Þjóðviljinn - 27.09.1956, Page 1
Fimmtudagur 27. september 1956 — 21. árg. — 220. tölublað
Imii í blaðinu: !
Bríat Bjarnbéðinsílóttild
— Aldarminning —-
7. síða
Morgunblaðið játar að atvinnu-
rekendur vilji ná völdum í Iðju
ISnverkafólkiS mun kunna aS þakka íhaldinu
og atvinnurekendum fyrir sig viS kjörborSiS
Á laugardag og sunnudag n.k. kýs Iðja, félag verk-
smiðjufólks, fulltrúa sína á Alþýðusambandsþing.
Morgunblaðið játaði það umbúðalaust í gær að bar-
áttan í Iðju stæði milli atvinnurekenda og iðnverka-
fólksins!
Eins og frá var skýrt í Þjóð-
viljanum nýlega sendi Sjálf-
stæðisflokkurinn lit undir-
skriftaskjöl vegna væntanlegra
kosninga í Iðju, og allmargir
iðnrekenda tóku þessi plögg
Sjálfstæðisflokksins á sína
arma og gengu erinda íhalds-
ins hjá starfsfólki sínu. Þetta
athæfi atvinnurekenda ræddi
Iðja á fundi sl. sunnudag og
samþykkti gegn fáeinum íhalds-
manna atkvæðum fordæmingu
á slíkri siðlausri afskiptasemi
atvinnurekenda af málum stétt-
arfélags iðnverkafólks. Sam-
þykkti fundurinn að félagið
telji sér heimilar hverjar nauð-
synlegar gagnráðstafanir gegn
þieim atvinnurekendum er þann-
ig höguðu sér.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
nú látið bera fram lista í Iðju,
á Akureyri
— og Morgunblaðið í gær tek-
ur af allan vafa um að at-
vinnurekendur ætli sér völdin
yfir þessu verkalýðsfélagi, það
segir orðrétt um fyrrgreinda
samþykkt Iðju að „kommúnist-
ar „teldu heimilar hverskonar
gagnráðstafanir“ sem nauðsyn-
legar væru fyrir þá TIL AÐ
HALDA VÖLDUM I IÐJU“.
Morgunblaðið játar þar
með að undirskriftabrölt
Sjálfstæðisflokksins og at-
vinnurekenda og listaupp-
stilling þeirra við fulltrúa-
kjörið — sem Morgunblaðið
birti í gær — sé beinlMs
gert í þeim tilgangi að at-
vinnurekendur nái „VÖLD-
UM 1 IÐJU“.
Iðnverkafólk mun kunna að
meta þessa hreinskilni atvinnu-
rekendablaðsins og þakka
hana á viðeigandi hátt við full-
trúakjörið á laugardaginn og
sunnudaginn kemur.
Listi stjórnar og trúnaðar-
ráðs, sem iðnverkafólkið hefur
sjálft kosið, er skipaður mönn-
um úr öllum vinstri flokkunum.
Allir eru þeir menn starfandi
félagsmenn í Iðju, og er ein-
kennandi við þann lista hve
margir ungir menn eiga þar
nú sæti.
Listi stjórnar og trúnaðar-
ráðs Iðju er þannig skipaður:
Aðalf ulltrúar:
Björn Bjarnason, Sápuverksm.
Frigg,
Björn Jónatansson, Kassagerð
Reykjavíkur.
Guðlaug Vilhjálmsdóttir Vinnu-
fatagerð Islands.
Halldór Pétursson, starfsmað-
ur Iðju.
Hrefna Dagbjartsdóttir,. Klæða-
verksm. Andrésar Andréss.
Hrefna Þorsteinsdóttir, Ullar-
verksm. Ölafs Ó. Ólafssonar.
Ingimundur Erlendsson, Skó-
gerðin h.f.
Ingólfur Sigurðsson, Vikurfé-
lagið h.f.
Jóhann Einarsson, Ölgerðin Eg-
ill Skallagrímsson.
Rannveig Guðmundsdóttir,
Klæðagerðin Oltíma h.f.
Sigurbjörn Knudsen, Sápuverk-
smiðjan Hreinn.
Sigurður Valdimarsson, Stein-
steypan h.f.
Unnur Magnúsdóttir, Föt h.f.
Vilborg Tómasdóttir, Belgja-
gerðin h.f.
Varafulltrúar:
Anna J. Guðmundsd., Föt h.f.
Arngrímur Ingimundarson,
Málningarverksm. Harpa h.f.
Framhald á 3. síðu.
Víðig&rðisepli — Þetta vegur rétt 200 gr.
— Sjá blaðsíðu 3 — (Ljósm. Sig. Guöm.).
