Þjóðviljinn - 15.09.1956, Side 12

Þjóðviljinn - 15.09.1956, Side 12
um p á stórm um Súezs Htnir erlendu hafnsögumenn á förum heim, Egypfar taka Wð allri stjórn Hinir erlendu starfsmenn Súezskurðarins eru nú á för- um heim og siðasta skipalestin undir stjórn erlendra hafnsögumanna fór frá Port Said um skuröinn í gær og var væntanleg til Port Taufiq við suðurenda skurðarins um miðnætti. Líkur eru taldar á að Egyptum muni reynast erfitt að halda uppi eðlilegum siglingum um skurðinn, á.m.k. fyrst um sinn. Hin brezk-franska stjórn hiiis grimla Súezskurðarfélags hafði fyrr í vikunni skipað hin- um erlendu starfsmönnum skurðarins að leggja niður störf sín fyrir 15. þ.m. Mikill meirihiuti þeirra íilýddi þess um fyrirmælum og stjórn fé- lagsins tilkynnti í gær, að alls myndu 352 starfsmenn skurð arins sem til þessa hafa verið í Egyptalandi leggja niður störf, þar af um 90 hafnsögu- menn. Nokkrir hinna erlendu hafnsögumanna verða áfram Egyptalandi. Síðasta skipalestin undir erlendri stjórn. í gærmorgun lagði síðasta skipalestin sem erlendir hafn- sögumenn stjórna af stað -frá Port Said suður um skurðinn og var væntanleg til Port Taufiq á miðnætti í nótt sem leið. Aðeins fjögur skip voru í þessari lest, enda þótt 10 skip biðu í Port Said eftir að kom- ast suður skurðinn, og mun það hafa stafað af því, að ekki voru nægilega margir hafn- sögumenn viðlátnir til að sigla skipunum suður. Hið egy izka Súezskurðarfé- lag hefur nú aðeins 60 hafn- sögumenn, en samt eru Egypt- ar sagðir vongóðir um að þeir geti haldið uppi eðlilegri um- ferð um skurðinn. Að jafnaði fara um 40 skip um skurðin'n á hverjum sólarhring, og tek- ur siglingin um 12 tíma. 'Undirbúinngi notendasamtaka haldið áfram. Þrátt fvrir hinar slæmu und- Metuiðíerð um vöil í ágúst í ágústmánuði s.l. Ie(ntu á Keflavíkurflugveili samtals 459 farþegaflugvélar, hefur umferð aldrei áður verið svo mikil í ein- um mánuði. 21918 farþegar fóru um flug- völlinn í mánuðinum. Frá flug- vellinum fóru samtals 319 far- þegar en til vallarins komu 234. Eftirtaiin flugfélög áttu flestar þeirra flugvéla, er viðkomu höfðu: PAA .................. 102 vélar BOAC .................. 81 — TWA ................... 80 — Flying Tiger Line .... 40 — KLM .................. 24 — SLICK ................ 22 — AIR FRANCE ............ 16 — Brúttó tekjur flugmálastjórn- arinnar í mánuðinum munu verða allt að kr. 1,8 milljónir, í erlendum gjaldeyri. irtektir sem fyrirætlun vestur- veldanna um stofnun notenda- samtaka Súezskurðarins hefur fengið um allan heim, eru þau ekki fallin frá henni. Bú,izt er við að þegar á mánudag muni utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna koma saman á fund í London til að undirbúa stofnfund sam- takanna og nokkrum dögum síðar, kannske þegar á mið- vikudag, muni hefjast í London ráðstefna þeirra ríkja sem þau bjóða aðild að samtökunum. Þegar samtökin hafa verið formlega stofnuð má búast við því, að þau fari þess á leit við egypzku stjórnina að hún taki upp samvinnu við þau, en eng- inn vafi er á, að egypzka stjórnin mun hafna slíkri mála- leitan. Samtökin gagnslaus án sam- vinnu Egypta. Erfitt er að spá nokkru um hvað þá mun taka við, en hins vegar augljóst