250 börn sótt þau. Aðallega hef- ur verið kennd teikning, með- ferð lita, ýmiskonar pappírs- vinna, leirmótun og sitthvað fleira. í tilefni af því að vetrarstarf- inu er nú að Ijúka, hefur skól- inn sýningu á munum bamanna í dag kl. 2—4 síðdegis að Lauga- vegi 166 (gengið inn frá Braut- arholti). Öllum er heimill ókeyp- is aðgangur. AUSTFJARÐAFUNDURINN Frantisek Kejík — í Tékkóslóvakíu eru marg- ir furðu fróðir um ísland og bera hlýjan hug til íslendinga. Fyrir þrem öldum var Tékki á ferð á Islandi og skrifaði bók um ferðalagið. íslendingasögur hafa verið þjiddar á mál okkar og gefnar út hvað eftir annað. Á hernámsárunum komu þær út í 50.000 eintökum, sem seldust Strax upp. íslendingasögur stæltu mörgum kjark í barátt- unni gegn hernámi nazista. Bækur Halldórs Laxness njóta mikilla vinsælda í Tékkóslóvak- íu, Saika Valka og Snæfríður íslandssól eru orðnar bólfastar í landi mínu ekki síður en í landi ykkar. — Hvernig hefur ferðin hing- að tekizt? — Ég, kom til íslands til að kynnast þjóðlífi ykkar íslend- inga og skrifa um það. Viðtök- urnar hafa verið svo góðar að mér hefur tekizt að sjá allt sem hægt er að sjá á ekki lengri tíma. Ég hef heim með mér rit um sögu ykkar, atvinnulif og bókmenntir, íslenzk þjóðlög á plötum og málverkabókina hans Kjarvals. Þyngst vega, þó góð- ar minningar um íslendinga, sem hafa gert allt sem hægt var til að greiða götu mína. Siiifóníuhljémsveitin íer í íyrstu Mjémleikaförina um hviiasunnuna Tónleihai í Mývatnssveit og á Akureyri á annan í hvítasunnu Sinfóníuliljómsveit íslandsferí fyrstu hljómleikaför sína nú um hvítasunnuna. Veröur leikiö á tveim stööum norö- an lands á mánudaginn, í Mývatnssveit og’ á Akureyri. m innm^arip^ö í förinni verða 35 hljóðfæra- leikarar, en stjórnandi er dr. Páll ísólfsáon og einleikari á klarínettu Egill Jónsson. Flestir hljómsveitarmanna fljúga héðan til Akiireyrar með einni af flug- vélum Flugfélags fslands að morgni annars hvítasunnudags, nokkrir fara áður norður í bif- reiðum. Þegar til Akureyrar er komið, verður stigið í bíla og ekið austur í Mývatnssveit og haldnir tónieikar þar í hinu nýja, og vistiega samkomuhúsi Skjólbrekku kl. 3.30 síðdegis. Að tónle.ikunum loknum verður ek- ið til baka til Akureyrar og leikið í kirkjunni þar til kl. 9 um kvöidið. Um nóttina verð- ur síðan flogið til Reykjavíkur. Á tónleikunum fyrir norðan mun Sinfóníuhljómsveitin leika nokkur vinsæl, sígild verk, m.a. forleik eftir Mendelssohn. klar- ínettukonsert Mozarts og fyrstu sinfóníu Beethovens. Hefur hljómsveitin flut öll þessi tón- verk nokkrum sinnum áður, síð- ast á hljómleikum sínum í Þjóðleikhúsinu 8. maí s.l. Það er Ijóst af umsögnum blaðanna á Akureyri, að þessum nýja þætti í starfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar er almennt fag'nað fyrir norðan, og er von- andi að þetta verði upphaf að reglulegum hljómleikaferðum sveitarinnar út á land. Framhald af 1. síðu. Reyndist Guðmundi sýslumanni sérstaklega, óþægilegt að skýra framkomu hægri kratamia, svo mark væri á tekið. Þót'fci Eysteinn daufur Á Egilsstaðafundinum mætti Eysteinn Jónsson. Þótti fundar- mönnum hann óvenju daufur