Þjóðviljinn - 19.05.1956, Page 10
Skólahurð aftur skellui*
Framhald af 1. síðu.
þar síðan ég var 5 ára.
Ég hlakka nú mest til að
hitta hundinn á bænum,
—'hann heitir nú skrítnu
nafni, — já, svo skrítnu,
að ég vil ekki segja frá
því.
Og þar við situr. Við
fáum ekki að vita úm
nafnið á hundinum á
Ytri-Skeijabrekku, svo
að þetta verður spenn-
andi gáta fyrir Óska-
stundina. En hver skyldi
senda ráðninguna?
Já, og svo eru hér
tveir þéttir og allháværir
piltar-, 11 og 12 ára, sem
ætla norður í Eyjafjörð
og austur undir Eyja-
Jfjöll. Þeir hlakka mest
ti' að hitta traktorana og
hestana.
— Þið kunnið nú
stnnilega lítið að fara
með traktora?
— Traktora, — það er
nú engin kúnst, maður,
heldurðu, að maður
kunni ekki á traktor!
Og sá, sem fer undir
Eyjafjöiiin hiakkar líka
til kappreiðanna. — Það
eru nefnilega líka kapp-
reiðar milli Austur-Ey-
fellinga og Vestur-Eyfell-
inga. Sá sem vann í
fyrra var Geysir í
Skarðshlíð, — það er
sko fínn hestur, en sá
sem á hann getur ekki
komið á bak, þá verður
hann alveg vitlaus (hest-
urinn auðvitað), en Sig-
urjón í Hólakoti var
knapinn. Það er 23 ára
strákur. Á Gaddastaða-
flötum var Geiri í Gufu-
nesi með íljóta hestinn
sinn, en tapaði, það var
fyrir einhverjum frá
Uxahrygg.
Og þannig áfram: sög-
urnar um gæðingana,
traktorana, hundana,
kýrnar, kmduniar, færri
um fólkið, — og svo um
ferðalögin, — það er
langt norður í Eyjafjörð,
maður! Og með þeim er
öllum eitt sameiginlegt:
tilhlökkunin að komast
úr bænum. Við árnum
þeim og öllum öðrum
börnum úr þorþum og
bæjum, sem leggja land
undir fót, gleðilegs sum-
ars við störf og leik.
Hvernig er skriftin?
Lilja! þú spyrð,
hvernig okkur hérna við
Óskastundiná. liki skrift-
in þín, en þú veitir þá
skýringu, a.ð þú sért örf-
hent. Má skilja orð þín
svo, að rithöndin muni
vera. verri sökum vinstri
handar skriftarinnar. —
Þetta er nokkuð algengt,
að börn fái leyfi til að
skrifa með vinstri hendi,
ef þau hafa tilhneigingu
til þess, og kemur yfir-
leitt ekki að baga. Marg-
ir vinstri handar menn
eru prýðis skrifarar. Og
það má ekki kenna
vinstri hendinni um alla
gallana. Það er ekki
henni að kenna, að þú
hefur vanið þig á það,
Lilja, að skrífa því sem
næst eins v og r. Þetta
getur þú auðveldlega
lagað og glatt vaffið
með því að hafa það vel
opið með nettri veifu til
hægri. Og svo er það
ekki vinstri hendinni að
kenna, að þú byrjaðir
þitt góða bréf með litlum
staf. Annars er skriftin
þín vel skýrleg og vafa-
laust verðurðu að ári
búin að fá enn fallegri
stafagerð. Og svo biður
örfhentur maður hérna.
við Óskastundina kær-
lega að heilsa þér.
Þótt liggi leið
um borgir
Enskt ljóð í þýðingu
Huldu (Unnar Bene-
diktsdóttur Bjarklind)
Sungið með alkunnu
ensku lagi:
Þótt leið líggi um borgir
með Ijómandi skraut,
kýs heimkynmð hjartað
og hvers, sem þar naut;
sein himinkyrrð helgað
allt Iiugljúft þar var,
þótt farið sé fjarri,
}iað finnst aðeins þar.
Heim, heim! — hve
Ijiífan heim!
Ei átthögum líkist
neitt annað í heim.
Æiín
„Æfin • okkar“ heitir
bók, sem Óskastundinni
hefur borizt. Hún er eft-
ir kínversk börn og
unglinga á aldrinum 10
til 16 ára. Bókin er þýdd
af frummálinu á ensku.
1 henni eru greinar,
ljóð og myndir eftir 26
höfunda, sumum frá-
sögnunum fylgja teikn-
ingar, öðrum ljósmyndir.
Og myndir eru af mörg-
um höfundum. Gaman
væri að birta við tækifæri
eitthvað af greinum og
sögum kínversku barn-
anna. Til þess að gefa
ykkur svolitla hugmynd
um efni bókarinnar,
skulu nefndar nokkrar
fyrirsagnir: — Hvíldar-
dagur eftir Chang Hsio-
lin, 15 ára stúlku. —
Foreldrar mínir eftir Li
Na, 14 ára stúlku. —
Þjóðlega heimilið mitt,
eftir Saintu, 15 ára
Tungurtvær
Hannes litli segir við
frænda sinn, sem er ný-
kominn í heimsókn: Opn-
aðu munninn, frændi,
mig langar svo til að sjá
í þér tungurnar.