að samtökin verða með öllu gagnslaus, ef engin samvinna næst við egypzk stjórnarvöld. Skip á vegum samtakanna myndu alls ekki geta siglt um skurðinn nema hin egypzka stjórn skurð- arins sé með í ráðum, og vilji hún það ekki, myndi engin önn- ur leið vera fær fyrir samtök- in en að setja her á land á Súezeiði og taka stjórnina af Egyptum. Og það myndi þýða styrjöld. Samvinna við egypzk stjórn- arvöld er nauðsynleg af mörg- um ástæðum. I fyrsta lagi §eta skipalestir sem um skurð- inn fara aðeins mætzt á tveim stöðum og umferðin um skurð- inn verður því að vera nákvæm- lega skipulögð af öllum þeim aðilum sem skurðinn nota og honum stjórna. Miklum erfið- leikum myndi einnig bundið að safna skipum saman í lestir, ef notendasamtökin hefðu ekki not af egypzkum höfnum. Samvinna við Egypta er ó- hjákvæmileg í öðru lagi vegna þess að við E1 Qantara liggur lyftibrú yfir skurðinn sem byggð var eftir síðustu styrj- öld. Hingað til hefur brúin að- eins verið notuð átta klukku- stundir á sólarhring svo að hún lokaði ekki umferð um skurðinn, en Egyptar eru ekki lengur bundnir af neinum samningum um það. í þriðja lagi myndu notenda- samtökin verða að hafa í þjón- ustu sinni tvöfalt fleiri hafn- sögumenn en ella, ef Egyptar leyfa hafnsög\mönnum þeirra ekki landvist í Egyptalandi. Þar sem sigling um skurðinn tekur 12 tíma hefur hingað til Framhald á 5. síðu. þJÖÐVILIINII Laugardagur 15. september 1956 — 21. árg. ■— 210. tölublað Bifvélavlrkjar é námskeiði MlR-íundur í Gamla bíói á morgun Þar koma m.a. fram tveir sovézku lista- mannanna sem hér dveljast MÍR heldur fund í Gamla bíói kl. 2 á morgun til þess aö gefa félögum sínum kost á að kynnast sovézku nefnd- unum sem hér dveljast um þessar mundir. Þetta eru bifvélavirkjar þeir sem undanfarið hafa verið á nám- skeiði því sem Volvobílasmiðjurnar sænsku hafa haldið hér. í dag lýkur fyrra námskeið- inu sem einn af verkfræðingum Volvoverksmiðjanna, Ernst Lind- ers hefur haldið hér. Eftir helg- ina byrja námskeið fyrir annan Herrabúðin stœkkuð Herrabúðin á Skólavörðustíg 2 hefur verið stækkuð og ger- breytt. Búðin hefur verið smekklega innréttuð, en Sverrir Haralds- son réði litavali og Sveinn Kjarval teiknaði og sá um tré- smíðavinnu, sem Trésmiðjan h.f. Brautarholti annaðist. Herrabúðin hefur, eins og nafnið bendir til, allskonar fatnaðarvörur fyrir karlmenn, frakka, skyrtur, bindi, sokka, húfur, hatta, sloppa, raksápur o. s. frv., yfirleitt flestar ,,herravörur“ nema alföt. Framkvæmdastjóri Herrabúð- arinnar er Þorgrímur Tómas- son en eigandi hennar 5 síð- ustu árin hefur verið Elgur h.f., en búðin var stofnuð 1943. Herrabúðin hefur aðra búð í Vesturveri. Á fundinum flytur Hákon Bjarnason skógræktarstjóri er- indi og sýnir kvikmynd. Hall- grímur Jónasson flytur ræðu, og formenn sovézku nefndanna flytja ávörp. Þá koma fram á fundinum óperusöngkonan Lav- rova og píanóleikarinn Baskí- roff. Magnás son sýnir Magnús Á. Árnason listmál- ari fer í dag með m.s. Gullfossi utan á leið til Rúmeníu í boði stofnunar þeirrar rúmenskrar, sem sér um menningartengsl við útíönd. Hann mun halda málverkasýn- ingu þar eystra, sem er hin fyrsta sem íslendingur heldur í Austur-Evrópu. Hann hefur