Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 6
— ÞJÓÐVILJINN Miðvikudágrur 30. maí 1956 Þióðviljinn Útgefandi: Sameiningarflokkur álpýöu — Sósialistafiokkurinn <___________________________) Nýjustu helmingaskiptin Sjá þann hinn mikla flokk Ránskapur er eitt meginein- kenni íslenzks þjóðfélags, og birtist það jafnt á sviði stjórnmála sem efnahagsmála, Pólitísk rán hafa alltaf verið eitt megineinkenni Framsókn- arflokksins; hann hefur hag- nýtt sér ókvæði gallaðra kosn- ingalaga út í yztu æsar til þess að hremma við hverjar kosningar mun fleiri þing- menn en hann átti nokkurn létt á eftir fylgi sínu. Þannig hafa leiðtogar hans tryggt sér pólitísk völd með ránskap, og þeir hafa ekki verið neitt feimnir við að hagnýta sér þau út í yztu æsar. En mikið vill meira, og nú hefur sem kunnugt er ver- ið búin til áætlun um stór- felldari misbeitingu á göllum kosningalaganna en dæmi eru til áður. Framsóknarleiðtogarn- ir hafa fengið með sér í brallið hægri kiíku Alþýðuflokksins, sem var þess ómegnug að ganga til kosninga ein og óstudd og horfðist i augu við feigð sína. Bjuggu þessir aðilar til áætl- tm um að reyna að ræna meiri- hluta þingmanna út á mikinn minnihluta kjósenda; skyldi Pramsóknarflokkurinn hirða cins marga kjördæmakosna þingmenn og unnt væri út á lágmark atkv. en Alþýðuflokk- tninn hremma sem flesta upp- bótarþingmenn og fá í því skyni afhent 5—6000 Fram- sóknaratkvæði. Auðvitað var hér um að ræða hreint brot á anda og tilgangi stjórnar- skrár og kosningalaga, og sýn- ir tiltækið hversu fjarlægir Táðamenn Hræðslubandalags- •ins eru orðnir undirstöðuatrið- um lýðræðis. Þeir eru löngu Þúnir að gleyma hugsjónum sínum, þeir vita að fylgið er að hrynja af þeim — eftir er aðeins braskið og ránskapur- inn, L sviði ránskaparins er Sjálf- stæðisflokkurinn mikil- virkur keppinautur, völd og gróði eru hugsjónir hans og -öll þjóðin þekkir árangurinn. Ránsmennirnir hafa einatt mætzt á miðri leið, og síðustu árin hefur helmingaskiptaregl- an verið algild í samskiptum þeirra. Og þegar Hræðslu- bandalagið skipulagði þing- mannarán sit urðu viðbrögð •Sjálfstæðisflokksins þau sem við mátti búast: Við verðum að homast með í braskið og fá okkar hlut. Sá leikur hefur nú farið fram fyrir opnum tjöldum und- anfarna daga, þjóðinni til mik- ils lærdóms. Sjálfstæðisflokk- -urinn varð fyrstur til að kæra Ttosningabrellu Framsóknar og -Alþýðuflokks og sýndi fram á -þá' óhrekjanlegu staðreynd að hún er í andstöðu við stjórnar- skrána og kosningalögin. En kæran var ekki borin fram til •þess að koma í veg fyrir ráns- £kapinn, heldur í því skyni að fá aðstöðu til samninga sam- kvæint helmingaskiptareglunni. Því er það að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa um það verkaskipti sín á milli í lands- kjörstjórn að hindra að kæra Sjálfstæðisflokksins fái fram- gang. Úrskurðurinn mátti ekki falla strax, lieldur skyldi það vofa yfir Hræðslubandalaginu, þegar þing kemur saman. að liinir ólögmætu þingmenn yrðu frá því teknir. Og þar með er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að fá þá aðstöðu til helminga- skipta sem hann sóttist éftir. Hann segir: Þið skuluð fá að halda hinum ólöglegu þing- mönnuin, ef við fáum að halda völdum okkar og gróða, ef þið komið með okkur í hægri stjórn eftir kosningar og fram- kvæmið gengislækkun og kaup- bindingu. Svo siðlausir eru leiðtogar afturhaldsflokkanna þá orðnir að þeir hika ekki við að framkvæma samninga sína fyrir opnum tjöldum, þannig að enginn landsmaður, sem eitthvað fylgist með, þarf að efast um hvað er að gerast. En þessir ránsmenn og brask- arar gleyma því að til er einn dómstóll sem er æðri en lands- kjörstjórn og Alþingi: kjósend- ur sjálfir. Þeim er falið 24. júní í sumar að kveða upp sinn dóm um braskið og helm- ingaskiptin, og sá dómur þarf að vex-ða svo afdráttarlaus að honum verði hvorki hrundið með lagakrókum né refjum. Þótt Hræðslubandalagið ætli að ræna þingmönnum og ihaldið ætli að aðstoða