Þjóðviljinn - 27.09.1956, Síða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1956, Síða 11
■■— Fimmtudagur 27. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 James M. Cai% Mildred Pierce -i 112. dagur sem hún hélt að aldrei gæti gróið', var dálítil ráðstefna. sem stóð tæpa klukkustund, með hraðritara og tveim lögfræðingum. Það kom í ljós að Veda hafði daginn sem hún kom af sjúkrahúsinu mætt eins og venjulega í út- varpssalnum til að æfa með Pleasant hljómsveitinni. Hin hrjúfa, karlmannlega rödd sem hljómaöi í hátölurun- um var ekki beinlínis sú rödd sem Pleasant hafði samið um, og hljómsveitarstjórinn hafði hætt við æfinguna. Þann dag og daginn eftir hafð'i Veda margsinnis lýst- því yfir aö ekki stæði á henni aö standa við samning- inn. Síöan hafði Pleasantfyrirtækiö farið til dómstól- anna og látið ógilda samninginn á þeim forsendum að Veda væri ekki lengur fær um aö uppfylla hann. Lögfræðingur Vedu, bróðir herra Levinsons umboðs- manns hennar, taldi nauðsynlegt að sanna að radd- breyting Vedu væri á engan hátt henni sjálfri að kenna. Þannig stóð á því, að áður en Mildred fluttist úr Berag- on höllinni og auglýsti hana til leigu, áður en hún fór til Reno að'fá skiínaðinn, jafnvel áðm’ en búið var að fjarlægja ísbakstrana af höfði hennar, varð hún að gefa skýrslu, segja frá rifrildinu og hvernig hún hefði tekiö um kverkar Vedu, svo að hún missti röddina. ^ Þetta var nógu erfitt, jafnvel þótt hvorugur lögfræð- ingurinn spyrði um raunverulegar orsakir deilunnar og þeir tækju gilda þá skýringu hennar að um „agabrot“ hefði veriö að ræða. En daginn eftir, þegar dagblöðin slógu þessu upp sem kynlegri, æsandi og mannlegri sögu, prentuðu það undir stórum fyrirsögnum með myndum af Miidred og Vedu og frásögnum af Monty og gáfu í skyn að ef til vill stæði Monty á bak við þetta „agabrot", — þá var sekt Mildredar orðin opinber. Hún haföi tortímt hinni dásamlegu veru sem hún elsk- aöi heitar en allt annað í heiminum, og hún fékk tauga- áfall að nýju og varö að liggja í rúminu 1 nokkra daga. En þegar Veda kom til Reno og fyrirgaf henni á til- komumikinn hátt og myndir og hrífandi frásagnir birt- ust í blöðunum að nýju, var Mildred gagntekin grát- klökku þakklæti. Það var undarleg, óeðlileg Veda sem settist aö á hótelinu hjá henni, veikluleg, brosándi vofa sem talaði hvíslandi vegna hálsins og virtist fremur vera svipur Vedu en Veda sjálf. En um kvöldið, þegar Mildred hugsaði meira um þetta, lá þetta allt Ijóst fyrir henni. Hún hafði beitt Vedu rangindum, og þaö var aðeins ein leið til að bæta fyrir þau. Þar sem hún hafði svipt Vedu „möguleikanum til að vinna fyrir sér“, yrði hún að sjá barninu fyfir heimili, sjá um að hún þyrfti aldrei aö líða skort. Þarna skaut sömu gömlu til- finningaseminni upp enn einu sinni með nýjum afsök- unum. En Bert var á sömu skoðun og hún. Hún sendi honum 50 dali, bað hann að koma og finna sig vegna þess að hún gæti ekki komið til fundar við hann, þar sem hún hefði ekki leyfi til að fara burt úr Nevada fylki fyrr en skilnaður hennar væri kominn í kring. Hann kom til hennar um næstu helgi og hún fór rneð hann í langa ökuferð, til Tonopah, og þau töluðu um þetta fram og aftur. Bert var innilega shortinn yfir komu Vedu og fyrirgefningu hennar. Fari það kolað, sagöi hann, hann gladdist innilega yfir þessu. Það sýndi bara, aö þegar telpan var í góðum félagsskap, var hún góð inn við beinið, alveg eins og hún átti að vera. Hann var henni sammála um, aö það minnsta sem hún gæti gert væri að sjá henni fyrir heimili. Og hinni stamandi fyrirspurn hennar um það hvort hann víldi hjálpa henni til þess, svaraöi hann alvarlegur í bragöi að honum væri ekkert ljúfara. Hann kom tvisvar