Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 12
Vilja ræna launþega tugwn milljóna SJálfstaBðisflolckurimi lagði iil að ræsii yrði visiiiilM- uppbót þeirri sem kenrnr lii frasts.k\ræsfii€ia á morgun Á morgun, 1. júní, kemur til framkvæmda kauphækk-' un sú sem vísitalan skammtar launþegum sem uppbót fyrir þá chemjulegu veröbólgu semskipulögð hefur verið af ríkisstjórninni. Kauphækkunin nemur 5 vísitölustigum, eöa 2,9'r hækkun á kaupi, og jafngildir hún þannig að- eins litlum hluta veröhækkananna, sem numið hafa tug- um prósenta. Samt var það svo að Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í ríkisstjórninni að einnig þessum lágmarksbót- um yrði rænt af launþegum. Auðmannaflokkurinn vildi að launþegar fengju enga uppbót um þessi mánaðamót, þrátt fyrir alla dýrtíðina. Sú upphæð sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi þannig svipta laun- þega jafngildir tugum milljóna króna á ári. Þýzku Jcnattspyrnumennirnir viö flugvél Loftleiða, sem peir komu meö í fyrrinótt frá Hamborg. Fyrsti leikur úrvalsliðsins frá Vestur-Berlín er í kvöld í liðinu eru eingöngu ungir og efnilegir leikmenn Úrvalsliö knattspyrnumanna frá Vestur-Berlín kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. í kvöld keppa Þjóöverjamir við gestgjafana, Framara, sem hafa styrkt lið sitt meö tveim lánsmönnum, Ríkaröi Jónssyni og Gunnari Guö- mannssyni. Sé dæmi tekið af Dagsbrúnar- manni lítur bað þannig út: Al- mennt dagkaup hækkar a morg- un úr kr. 17,77 í kr. 18,28 um tímann, eða um 51 eyri. Það jafngildir aftur kr. 1.224 kaup- hækkun á ári á mann, miðað við átta vinnutíma á dag og 300 vinnudaga. Séu Dagsbrúnar- menn taldir 3000 jafngildir upp- hæðin til þeirra allra á ári kr. 3.672.000. Hér er aðeins reiknað með lágmarkstaxta Dagsbrúnar og engri eftirvinnu, en sé tillit tekið til hvors tveggja er óhætt að áætla upphæðina 4—5 mill- jónir króna. Það er sú fúlga sem S.iálfstæðisflokkurnm lagði til að stolið væri frá Dagsbrúnarmonn- um einum saman með því að fella algerlega niður vísitölu- uppbæturnar. ^ 40—50 milljónir I alþýðusámtökunum íslenzku eru nú 30—40 þúsundir manna, sem aliir hafa hliðstæða samn- inga og verkamannafélagið Dagsbrún og fá hliðstæða kaup- uppbót. Þá hafa opinberir starfs- menn, verzlunarmenn og að heita má allt launafólk í land- inu hliðstæða samninga og eiga að fá þá uppbót sem vísitalan skammtar. Séu allir launþegar taldii mun óhælt að áætla að kaupuppbót sú sem kemur til framkvæmda á morgun jafngildi 40—50 milljónum króna á ári. Þeirri uppltæð lagði S.jálfstæðis- flokkurinn til að stolið yrði af öllum launþegum, þér og ntér, en að hún rynni í staðinn til auðmanna og milliliða. ★ Á annað hundrað milljóna Með þessu er sagan þó engan veginn fullsögð. Vísitaian á eftir að skammta launþegum kaup- uppbót tvisvar enn á þessu ári, 1. september og 1. desember. S.iálfstæðisflokkurinn lagði til að vísitalan yrði algerlega bunci- in með fölsiinum, þannig að kaupgjaldið hækkaði ekki neitt á þessu ári livað svo sem dýr- tíðin magnaðist. Ef að líkum lætur verður . skammturinn til launþegá ámóta stór í bæði síð- ari skiptin á árinu, og jafngildir þá upphæð sú sem Sjálfstæðis- ftokkurinn vildi .svipta launþega á þennan hátt á annað hundr.að milijónum króna á ári. Og þetta var af Sjálfstæðisflokksins hálfu aðeins hugsað sem aukiageta ofan á hina gengdarlausu skatta og' tolla, sem stjórnin lagði á fyrir jg&kemmstu, og aðrar .hlið- stæðar ráðstafanir. Vilja launþegar kalla þetta yfir sig? Ástæðan til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn fékk tillögum sín- um ekki framgengt var sú ein að kosningar eru frannindan; Framsóknarflokkurinn þorði því ekki að leggja til svo opinskárr- ar árásar á alla launþega lands- ins. En fyrst Sjálfstæðisflokkur- inn þorir að birta slíkar tillög- ur opinberlega fyrir kosningar, livað raun hann þá hugsa sér að gera eftir kosningar. Þeir laun- þegar sem kjósa Sjálístæðis- flokkinn í sumar eru vitandi vits að kalla yfir sig og fjöl- skyldur sínar versnandi kjör, kauplækkun og verðbólgu. Þeir geta ekki einu sinni afsakao sig' með því að þeir hafi ekki verið varaðir við: það eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins í eigin pers- ónu sem opinberað hafa fyrir- ætlanir sínar á sviði kaup- gjaldsmálanna. Deildafundir verða annað kvöld, föstudag, kl. 8.30 á venjulegum stöðum. Fnndarstaður Skuggahverfis- deildar er þó að Klapparstíg 20. Sósíalistafélagið. Þýzku knattspyrnumennirnir