Þjóðviljinn - 11.09.1956, Side 10

Þjóðviljinn - 11.09.1956, Side 10
10) — ÞJÓÐVHJINN — Þriðjudagur 10. september 1956 - Yfir 100 lendingar Pan American á Keflavíkurflugvelli í ágúst Frá 1. til 30 fyrra mánaðar hafa 100 flugvélar frá bandaríska flugfélaginu Pan American lent á Keflavíkur- flugvelli. 1 frétt frá Pan American seg- ir að félagið hafi 8 lendingar áætlunarvéla í Keflavík á mán- uði, og séu það ekki mikil við- skipti þar sem flugferðir Pan American milli Evrópu og Am- eríku skipti hundruðum á mánuði. Aðalannatíminn er frá apríl til október. Á tímabilinu apríl-júní ferðast ameríkumenn í tugþúsundatali til Evrópu og til baka í júlí-september. Síðari hluta sumars eru há- vindar algengir á Norður-At- i Ný sending: Jerseykj ólar Margir litir Hvítar blússur Fallegt úrval- QuUfoss A ð a 1 s t r æ t i Haustkjólar Síðclegiskjólar Cocktailkjólar HARKAÐURINN Haínarstræti 5 lanzhafi frá vestri til austurs, og benzíneyðsla flugvélanna á syðri leiðinni því mikil á vest- urleið. Þessir sterku vestanvindar eiga sér ekki stað norður und- ir Ishaf; heldur fremur öfugt, að þar eru austanvindar. Það borgar sig því, þegar svo er á- statt fyrir flugvélarnar að fara nyrðri leiðina um ísland, þegar þær fara vestur vegna þess, að þær hafa meðvind í stað mót- vinds. Flugvélarnar hafa benzín sem endist frá Evrópu til Keflavíkur og í stað þess að fylla geymana geta iþær tekið nokkrum far- þegum fleira eða meiri flutning. Með þessu fylla þær geyma sína í Keflavik áður en þær leggja vestur um haf til Bandaríkj- anna. Flestar Pan American vélar taka allt að 5000 gallón í Kefla- vík á vesturleið. Tollur af hverju gallóni til ríkissjóðs eru ca 7 cent, auk þess venjuleg á^ lagning foenzínsala fyrir dreif- ingarkostnaði. Þess skal getið, að Pan American hefur hvorki kvartað undan tollum né álagn- ingu. Það, sem hver flugvél gef- ur af sér lauslega áætlað eru 7-10.000 kr. í tolla og dreyfing- arkostnað af benzíni. Hver flug- vél er með frá 60-90 farþega og þegar 5 flugvélar eða fleiri eru í einu á Keflavíkurflugvelli, eru þar um 2-300 manns. Engin skilyrði eru þar fyrir svo margt fólk að fá sér þar hressingu og sætin eru þar aðeins fyrir kon- ur og ungbörn. Hinir farþeg- arnir þurfa að rangla um og bíða þar til flugvélin fer aftur, sem oft tekur nokkra klukku- tíma. Þar sem flugvéium hefur f jölgað stórlega síðustu árin og stækkað, er brýn nauðsyn á um- bótum á þessum alþjóða við- komustað. Flugvélar lenda yfirleitt ekki á Keflavíkurflugvelli nema þær séu tilneyddar af veðurfarsá- stæðum, en á Shannon á Ir- landi verða flugvélarnar oft að lenda, vegna fyrirmyndar fyr- irgreiðslu og vegna kröfu far- þega, án nokkurrar þarfar af veðurfarsástæðum. (Frá Pan American. Aðalum- boðsm. G. Helgason & Mel- sted h.f.). Yerðar reisi sameiginleg kyadi- sti íyrir Hálogalandshverfi? Hitaveitunefnd falin athugun máisins Á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag bar Guðmundur Vigfús- son fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að ítreka fyrri samþykkt sína um að fela hitaveitunefnd að láta hiö allra fyrsta farai fram athugun á því hvort ekki sé hagkvæmt að bærinn láti reisa sameiginlega kyndistöð fyrir Hálogalands- hverfi“. Guðmundur gerði að umtals- efni á bæjarstjórnarfundinum hve hagkvæmara væri að bær- inn reisti sameiginlega kyndi- stöð fyrir Hálogalandshverfið en að íbúar þess hafi hver sína Stef þakkar veitta aðstoð Forseti Islands hefur nýlega undirskrifað fyrir Islands hönd skilríki fyrir aðild Islands að Genfarsamþykkt Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um aukna, gagnkvæma höfundaréttar- vernd. Af því