enn í heimsóknir og eftir skilnaðinn var látlaus giftingar- athöfn í ráðhúsinu. Mildred til undrunar var Veda elcki eini gesturinn. Herra Levinson birtist, sagðist hafa verið staddur í borginni af tilviljun, og var þarna sem boð- flenna. Eftir Þakkarhátíðina höfðu dagarnir verið Mildred ömurlegir og tómlegir; hún gat ekki vanizt því að tertuvagninn tilheyrði henni ekki lengur og hún hefði ekkert að gera. Og hún gat ekki vanizt því að vera í peningavandræðum. Hún hafði veösett húsið við Pierce götu, sem hún var nú flutt í, og hafði á þann hátt fengið 5000 dali. En megninu af því hafði hún eytt í Reno og þaö var farið aö' ganga á afganginn. Samt ákvað hún aö halda jólin hátíðleg og keypti ný föt handa Bert og handa Vedu keypti hún stóran plötu- spilara og nokkur plötualbúm. Þessi eyðslusemi hafði góð áhrif á hana og hún var dálítið kát þegar Letty tilkynnti að kvöldverðurinn væri tilbúinn. Bert hafði búið til eggjasnaps sem var heitur og bragögóður, og þegar þau gengu aftur inn í borðstofuna mundi hún allt í einu eftir því aö hún hafði rekizt á herra Chris daginn áður, og hann hafði verið fokreiður yfir skorpu- tertunum sem hann fékk frá Mildred Pierce h.f. „Hann trúði því ekki þegar ég sagöi honum, að ég kæmi ekki nálægt þessu lengur, en þegar ég spuröi hann hvort hann hefði áhuga á aö fá mínar eigin tertur, þá mun- aöi minnstu að hann kyssti mig. „Gott, gott, hvenær sem er, komdu með þær, appelsínu-, sítrónu- og plómu!“ Hún var svo ánægð meö hvernig henni tókst að herma eftir herra Chris að hún fór að hlæja, og þau fóru öll að hlæja. Svo sagði Bert, aö ef hún hefði áhuga á að fara aftur að búa til tertur, þá skyldi hann sjá um hitt og selja þær. Veda hló, benti á munn- inn á sér og hvíslaöi að hún skyldi éta þær. Mildred langaði mest til aö þjóta á fætur og kyssa hana, en geröi það ekki. Dyrabjöllunni var hringt. Letty fór fram, kom inn eftir andartak meö undrunarsvip. „Leigubílstjórinn er kominn, frú Pierce“. „Leigubílstj órinn? Ég hef ekki pantaö neinn leigu- bíl“. „Eg skal segja honum það, frú“. Veda stöðvaði Letty með handsveiflu. „Ég pantaði hann“. „Pantaðir þú hann?“ IfieliKtasmíðoiS liii^gagift — tií margra hiuta nytsamlegt dóttirin yrði glöð ef hún fengi þetta í afmælisgjöf, enda er hægt að nota það sem brúðurúm (3) , geymslu fyrir leikföng (4) , hrúðuhús með eldhúsi á annarri hæð (5) . Og eigin- konan ýrði á- reiðanlega himinlifandi yfir slíkri íjöf. Annað- hvort getur 'iún notað það ?em hjálpar- Dorð í stof- una (1), eða sem einkaskrif- borð og bókageymslu (2). Og ungi maðurinn í húsinu hugsar til hinnar tilvonandi. Já, á mynd 6 er einmitt snyrtiborð handa henni. Þetta er allt sama hús- gagnið, en það þjónar margs konar til- gangi. Og fyr- ir handlagið fólk er þetta ekki erfið smíði. Haldið þið til dæmis ekki að litla NORS BLÖÐ Blaðatuminn, Laugavegi 30 B. Hægt er að plísera pils á margan hátt og nú er farið að skeyta plíseruðum dúkum þversum inn í víð pils, svo að þeir mynda skemmtilegar breiðar þverrendur. En þetta þurfa að vera eilífðarplísering- ar, annars er ómögulegt að halda þessum kjólum í horfinu. Útgeíandl: Sameinlhearfldkkur alþýSu — SósíaU.staflokkurlnn. — Ritstiórar: Magnús Kiartanssoa (áb.), Siguiður Guðmundsson. — Fréttarltstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur- . .. Jónsson, BJarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafsson. — Augiýsingttstjóri: Jónttéinn Hftraldsson. — RitstJórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (J línur). — Askriftarverð kr. 25 á mánuði 1 Reykjavík og nágrennl; >r. 22 a^nar^tuðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmiðjfc' ÞJóðvilJans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.