Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 11
- ðfíí í -ka: S'He&JPíVCSöM —- (€J ÞJÓÐVTLJINN Miðvikudagur 30. maí 1956 — (11 James M. Cain Mlldred Pierce 17. dagur „Ég veit varla hvaö ég á aö segia.“ „Takið ákvöröun. Ég verö að láta hana vita.“ „Hvers vegna datt yður ég í hug?“ „Ég sagöi yöur það. Þér stunguð mig í hjartastað.“ „Já, en — þetta er í annað sinn sem mér er boðið stari af bessu tagi. Fyrir stuttu bauð kona mér starf sem — framleiÖslustúlka..“ „Og þér tókuö það ekki?“ „Ég gat þaö ekki.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég get ekki komiö heim og horft framaní telpurnar mínar, ef þáer vita að ég hef unniö slíka vinnu allan daginn, tekiö við þjórfé, boriö einkennisbúning og þurrk- aö uop brauðmola.“ „En getiö þér horft framaní þær með tóman matar- skáp?“ „Við skulum ekki tala um þaö.“ „Heyrið þér nú, þetta er aðeins mín skoðun og hún er ef til vill röng. Ég hef þessa skrifstofu sem ekki er beínlínis blómstrandi, og ég má þakka fyrir ef ég get boröaö á matsöluhúsum og þarf ekki að éta hjá fæðis- kaunendaféla ginu. En ef það bregzt og ég þarf aö velja milli magans og stórmennskunnar, þá getið þér reitt yður á að ég hugsa fyrst og fremst um magann. Ég á við það að ég fer í einkennisbúning ef ég þarf þess með.“ „Ég skal fara til aö þóknast yður.“ í fyrsta skipti hvarf harðsuöusvipurinn af ungfrú Turner og gremjusvipur kom í staöinn. „Hvað kemur það mér við? Annaðhvort viljið þér þetta starf eöa ekki. Ef þér viljiö það c-kki, skuluð þér bara segja til, og ég hringi í hana og segi henni frá því og það er úr sögunni. En. ef þér kærið yöur um það, þá farið þangað í guðs bænum og sýnió einhvern áhuga.“ „Ég skal fara til aö þóknast yður.“ Ungfní Turner tók fram spjald og hripaði eitthvað á] það og a,ugu hennar leiftruðu þegar hún rétti Mildred það. „Jæja, þér vilduð fá að vita hvers vegna konan bauö yöur starf sem frammistöðustúlku og ég mælti með yður í þetta starf. Það er vegna þess að þér hafiö látið hálfa ævina líða hiá án þess að læra neitt nema sofa, sjóöa mat og leggja á borð, og þaö er þaö eina sem þér getiö. Og komið yöur nú á staðinn. Þér dugið ekki til aimaxs og þér ættuð að byrja undir eins.“ í uppnámi náði Mildred í Sunset strætisvagninn en hún var ókunnug í hverfinu og varö aö spyrja vagn- stjórann hvar hún ætti að fara úr. Viö Coldwater Canon braut, þar sem hún fór úr, bólaði hvergi á götunni og hún fór aö ganga um framandi umhverfi og reyndi aö átta sig. Húsin voru stór og óaögengileg, akbrautir fyrir framan þau og slegnar grasflatir allt 1 kring og ,hún hafði ekki hugreklci til að nálgast neitt þeirra. Þarna vax ekkert fótgangandi fólic og hún ráfaöi um í naestum klukkustund, skimaði eftir hverju götuheiti og varð alveg áttavillt. Hún fylltist móðuxsjúkri reiði í g Berts fyrir að taka bílinn; hefði hún haft bíJinn heföi hún ekki aöeins komizt hjá þessu randi, heldur hefði hún getaö ekið að bensínstöð og spurzt fyrir á virðu- legan hátt og starfsmennirnir hefðu komið mcð bæj 'v- kort. En hér voru engar bensínstöðvar, enginn sem hún gat spurt, ekkert nema auöar gangstéttii' og hávaxin tré. Loks sá hún bíl frá þvottahúsi og fékk bílstiórann til aö segja sér til vegar. Hún fann staðinn, stórhýsi með lágu limgeröi umhverfis, gekk að dyrunum og hringdi. Þjónn 1 hvítum jakka kom til dyra, Þegar hún spurði eftir frú Forrester steig hann til hliðar til að hleypa henni inn. Þá tók hann eftir því að liún var ekki í bíl og stirðnaöi í framomu. ,,Ráðskona?“ „Já, ég kem frá —“ „Bakdyrnarr' Augu hans glóðu af skyndilegri illgimi, liann lokaði dyrunum og hún stikáöi meöfram húsinu og að bak- dyx iinum. Þar hleypti hann henni inn og sagði henni aö bíða. Hún var í nokkurs konar anddyiú og í eld- húsinu sem var rétt hjá, sá hún matselju og þjónustu- stúlku horfa forvitnislega á sig. Þjónninn kom aftur, fylgdi henni eftir dimmum, svölum göngum að bóka- herbergi og skildi þar við hana, Hún settist niður, sárfegin að hvíla þreytta fæturna. Andartaki síðar kom fiú Forrester inn. Hún var hávaxin kona í bylgjandi morgimslopp, sem sveiflaðist um hana, Mildred reis á fætur, afhenti bréfið frá ungfrú Turner og settist niður meðan frú Forrester las það. Þáð var bersýnilega henni 1 vil, því aö þaö oi'sakaði höfuðbeygingar og sam- þykkjandi uml. Svo leit fiú Foi'rester upp brosandi. „ÞaÖ er venja, Mildred, að hjúin setjist niöur þegar húsmóöir- in býður þeim þaö en ekki af sjálfsdáðum.