Þjóðviljinn - 02.10.1956, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 02.10.1956, Qupperneq 12
\orska bókasýningin opnuð á laugardag Á laugardaginn var norska bókar.vningin bpnuð að viðstödd- um mörgum gestum. Pétur ólafsson forstjóri ísa- foldsr !;auð gesti velkomna. í>á talaði Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og kvað fagnað- arefni að fá hingað norska bóka- sýningu. Thorgeir Anderssen-Ryst am- bassador Norðmanna opnaði sýninguna með ræðu. Kvað hann hennar hátign bókina hafa haft sérstakt gildi fyrir Islendinga og Norðmenn, og þá sérstaklega hvernig bókmenntirnar og tung- an hefðu verið aflgjafi í sjálf- stæðisbaróttunni. Og hvernig hefði farið hjá okkur Norðmönn- um, sagði hann, ef lampinn frá íslandi, bókin, hefði ekki lýst Bþrai samþykk- ur ráMfunum A fundi í Verkalýðs- og sjó- mannafélaginu Bjarma á Stokkseyri s.l. sunnudag var einróma samþykkt að lýsa yfir stuðningi við ráðstafanir ríkis- stjórnarhmar í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Jafnframt var því yfir lýst að félagið treysti því að tíminn til ára- móta verði notaður til þess að finna varanlega lausn á vanda efnahagsmálanna og um það haft fuílt samráð við verka- lýðssamtökin. okkur? Við höfðum gleymt, en það sem hafði gleymzt var varð- veitt í Heimskringlu. Það mun ekki þurfa að hvetja menn til að skoða hina norsku bókasýningu, en þó skal minnt á að það er takmarkaður tími sem sýningin stendur. Myndin hér að ofan er af Berggrav fulltrúa norskra bóka- útgefenda, þar sem hann er að setja upp sýninguna. Spádómurinn verður frum- sýndur á fimmtudaginn Spádómurinn, verðlaunaleikrit Tryggva Sveinbjörns- sonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Fyrir leikrit þetta fékk höf- undurinn fyrstu verðlaun, með- al ísl. höfundanna, í norrænu leikrita samkeppninni, sem fram fór 1955. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt leikrit eftir Tryggva Sveinbjörnsson, leik- ritið Jón Arason, sem er sterkt og áhrifamikið og er Tryggvi því vel þekktur hjá íslenzkum leikhúsgestum. Spádómurinn er leikrit sem fjallar um hin eilífu vandamál í sambúð karla og kvenna, samskipti fjölskyldna, þjóða og íi Fram- Verkakvenaafélagið Framtíðin á Eskifirði kaus sl. sunnudag Ingibjörgu Kristjánsdóttir full- trúa sinn á Alþýðusambands- þing. láSfræðingur ber vitni í Poznan Fjórði dagur Poznanréttar- haldanna var í gær og var haldið áfram vitnaleiðslum í málum þriggja unglinga, sem sakaðir eru um að hafa banað liðþjálfa úr örj'ggislögreglunni. Verjendur þeirra leiddu sem vitni sálfræðing og skýrði hann réttinum frá því, að innibyrgt hatur almennings í garð pólsku öryggissveitanna hefðu leitt til morðsins á liðþjálfanum. Mann- fjöldinn hefði verið í mjög æstu skapi eftir verkfallið, kröfugönguna og skothríðina og hann bæri ábyrgð á morð- inu, en ekki unglingarnir þrir. þjóðasamsteypa. Leikritið er um margt nýstárlegt, svo og sviðsetning þess og leiktjöld. Leikstjóri er Indriði Waage, en leiktjöldin gerði Lothar Grund. Leikarar eru Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert Arn- finnsson, Hildur Kalman, Bene- dikt Árnason, Margrét Guð- mundsdóttir og Ólafur Jónsson. (Frá Þjóðleikhúsinu). tMóÐmmiM Þriðjudagur 2. október 1956 — 21. árgangur — 224. tölublað Miðstjórnarfundur í Moskva á næstunni? Viðræðnr þeirra Krústjoffs og Títós fara írant í bænmn Jalta á Krímskaga Skýrt var‘ frá því í Moskva og Belgrad um helgina, að viðræður þeirra Títós, forseta Júgóslavíu, og Krústjoffs, aöalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, færu fram í bænum Jalta á Krímskaga. Fulltruar Oldunnar Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki kaus sl. sunnudag fulltrúa sína á Alþýðusambands- þi-ng, þær Hólmfríði Jónasdótt- ur og Hrefnu Jóhannsdóttur. Varafulltrúar voru kjörnir Að- alheiður Árnadóttir og Hulda Sigurbjörnsdóttir. Fyrsta opinbera tilkynningin um þessar viðræður var gefin á laugardaginn, þegar blaðafull- trúi júgóslavneska utanríkis- ráðuneytisins, Drascovic, skýrði fréttamönnum í Belgrad frá því, að þær fjölluðu um ágrein- ingsatriði í utanríkismálum og stefnumálum kommúnistaflokka Júgóslavíu og Sovétríkjanna. Blöð og útvarp í Sovétríkj- unum hafa hins vegar ekkert látið uppi um hvað rætt sé í Jalta og hafa heldur ekki birt þessa yfirlýsingu júgóslavneska utanríkisráðuneytisins. Gera, sem tók við aðalritara- starfi Verkalýðsflokks Ung- verjalands af Rakosi, hefur