Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Alþjóðanefnd sósíaldemókrata ræðir sameiningu á Ítalíu Fx-anikvæmdanefnd Alþjóöasambands sósíaldémókrata kom saman á fund skömmu fyrir mánaðamótin og sátu hann í fyrsta skipti allir þeir ellefu fulltrúar sem sæti eiga í nefndinni. %Aí/t£ SpaWt / HV8TARI ÞVOTTUR . -v'.V.v-/ ..‘r~~ f *••?///////.•. •*/ *..................... BLÁTT SPARR Nýja SPABR gerir þvottinn hvítari en nokkru sinni fyrr. Nýja SPABB skýrir liti mislita þvottarins. Sannprófið þetta naest þegar þér þvoið, ineð því að bera tauið upp að dagsbirtu, og þér munuð undrast hvað þvott- urinn verður hvítur og blæfagur. — Nýja SPABB hlífir höndum húsmóðurinnar enn betur en áður. SPABR ÞVÆR HVÍTAR — SPARR ÞVÆR BETUR. SPARIÐ OG NOIIÐ SPARR sovézk börn elga þe að stunda nám í he rlioa um Sovézk blöð ræða mikið um hina nýju heimavistar- kóla þar í landi, en kennsla í þeim er nú aö hefjast meö íinu nvia skólaári. Aðalmálin á dagskrá fundar- ins voru skýrslur frá Commin, ritara franska sósíaldemókrata- flokksins, og Matteotti, ritara þess ítalska, um möguleika á Bameiningu flokka þeirra Nenn- is og Saragats á Italíu. I skýrslu Matteottis var kom- izt að þeirri niðurstöðu að treysta bæri á einlægan vilja Nennis til samstarfs við sósí- Starfsemi MÍR Framhald af 3. síðu. Btaddur ballettflokkur frá Sov- étríkjunum á vegum Þjóðleik- hússins. Hafði flokkurinn sam- tals 8 sýningar í Þjóðleikhús- inu, ávallt fyrir fullu húsi við frábærar móttökur. iRáðstefna Mír var sett að Hlégarði í Mosfellssveit föstu- daginn 21. sept. Voru þar komnir fulltrúar víða að af landinu, og einnig vísinda- og listamennirnir frá Sovétríkjun- um, 'og fluttu þeir ávörp. í Iniðstjóm Mír voru kosnir: Halldór Kiljan Laxness forseti, Þórbergur Þórðarson varafor- seti, Kristinn E. Andrésson, Sigvaldi Thordarson, Halldór Jakobsson, Þorvaldur Þórarins- feon, Helgi Guðmundssori, Hann- fes Stephensen, Kristinn Ólafs- Son, Eyjólfur Árnason og Gui\nar Jóhannsson, en vara- me n: Þorsteinn Ö. Stephen- sen Halldór Þorsteinsson og Jóh mnes úr Kötlum. Ráðstefn- an samþykkti eftjrfarandi til- lögrr; Sjötta ársþing Mír,- hald- ið rð. Hlégarði í Mosfellssveit 21. sept. 1956, lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri sem náðvt hefur með starfseminni, frá því að síðasta þing var háð. Um framtíðarstarfsemi Mír vill þingið bera fram eftir- farandi tillögur: San þykktir ráðstefnunnar 1. Að unnið verði að aukn- um skiptum sendinefnda með sem fjölbreyttustum verkefn- um. 2. Að enn verði aukin fræðsla Mír um Ráðstjórnarríkin með ' kvikmyndasýningum, og félags- deildunum auðveldað að hag- nýta sér, þær að fullu gagni. 3. Að Mír beiti sér fyrir því, að námsfólk frá báðum löndunum eigi þess sem rýmst- an kost að stunda nám við menntastofanir hvors lands um sig. og sé litið á það sem verkefni næstu ára, að komið sé upp kennslu í rússnesku við Háskóla íslands, og í íslenzku við háskóla í Ráðstjórnarrikj- unum. 4. Að allir keppi að því að tímaritið Mír geti komið út reglulega. 