Þjóðviljinn - 29.09.1956, Blaðsíða 6
BX ■— ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 29, september 1956 ■—
glMeVIUDfN ]
ÚtgefaruU:
1 Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
r
Ahlaup sem verður hrundið
Svipall:
fetðaþtetthc
irá sumrínu 1956
■jlf'orgunblaðið ber sig heldur
aumlega út af því að
Iðja, félag verksmiðjufólks,
hefur með skorinorðri sam-
þykkt gert atvinnurekendum í
iðnaðinum það ljóst að af-
skipti þeirra af félagsmálum
iðr.verkafólks verði ekki þoluð
og að félagið áskilji sér all-
an rétt til hverskonar gagn-
ráðstafana til þess að hindra
yfirgang og frekju atvinnu-
rekendanna gagnvart verka-
fólkinu í iðnaðinum.
í samræmi við alkunnan
* „he;5arleik“ Morgunblaðsins
reynir það að sjálfsögðu að
snúa út úr þeirri ályktun sem
stéttarsamtök iðnverkafólks
ihafa gert af þessu tilefni og
heldur því fram að með henni
sé haft í heitingum við fé-
lagsmenn Iðju! Vitanlega er
hér um algjöra rangtúlkun að
ræðn sem vænta má af mál-
gagni atvinnurekenda. En
þetta gefur tilefni til að rifja
upp þá furðulegu starfshætti
sem nokkrir iðnrekendur hafa
gert sig seka um að undirlagi
Sjálfstæðisflokksins.
að var flokksskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins, flokks
stóratvinnurekenda og milli-
liða, sem hafði forgöngu
um undirskriftasöfnun undir
krcfu um allsherjaratkvæða-
grt iðslu um fulltrúak jör
í Iðju á Alþýðusambandsþing.
Starfsmenn hennar sneru sér
ti1 iðnrekenda og báðu þá
liðr'cinnis. Forstjórum og eig-
e'K.Ium iðnfyrirtækjanna voru
se’ dir undirskriftarlistar frá
skifstofunni í Holstein. All-
mí.’í’f iðnrekendur gerðust
sv: auðsveip verkfæri Sjálf-
staiðisflokksins að þeir hlýddu
fyrirskipuninni, stimpluðu
nrfn fvrirtækis síns á undir-
skriftarlistana, héldu með þá
á f"ud starfsfólksins og
kröfðust þess að það léði nöfn
sín ' il undirskriftar. Beittu at-
vi:i .urekendur ýmist hótunum
eöi gylliboðum og í sumum
tilfcllum var svo langt geng-
ið í ósvífninni að starfsfólk-
inu var tjáð að forusta stétt-
arfé’agsins sjálfs stæði fyrir
undirskriftunum og bæri því
félagsleg skylda að lána nöfn
sín kröfunni til fulltingis!
essi vinnubrögð atvinnu-
rekendanna eru býsna al-
varlegs eðlis. Að frumkvæði
pólitískra samtaka sinna hefja
þeir bein og grímulaus af-
skipti af innanfélagsmálum
stéttarfélags starfsfólks síns.
Þeir hika ekki við að nota
aðstöðu sína sem atvinnurek-
endur til að ganga milli
verkafólksins og krefja það
um stuðning við skipulagða
aðför að stéttarfélagi þess.
Slík framkoma er algert eins-
dæmi í viðskiptum stéttarfé-
laga verkafólks og atvinnu-
rekenda. Ekkert verkalýðsfé-
lag lætur bjóða sér álíka ó-
svífni án þess að mótmæla
harðlega og láta atvinnurek-
endur og samtök þeirra vita
að það verði ekki þolað án
mótaðgerða. Samþykkt Iðju,
um að hún telji þessi afskipti
af innanfélagsmálum sínum
„algert brot á öllu velsæmi í
samskiptum félaga“ og líti
svo á að félagið „hafi óbundn-
ar hendur til hverra þeirra
aðgerða, er það telur nauð-
synlegt gagnvart þeim at-
vinnurekendum er þannig
koma fram“ er því vissulega
sízt að ófyrirsynju, heldur
sjálfsögð og eðlileg viðbrögð
gegn siðlausri framkomu.
