Þjóðviljinn - 27.09.1956, Side 9
Fimmtudagur 27. september 1956 — ÞJÓÐV3XJINN — (9
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Dönsk hjón koma hingað í vetur
og kenna handknattleik
Frá ársþiiigi HandknaStteihsráðs Hvíbnr
Handknattleiksráð Reykja-
víkur hélt nýlega aðalfund sinn
í Félagsheimili Fram. Lagði
stjórnin fram ársskýrslu ráðs-
ins. Ber skýrslan með sér að
margt hefur verið gert og árið
hið viðburðaríkasta.
Verða hér á eftir teknir upp
kaflar úr skýrslunni.
Frœðslustarfsemi
Ráðið hóf vetrarstarfið með
því að fá hingað kvikmyndir
frá danska íþróttasambandinu;
eins fékk ráðið kennslubækur í
ihandknattleik frá danska hand-
knattleikssambandinu.
Kvikmyndir þessar voru sýnd-
ar hér og í Hafnarfirði um 10
sinnum og sáu þær um 300
manns. Kennslubækurnar voru
aðallega seldar í Reykjavík og
einnig til Hafnarf jarðar og ísa-
fjarðar. Þessari starfsemi mun
ráðið halda áfram eins og kost-
ur er á.
Um mótin segir í skýrslunni
m.a.:
1 meistaraflokki karla var
leikið í einni deild að þessu
sinni. Ráðið óskaði eftir þessu
vegna þess að ekki var tími
til að halda nema eitt mót á
starfsárinu og einnig hefðu þau
félög, sem eru í 2. deild og
ekki áttu von á að fá nema
einn eða tvo leiki alveg lagt
niður handknattleik þetta árið.
Mótið varð við þessa breytingu
tvlsýnt og skemmtilegt, svo að
aldrei hefur verið meiri áhorf-
endafjöldi á handknattleiksmóti
Ihér en við úrslit mótsins.
Á síðasta ári fékk H.K.R.R.
Iieimsókn frá Noregi. Það var
sn.fl. kvenna frá Grefsen
Idrettslag; lið þetta kom upp á
gagnboð.
Snemma í vetur var hafinn
Undirbúningur að Noregsferð.
æfingar voru hafnar í janúar
og var æft þar til þrem dög-
Um áður en farið var. Þjálf-
arar voru Frímann Gunnlaugs-
Son og Stefán Gunnarsson.
Ráðinu var kunnugt um
Norðurlandamót, sem halda átti |
í Finnlandi og óskaði eftir upp-1
lýsingum um þátttökuskilyrði j
hjá Norska handknattleikssam-1
bandinu. Norska sambandið ogí
þá sérstaklega frk. Laila Schou j
•Ni-lsen, Einar Kaspersen og Ole
Moksnés tóku málið upp á sína
arma og fluttu málstað okkar
með þeim ágætmn á ráðstefnu,
sém haldin var í Danmörku,
að íslandi var boðin þátttaka í
Norðurlandamótinu í fyrsta
sinn.
Þegar svo var komið vísaði
ráðið þessu til ÍSl sem í lok
apríl fól málið sérstakri nefnd
til athugunar.
, 1 nefnd þessari áttu sæti 3
Imenn frá H.K.R.R. og 2 frá
ÍSÍ, frá ráðinu voru Árni Árna-
feon, sem var formaður nefnd-
arinnar, Ari Jónsson og Stefán
Gunnarsson, frá ÍSÍ voru
Hannes Sigurðsson og Gísli Ól-
afsson. Nefndin tók til starfa
strax. Starf hennar var að at-
huga fjárhagslega möguleika
fyrir Finnlandsferð í framhaldi
af ferð H.K.R.R. til Noregs;
einnig átti nefndin að velja í
samráði við H.K.R.R. stúlkur
til fararinnar.
Mjög erfitt var að afla þess
fjár sem þurfti. H.K.R.R. hafði
tryggt sér fé til Noregsferðar,
ISl gat ekki lofað fé til að
borga það sem á vantaði til að
fara til Finnlands, en það var
ákveðið að fara til Finnlands
þó smávegis vantaði. Farið var
frá Reykjavík 15. júní og kom-
ið aftur 3. júlí.
Fararstjóri var Árni Árna-
son, Hannes Sigurðsson fulltrúi
ÍSÍ og Stefán Gunnarsson
þjálfari.
Þessi ferð varð að mörgu
leyti dýrmæt. 1 fyrsta lagi
unnu Islendingar þaraa sinn
fyrsta landsleik í handknatt-
leik. I öðru lagi lærðist mikið
í leikaðferð, túlkun á reglum,
skipulagningu og um hvar við
stöndum meðal nágrannaþjóða
okkar. Og í þriðja lagi fengum
við tækifæri á að kynnast for-
ystumönnum handknattleiksins
á Norðurlöndum, en samstarf
við þessa aðila er okkur nauð-
synlegt til að efla handknatt-
leikinn heima fyrir.
Um ferðina í heild má segja
það, að hún var erfið, en meðal
annars þess vegna var hún
svona ánægjuleg.
I Noregi voru móttökumar
slíkar, að erfitt mundi vera að
gera betur. Ráðið stendur í
mikilli þakkarskuld við Lailu
Schou Nilsen og Nancy Peter-
sen fyrir það starf, sem þær
hafa unnið í þágu íslenzks
handknattleiks og væri óskandi
að þær gætu komið hingað með
norska kvennalandsliðið sem
I fyrst.