Frændinn: Hvaða bull
er í þér drengur?
Hannes litli: Það er
ekkert bull, ég veit það,
— hann pabbi sagði
nefnilega að þú talaðir
t.veimsr tungum.
okkar
dreng. — Ég élska vor-
ið, eftir Li Mei-fu, 15 ára
stúlku. —- Sagan um
litla tréð. eftir Mao Shu-
Chin, 15 ára stúlku. —
Mig langar til að verða
traktorstjóri, eftir Ma
Hsu-Chin, 16 ára stúlku.
-r- Ég ætla að verða flug-
vélasmiður eftir Wang
Hsiao-Huai, 13 ára
dreng. — Ó, hvað ég
elska Tsingtao! langt
ljóð frá ströndinni eftir
Nýtízkudama, VIII
Að þessu sinni birtum
við mynd af tízkudömu
úr Biskupstungum. Þær
láta ekki sitt eftir liggja
með lokka í eyrum og
skrautmen um hálsinn.
Þessa teikningu sendir
okkur Lilja Jóhanna, 10
ára. Og svo hafa nú
borizt 3 teikningar af
tízkudömum í Reykja-
vík og fáum við bráð-
um að sjá þær í blaðinu,
þar er m. a. teikning af
ungfrú Hoppan.
Pien Yen-Hna, 13 árá
stúlku. Fylgja IjSðinu
tvær myndir.
Vafalaust viljið þið
heyra frásagnir kin-
verskra jáfnáldra yldcar.
Bókin um ísland
Margir hafa nú sent
ritgerðirnar í bókina um
ísland, en fáir hafa látið'
myndir fylgj i. Það er
skemmtilegt að fá mynd-
ir, sem tengdar eru
greinunum.* Og svo
myndir af höfundunum.
Pósthólfið
Mig langar til að kom-
ast í bréfasamband við
dreng á aldrinum 14—15
ára, og mynd fylgi.
. Bára K. Pétursdóttir
Laufási. Beyðarfirði.
Mig langar til að kom-
ast í bréfasamband við
dreng á aldrinum 11—12
ára, og mynd fylgi.
Siggerður S. Pétmrsd.
Laufási, Reykarfirði.
Orðsendingar
Kortin: Ýrnsir hafa nú
sent kort í samkeppnma.
Eins og áður var frá
sagt mega kortin eiga við
hverskonar tækifæri:
sumarkort, jólakort, ný-
árskort, afmæliskort,
heillaóskakort o.s.frv. —
Frestur er til 17. júní.
Ljósmyndirnar: Vegna
fyrirspurna urn Ijós-
myndimar, skal þess
getið, að þær verða end-
ursendar þeim, sem téku
þátt í keppnínni.
10) — ÞJÓÐVILJINN :— Laugardagur 19. maí 1956 -
Páíl Erlmgsson sundkennari
Framhald af 9. síðu.
greinina á þessum orðum:
„Eða hvað á sinnuleysið í
þessu efni að ganga lengi?“
Það var ekki fyrr en Páll
Erlingsson kom til skjalanna,
að sundstarfið fór að ganga
liðugra. Eg held að Páll sé
fyrsti íslendingurinn, sem
uppgötvar það, að alþýðan var
hugarfarslega á móti sundinu.
Andúð hinnar gömlu kirkju á
sundmenntinni lifði ennþámeð
alþýðunni. Félagslíf í kringum
sundið gát ekki þróazt fyrr
en búið var að upplýsa al-
þýðuna í þessum efnum. Jafn-
framt sá Páll um sundsýning-
ar, því að fólk hafði gaman
af því að sjá mann synda. Það
kom oft langar leiðir til að
horfa á þetta „skrítna fyrir-
bæri.“ En aðalatriðið var samt
að kenna fólkinu, einkum æsk-
unni að synda. Þannig þróað-
ist þetta stig af stigi. Og eftir
hverja sundsýningu og sund-
keppni streymdi fólk inn í
sundlaugar til að læra sund
og foreldrar komu með börn
sín. Fólk kom allstaðar af
Iandinu.
Þegar Páll byrjaði að kenna
sund var ekkert starfandi í-
þróttafélag til í Reykjavík.
Sundfélag Reykjavíkur var
dautt. Það má því segja með
rv > ÚTBREIÐIÐ * *
TJ Jl Þ.TÓDVILJANN * *
réttu, að eftir að Páll tók
að kenna sund við Laugarnar
þá fyrst hafi íþróttalíf í Rvík
farið að blómgast.
Vissulega hefur Páll ekki
ennþá hlotið þá viðurkenn-
ingu, sem hann á skilið. Það
er ekki ofsagt að segja það,
að Páll hafi verið arftaki
Fjölnismanna. Páll var raun-
verulega framkvæmdastjóri
þeirrar hugsjónar Fjölnis-
manna að gera alla íslendinga
synda.