5. Að Mír vinni að því eftir megni að styðja og styrkja friöaröflin í heiminum. Þá var kosin nefnd til að endurskoða lög Mír. Hana skipa: Adolf Pedersen, Kristinn E. Andrésson, Ragnar Ólafs- son, Sigurvin Össurarson og Kristinn Ólafsson. aldemókrata, enda þótt hann hefði ekki slitið tengsl sínum við kommúnista. Skýrt var frá því eftir fund- inn, að framkvæmdanefndin hefði ekkert látið uppi um, hvort hún teldi að sósíaldemó- kratar Saragats ættu að ganga til samstarfs við sósíalista Nennis, aðeins hefði hún boð- izt til að veita sósíaldemókröt- um alla þá aðstoð, sem þeir færu fram á. Ákvað nefndin að skipa þriggja manna nefnd til að vera Saragat til ráðu- neytis í þessu máli, og skipa hana Morgan Phillips frá Bret- landi, Scharf frá Austurríki og Pierre Commin frá Frakklandi Þessi mynd var tekin í bæ ein- um í einu suðurfylkja Banda- ríkjanna, þar sem kynþáttaó- eirðirnar voru hvað mestar á 1 dögunum. Skólapilíurinn á inyndinni ber spjaid, þar sen’ stendur: Lokið skóliun okkar fyrir svertingjnm. Pravda segir í ritstjórnargrein, að tilgangurinn með hinu nýja ’íennslufyrirkomulagi sé sá „að veita hinum uppvaxandi sköpur- um kommúnismans alhliða óroska og rr.enntun“. Til þess sé Tauðsynlegt ,.að tengja kennsl- una skapandi starfi, að sjá um að náið samband sé milli kennsl- unnar og uppeldisins sjálfs, lífs og starfs bænda og verkamanna," segir blaðið. 300 heimavistarskólar Á þvi skólaári sem nú er að hefjast verða 300 nýir heimavist- arskólar teknjr í notkun, en ekki er enn fulllokið smíði þeirra allra., Búizt er við að árið 1960 verði ekki færri en milljón börn í heimavistarskólum í Sovét- ríkjunum. Foreldrar eða aðrir forráðamenn barnanna hafa al- veg frjálst val um það, hvort þeir senda börnin á heimavist- arskóla eða ekki. Ætlunin er, scgir Pravda, að með tímanum verði ölluin sov- ézkum börnum kennt í þessum nýju skólum, einnig þeim sem búa í foreldrahúsum. Þannig ímmu öll börn fá þá fullkoinn- ustu kennslu, sem liægt er að veita í þcssum skólum. Ákveðið gjald er greitt fyrir þau börn sem búa í heimavistum og fer það eftir tekjum og efna- hag foreldranna; munaðarlaus börn, sem hafa forgangsrétt að þessum skólum, börn ómegðar- manna og láglaunaðra greiða engin gjöld. Öll kennslutæki, verkstæði, vélar, áhöld, akrar o. s. frv. handa efri bekkjum lætur ríkið í té án .afgjalds. Lögð er áherzla á það, að það sé síður en svo ætlunin að rjúfa tengsl milli barna og foreldra með þessum skólum. Náin sam- vinna skóla og foreldra er þvert á móti frumskilyrði þess að þetta nýja kennslufyrirkomulag beri tilætlaðan árangur, segja sov- ézku blöðin. Hotojama fer iii Moskva Tilkynnt hefur verið í Tokio að Hatojama, forsætisráðherra Japans, sé á förum til Moskva til viðræðna við sovét- stjórnina um friðarsamninga milli landanna. Þeir hafa hing- að til strandað á því, að Sovét- ríkin hafa ekki viljað afsala sér yfirráðum yfir tveim eyj- um, sem Japan gerir tilkall til, en nú er búizt við, að samið verði um að löndin taki upp eðlilegt stjórnmálasamband og deilan um eyjar þessar verði látin liggja milli hluta fyrst um sinn. t-------------------------------------------h Veirur eru valdar að krabbameim Miklar framfarir hafa orðið að undanförnu í rann- sóknum á eðli krabbameins og vísindin eru nú nær því en áður að geta sagt með vissu um, hvernig á sjúk- dómnum stendur. Þetta kom í ljós á alþjóðlegri krabba- meinsráðstefnu, sem haldin var í Hamborg fyrir nokkr- um dögum, en hana sóttu 1200 vísindamenn. Franskur frumufræðingur, prófessor Bernhard, sýndi vísindamönnunum nokkrar ljósmyndir af veirum, tekn- ar gegnum rafeindasmásjá. Þessar Ijósmyndir eru fyrsta staðfestingin á þeim grun, að veirur geti verið valdar að krabbameini. Bernhard hefur rannsakað vefi úr dýrum og niður- stöður rannsóknanna þurfa því ekki endilega að gilda um vefi úr mönnum, en hann telur að fullyrða megi, að hinar ljósmynduðu veirur séu valdar að einhverjum á- kveðnum tegundum krabbameins. V.__________________________________________>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.