Þjóðviljinn - 23.09.1956, Side 7

Þjóðviljinn - 23.09.1956, Side 7
Handarísk barnakennsla Bidstrup teiknaði Alvopnaðir hermenn verða nú að íylgja svertingjabörnum í skóla I suðurfylkjum Bandaríkranna, eigi þau að halda lífi. Þau lifa á meðan pau læra Sveitaball í heimkynnum pilsnersins Janské Lázne. j '■ ' 'í'ÍMíí'r' ■ ' ' ■ . ■ ■ . J"MtÐ leikur á því að erindi ^ sumra íslenzkra ferða- langa til útlanda sé fyrst og fremst að eiga þess kost að dreypa á áfengu öli, þeim eina drykk sem bannað er að hafa um hönd á íslandi. Séu ein- hverjir slíkir í lesendahópi Þjóðviljans skal þeim hér með hirt sú þungvæga, þjóðhags- lega staðreynd, að í Tékkósló- vakíu er öl bæði áfengara og cdýrara en í Danmörku, sem Vera mun hið fyrirheitna land í augum flestra ölkærra ís- lendinga. Danir eru hreinustu byrj- endur í örbruggun í saman- hurði við Tékka. Hér í Bæ- iheimi hefur öl verið þjóðar- drykkur frá því sögur hófust. Öitegundin pilsner er kennd við borgina Pilzen eða Plzen vestast í Bæheimi. Úti fyrir sérhverri veit- íngastofu er vegfarendum auglýst, að þar geti þeir sval- að þorsta sínum á kaffi, te eða öli. Og þegar inn kemur tmá sjá, að tíu gestir velja öl fyrir hvem einn sem velur te eða kaffi. ! VO sem alkunnugt er hafa æðstu stofnanir á Islandi, frá Alþingi allar götur niður S Áfengisvarnarráð, slegið því föstu að áfengt öl sé sá skað- valdur að því megi með engu móti hleypa inn í landið. Brenndir drykkir, með áfeng- isinnihaldi allt að 50%, séu á allan hátt miklu meinlausari en öl sem inniheldur fjóra til atta hundraðshluta vínanda. En ýmislegt fer aflaga þótt Blið sé útlægt, það hefur kom- Ið á daginn að til eru menn Bém geta drukkið brennivín I sér til skaða. Um það ber vitni áfengisbölið, sem öllum hrýs hugur við. En úr því að íslendingar, sem eru lausir við sjálfan höfuðóvininn, sterka ölið, hafa ummerki drykkjusýkinnar fyrir augunum dag hvern á götum höfuðborgarinnar, hversu hroðalegt hlýtur þá ekki ástandið að vera í landi,1 þar sem brenndir drykkir og þrúguvín em til sölu í hverri matvömbúð og ölstofur eru margfalt þéttari en ísbarar í Reykjavík? Þar skyldi maður ætla að ofdrykkjan tæki fyrst 1 í hnúkana. JANSKÉ LAZNE er ein- hver fjölsóttasti sumar- dvalarstaður í norðaustan- verðum Bæheimi. Ferða- mannahótel, þar sem fólk dvelur í sumarleyfi sínu, skipta tugum í bænum og ná- grenni hans. Að auki koma hundruð manna með skemmti- ferðabílum dag hvern til eins dags dvalar. Hvar skyldi mað- ur frekar búast við ofnautn áfengis en á slíkum stað? Eftir fimm vikna dvöl á und- irritaður enn eftir að sjá mann undir áhrifum áfengis í ferðamannahópnum. Þeir súiðganga þó ekki ölstofurn- ar, öðm nær. En þeim virðist, bara ekki koma til hugar, að neinh geti átt þangað það er- indi að drekka sig fullan. Heimamenn hér virðast með sama marki brenndir. Margir hafa það fyrir sið að líta inn á ölstofu og tæma eina eðá tvær ölkollur fyrir kvöldmat- inn. En drukkinn maður sést ekki að heldur. Þá rif jast upp fyrir mér, að hafa einhversstaðar séð eða heyrt, að áfengt öl væri sér- stök tálsnara og freisting fyr- ir ‘ æskulýðinn, sannkallaður