I Finnlandi var um stórt mót
i að ræða, svo allt var ópersónu-
| legra og með allt öðru sniði en
1 í Noregi, en miðað við hve
: umfangsmikið þetta mót var,
I þá var það frábærlega vel rek-
jið og móttökur allar góðar.
j Handknattleiksráð Reykja-
víkur hefur með því að gang-
ast fyrir þessum samskiptum
opnað augu ýmsra, og sýnt
fram á að þessi íþrótt á skilið
að fá betri aðhlynningu. ISÍ
hefur til dæmis nú í fyrsta
sinn sent fulltrúa á aðalfund al-
þjóða handknattleikssambands-
ins.
Útvarpið hefur nú flutt
meiri fréttir um handknattleik
en áður, eins hafa blöðin skrif-
að mun meira um íþróttina en
áður.
Enn vantar að íþróttakenn-
araskólinn að Laugavatni vinni
Víða um heim er blak elcki síður vinsœl ípróttagrein en
handJcnattleikurinn. Myndin er frá blakkeppni í Kína.
meira að handknattleik.
Dómarafélagið starfaði vel
síðastliðið ár. Frímann Gunn-
laugsson formaður félagsins
fluttist úr bænum um það bil
er aðalstarfið var að hefjast,
tók Ari Jónsson við formanns-
stöðunni og hefur unnið frá-
bært starf, því hann var einn-
ig varaformaður í stjórn
H.K.R.R.
Vinna ber þá að því að störf-
in dreifist meira í framtíðinni.
Það er afar óheppilegt að of-
hlaða einn mann svo störfum,
að hann hætti alveg að hafa
ánægju af vinnunni, og finnist
þetta þrældómur.
Félagið beitti sér fyrir ýms-
um umbótum í sambandi við
mótin að Hálogalandi, einnig
hefur félagið látið sauma blúss-
ur og eru dómarar ávallt í þeim
er þeir dæma. Þetta setur sinn
svip á framkvæmd móta.
Þá hyggst félagið hafa skeið-
klukkur við tímatöku á leikjum
og ber einnig að fagna því.
Dómaranámskeið hyggst fé-
lagið halda nú strax í byrjun
starfsársins.
Framtíðarhorfur eru nokkuð
góðar hjá Handknattleiksráð-
inu. Það hefur hug á að hafa
keppnistímabilið að mestu
skipulagt fyrirfram, þannig að
æfingar að Hálogalandi verði
ekki eyðilagðar en húsið nýtt
sem bezt. Keppt verði á sunnu-
dögum og eitthvað á laugar-
dögum.
Ráðið hefur gert ráðstafanir
til að fá hingað þjálfara; eru
það dönsk hjón og koma þau
í febrúar eða marz 1957, en
dvelja í 3 vikur. Þau munu
þjálfa alla flokka sem þess
óska og jafnframt er gert ráð
fyrir að þau dæmi nokkra leiki
og hafi fundi með dómurum.
I húsmálum hefur lítið gerzt
sem sést, en þó verið töluvert
unnið. Húsið að Hálogalandi
fær að standa í vetur, en hvað
mikið lengur er ekki vitað.
Annars standa húsmálin þannig
að BRl í félagi við Félag ísl.
iðnrekenda og svo Reykjavík-
urbæ, mun reisa íþrótta-
hús með ca. 22x44 m gólfflöt
og 2000 áhorfendur á túninu
fyrir neðan Undraland, í nám-
unda við nýja íþróttavöllinn í
Laugardalnum. Við húsið mun
verða handknattleiksvöllur, —
væntanlega hefst bygging þessa
húss næsta vor.
1 framtíðinni hyggst ráðið
koma á árlegum samskiptum
við nágrannaþjóðirnar eða aðra
sem kynnu að hafa hug á því
og verður reynt að haga því
þannig að heimsókn verði hjá
hvorum flokki 4. hvert ár og
utanför 4. hvert ár.
Kvenfólk: 1955 heimsókn
Grefsen. 1956 Utanför til Nor-
egs og Finnlands.
Karlar: 1957 Heimsókn ?
1958 Utanför ?
Þannig stenzt utanför kven-
fólks á við Norðurlandamót og
höfum við hér heima lið árið
áður til að undirbúa okkur. En
karlar geta ef heppilegt þykir
farið á heimsmeistarakeppni,
með samskonar undirbúning.
Nokkrar umræður urðu um
skýrslu stjómarinnar.
Á fundinum voru mættir auk
fulltrúa íþróttafulltrúi ríkis-
ins og stjórn ÍSÍ.
1 stjórn ráðsins voru til-
nefndir þessir menn fyrir
næsta starfsár:
Árai Árnason Víking, sem
jafnframt var einróma kosinn
formaður ráðsins. Stefán Gunn-
arsson, Ármann; Hilmar Magn-
ússon, Val; Jóhann Guðmunds-
son ÍR; Magnús Georgsson
KR; Jón Friðsteinsson Fram
og Magnús Pétursson, Þrótti.
ÞjóðviSjann vantar unglmga
■
\ til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöldum
\ hverfum:
■:
Grímsstaðaliolt
Skjól
Tjarnargata
Óðinsgata
Hverfisgata
Miklabraut
Meðalholt
Sigtún
Teigar
Vogar
Nöklívavogur
Gerðin
Digranesvegur
Hlíðarvegur
Kársnesbraut
Heiðargerði
Talið við afgreiðsluna sem fyrst.
ÞJOÐVILJBNN,
Skólavörðustíg 19, sími 7500
Kópcsvogsbúar
Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa
í matvöruverzlun í Kópavogi.
Upplýsingar í skrifstofu