T þessari ályktun Iðju var
þeirri áskorun beint til Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda að
það beitti áhrifum sínum á
meðlimi félagsins til að koma
í veg fyrir áframhald slíkra
afskipta af innanfélagsmálum
iðnverkafólks. Ætti að mega
vænta þess að stjórn þessara
samtaka atvinnurekenda sjái
hag sinn og sóma í því að
taka áskorunina til greina,
vilji hún á annað borð að
sambúð félaganna verði eftir-
leiðis með eðlilegum hætti. Að
öðrum kosti tekur hún einnig
á sig ábyrgðina af frumhlaupi
þeirra iðnrekenda sem hafa
gerzt verkfæri Sjálfstæðis-
flokksins í herhlaupinu að
samtökum iðnverkafólks.
£ sakanir Morgunblaðsins um
■**• að Iðja hafi í „heitingum“
við sína eigin félagsmenn eru
aðeins aðhlátursefni. Iðn-
verkafólk hafði enga forgöngu
um undirskriftasöfnun Sjálf-
stæðisflokksins. Aðförin að
félaginu er uppfinning íhalds-
skrifstofunnar í Holstein,
framkvæmd með aðstoð nokk-
urra gróðamanna í hópi iðn-
rekenda sem ekki kunna
mannasiði í samskiptum við
verkafólk og samtök þess. Fé-
lagsmenn í Iðju hafa án efa
fyllsta hug á að leiða iðn-
rekendur og Sjálfstæðisflokk-
inn í allan sannleika um hug
þeirra til árásarinnar á félag-
ið. Iðnverkafólk í Reykjavík
óskar þess sannarlega ekki að
Sjálfstæðisflokkurinn leggi
samtök þess í rúst með að-
stoð atvinnurekenda. Það hef-
ur sjálft byggt upp félags-
samtök sín og gert þau að
valdi sem fært hefur því
margháttaðar kjarabætur og
aukin réttindi. Þeirri sókn og
uppbyggingu samtakanna
heldur iðnverkafólk áfram
hvort sem atvinnurekendum
og Sjálfstæðisflokknum líkar
betur eða verr. Áhlaupi iðn-
rekenda og íhaldsins verður
hrundið með sameiginlegu á-
taki og starfi þess fólks sem
á afkomu sína og lífsskilyrði
öll tengd framsækinni og
þróttmikilli verkalýðshreyf-
ingu. Það mun Sjálfstæðis-
flokkurinn og erindrekar hans
í hópi iðnrekenda fá að reyna
í fulltrúakosningunum í Iðju
í dag og á morgun.
Eg vil geta þess, þegar í
byrjun, að hér er ekki um
neina ferðasögu að ræða,
heldur lauslegt riss, frá ferð-
um sumarsins.
Eg held að það hafi verið
um 19. júlí sem ég fór norð-
ur á Akureyri.
Eg hef ekki farið um Norð-
urland síðan 1937, og þótti
mér Skagafjörður hafa tekið
stakkaskiptum, hvað bygg-
ingar snertir. Þar sást nú
varla torfbær, sem áður mátti
heita undantekningarlitið að-
eins torfbæir. Nú er Öxna-
dalur að kalla hálfur í eyði.
Enginn bær frá Bakkaseli og
niður undir Hraun. Á því
svæði blasa við vegfaranda
gínandi moldarrústir, hér og
livar, sem áður voru bæir,
síðast þegar ég fór þar um
1937.
Akureyri hefur vaxið tölu-
vert á þessum síðustu ára-
tugum, þótt ekki sé það sam-
bærilegt við Reykjavík.
Akureyri er nokkurs konar
sambland af sveit og kaup-
stað, því túnrækt er þar mik-
il, einkanlega í brekkunni, en
hún er brött og erfið yfir-
ferðar.
