Þjóðviljinn - 02.10.1956, Síða 3
Þriðjudagur 2. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Knattspyrnukappleikur verðar í dag
milEi Lufthansa og FEugfélags íslands
Síöastliöinn sunriudag komu til Reykjavíkur írá Ham-
borg í boði Flugfélags íslands, 15 starfsmenn þýzka flug-
félagsins Lufthanza. Er hér um aö ræða knattspyrnu-
flokk, sem heyja ætlar kappleik víö Flugfélagsmenn.
Fer knattspyrnuleikurinn fram á fþróttavellinum og
hefst kl. 17 í dag.
Það mun vera einsdæmi, að
starfsmenn flugfélags fari til
annarra landa til íþróttakeppni.
fslandsferð þeirra Luftliansa-
manna hefur því vakið athygli
í Þýzkalandi og er talin bera
vott um góða samvinnu milli
tveggja félaga. Sl. sumar stofn-
uðu starfsmenn Flugfélags fs-
lands með sér íþróttafélag, er
hlaut nafnið Faxi. Knattspyrn-
an hefur verið þar efst á
baugi, og hafa Flugfélags-
menn æft af kappi að undan-
förnu. Formaður Faxa er Jafet
Sigurðsson, og hefur hann á-
samt cðrum stjórnarmeðlimum
félagsins undirbúið móttöku
vegna komu Þjóðverjanna
hingað til lands. Birgir Þor-
gilsson, fulltrúi Fí í Hamborg,
hefur haft veg og vanda af
boði Lufthansamanna, og
kom hann í fylgd með þeim til
Reykjavíkur.
í gær fóru hinir erlendu
gestir til Þingvalla, Gullfoss og
Geysis í boði starfsmanna Fí.
Var sú ferð öll hin ánægjuleg-
asta. í dag mun þeim verða
sýnd Reykjavík, en í kvöld, að
kappleiknum, loknum verður
þeim haldið kveðjusamsæti.
Hér hafa þeir dvalið á heimil-
um starfsmanna Fí. í fyrra-
málið halda svo Lufthansa-
menn heim á leið.
Verðlœkkun
á tómötum
Sölufélag garðyrkjumanna
hefur nú tilkynnt haustverð á
tómötum og er um mikla verð-
lækkun að ræða frá því sem
verið hefur. Fyrsta flokks
tómatar kosta nú kr. 19.50
kílóið í stað kr. 16.00 áður, en
verð á 2. flokks tómötum lækk-
ar úr 21 krónu í kr. 13.00
í ráði er, að Flugfélagsmenn
fari til Þýzkalands næsta ár
í boði Lufthansa og þreyti þar
kappleiki við þýzka. Er hér
um nokkuð óvenjuleg . en að
sama skapi ánægjuleg sam-
skipti tvegja félaga að ræða.
Drengur lær-
tirotfiiar
Laust fyrir kl. '7 í gærkvöld
varð það slys á Hverfisgötu að
ungur drengur, Sigurður Hall-
dórsson, Snorrabraut 77, varð
fyrir vörubíl og lærbrotnaði.
Sigurður var á hjóli, og féll af
því á götuna, er honum lenti
•saman við bílinn. Honum var
þegar ekið á slysavarðstofuna,
þar sem búið var um meiðsli
hans.
Afmæli símans
ísafirði í gær.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
í tilefni 50 ára afmælis
Landssíma Islands sl. laugar-
dag, bauð símstöðvarstjói’inn
hér á ísafirði, Maríus Helga-
son, allmörgum gestum til síð-
degisdrykkju á heimili sínu.
Voru þar margar ræður flutt-
ar.
Bæjarstjóra-
fmidur á Isafirði
ísafirði í gær.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
I s.l viku var haldinn hér á
Isafirði fundur bæjarstjóra á
Norður-, Austur- og Vestur-
landi, Mættu á fundi þessum
tveir fulltriíar frá hverjum
kaupstað, bæjarstjóri og einn
bsejarfulltnia. Þjóðviljinn mun
væntanlega skýra nánar frá
samþykktum fundarins.