ofdrykkjuskóli. Skýringin á hófsemi fulltíða Bæheimsbúa, innan um öll ölföngin, var auðvitað sú, að öll drykkju- mannsefni höfðu drukkið sig í hel á unga aldri í ódýru öli. Nokkur 1 miðbænum skáhallt sunn- an við Hótel Borg stendur lítið hús. Fáir munu gefa því gaum, nema ef vera skyldi fyrir það eitt hversu þversum það er við nútíma skipulag. Á síðkvöldum eiga ölvaðir kavalerar til að bregða sér bak við það í einkaerindum en þykir það líklega ekki að öðru leyti girnilegt til fróðleiks. Þetta yfirlætislausa hús er kallað Teitshús og stóð þarna löngu áður en skipu- lagsstjórar fóru að spá í bolla um útlit Reykjavíkur. Þegar Islendingar áttu sér ekki annað en torfþak yfir höfuðið og hugsuðu um álfa og huldufólk og ímyndunar- afl þeirra var sízt ófrjórra en nú gerist, hafa þeir eflaust átt sér litríkar hugmyndir um hallir, þeim mun óraun- verulegri sem þeir þekktu minna til slíkra húsa. Svo verða skjótar og óvænt- ar breytingar á efnahag. Menn eygja allt í einu mögu- leika á að gera barnatrú feðra sinna að áþreifanlegum veruleika og þá fer heldur að stirðna í þeim hugmyndaflug- ið. Þegar til á að taka sam- lagast draumórakenndar hug- Sunnudagur 23. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 OJÁLFSAGÐUR staður til ^ að kynnast þessari harka- legu lausn áfengisvandamáls- ins var á dansleikjum, sem haldnir eru öll laugardags- kvöld og síðdegis á sunnu- dögum í Súlnahöllinni svo- nefndu, miklum skemmtiskála í miðjum bænum. í Súlnahöllinni voru flest borð fullsetin skömmu eftir að fimmtán manna hljómsveit byrjaði að leika fyrir dansin- um. Ekki ætluðu menn að dansa þurrbrjósta, bjór í merkurkönnum og rauðvín í pottflöskum glampaði á borð- um. Þarna var fullt eins milc- ið af miðaldra fólki og jafnvel rosknu fólki og unglingum. Yfir hópinn að sjá, eftir klæðaburði og andlitsfalli, mátti vel ímynda sér að kom- ið væri á íslenzkt sveitaball. Þárna var lika margt fólk úr sveitunum í kringum Janské Lázne. En þegar líða tók á mann- fagnaðinn var svipur sam- komunnar allur annar en maður á að venjast heima, hvort heldur er í borg eða sveit. Engir rámir og þvoglu- mæltir náungar með starandi augu og reikulan fótaburð ráfuðu milli manna faðmandi þá og kyssandi og -þamb- andi úr glösum þeirra. Hvergi örlaði á því að samkomugest- ir hefðu breytzt í berserki, sólgna í að berja fólk og brjóta húsbúnað. Enginn fann köllun hjá sér til að yfir- gnæfa hljómsveitina með hjá- róma söngrokum. Hvergi sáust unglingar sofnaðir fram á borðin innan um brotin glös og oltnar flöskur. Á þessari fimmhundruð manna sam- komu mun hver einasti maður hafa neytt áfengis, en hvergi örlaði á ölvun. Menn gerðu ekki einu sinni ráð fyrir þeim möguleika, því að enginn lög- gæzlumaður sást á staðnum. Húsið var opið og menn komu og fóru jafn lengi og dansað var. Öll dyravarzlan var smá- vaxin kona við aldur, sem af- greiddi aðgöngumiða. Drekki æskulýðurinn hér um slóðir sér til dómsáfellis gerir hann það einhversstaðar annars- staðar en á veitingastöðum og dansleikjum. lyTÝLEGA kynntist ég hér •*-’ lækni, sein er tékkneskr- ar ættar en starfar í