Þar gnæfir Matthíasar-
kirkja í allri sinni dýrð efst
á brekkubrún og eru á annað
hundrað tröppur upp að
ganga, neðan úr kaupstaðn-
um.
Þar sem kirkjan stendur er
mjög fallegt útsýni yfir bæ-
inn og fjörðinn í góðu veðri,
að sumarlagi, og einnig yfir
ljósadýrð bæjarins á veturna.
Á leiðinni til baka var ég
að virða fyrir mér sumar
gömlu kirkjurnar í sveitun-
um; þær virtust ekki hafa
tekið neinum stórbreytingum,
frá því sem áður var. Þær
stóðu þárna lágar og litlar,
eins og minnismerki yfir
gömlu trúnni, sem nú er að
syngja sitt síðasta vers. —
Blönduós hefur litlum
breytingum tekið í seinni tíð
og má heita að hann hafi
staðið í stað, ef miðað er við
byggingar yfirleitt í kaup-
stöðum.
Eg fór úr bílnum við Enn-
iskot í Víðidal og gisti hjá
Sigvalda bónda Jóhannessyni.
Hann er búinn að reisa þar
myndarlegt íbúðarhús úr
steini og einnig fjárborg og
hlöðu. Fagurt er þar um að
litast á góðviðris sumarkvöld-
um, þegar sólin gyllir Vatns-
dalsfjöllin og roðinn hverfur
aldrei af Rauðkolli, þá lengst-
ur er sólargangur.
Það er því ekki að undra
þótt þar hafi upp alizt skáld
og hagyrðingar, fleiri að til-
tölu en annarsstaðar á land-
inu.
Allt frá landnámstíð hef-
ur hagyrðin legið þar í landi.
Og engin afturför virðist þar
enn á vera. Eg heyrði eina
húsfreyjuna þar mæla vísu af
munni, um leið og hún sté út
úr bílnum. — Og margar vís-
ur kann Sigvaldi, eftir ýmsa
þar í héraði og einnig yrkir
hann sjálfur.
Næsti dagur var sunnudag-
ur, þá stóð mikið til á
Hvammstanga. Þar átti að
messa um miðjan dag og um
kvöldið almenn skemmtun.
Sigvaldi vildi endilega fá
mig með sér út á tangahn, en
ég var tregur til. Eg fann, að
ég var ekki kirkjuhæfur, sök-
um vantrúar og vondra fata.
Og það sem verra var, að
mínum dómi, ég var heldur
ekki þannig skóaður, að ég
gæti fengið mér snúning. —
En samt fór það svo að ég
fór með Sigvalda.
Hvammstangi hefur vaxið
nokkuð á síðustu árum og
töluverðar byggingar eru þar
í smíðum, svo sem íbúðarhús
nokkur, og svo er kaupfélag-
ið að byggja þar mjög stórt
verzlunarhús. Hvammstangi
er að mörgu leyti snoturt
kauptún, en þó er þar sumt
sem betur mætti fara, svo
sem það, að fjóshaugar væru
fjarlægðir meira frá húsum,
því þeir virtust þar sumstað-
ar ískyggilega nærri bæði frá
lieilbrigðis- og fegurðar sjón-
armiðum. —
Þar sá ég einn mikinn
Hrútfirðing. Og virtist hann
helzt halda sig hjá feitum og
fyrirferðarmiklum mönnum.
En gaf sig lítt að þeim, sem
voru rýrir í roðinu og runn-
ir í vöngum.
Það var undurfagurt sólar-
lag við Miðfjörð þetta kvöld,
og var sem á gull sæi að líta
til Húnaflóa.
Þá var það, að mér varð
reikað í áttina, þangað sem
hljóðfærasláttur mikill heyrð-
ist frá. Og var þar stiginn
dans, af kappi miklu.