Neeclii supernova — ný gerð
..sjáMvirkra” saumavéla
Á sunnudaginn auglýsti Fálkinn nýja gerð af sauma-
vélum, er nefnist Necchi Supernova, Verzlunin haföi 75
saumavélai- á boðstólum, og seldust jiær upp fyrir há-
degi í gær.
Fréttamönnum var boðið að
skoða þessar vélar, sem ganga
svo í augun á húsmæðrum; og
eru þetta hinir eigulegustu
gripir. Því miður er viðkom-
andi blaðamaður Þjóðviljans
heldur klénn í saumalistum, og
kann hann þvi illa að lýsa vél-
inni. En aðalatriðið er það
að hún er mun „sjálfvirkari“ en
aðrar saumavélar sem hér hafa
verið á markaðnum, saumar
til dæmis hnappagötin sjálf-
krafa og án þess þurfi að snúa
efninu, stoppar í og festir
tölur.
Supérnova-vélin er hálf-
skyttuvél, fyrir beinan saum og
zig-zag-saum. Sérstakur sjálf-
virkur og innbyggður útbúnað-
ur stjómar samtímis þremur
stillum, eða einum í senn, nál-
arstilli, zig-zag-stilli og spor-
stilli. 1 sambandi við þennan
útbúnað eni settir útsaums-
kambar og kambstautur sem
snýst í sífeliu. Um leið og
kambarnir snúast hreyfa þeir
stillana á samstilltan hátt, erx
með því móti saumar vélin
sjálfkrafa útsaum og skraut-
saum. Með því að breyta stöðu
kamhanna á ýmsan hátt getur
saumakonan saumað útsaums-
mynstur eftir sínu eigin höfði.
En ætli það þýði nokkuð að
reyna að lýsa þessu öllu nán-
ar. En fleiri vélar eru væntan-
legar síðar, og með þeim fá
kaupendur leiðarvísa, auk þess
sem stúlka hjá fyrirtækinu
kennir þeim á vélaraar, eftir
því sem þeir óska og þurfa á
að halda.
Vélarnar virðast mjög ódýr-
ar miðað við verð á ýmsum
sambærilegum vörum. Þær eru
smíðaðar á Italíu.
Arngrímur Fr.
Bjarnason sjö-
tugur í dag
Arngrímur Fr. Bjarnason,
Isafirði, er sjötugur í dag. —■
Foreldrar lians voru Bjarni
Helgason, sjómaður og Mikka-
lína Friðriksdóttir úr Skutuls-
firði. Ætt og uppruni ramm-
vestfirzkur. Lærði prentiðn á
ísafirði 1903—06. Forseti
fjórðungssambands fiskideildar
Vestfjarða um langt skeið og
varaforseti Fiskifélags íslands
1922—30. Bæjarfulltrúi á Isa-
firði 1912—17 og 1934—42.
Oddviti Hólshrepps, Bolungavík
1924—28. Ritstjóri Vestur-
lands á Isafirði 1933—1942.
Stormasamt skeið í sögu blaðs-
ins. Hann hefur einnig ritað
Prentsmiðjusögu Vestfirðinga,
ísafirði 1936.
Arngrímur er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðrún
Jónsdóttir er hann missti 1921,
en seinni kona hans er Ásta
Eggertsdóttir, Fjeldsted.
Hefur hann orðið kynsæll
maður, á 17 börn á lífi.
Amgrímur er staddur á Isa-
firði í dag.
G.
Næsta umferð í
kvöld
Fjórða uinferð skákniótsins
var tefld sl. þríðjudag:. fimmta
umferð á sunnudaginn og næsta
umferð verður tefld j kvöld í
Þórskaffi kl. 8.
Orðsneding til manna j
er búa í leiguhúsnæði |
Vegna athugunar á leigukjörum þeirra, er húsnæði :
hafa á leigu, eru það vinsamleg tilmæli nefndar þeirrar,
er hefur það mál til athugunar, að leigutakar húsnæðis
sendi henni upplýsingar um leigukjör sín.