tilefni var í upphafi aðalfundar STEFs nýlega utan dagskrár samþykkt einróma svohljóðandi þakkarávarp: „Aðalfundur STEFs þakkar Alþingi, höfundaréttarnefnd og öðrum opinberum aðiljum starf og stuðning við undirbúning að inngöngu íslands í Genfarsam- bandið um höfundarétt, en með henni er íslenzkum höfundum m.a. loks tryggð samskonar vernd í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn fá notið hér, og standa því vonir til að tekjur íslenzkra höfunda er- lendis megi fyrir það aukast. Sérstaklega þakkar fundur- inn formanni höfundaréttar- nefndar Jóni Ásbjörnssyni hæstaréttardómara og Þórði Eyjólfssyni hæstaréttardómara, svo og þeim nefndarmönnum Sigurði Reyni Péturssýni hæsta- réttarlögmanni, Tómasi Guð- mundssyni skáldi og Gunnari Einarssyni, fulltrúa Bóksalafé- lags Islands, merkileg og ræki- leg nefndarstörf þeirra í þágu höfundaréttarmála". Heita vatnið í Höfða sé hagnýtt Verði leitt init í kerfi hitaveitunnar í haust Á síðasta bæjarstjórnarfundi bar Guðmundar Vigfússon fram sVohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin beinir því til hitaveitunefndar að gera ráðstafanir til að hagnýta þegar í vetur vatnsmagn það, er fengizt hefur úr borholunni viö Höfða, með því að bæta því inn á kerfi núverandi hitaveitusvæðis“. Boranir eftir heitu vatni í Höfða hafa borið þann árang- ur að fengizt hafa 6 sek/1 af 96 stiga heitu vatni. Höfða- hverfisbúar hafa eðlilega óskað þess að vatn þetta yrði ein- mitt notað til þess að hita upp húsin í hverfinu. Þótt sú ósk þeirra væri í alla staði eðlileg myndi þó ekki vera hægt að verða við henni á næsta vetri, og því bæri að nota vatnið, en láta það ekki renna ónotað í sjóinn. Lagði hann því til að vatni þessu yrði bætt inn í kerfi Hitaveitunnar fyrir vet- urinn. Tillögu Guðmundar var vís- að til hitaveitunefndar. LIGGUR LEIÐIN xx x NPNKIN KHAKI miðstöð. Snemma í sumar var samþykkt tillaga þess efnis frá Bárði Daníelssyni, en ekki er vitað hvort það né annað hef- ur verið gert í því máli enn, Nú eru byrjaðar byggingafram- kvæmdir í hverfinu og orðið tímabært að taka endanlega á« kvörðun um málið. Tillaga Guðmundar var sam- þykkt samhljóða. Þeir stjórna Stefi Á aðalfundi STEFs voru eft- irtaldir menn kosnir í stjórn: Jón Leifs formaður, Skúli Hall- dórsson, Þórarinn Jónsson, Snæbjörn Kaldalóns og Sigurð- Reynir Pétursson hæstaréttar- lögmaður. — Endurskoðendur voru kjörnir: Friðrik Bjaxma- son ■ og Helgi Pálsson, en til’ vara Siguringi E. Hjörleifsson. Námskeið í spænskn í Bareelona Eins og undanfarin ár, gengsll háskólinn í Barcelona nú fyrir nániskejði í spanskri tungu og bókmenntum fyrir erlenda náms- menn, og stendur námsskciðið yfir frá 15. október 1956 til 311. maí 1957. Aúk spönsku er hægt að leggja stund á margar aðirarl xxámsgreinar í sambandi við námsskeiðið, og að þessu sinnl verður tejón þar upp kennsla í þjóðlegri spanskri tónlist, og mun háskólinn sjá fyrir sérstakri söngkennslu í þessu sambandi. Heimilt er að hefja námið hve- nær sem er á því tímabili, er námskeiðið stendur yfir, og ekkl er krafist sérstakra prófa sem skilyrðis til inntöku á námskeið- ið. Þéir, sem þess óska, geta þreytt próf að námsskeiðintf loknu, og öðlast prófvottorð þar að lútandi. Aðrir þátttakendur fá1 viðurkenningu á að hafa sótifc kennslu. Á síðasta ári tóku allmargiri íslendingar þátt í mámskeiðl þessu, en alls sóttu það á því ári nemendur frá 33 þjóðum. Allar nánari upplýsingar varð- andi námsgreinar, kennslugjald og annað námskeiðinu viðvíkj- andi veitir ræðismaður Spánar, Magnús Víglundsson, Bræðrta- borgarstíg 7, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.