við ránið gegn góðri greiðslu, eru það kjós- endur sem ákveða hvort af verðluninni verður. G-listi T ISTI Aiþýðubandalagsins í " Reykjavík og tvímennings- kjördæmunum verður G-Jisti. IJYRIR síðustu kosningar lá ■* við að venja um bókstaf listanna ruglaðist vegna nýju flokkanna, Lýðveldisflokksins og Þjóðvamarflokksins. Stóð Sjálfstæðisflokknum slík ógn af því að þurfa að kenna kjós- endum sínum að merkja við annan staf en D, að sett voru spaugileg bráðabirgðalög þess efnis að flokkarnir sem fyrir voru skyldu halda bókstaf sín- um. ESS mun minnzt að G-Iisti hefur einu sinni gengið í eldraun kosninga og staðizt með prýði; I Kópavogskosn- ingunum síðustu. Einnig þar tóku vinstrimenn höndum saman til að hnekkja aftur- haldi stjómarflokkanna. Þær kosningar rnunu Ólafi Thors, Eysteini og Haraldi Guð- mundssyni svo minnisstæðar, að þeim þyki ekki góðs vita að eigast á ný við G-Listann. Ekkert hefur um það heyrzt hvernig palladómar Lúpusar um alþingismenn, Sjá þann hinn mikla flokk, hafa selzt; en það væri ekki mót von að marga fýsti að lesa þá — við erum ekki svo lítið hneigð fyrir dóma um náungann. Svo sem sagt hefur verið frá í frétt er bókin dómar palla- gests í Alþingishúsinu um þá 52 þingmenn sem sátu síðasta þing, og em hverjum þing- manni helgaðar um þrjár blað- síður. Segir hinn dulnefndi höfundur meðal annars svo i greinargerð sinni í bókarlok: .......greinarnar geta talizt viðleitni til að meta og vega störf, baráttuaðferðir og sér- kenni alþingismanna, sem eru fimmtíu og tveir eins og spil- in og hlutir til gamans og al- vöru í höndum þjóðarinnar eins og þau. Höfundur hefur gerzt svo djarfur að leggja þessi spil á borðið, lesa úr þeim og spá í þau. Þetta er dægrastytting og saklaus leik- ur, en þó sagður kostur og löstur samkvæmt því, sem höfundur þóttist vita réttast. Dómarnir eru sjálfsagt ekki óskeikulir, en það, sem of er sagt eða van í fræðum þess- um, stafar af misskilningi fremur en illkvitni." 'jAf Góðverk í eigin þágu Bókin hlýtur að teljast skemmtileg aflestrar. Því veldur ekki aðeins efni henn- ar: dómar um nokkra menn sem áveðurs standa í þjóðfé- laginu og við þekkjum öll meira og minna til, heldur einnig ritmennska höfundar. Hann skrifar sem sé giska fjörugan stíl, hefur ánægju- lega sleipt tungutak þegar honum býður svo við að horfa, og lætur liggja vel á sér þar á pöllunum. Hann bregður viða upp fróðlegum myndum, sem valda því að við fljóta- lestur finnst manni bókin af- burðavel skrifuð; en þegar betur er að gáð kemur í ljós að myndirnar em fábreyttari en skyldi: stjórnmálabarátt- unni er iðulega líkt við or- ustu, helzt eins og þær gerð- ust á víkingaöld; úrslitum á- taka er gjarnan líkt við brim- lendingu; og dæmin úr dýra- ríkinu, sem heimfærð eru upp á þingmenn, verða fljótlega ofurlítið vélræn. Á hinn bóg- inn bregður víða fyrir snjöll- um setningum, sem leyna á sér og lýsa frá sér; eins og þegar segir um Jón Pálma- son að hann sé lystugur póli- tiskur matmaður; eða um Ól- af Thors að hann reki Sjálf- stæðisflokkinn likt og veltu- mikið fjerirtæki og leggi mikla rækt við sýningargluggann; eða um Jónas Rafnar að hann sé aðlaðandi og valdi hvorki vonbrigðum þeirra sem gera til hans miklar kröfur eða litlar. „Maðurinn er fús til þeirra góðverka, sem hann telur sér hag í að vinna,“ seg- ir um háttvirtan þingmann Seyðfirðinga. Um þingmann Austurskaftfellinga segir að hann sé „óáheyrilegur, röddin eins og slitið skilvinduhljóð og undanrennubragð að mál- flutningnum." — Um félags- málaráðherra segir svo í greinarlok að hann hafi „bor- izt undan þungum straumi inn fyrir skerjagarðinn í stað þess að halda áfram að berja rauðarokið úti á rúmsjónum. Þar er lygnt og hverju skipi gott að liggja, en aflavon lítil öðrum en þeim, sem láta sér nægja að fiska í soðið handa sjálfum sér.