Slóvaíku. Hann er því kunnugur bæði í öllandinu Bæheimi og vín- landinu Slóvakíu. Hann segir mér, að drykkjusýki sé ekki verulegt vandamál í Tékkó- slóvakíu. Nokkuð beri á henni í iðnaðarborgunum en í smá- bæjum og úti á landsbyggð- inni sé hún fátíð. Okkur lækninum kom sam- an um, að það væri mesta, firra að drykkjuskapur á ein- um stað færi eftir því einu, hve greiðan aðgang menn ættu þar að áfengi. Þar væru þyngri á metunum hefð og siðir, sem mótazt hafa um langan aldur og ein kynslóð tekur eftir annarri án þess að gera sér þess Ijósa grein. Það sæist bezt á því, hver áhrif það hefði haft á ýmsa þjóð- flokka, þegar hvítir menn færðu þeim brennda drykki. Læknirinn ætlaði ekki að trúa mér, þegar ég sagði hon- um, að á íslandi væri áfengt öl bannað, en allir aðrir á- fengir drykkir seldir hverjum sem hafa vildi. Hann er mað- ur kurteis og ógjarn að áfell- ast háttu framandi þjóða, en einhvern veginn fannst mér, að honum þætti þessi skipan áfengismála bsra því vott að íslendingar hefðu beðið tjón á vitsmunum sínum af langri búsetu í norðlægu landi. M. T. Ó. Kjartan Guðjónsson: orð nm lítið M$ myndir um álfaborgir, eða sætabrauðshús þeirra Hans og Grétu, ekki steinsteyptum, járnbentum raunveruleika 20. aldar. ^-^*f**' Áður voru reist hús, að vísu af vanefnum ger og fátækleg að öllum búnaði, en voru samt sem áður tæki til að búa í. Nú er farið að smíða leik- föng, eða skrautlegar geymsl- ur fyrir skrautlega húsmuni. Það liggur við að farið sé á fyllirí í steinsteypu. Þegar reikað verður um hin- ar mismunandi ægissíður þessa bæjar vaknar óneitan- lega spurn: er ekki bara lygi að þetta fólk hafi nokkurn tíma verið í raunverulegum tengslum við vestræna menn- ingu? Er þetta ekki frumþjóð sem hefur komizt óvænt í snerting við þessa menningu, rétt eins og fólk sem hengir Ijósaperur í nef sér vegna þess að það veit ekki til hvers þær eru nytsamlegar. Þessi ríkmannlegi misskilningur á eðli og notagildi steinsteypu og vanþekking á þróunarsögu vestrænnar byggingarlistar verður varla á annan hátt skýrður. Þess ber að geta að ein og ein ljósglæta léynist í öllu því steinsteypuforaði. 1 öllum þeim hallargalsa er kannske varla von að neinn muni eftir litlu húsi, sem komið er að falli. Hér er fullt af köllum. sem láta sér annt um gamla daga. Þeir eru upp- fullir af þjóðlegum svaðilför- um, þjóðlegum stórslysum, þjóðlegum leiðinlegheitum. Þeir eru vantrúaðir á samtíð- ina, einungis, að því er virð- ist, af því að allt er ekki eins og var í þeirra ungdæmi. En hvar eru svo allir þessir karlar þegar bjarga þarf ein- hverju af gömlum verómætum undan samtíðinni? Jú, þeir fara í kjól og hvítt, láta út- búa skildi; „hér bjó--------o. s. frv.,“ halda nokkrar ræður, og fara síðan heim, ánægðir með framlag sitt til varðveizlu sögulegra minja. Þó eru þeir kannske enn verri þegar þeir láta til skarar skíða og ætla að bæta fyrir vanhirðuna, fara að endurreisa Bessa- staðakirkju í parketstíl, Skál- holt í rókokó-funkisstíl' o. s. frv. Karlarnir stynja nú undan þeirri svívirðu, að Skólavarð- Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.