voru boðnir velkomnir til lands- ins í hádegisverðarhófi, sem Knattspyrnufélagið Fram hélt þeim í Tjarnarkaffi í gær. Þar fluttu ávörp m.a. Haraldur Steinþórsson formaður Fram, Björgvin Schram formaður Knattspyrnusambands íslands og Paul Rusch, varaforseti íþróttasambandsins í Berlín og fararstjóri Þjóðverjanna. Þjálfarinn kunnur knattspyrnumaður Að hófinu loknu spjölluðu fréttamenn stundarkorn við þjálfara liðsins, Söbeek. Hann er 56 ára að aldri og var um eitt skeið einn af beztu knatt,- spyrnumönnum Þýzkalands. Á árunum um og eftir 1930 lék hann t.d. 10 sinnum með þýzka landsliðinu í stöðu hægri inn- herja og 108 sinnum lék hann Framhald á 5. síðu. Kosningahandbókin hefst á stuttu yfirliti um sögu Alþing- is frá 930—1956. Þá er skrá um ráðuneyti á íslandi allt frá 1904, síðan þingmannatal frá síðasta þingi, heildarúrslit í kosningunum 1933—1953, tala kjósenda við kosningar frá 1874 og kosningahluttaka á sama tíma. Því næst koma myndir af öllum frambjóðend- um við kosningarnar í næsta mánuði, nema þar sem listar eru i framboði; þar eru aðeins myndir af efstu mönnum. Myndunum fylgja tölur tim úr- slit A lþingiskosninga í hverju kjördæmi um sig, frá 1937 til 1953, auk þess dálkar til að skrifa í úrslitin í vor, sömuleið- is dálkur til að skrifa í spá um Ágætur fundur á Reyiarfirði ' Alþýðubandalagið efndi til op- inbers kjóséndafundar á Reyð- arfirði s.l. mánudagskvöld. Ræðumenn voru Hannibai Valdimarsson og Lúðvík Jósefs- son. Var máli þeirra ágætlega tekið. Um 60 manns sótti fund- inn. Fundarstjóri var Guðlaug- ur Sigfússon, formaður Verka- mannafélags Reýðarf jarðar- hrepps. Skákmemi Hreyf - ils gerðti jafntefli í Osló 5:5 Sl. sunnudag flugu 10 bif- reiðastjórar af Bifreiðastöðinni HrejTli utan til keppni í skák við sporvagnstjóra í Osló og Kaupmannahöfn. í gær bárust þær fréttir að Hreyfilsmenn hefðu teflt á 10 borðum við sporvagnstjóra i Osló í fyrra- dag og gert jafntefli 5:5. Á morgun munu landarnir tefla við sporvagnstjóra í Kaup- mannahöfn. Taflfélag Samvinnufélagsins Hreyfils var stofnað 1954. For- maður þess er Magnús Norð- dahl, ritari Þórður Þórðarson og gjaldkeri Vagn Kristjáns- son. Félagar þess eru nú um 60. Telpa féll út um glugga og beið bana 1 fyrrakvöld varð það hörmu- lega slys hér í bænum að telpa á þriðja ári féll út um glugga á fjórðu hæð hussins nr. 18 við Eskihlíð. Farið var með litlu telpuna í Landspítalann, en þar lézt hún í fyrrinótt. Hún hét Una Engilbertsdóttir. úrslitin. Þá getur að lesa úr- slit bæjarstjórnakosninga 1946 —1954. Hvert kjördæmi fær heila opnu til umráða í bókinni, og birtist m.a. mynd af skjald- annerki hve'rrar sýslu. Er frambjóðendatali lýkur koma úrslit forsetakjörs 1952 í hverju kjördæmi, greint er frá frambjóðendum og þingmönn- um 1953, og þvínæst tafla um kjósendur og greidd atkvæði í hverjum einasta hreppi lands- ins 1953. Að lokum eru reglur um úthlutun uppbótarþingsæta. Eins og sjá má af þessu er bókin stórfróðleg, og ekki ólík- legt að mörgum þyki hentugt að hafa hér á einum stað svör við ótal spurningum sem alltaf Framhald á 3. síðu. TVÆR STEFNUR Fyrir skömmu sýndi Lúðvík Jósefsson fram á það í mjög athyglisverðri grein að það er liægl að auka g'jald- eyristekjur landsmanna uin 300 niilljónir króna á ári með því að hagnýta betnr þau framleiðslutæki sem fyrir eru í sjávarútvegi ísledninga, með því að koma í veg fyrir sífelldar stöðvanir og lélegt skipulag. Ef þjóðin kaupir 20 togara í viðbót getur lmn aulcið gjaldeyristekjur sínar á ári um 240 milljónir. Ef stefna Alþýðubandalagsins er framkvæmd er þannig liægt að auka gjaldeyristekjurnar um 540 milljónir króna á ári með þessum ráðstöfunum einum saman. Stefna Sjálfstæði.sflokksins er liins vegar sú að Jijóðin eigi að lifa af niðurlægjandi hernámsvinnu, en gjaldeyr- istekjurnar af henni hafa aðeins nuinið rúmum 200 millj- ónum króna á ári iindanfarin ár. ÞlÖDVllJIN Fimmtudagur 31. maí 1956 — 21. árgangur — 120. tölublað Sendið framlög ykltar í kosningasjéðiim til skrifsiofunnar Hafnarsfrœii 8 Kosningahandbók Fjöl- víss kemur út í dag Efnt til 10 þúsund króna verðlaunaget- raunar um kosningarnar 24. júní n.k. í dag kemur í bókabúðir Kosningahandbókin 1956, og er hún nú stærri og fróðlegri en nokkru sinni áður: réttar 80 blaðsíður á lengd og svarar ótal spurningum sem menn fýsir að fá svar við í sambandi viö kosningarnar 24. júní. Fjölvís gefur Kosningahandbókina út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.