Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 30. maí 1956 TRúmeníu er kvik- myndaiðnaðurinn á bernskuskeiði. Það er ekki fyrr en nú á síðari árum eftir heimsstyrjöld- ina seinni að sú iðn- grein er hafin í landinu. En svo er um kvik- myndaiðnaðinn sem fleira þar eystra, að hon- ui hefur fleygt fram. Á þessu ári sýndu Rúmen- ar þrjár kvikmyndir á alþjóðakvikmyndahátíð- inni í Cannes á Frakk- landi suður. . Þessar myndir heita á ensku: The Protar Affair, Mari- nica’s Screw (teikni- mynd) og heimildarmynd um listmálarann Nicolae Grigorescu. Þá munu þeir og hafa haft með- ferðis kvikmyndina Al- arm in the Mountains, sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Rúmeníu um langt skeið og ber af fyrri rúmenskum kvik- myndum hvað leik snert- ir Ifyrra tóku Rúmenar þátt í kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í fyrsta skipti og sýndu þá að- eins heimildarkvikmynd- ina Með söngvum og dönsum. Hún fjallaði um auðlegð rúmenskra þjóð- kvæða,' þjóðlaga og þjóð- dansa. Hin aukna fjöl- breytni í myndavali, sem Rúmenar sýna nú, gefur til kynna hinar stórstígu framfarir rúmenska kvik- myndaiðnaðarms. Kvikr myndin The Protar Af- fair er ein af nýjustu myndum Bucuresti-kvik- myndaiðjuversins. Hand- ritið er eftir Sorana Coroama, sem er rikis- verðlaunaður, ungur og efnilegur rithöfundur. Efnið er tekið úr hinu alkunna leikriti Rosa- fréttir eftir Michail Se- bastian (hefur fengizt í Aðalhlutverkin leika beztu og viðurkenndustu leikarar Rúmena, þeir' Jónarnir Fintesteanu og Talianu og ennfremur Radu Belgian. Með að- aikvenhlutverkið fer Iona Rúmeniu KRON). Þetta leikrit hefur átt feikna vinsæld-. um að fagna, ekki aðeins í Rúmeníu, þar sem það hefur verið sýnt sam- Petru Dumitríu fieytt í nokkur ár, held- ur líka í Ráðstjómar- ríkjunum, á Ítalíu og í fleiri löndum. Haralambie Boros, sá sem annaðist töku myndarinnar er nýút- skrifaður frá kvikmynda- stofnuninni í Moskva. Zlotescu, en hún-er nem- andi í Caragiale leikskól- anum í Búkarest. Kvik- myndin er andrík ádeila á siðferðið í Rúmeníu fyrir styrjöldina, auð- hringana og fjárkúgun- arblaðamennskuna fyrir um tuttugu árum. Iheimildarkvikmyndinni Nicolae Grigorescu, sem er í litum og Ion Bostan hefur skrifað handrit að og sett á svið, er lýst lífi og starfi mesta listmálara Rúm- ena, listamanns, sem lét eftir sig ómetanlega arf- leifð, um 2000 málverk með margvíslegum blæ. Hann var einstakur snill- ingur í að tjá rúmenskt landslag með litum og pensli. Myndin er einn unaðsóður til fegurðar- innar, gagnsýrð skáld- legu höfgi hins undur- fagra Prahova-dals, þar sem málarinn er barn- fæddur. Þá eru og í rryndinni atriði frá Barbizon og Fontaine- bleau á Frakklandi, þar Rúmcnar hafa nýlega lokið við að fullgcra fyrstu litkvikmynd sína. Er bað barnamynd og nefnist Lilla í Rauðutjörn. Tökuritið er eftir Paul Anghcl og er byggt á kunnri rúmenskri sögu, en mynda- tökunni stjórnaði G. Tobias. Aðajleikendurnir eru Costache Antoniu, Marieta Sadova, Septimiu Sever og Aurel Munteanu. Auk þess leika 30 börn í myndinni og af þeim fara lon Munteanu og lldico Breyer með stœrstu hlutverkin. — Á myndinni hér fyrir ofan sjástín. a. (lengst til hægri) leikstjórinn G. Tobias og aðalmyndatökuniaðurinn lon Stoica vinna að töku eins atriðis kvikmyndarinnar í þorpinu Balotesti skammt frá höfuðborg Rúmeníu Búkrest. sem 'Nikolae Grigorescu slarfaði í hópi hinna frægu frönsku landslags- móiara, T. Rousseau, Corot, Dia>, Millet og Troyon. »úmenskur kvikmynda- iðnáður hefur tekið miklum framförum frá því fyrsta myndin Berg- mál dalanna kom fram, en hún fjallaði um ný- sköpun landsins, og þar til The Protar Affair er nú sýnd. Rúmenar hafa nú náð því marki að gera kvikmyndir sínar eftirsóttar erlendis. ^íðastliðið haust fengu O rúmenskar kvik- myndir viðurkenningu á albjóðakvikmyndahátíð- inni í Edinborg og einnig voru rúmenskar kvik- myndir verðlaunaðar á alþjóðakvikmyndahátíð- inni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu og í Ber- lm. i Arið 1951 hlaut kvik- myndin í þorpinu okkar verðlaun. Jean Georgescu og Victor Ilin