“ Mildred varö svo hverft við þegar hún var ávörnuð meö skírnarnaíni, að það leiö andartak áöur en hún skildi þaö sem viö hana var sagt- Þá spratt hún á fætur eins og fætur hennar væru úv stálfjöörum, rjóö í kinnum og þurr í kverkum. „Ó. Ég biðst afsökunar.“ „Þaö skiptir engu máli, en hvað smáatriðum við kemur, einkum þegar um óreyndar konur er að ræöa, finnst mér skynsamlegt að byrja á byrjuninni. Fáið yöur sæti. Viö þurfum að tala saman um margt, og mér finnst óþægilegt að þér standiö á meðan.“ „Það gerir ekkert til.“ „Mildred, ég bauö yöur að setjast.“ Með kökk í hálsi og reiðitár í augum settist Mildred niður, meðan frú Forrester ræddi um fyrirhugaöa endurskipulagningu á húsinu. Að því er virtist var þetta hús tilvonandi eiginmanns hennar, þótt hún hirti ekki um að útskýra hvað hún væri að gera þar í morgunslopp heilum máriuði fyrir brúðkauoið. Mildred; átti aö fá samastað yfir bílskúmum. Sjálf átti hún tvö börn af fyrra hjónabandi, og að sjálfsögðu yrði ekki um neinn samgang milli barnanna aö ræða, enda væri óþarfi aö hafa neinar áhyggjur af því, þar sem Mildred hefði sérstakan inngang 1 garðinn, og „öll slík vandamál eru auðleyst.“ Mildred hlustaði eða reyndi það, en allt í einu brá sýn fyrir augu hennar. Hún sá Vedu, hina hrckafullu og yfirlætisfullu Vedu, þegar henni yrði sagt aó ganga inn um bekdyrnar og hún mætti ekki umgangast afkvæmi frú Forrester. Þá varð Mildred ljóst aö á þessum staö myndi hún missa Vedu. Veda færi til föður síns, afa síns, lögreglunnar. út í einhvern almenningsgarð, en ekki einu sinni svipuhögg gætu fengið hana til að vera hjá Mildred yfir bíl- skúrnum hjá frú Forrester. Stolt hennar náði yfir- höndinni og hún reis á fætur. „Ég býst ekki viö að ég henti vel í þetta starf, frú Forrester.“ Náin samstaða Framhald af 1. síðu skýringin á þessum viðskiptum — en hvað veldur afstöðu Hræðsiubandalagsins? Aðeins eitt getur breytt þeim leik Þessar staðreyndir og margar hliðstæðar blasa við hverjum manni sem eitthvað fylgist með landsmálunum. íhaldið hefur á undanförnum árum haft hús- bóndavald yfir Framsóknar- flokknum og hægri kiíku Ai- þýðuflokksins og sú aðstaða hef- ur ekkert brevtzt. Frá hálfu íhaldsins og Hræðslubandalags- ins eru kosningarnar loddara- leik einn, og það er aðeins eitt sem getur breytt þeim leik: samstaða fólksins sjálfs. Hið nýja afl í kosningunum i sumar er Alþýðubandalagið og aðeins eftirminnilegur sigur þess megn- ar að breyta ástandinu í efna- hagsmálum og stjórnmálum. Kvenpeysur á kr. 55,00. T0LED0 Fischersundi. Sjálfsagt eigum við allar gamlan kjól í falaskápn.um sem við erum orðnar leiðar á, En það þarf ekki alltaf mikið til að hressa upp á útlitið á slíkum kjólum. Fyrst skulum við líta á gráan kjól með víðu pilsi en blússu sem er vitaómöguleg. Klippið þá kjólinn sundur og bjargið pilsinu. Notið við það svarta blússu sem saurnuð er úr. af- gangi eða þá venjulega slétta, svarta léreftsblússu. Til skrauts kaupir maður svo ögn af nýju efni eða notar slitur úr gömlum sumarkjól, sem má vera sterk- mynstraður. Saumið stóran v.asa, breitt belti og langsjal ef efnið nægir, og þarna er kominn nýr og skemmtilegur búningur. Eigi maður þröngan ullarkjól, sem orðinn er alltof þröngur, má bæta úr því með því að skeyta köflóttum hliðardúkum í pilsið. - Berustykki úr sama efni gefur kjólnum skemmtilegan heildarsvip og svo má búa til svart flauelsbelti og litla slaufu í hálsinn, og þá er þarna kom- inn nýtízku kjóll. Kínversku áhrifin sem lýsa sér mjöl vel í blómamynstruðum blússum við svört pils má not- færa sér til að hressa upp á dauflegan svartan kjól. Mynstr- aða blússan verður að vera mjög lótlaus í sniðinu, helzt verður hún að vera rykkinga- og fell- ingalaus til að , mynstrið fói að njóta sin. Eigi maður , nóg efni er. skemmtilegt að klæða tösku rneð því til að nota við búning- inn. CrtgefancU: Samelnlngarflokkur alþýSu -- Sósiallstaflokkurlnn. — Ritstiórar: Magnús KJartansson fáb.), Sisurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórt: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur- jónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfjisson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsinear, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). — Áskrlftarverð kr. 25 & mánuði i Reykjavlk og nágrenni: kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð 1ít- 1. — ^rentsmiðja WóðvilJans h.f >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.