íslendingar eiga sjálfir að
ráða sínum eigin málum
ViSfal v/ð Lesfer Pearsort, ufanrikis-
ráSherra Kanada, sem fór héSan i nóff
— Þaö er íslendinga sjálfra
og engra annarra að ákveöa,
hvort þeir telja aö viðhorf í
heiminum hafi breytzt svo á síö-
ustu árum, aö ný stefna sé tíma-
bær í varnarmálum þeirra.
Á þessa leið komst Lester B. Pe-
arson, utanríkisráðherra Kanada, að
orði þegar hann ræddi við blaða-
menn í gær í ráðherrabústaðnum
við Tjamargötu. Hann hafði verið
spurður um, hvort hann teldi að á-
stand á alþjóðavettvangi hefði
breytzt svo síðan 1949, er Atlanz-
bandalagið var stofnað, að Is-
lendingar gætu tekið upp sömu
stefnu og þeir höfðu fyrir stofn-
Jón Ingimarsson
Framboðsfrestur til full-
trúakjörs á Alþýðusam-
bandsþing rann út í gær-
kvöldi í Iðju, félagi verlc-
smiðjufólks á Akureyri.
Aðeins einn lísti kom
frám, listi stjón/ar og-
trúnaðarráðs. Hinir sjálf-
kjörnu fulltrúar Iðju á
Akureyri eru þessir:
Jón Ingimarsson, for-
maður félagsins, Hjörleif-
ur Hafliðason, Friðþjófur
Guðlaugsson og Ingiberg-
ur Jóhannsson.
Þriggia manna neínd rannsaki
i í búsnæðismálimuin
Félagsmálaráöherra hefur skipaö þriggja manna nefnd
til þess aö rannsaka og gefa ríkisstjórninni skýrslu um
eftirtalin atriöi:
1. Hvaða aðgerðir séu tiltækar
til þess að koma í veg fyrir
óeðlilega háa húsaleigu.
2. Hvaða ráðstafanir myndu
hagkvæmastar til þess að
koma í veg fyrir óeðlilega
hátt söl'uverð íbúðarhúsnæð-
is.
3. Hvaða ráðstafanir af hálfu
hins opinbera séu hentugast-
ar til þess að unnt verði að
byggja og selja íbúðarhús-
næði við sanngjömu verði.
4. Hversu mikill skortur sé á
íbúðarhúsnæði í Reykjavík.
1 nefndinni eiga sæti Hannes
Pálsson, fulltrúi, Sigurður Sig-
mundsson, fulltrúi og Tómas
Vigfússon, byggingameistari.
I.ester B. Pearson
un þess. Spyrjandinn var
fréttamaður Morgunblaðsins.
Pearson ráðherra bætti við,
að það væri álit rikisstjórnar
Kanada og kanadísku þjóðarinn
ar, að úr ýmsum ágreiningi
þjóða hefði dregið síðustu 5-6
árin, en ný ágreiningsmál hefðu
hins vegar komið til sögunnar.
Hann hafði áður skýrt frá
því, að hann væri hingað kom-
inn einungis sem utanríkisráð-
herra Kanada að heimsækja Is-
lendinga, hina góðu vinaþjóð
Kanadamanna. Hann bar þann-
ig til baka fréttir um, að hann
kæmi hingað á vegum Atlanz-
ráðsins til að ræða við ríkis-
stjórnina um uppsögn her-
stöðvasamnings íslands og
Bandaríkjanna.
Pearson var m.a. spurður um
þá viljayfirlýsingu Kanada-
stjórnar að færa út fiskveiða-
landlielgina úr 3 upp í 12 míl-
ur. Hann sagði, að Kanada-
menn væru þeirrar skoðunar,
að þjóðir ættu að hafa rétt til
slíkrar stækkunar landhelgi
sinnar, og myndu fylgja hennl
fram í umræðum á vettvangi
SÞ um þetta mál og að sjálf-
sögðu vonuðust þeir til þess,
að niðurstaðan í þeim umræðum'
yrði í samræmi við óskir þeirra.
Ráðherrann sagðist ekki ætla
að slá íslendingum gullhamra,
en óhætt væri að fullyrða, að
ekkert þjóðarbrot í Kanada
hefði lagt meira af mörkum til
kanadískrar þjóðmenningar,
! miðað við fólksfjölda. Kanada-
Framh.á 3. síðul
Skjaldborg, félag ldæðskera-
sveina, kaus fulltrúa sína á
Alþýðusambandsþing í gær-
kvöldi.
Helgi Þorkelsson, formaður
Skjaldborgar varð sjá'.fkjörinn,
þar sem ekki var stiilt upp á,
móíi honum.
Varafulltrúi Skjal 'horgar er
Margrét Sigurðardóttlr, einnig
sjálfkjörin.
Yinnum að sölu afmœlishoppdrœttisins — Eflum Þiéðvilfann