Varð mér þá fyrst fylli-
lega ljóst hversu ég var illa
á vegi staddur, með nokkurs-
konar klossa á fótunum, og
þar með var mér útskúfað úr
þessari paradís, sem mér
fannst þó, að ég hefði átt að
eiga vísa, þar sem ég hafði
fyrr um daginn tekið á mig
nokkurskonar kross og hlust-
að á messu mikla, þar á
staðnum, með iðrun og yfir-
bót í huga. Að vísu hafði ég
ekki gengið til skrifta eða
tekið kárínur miklar, en
minna mátti gagn gera. —
Og áður en ég vissi af var
ég kominn inn í danssalinn,
og ekki hafði ég setið þar
lengi, þegar blómarós ein
fögur ásýndum býður mér
upp, en þá fór nú fyrst að
vandast málið að vera með
þessar árans þrúgur á fótun-
um. En annað hvort var að
duga éða drepast, og þarna
svifum við út á gólfið, þótt
erfitt væri mér um hreyfing-
ar, með þessa hundrað mílna
skó á fótunuft. En þá kvað
allt í einu við kall mikið og
mér tilkynnt að bíllinn væri
að fara. Þannig var ég þá
þrifinn úr örmuxn ineyjarinn-
ar og draumurinn á enda. —
Á þriðjudaginn tók ég svo
norðanbílinn suður í Borgar-
fjörð, að Haugum, því nú var
ferðinni heitið að Lindarhvolí,
(áður Lækjarkoti) í Þverár-
hlíð.
Eg varð nú að leggja land
undir fót, því ekki voru önnur
farartækið við höndina. Og
komu nú skórnir sér betur
heldur en á dansgólfinu á
Hvammstanga. — Þegar ég
hafði gengið góða stund og
var kominn suður fyrir háls-
tagl nokkurt, beygði vegur-
inn skyndilega. Þar hitti ég
gamlan mann, sem sagði mér
til vegar: „Ekki skalt þú fara
næsta afleggjara, heldur
halda áfram, að læk einum
miklum og fyrir austan hann
kemur annar afleggjari, hann
skaltu fara, hann liggur
þangað sem hann Guðbjörn
býr.“ Eg þakkaði honum fyr-
ir og stikaði áfram. Jú, allt
stóð þetta heima, afleggjar-
inn fyrsti, lækurinn og þarna
var ég kominn að afleggjar-
anum, þar sem ég átti að
beygja af aðalveginum.
Og þarna í svo sem 2ja km
fjarlægð blasti bærinn við,
svo það var ekkert um að
villast. — En þegar ég nálg-
aðist bæ þennan fannst mér
hann eitthvað tortryggilegur,
að útliti öllu og öðruvísi en
bærinn hans Guðbjarnar átti
að vera. — Enda kom það
brátt í ljós, er ég var kom-
inn rétt heim að bænum,
þetta var kirkjustaður, það
var ekkert um að deila. Verra
gat það varla verið, ég hafði
sennilega farið langt af réttri
leið, karlinn sagt mér rangt
til vegar. Eða var þetta
kannske einhver sjónhverfing,
einhver álfakirkja? Það fór
hrollur um mig, þetta var
varla með felldu, ég vissi ekki
til þess að neinn kirkjustaður
væri á þessari leið. —
Það var ólund í mér að
fara heim á þennan kirkjU-
stað og spyrja til vegar, én
ég gerði það samt.
Ung stúlka kom til dyra,
mér sýndist hún annaðhvort
vera feimin eða hrædd. Hún
hefur sennilega haldið að
þetta væri draugur úr kirkju-
garðinum, ný upprisinn og
magnaður.
Eg reyndi að gera mig eins
heiðarlegan í andlitinu og ég
gat, spurði hana hvar ég væri
staddur og hvað væri langt
að Lindarhvoli. Hún sagði það
um þriggja stundarfjórðunga
gang og staðurinn sem ég
væri staddur á héti Hjarðar-
holt í Borgarfirði — og að ég
væri á réttri leið.
Eg beið þá ekki boðanna og
vatt mér þegar af stað. Og er
ég hafði skammt farið, sá ég
hvar turn mikill stóð þar í
túni á einum bænum og vissi
ég þá strax, að það var tum-
inn minn, hinn rétti tum*
enginn kirkjuturn.
Framhald á 8. síðu*