“ Eg held það væri ekkert boðið af framsóknarbændum í Skaga- firði að brosa hýrlega við þessa lýsingu. Af bókinni einni verður tæp- ast fullljóst hvar í flokki höf- undur hennar skipar sér; og er það vel af sér vikið; sennilega mundu þó fáir geta þess til að hann væri „komm- únisti“ eða sjálfstæðismaður. Og raunar verður þess vart að honum sé dálítið í nöp við þá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem mestan svip bera af gólfklút — ellegar stofublómi: eru sem sé komn- ir á þing til að hlýða hús- bændum sínum. Hinsvegar er honum hlýtt til gamalla fram- sóknarmanna utan af landi, en heimilishald Alþýðuflokks- ins þekkir hann bezt. Ýmsir vita líka að hann er einn af forsvörum þess flokks, og er af þeim sökum einkar fróðlegt að heyra hvað hann segir um flokksforingja sinn. Sé dóm- urinn ekki óskeikull, stafar það af „misskilningi fremur en illkvitni: ^ Heiðarganga Alþýðu- ílokksins. „Maðurinn er værukær, þrátt fyrir ríka skapsmuni, og hefur hneigzt til borgara- legs hóglífis meira en góðu hófir gegnir. Hann hefur sætt sig við það, að Alþýðuflokk- urinn reyndi að sitja af sér veðrin í sæluhúsi í stað þess að gerast sókndjarfur foringi og vísa veginn til byggða. Haraldur hefur löngum færzt undan vanda forustunnar, en gerzt samábyrgur þeim, sem valizt hafa af honum og öðr- um til leiðsagnar í heiðar- göngu Alþýðuflokksins .... þetta hefur lamað baráttu- þrekið í vinsamlegri sambúð við þjóðfélagsöfl, sem reka allt annan búskap en jafnað- arstefnan mælir fyrir um, þó að fulltrúar þeirra taki rausn- arlega á móti gestum og vilji ósköp vel í orði. Haraldur hef- ur því ekki reynzt eins far- sæll flokki sínum og hann gaf vonir um í æsku, þrátt fyrir drengskap sinn og heiðarleik. Hann hefur ekki orðið tíma- mótamaður í íslenzkum stjórn- málum, þó að hann sé betur íþróttum búinn en nokkur annar í góðviðrinu, meðan. allt gengur eins og í sögu. Haraldur er orðinn þreyttur af að standa í stað og kvíða óvissunni vegna þess að hann lét hjá líða að brjótast ýfir fjallið, sem var heillandi ! byggð, en reyndist honum og félögum hans þungt undir fæti og veðrasamt, þegar það hafði náð Alþýðuflokknum á vald kynngi sinnar.“ Það er raunar ekki sérlega ljóst hvað höfundur er að fara, nema það að formaður Alþýðuflokksins sé ekki sér- stakur pólitískur gæfumaður, hvorki fyrir flokk sinn né þjóð. Og þarf nokkurt þrek til að láta slíkan dóm á þrykk út ganga, jafnvel þótt flokks- maðurinn skáki í skjóli dul- nefnis. Nú stendur höfundur palla- dóma í því að efla Alþýðu- flokkinn og Framsóknarflokk- inn til nýrra, tvíefldra áhrifa í landinu; í því ljósi er skemmtilegt að sjá hvað hann hefur að segja um höfuðpaur Framsóknarflokksins, hátt- virtan þingmann Sunnmýl- inga: ^ Hjartað varð að þvagblöðru. „Maðurinn er ágætlega verki farinn, starfssamur, nákvæm- ur, þolgóður og þekkir völund- arhús fjármálanna eins og glöggur bóndi fjós sitt og sauðahús. Nú er hins vegar langt um liðið síðan Eysteinn hefur þurft að standa í ströngu sem f jármálaráðherra. Hann safnar skattpeningum af óhugnanlegri ástríðu, kepp- ist við að fylla botnlausa fjárhirzlu og heimtar alltaf meira en hann lætur af hendi rakna í hræðslukenndri tii- hugsun þess, að tekjurnar hrökkvi ekki fyrir útgjöldun- um, og sýnir ár hvert bók- færslulegan afgang, þó að at- vinnuvegir landsmanna séu komnir á vonarvöl. Eysteinn er orðinn svo háður þessari áráttu sinni, að hann gleymir gömlum baráttumálum og hugsjónum við að telja pen- inga eins og aurasjúkur nirf- ill. Hann hefur ruglazt á kostum og göllum fjármála- stefnunnar og lítur á það sem sóma sinn og skyldu að gæta ríkisfjárhirzlunnar, sem á að vera hjarta þjóðarlíkamans en er orðin þvagblaðra hans.“ Sú barátta höfundarins fyr- ir pólitísku gengi Eysteins Jónssonar og lögunauta hans, er nú stendur yfir, vekur þannig athygli á fornu orði: andinn er að sönnu reiðubú- inn, en holdið er veikt. Er Lúpus kannski að berjast fyrir fjárfestingarleyfi til að stækka sæluhúsið ? Og má þannig einnig hafa nokkra skemmtun af því sem stendur milli línanna í þessum palla- dómum. I».B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.