í dálkinn og höfðu við orð eftir fundinn hvort maðurimi hefði verið veikur! Þar talaði Einar Bjömsson bóndi í Mýnesi fyrir Alþýðubandalagið og sýndu undirtektimar undir mál hans' vaxandi fylgi Alþýðubandalags- ins á Héraði. Krossfestir bæjarstjérar Á Eskifjarðarfundinum á mið- vikudagiim tefldi Hræðslu- bandalagió fram bæjarstjórun- um Daniel Ágústínussyni, Stef- áni Gunnlaugssyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni. Lúðvík Jósefsson talaði af hálfu Alþýðubanda- lagsins. Bæjarstjórar hræðslu- bandalagsins lögðu á.herzlu á að lýsa „kommúnistum“ sem verstu mönnum, sem engin Ieið væri að hafa samvinnu við. En Lúðvík minnti vesalings menn- ina þá Daníel og Stefán á að þeir væm nú bæjarstjórar vegna samvinnu við sósíalista.! Neydd- ust hetjurnar þá til að játa að sósíalistar væra ágætis menn til samvinnu um bæ jarmál! En það væri ailt anhað en landsmál. Höfðu fundarmenn góða skemmtun af. --------—--------------------s Vissi eliki hvað hann ætlaði að gera eftír kosningar! Hræðslubandalagið boðaði til annars fundar í Neskaupstað & miðvikudaginn og mættu þeic Eysteinn og Guðmundur sýslu- maður af þess hálfu þar. Fyrir* Alþýðubandalagið töluðu þeie Norðfirðingarnir Bjarni Þórðar- son og Jóhannes Stefánsson. E'. það mál manna. að þeir Eystein:-. óg Guðmundur hafi enga frægð» arför farið þar, þrátt fyrir a i' þeir reyndu að sölsa undir sig margfaldan fundartíma í kraft?. þess að þeir boðuðu fundinn. Á Norðfjarðarfundinum lýsti Eysteinn yfir því að fengi hræðslubandalagið ekki naeirí-* hluta í kosningunum yrði samft ekki unnið með Alþýðubanda- laginu. Hvað hann ætlaði þá aie gera? Hann vissi það ekki! Ljóst er af Austf jarðafundun- um að hræðslubandalagsmönn- um varð þyngri róðurinn eip. þeir höfðu átt von á og fylgí Alþýðubandalagsins meira ets þá. hafði grunað. • ; ' ’ ' V Með kveðju frá íhaldi og Framsókn í dag birtir verðgœzlustj&rinn tilkynningu um nýja verðhœkkun á benzíni og fylgir að sjálfsögðu sérstök kveðja frá Gregoryfrœndunum í ríkisstjórn- inni. Hœkkar benzínið nú (frá og með deginum í dag) úr 2.08 kr. lítrinn í kr. 2.16 eða um tœplega 4 af hundraði. Eins og menn muna var síðasta. hækkun benzíns tilkynnt fyrir hálfum öðtum mán- uöi; pá hækkaði pað um rúmlega 5%. 42Þróttararí hvítusunnuferð til Akureyrar í gærkvöld lögðu 42 félagair úr Knattspyrnufélaginu Þrótti c Reykjavík í keppnisför til Ak- ureyrar. Eru í förinni meistara- og þriðji flokkur karla í knatt- spyrnu og meistaraflokkur kvenna í handknattleik, og! munu þeir keppa við félögin sé Akureyri í þessum íþróttagrein- um um hvítasunnuna. 'TTarar- stjórar eru Óskar Pétursson, formaður Þróttar, og Haraldu-r Snorrason. Sigríður og Kann - veig á heimleið Komu til Peking, Sjang- haj, Hangsjá og Kanton íslenzku konurnar Sigriður Eí- ríksdóttir og Rannveig Tómas- dóttir lögðu af stað heimleiðis frá Peking 14. þ.m., segir- á fregn frá kinversku fréttastoi- unni Sínhva. Þær voru gestir kínverskta friðarsamtakanna og fóru í boði þeirra til Peking, Sjanghaj, j Hangsjá og Kanton. Hvert f ramlag í kosningasjóðinn eykur sigurmöguleika Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.