Þess er vænzt, að þetta nái til alls leiguhús- :
næðis, hvort sem það er íbúðar-, iðnaðar, verzlunar- :
eða skrifstofuhúsnæði. Áríðandi er, að leigutakar taki jj
fram hve margir fermetrar húsnæðið er. Hvernig hús- ;
næðið er staðsett (kjallari hæð eða ris) svo og aldur :
þess ef hægt er. Bezt er að fá einnig upplýsingar um :
rúmmál húsnæðisins og herbergjafjölda svo og hversu
það er búið þægindum. Tekið sé fram, hvort stærðin
sé miðuð við utan- eða innanmál.
Taka þarf fram raunverulega mánaðarleigu, hvað :
af henni er talið í húsaleigusamningi og hvað er borg- :
að utan hans, svo og hversu mikil fyrirframgreiðsla
hefur verið greidd.
Þeir, sem senda slíkar upplýsingar, tilgreini nafn :
sitt og heimilisfang. Allar upplýsingar verður farið með
sem trúnaðarmál og engin nöfn gefin upp í hugsan- |
legum umræðum um leigukjör. Sérstaklega er skorað ;
á leigutaka 'húsnæðis í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- :
firði Keflavík, Akranesi, Akureyri og Vestmannaeyj-
um að senda slíkar upplýsingai’, svo hægt sé að mynda :
sér skoðun um húsaleigu á þessum stöðum.
Þeir, sem gefa oss upplýsingar um framanskráð atriði,
þurfa að senda svör sín fyrir 10. okt. n.k. og alls ekki
síðar en 15. okt.
Allar upplýsingar sendist Hannesi Pálssyni, c/o Gimli, 5
Reykjavík. *
Reykjavík, 30. sept. 1956,
Hannes Pálsson j
Tómas Vigfússon
Sigurður Signiundsson 5
I Tilboð
■
■
: í nokkrar fólksbifreiðar er verða til sýnis að Skúla-
: túni 4 í dag, þriðjudaginn 2. okt. kl. 1—3 síðdegis. —
j Tilboð án símanúmers verða ekki tekin til greina. Til-
• boðin verða opnuð í skrifstofu vorri í dag kl. 5.
■
■
■
Sölunefnd varnarliðseigna
Samband matreiöslu- og fraitireiðslumaima
Ailsherjaratkvæ5agriðs!a
í 4. umferð vann Björn Jóh.
Jón Víglundsson, Þórir Ól. vann
Jón Pálsson, Guðm. Ársæls vann
Eirík Marel, Lárus vann Þóri
Sæm., Gilfer vann Reimar.
Biðskákir voru tefldar á
fimmtudag. Björn og Gilfer
gerðu jafntefli, Jón Pálsson
vann Eirík.
Á sunnudaginn var 5. umferð-
in. Jón Páls vann Jón Víglunds,
Lárus vann Eirík, Ágúst vann
Þóri Sæm., Þórir Ól. vann Gilf-
er, Björn og Guðmundur áttu
biðskák og Reimar sat hjá.
Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla
skuli viðhöfö um kjör fulltrúa Sambands mat-
reiöslu- og framreiðslumanna til 25. þings Al-
þýöusambands íslands.
Framboöslistar meö 4 fulltrúum og 4 til vara,
ásamt meömælum 35 fullgildra sambandsmeð-
lima, séu komnir til kjörstjórnar fyrir kl. 12 á há-
degi fimmtudaginn 4. október, á skrifstofu sam-
bandsins kl.. 10—12 daglega.
Kjörstjórn
Eftir 5 umferðir er Lárus
Johnsen efstur með 4 vinninga
úr 4 skákum og Þórir Ól. næst-
ur með 4 vinninga af 5 skákum.
í I. flokki er Guðmundur
Magnússon efstur með 3i/2 vinn-
ing af 4 skákum.
II. fl. A er Pétur Halldórsson
efstur með 4% eftir 5 umferð-
ir. f II. fl. B er Ólafur Ólafsson
efstur með 5 vinninga og bið-
skák af 6 mögulegum.
Næsta umferð er í kvöld kl.
8 í Þórskaffi.
Verkamenn - Verkameni?
Verkamenn óskast til vinnu við
jarösímagröft í Reykjavík. Nánari upplýsingar
í nýja símahúsinu við Suöurlandsbraut,
sími 82709 milli kl. 08.00 og 18.00.
■
■
Póst- og símamálastjómin
■
■
■
■
■
9