tekið þátt í viðræðunum á Krím og einnig er talið sennilegt, þótt þess hafi ekki verið getið sérstaklega, að Búlganín, for- sætisráðherra SóVétríkjanna, og aðrir ráðamenn þeirra hafi einnig tekið þátt í þeim. Sendiráð Júgóslavíu í Moskva sagði í gær, að Tító forseti myndi dveljast enn nokkra daga á Krím, en hann myndi sennilega ekki koma til Moskva. Fréttamenn í Moskva segj- ast hafa eftir góðum heimildum að innan skamms verði mið- stjórn Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna kölluð saman á fyrsta fund sinn eftir 20. flokksþingið, sem -haldið var í febrúar. Hafi staðið til lengi að kalla miðstjórnina saman til að ræða þá þrðÉk sem orðið hafi í Sovétríkjunum og al- þýðulýðveldum Austur-Evrópu eftir 20. flokksþingið, og nú sé búizt við að fundur hennar verði innan 2—3 vikna. Fulltrúi Árvaks Vei-kamannafélagið Árvakur á Eskifirði kaus sl. sunnudag Al- freð Guðnason fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing. Fa&giMir vin§íra samstarfi og lýmr fyllsta stnHiifsigi vfð fflá5gerdfir stfóriiarfiiiiar Á fundi í Verkalýðsfélagi Hveragerðis s.l. sunnudag var eftirfarandi samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundur haldinn í Verkalýðs- félagi Hveragerðis 30. sept. 1956 fagnar því að vinstra sámstarf hefur tekizt á stjórn- málasviðinu, lýsir fyllsta stuðn- sóttur. ingi við aðgerðir ríkisstjórnar- innar í verðlags- og dýrtíðar- málum og treystir því að tím- inn fram að áramótum verði notaður til hins ýtrasta til að undirbúa framtíðarlausn þess- ara mála.“ Þessi fundur Verkalýðsfélags Hveragerðis var óvenju vel Bandarísk herflutningavé! nanðlend- ir á Suðurnesjavegi — Engan sakaði Síðdegis í gær varð flugvél frá bandaríska hernum með 13 menn innanborðs, að nauðlenda á Suðurnesja- veginum fyrir ofan Innri-Njarðvík og tókst lendingin svo giftusamlega að engan sakaði. Flugvél þessi, sem er flutn- ingaflugvél af gerðinni DC 3, eða sömu ög Flugfélag íslands notar í innanlandsflugi, var að koma frá Þórshöfn og voru 13 menn í flugvélinni. Annar hreyf- ill vélarinnar stöðvaðist kl. 16.20 en hinn 16.37 og greip flugmað- urinn þá til þess ráðs að reyna að lenda á þjóðveginum um 3 km. norður .af flugvellinum, eða fyrir ofan Innri-Njarðvík. Lend- ingin tókst svo vel að enginn í flugvélinni meiddist. Áður en flugvélin stöðvaðist fór hún út fyrir veginn að framan og sner- ist þversum á veginum. Olli hún því umferðartruflun um tíma, en gerðar voru ráðstafanir til að draga hana út af veginum. Verð- ur hún tekin í sundur og flutt suður á flugvöll. Skemmdist hún svo lítið að talið er að hægt muni að setja, hana saman aft- ur og fljúga henni. Fulltrúar Sjé- mannaféíags ísfirðinga ísafirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sjómannafélag Isfirðinga hélt félagsfund á sunnudaginn og kaus fulltrúa sína á Alþýðu- sambandsþing. Kosnir voru Jón H. Guðmundsson og Ásberg Krístjánsson. Stjórn Vélstjéra- félags fsafiarðar endurkjörin ísafirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vélstjórafélag Isafjarðar hélt aðalfund s.l. sunnudag. Stjóm félagsins var endurkosin, en liana skipa: Kristinn D. Guð- mundsson formaður, Sigurður Pétursson varaformaður, Krist- inn Arnbjörnsson ritari og Sig- urður H. Sigurðsson féhirðir. Þá fór fram kosning fulltrúa félagsins á 25. þing Alþýðu- sambands Islands. Kosinn var formaður félagsins Kristinn D. Guðmundsson og til vara Krist- inn Arnbjörnsson. Fulltrúar á þing Alþýðusambands Vest- fjarða voru kosnir Kristinn Arnbjörnsson og Guðmundur Guðjónsson. Hagkvæmara ú Bjarni .Pálsson í Keflavík skýrði blaðamörmum nýega frá nýung í fiskiðnaði, sem Bretar hafa tekið upp. Hefur Bjarni kynnt sér verkunarað- ferð þessa, sem er í því fólg- in að þurrka fiskinn í vél- um, bæði flök qg malaðan og pressaðan í Bret- ar mala t.d. ufsann ng pressa hann í plötur og er það ólíkt útgengilegri vara en hertur ufsi er stundum. Við þessa aðferð sparast frystigeymslur og frystiskip til flutninganna og er það ekki lítið atriði. Virðist hér vera um arðvænlegan at- vinnuveg að ræða. Hið brezka fyrirtæki vill gjarnan selja hingað vélar til slíkrar vinnslu. — Verður nónar sagt frá þessu í blaðinu á morgun. Það vantar unglinga Þjóðviljann vantar ung- linga til að bera blaðið til kaupenda í ýmsum liverf- um bæjarins. Sjá auglýs- ingu á 44. síðu rvrrvrrvrrrvr'r.rrvrvrrvrsrrrvrvrvrrrvrvrrvrvi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.