Einu sinni var fremur lítil-
sigldur maður að bera brigð-
ur á starf Páls, en merkur og
greindur maður svaraði á
þessa leið: ,
„Það er satt, að Páll Er-
lingsson er ekki fyrsti íslend-
ingurinn, sem kennir sund,
Páll Erlingsson fann ekki upp
sundið. Páll postuli fann ekki
upp kristindóminn, en hann
kristnaði heiminn. Páll Er-
lingsson kristnaði íslenzku
þjóðina í þeim skilningi, að
hann kenndi henni að synda.“
Páll Erlingsson kenndi í
sundlaugunum í Reykjavík
1893—1923.
Eg ætla að lokum að birta
kafla úr grein eftir dr. Helga
Péturss, en hann var mjög vel
kunnugur Páli. Þessi grein
dr. Helga er enn tímabær fyr-
ir margra hluta sakir.
Dr. Helgi Péturss skrifar í
Þrótt 1921: „Lengi héfi ég
haft í huga að skrifa um
ýmsa kunningja mína og vini,
og að vísu ekki síður þjóðfé-
lagsins vegna en sjálfra
þeirra. Þjóðfélagið er fram-
komið við tilraun til að vera
samtaka, tilraun til að sam-
stilla hugsanir og athafnir
margra. En undirstöðuskilyrði
fyrir því að samstillingin geti
tekizt, samtökin orðið góð og
rétt, er að menn séu rétt
metnir. Því meiri sem mann-
þekking er í þjóðfélagi, því
betri geta samtökin orðið. Og
þess vegna greiðir allt það
fyrir þjóðþrifum, sem miðar
til að auka mannþekkingu.
Af slíkum ástæðum einkum,
sem nú var drepið á, er það
sem ég hefi lengi haft í huga
nokkra smáþætti um kunn-
ingja mína og vini. Og fyrir
Iöngu hafði mér hugsazt að
byrja á því að minnast á Pál
Erlingsson. Páll er einn af
þeim mönnum sem ég hefi
mestar mætur á, eigi einungis
vegna þess að hann er bróðir
vors mesta skálds, eigi ein-
ungis fyrir það að hann á son
einn af vorum skemmtileg-
ustu viðreisnarmönnum, held-
ur sjálfs hans vegna. Ef ég
er spurður hvernig góður
drengur er á svipinn, þá e'r
það enginn sem mér kemur
fyrr í hug en Páll. Og ef ég
er spurður hvernig sé góður
íslenzkur svipur, þá kann ég
engan fyrr að nefna. Og
svipurínn segir þar satt um
skapið. 1 svo mikilli niður-
lægingu var sundmennt hér á
landi þegar Páll var á æsku-
árum, að það þurfti að vera
vel skapi farinn til þess að
láta sér koma til hugar að
læra þá íþrótt. Og það þarf
að vera vel skapi farinn til að
nota sína sundkunnáttu eins
og Páll hefur gert.“ Og dr.
Helgi skrifar áfram:
„Þegar ég virði fyrir mér
svip Páls og skaplyndi, þá skil
ég betur en áður, hvernig á
því stendur, að sambandið við
hina glæsilegri fortíð Islend-
inga slitnaði aldrei til fulls,
þrátt fyrir alla örðugleika. Og
þar er það skaplyndi sem dug-
að hefði til að koma málum
vorum í gott horf, ef samhug-
ur þjóðar hefði verið með. En
mjög hefur það staðið oss
fyrir þrifum hér & landi að
einmitt slíkir menn hafa sízt
verið rétt metnir. Hversu
fjarri því Æór, að vér ísíend-
ingar reyndumst hugum-
stærsta og íslenzkasta skáldi
þjóðarinnar, Þorsteini Erlings-
syni, eins og maklegt hefði
verið. Úr þessu ættum vér að
reyna að bæta dálítið gagn-
vart Páli, nú í elli hans. Hann
lætur nú af sundkennslu, hef-
ur nú ekki heilsu til þess
lengur að stunda það starf.
Hefur það verið kalt verk og
karlmannlegt, en síður heilsu-
samlegt stundum, að sta.nda
þar yfir að kenna mönnum
sund, við slíka aðhlynningu
sem þar hefur verið innfrá.“
E. K. F.
Hreinlætistæki |
BAÐKER |
HANDLAUGAR
WC-SKÁLAR
WC-SKÁLAR
WC-KASSAR j
WC-SETUR
BLÖNDUNARKRANAR FYRIR BADKER
BLÖNDUNARKRANAR I ELDHÚS
STURTUBAÐTÆKI
SKOLBYSSUR
VATNSLÁSAR OG BOTNVENTLAR í BAÐKER
OG HANDLAUGAR
HANDLAUGATENGI, FRAMLENGINGAR o.fi.
VATNSVIRRINN h.f. i
Skipholti 1. Sími 82562