með- ferðis 30 olíumálverk og 8 tré- skurðarmyndir. (Frétt frá Vináttutengslum ís- lands og Rúmeníu). Vélskólann vantar nauð- synleg kennslutæki Bif vélavirkj anámskeiðið, sem sagt er frá á öðrum stað, er haldið í Vélskólanum. Með- al ræðumanna þar, þegar blaðamenn litu inn á nám- skeiðið í gær, var Gunnar Bjamason skólastjóri Vél- skólans. Tók hann það fram að þótt skólinn hefði lagt til húsakynni undir námskeiðið bæri ekki að taka það sem á- róður frá skólans hálfu fyrir Volvobílum, heldur myndi fleiri smiðjum heimilt að halda þar námskeið. Hann kvað Vélskólann hafa upphaflega verið miðaðan við að mennta vélstjóra á skipa- flotann, enda nafn hans lengi í samræmi við það. Nú væri eðlilegt að ætlast til þess að skólinn yki starfssvið sitt með kennslu um vélar og tækni yfirleitt. Skólinn hefði líka á að skipa hæfum mönn- um til slíkrar kennslu. En sá hængur væri á að skólann vantaði vélar og tæki til slíkrar kennslu. — Það eru einar 1500 kr. ætlaðar til slíkra kaupa Vélskólans á ári, en til samanburðar má geta þess að tækin sem Volvo- smiðjurnar fluttu hingað til notkunar á bifvélavirkjanám- skeiðinu munu kosta á þriðja hundrað þúsund króna. Gunnar Bjarnason kvað ekki skorta áhuga iðnaðar- manna til að kunna sitt verk til hlítar, það sýndi m. a. að- sóknin að þessu námskeiði Það væri líka brýn nauðsyn að mennta þá vel, því ótrú- legar upphæðir spöruðust á því að þeir kynnu störf sín til fulls, kunnátta í véltækni væri þjóðarhagur. — en Vél- skólann er látið vanta kennslutæki. hóp og stendur í 10 daga. Um 150 Volvobílar hér á landi eru með dísilhreyflum, og þar sem notkun dísilhreyfla í bíla er til- tölulega fyrir stuttu byrjuð hér hefur aðaláherzlan 4 námskeiði þessu verið lögð á meðferð og viðgerðir dísilhreyfla. Námskeið- ið hefur staðið í 10 daga frá kl. 9 á morgnana til 5 á daginn. Linders kom með öll verkfæri og vélar með sér og kvað um 80% kennslu sinnar hafa verið verk- lega kennslu. — Næsta námskeið hefst í næstu viku og munu sækja það 15—-17 bifvélavirkjar. í Gautaborg hafa Volvosmiðj- urnar skóla fyrir viðgerðarmemi bifreiðanna og hafa sótt þangað menn frá fléstum löndum, ekkx aðeins menn frá Evrópulöndun- um heldur einnig Egyptar og Tyrkir og ur-Afríku. blökkumenn úr Suð- Auk skólans og námskeiða í Gautaborg hafa VolvosmiðjuríA ar einnig farandnámskeið í við- gerðarvögnum víðsvegar um Svi- þjóð. Colomboveldin ræða m Súez Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, hefur beðið sendiherra hinna Colomboveldanna, þ. e, Pakistans, Ceylons, Burma og Indónesíu, í Nýju Delhi að koma á sinn fund í dag til að ræða Súezdeiluna. Tónleikar sovét- listamannamu Sovézku tónlistarmennirnir sem hér dveljast á vegum MÍŒt halda aðra tónleika sína í Aust- urbæjarbíói í kvöld kl. 7. Koma þar fram píanóleikarinn Dimitri Baskíroff og sópransöngkonan Tatjana Lavrova. Annað kvöld verða þriðju tónleikarnir, einn- ig í Austurbæjarbíói kl. 7, og þar koma fram fiðluleikarinn Khalída Aktjamova og bassa- söngvarinn Viktor Morosoff. Frieda iBauer annast undirleik á hvorutveggja hljómleikunum. Björn Franzson skrifar unx fyrstu tónleika listamannanna á 2. síðu blaðsins í dag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.