settu hana á svið eftir samnefndri smásögu Petru Dumitriu. (Fæst í KRON). Þá fékk og verð- laun myndin Mitrea Coc- or í búningi Marieta Sadova og Victor Ilin í Karlovy Vary 1952. Sag- an er eftir frægasta lifandi skáld Rúmena, Mihael Sadoveano (Fæst í KRON). Loks fengu rúmensku gamanmyndirnar. Frændur innbrotsþjófs- ins og Hríðin, viðurkenn- ingu á kvikmyndahátíð- inni í Karlovy 1954. Asíðastliðnu ári fram- leiddu Rúmenar 143 kvikmyndir og frétta- myndir. í anharri fimm ára áætluninni, sem haf- i.n var í byrjun þessa árs, er gert ráð fyrir að framleiða 900 kvikmynd- ir af ýmsum gerðum. ÆKKUGGI skrifar: „Kæri Bæj- arpóstur! Viltu gera s\'o vel og taka þessar línur í dálkinn þinn; þær eru meinlausar og nokkurskonar fyrirspurn. Ég hef að undanförnu verið að rekast á krakka, sem hafa ver- ið að selja pésa eða bækling á götunn-i, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Um efni þeirra vil ég ekkert segja, því að ég hef ekki lesið þá, en býst þó við, að ekki svari kostnaði að kaupa þá, enda þótt Jónas sé landskunnur maður fyrir löngu, ekki hvað sízt fyrir rit- leikni sína. Nú langar mig til að spyrja: Af hverju leggur enginn vel ritfær maður, sem við eigum þó nógu marga, út í að semja og gefa út bækling um Jónas Jónsson, þar sem skróð yrðu helztu afrek hans til góðs og ills? Náttúrlega yrði að stikla á stóru, annars yrði þetta stór bók, en ég hafði bara hugsað mér smápésa á stærð við pésana hans sjálfs. Það mætti minnast á ótal margt í þessum bæklingi, t. d. þegar Jónas kallaði áhættu- þóknun til sjómanna, sem sigldu á stríðsárunum, hræðslu- peninga. Og einnig þegar hann vildi koma því á hér í Reykja- vík, að fólk sem sökum fá- tæktar eða heilsuleysis yrði að leita á náðir bæjarins um styrk, væri aðgreint frá öðru fólki með sérstökum búningi, líkt og í fangabúðum. Margt mætti einnig telja, sem Jónas hefur gott gert fyrir land og i>jóð, sem gleymist, ef það er Pésar eítir Jónas Jónsson seldir á götunum — Fyrir- ■'ivrr'ít, spurn til rithöfunda — Pólitískt afturhvarf J. J. — Yrkingar af því tilefni. ekki rifjað upp. En eins og ég sagði í upphafi, þá er þetta fyrirspurn til rithöfunda um það, hvort hér sé ekki tækifæri til að afla sér fjár og frama.“ — Pósturinn getur raunar ekki svarað fyrirspurninni fyrir hönd rithöfundanna, en ótrú- legt þykir honum að nokkur þeirra treysti sér til að koma æviferli J. J. fyrir í smápésa. Það hefur þegar verið skrifað meira um Jónas en flesta aðra núlifandi íslendinga, og þótt mikið af því séu að vísu pers- ónulegar skammir, þá sýnir það þó, að andstæðingum hans hefur þótt ómaksins vert að eyða dólitlu púðri á hann, en fáir held ég að hafi riðið feit- um hesti frá vopnaviðskiptum ■við hann ó þeim vettvangi meðan hann var og hét* Um hið pólitíska afíurhvarf Jónasar hafa m. a. Einar Olgeii > on og Héðinn Valdimarsson ritað allrækilega, sbr. Skuldasldl J. J. við sósíalismann. Og í Þing- vísum má finna ýmsar stökur, sem lúta að pólitískum sinna- skiptum J. J., t. d. þessar; „Ef að Jónas er þér kær; ættirðu að lóta ’ann kyrra. Hann er að verða elliær ofan á þetta fyrra. ÞJÓÐSTJÓRNIN fræga var stundum köilum Jónasína Jen- sen, og mun þar átt við Jónas og Thorsarana, og eftirfarandi vísa lýtur að því, að Jónas gerðist íhaldssamur með aldr- inum: íhaldinu er sálin seld, — sinnið allt úr skorðum. Jónas mígur í þann eld, er hann kveikti forðurn. Og látum svo útrætt um Jón- as Jónsson og sorgleg pólitísk örlög manna að sinni. Gerum við sumavélar og skrifstofuvélar. Sylgja, haufásvegi 19. Sími 2656, heimasími 82035. ------.... -:--------- Nýbakaðar kökur með nýmöluðu kaffi. RÖÐULSBAR MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Auglýsing j | um atkvæðagreiðslu utan kjör- ! fundar í Hafnarfirði I m ■ * : Utan venjulegs skrifstofutíma verður skrifstofa embættis- * ■ ins opin vegna utankjörfundar-atkvæðagreiðslu sem hér ii ■ * | segir: • ■: ■ ■’ Alla \1rba daga frá kl 20— 22, nema laugardaga kl. 16—18. Sunnudaga frá kl. 14—16. Inngangur um lögreglustöðina. i ■ S! ■ Bæjarfógeiinn í Halnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.