Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. október 1956 ÞlÓÐVILIINN Úígefandi: l Sameiningarflokkur alþýðu — SQSÍalistaflokkunnn Hverju reiddust goðin Morgunblaðið er að burðast við að bera blak af Ólafi Thors í sambandi við sleifar- lagið og sinnuleysið sem ríkti í málefnum sjávarútvegsins meðan hann var sjávarútvegs- málaráðherra. Er greinilegt að blað;ð óttast mjög að gerð- ur sé samanburður á óstjórn íhaldsins í málefnum fram- leiðslunnar og þeim festulegu tökum sem Lúðvík Jósepsson Ihefur tekið á vandamálunum síðan hann tók við embætti sjávarútvegsmálaráðherra. Þessi ótti Morgunblaðsins er fullkomlega rökstuddur og eðlílegur. Allib sem koma nærri málum framleiðslunn- ar vita af eigin raun að af- staðan til hennar hefur tekið algjörri breytingu síðan Öl- afur Thors flutti úr stjórnar- ráffnu og fór að gefa sig óskiptan að milliliðastarfi fjöl- skyldufyrirtækja Thorsar- anna. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið upp önnur og óskyld vinnubrögð og tekizt að halda framleiðslustarf- semi þjóðarinnar í fullum gangi. IEr það í algjörri mót- setningu við sleifarleg vinnu- brögð Ólafs Thors og þær sífelldu truflanir og stöðvanir sem voru daglegt brauð í va’datíð hans. Vc'rn Morgunblaðsins fyrir íhaldið og Ólaf Thors er máttvana og misheppnuð. Gengislækkunin var ekki bjargráð fyrir útgerðina held- ur færði hún framleiðslunni aulrna erfiðleika, enda viður- kennir Morgunblaðið að hún hafi hrokkið skammt og báta- gjaldeyririnn fylgt í kjölfarið. Það var seinheppið af íhald- inu að minna á þessi afrek sírt. Hvort tveggja á sinn stóra þátt í núverandi erfið- leikum. Bjargráð íhaldsins neyddu launastéttirnar til að krefjast kauphækkana og þannig hélt liringrásin áfram og framleiðslan var sízt betur stödd eftir en áður. Ihaldinu væri sæmst að tala sem minnst um afskipti forkólfa sinna af málefnum sjávarút- vegsins. Þau eru sannarlega ekki til að státa af, og það vita þeir manna bezt sem að framleiðslunni starfa. | ¥>aunveruleg afstaða íhalds- ins til framleiðslunnar kernur líka vel í ljós í skrif- um Morgunblaðsins í gær. Það hefur allt á hornum sér út af hækkuninni á fiskverð- inu til togaranna. Áður hafði blaðið reynt að fela þau stór- merku tíðindi að ríkisstjórn- in hafði hækkað fiskverðið og jafnframt tryggt að % hlutar togaraaflans yrðu unnir í frystihúsum hér heima, til þess að tryggja húsunum ! verkefni, fólkinu atvinnu og [ þjóðarheildinni aukinn gjald- eyrisverðmæti. Þetta framtak ríkisstjórnarinnar hefur eigi að síður vakið þjóðarathygli og því verið fagnað um land allt. En frá sjónarmiði Morgun- blaðsins hefur þetta ekki aðra þýðingu en þá að Rússar fá fisk upp í gerða samninga. Það þykir Morgunblaðsmönn- um uggvænlegt, og í örviln- an sinni hrópa þeir upp um að „kommúnistar hindri að löndunarbanninu verði aflétt í Bretlandi!" Eru það hin merkustu tíðindi og líkleg til að vekja mikla athygli. VTill ekki Morgunblaðið sýna * lesendum sínum þá nær- gætni að lýsa í hverju sú hindrun felst? Fram að þessu hefur það verið skoðun manna að löndunarbannið væri verk brezkra útgerðarmanna og nyti stuðnings flokksbræðra Morgunblaðsins í brezku ríkis- stjórninni. En nú kemur Morgunbl. fram með spán- nýjar upplýsingar: Kommún- istar hindra að löndunarbann- inu verði aflétt. Þeir standa í vegi fyrir að hugsjón íhalds- ins og Ólafs Thors um að íslenzkur togarafiskur verði fluttur óverkaður á brezkan uppboðsmarkað nái að rætast. Eru nokkur undur þótt goðin séu reið þegar „kommúnistar“ haga sér á þennan hátt? 1? nn hefur Morgunblaðið gert ^ sig bert að því að ganga lengra í þjónustunni við einka- hagsmuni Thorsaranna en heppilegt er fyrir íhaldið. Með ákærunni á „kommúnista“ minnir blaðið á einn svart- asta þáttinn í stjórnmálasögu Ólafs Thors: verzlunina með landhelgina. Það er staðreynd að Ólafur Thors hafði fyrir kosningar samið við Breta um afslátt í landhelgis- og friðunarmálunum gegn því að fá brezka uppboðsmarkaðinn opinn á ný fyrir íslenzkan togarafisk. Af einskærum ótta við þungan dóm íslenzkra kjósenda þótti ekki fært að ganga formlega frá samn- ingnum fyrir alþingiskosning- arnar í sumar. Hefði Ólafur Thors setið áfram við völd væri þessi samningur nú að fullu gerður og kominn til framkvæmda. Rétti íslend- inga til að færa út landhelg- ina væri þegar afsalað fyrir þá skuggalegu starfsemi Thorsaranna og annarra slíkra sem tengd er ísfisk- sölu í brezkum höfnum. Þessi launráð Ólafs Thors við ís- lenzka þjóðarhagsmuni voru hindruð af kjósendum með myndun núverandi ríkisstjórn- ar. Það er gremjan út af þessum vonbrigðum íhaldsins og Ólafs Thors sem brýzt út í skrifum Morgunblaðsins í gær. —- Hvað er ólympíuskákmót? — Ólympíuskákmót er keppni sem Alþjóðaskáksambandið efn- ir til annað hvort ár með beztu skákmönnum aðildar- þjóðanna. Allar þjóðir sem eru í Alþjóðaskáksambandinu geta sent skákmenn á mótið, en vitaskuld er þeim í sjálfsvald sett hvort þær gera það eða ekki. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, var stofnað um 1920, og var heldur dauft yfir því fyrst í stað. Árið 1927 var haldið í London skákmót, sem má kall- ast fyrsta ólympíuskákmótið — þó það nafn sé raunar miklu yngra og FIDE sé ekki frum- kvöðull þeirrar nafngiftar. Og það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina sem mót þessi voru skipulögð þann- ig að þau skyldu vera ann- að hvort ár, einn þátturinn í starfi Alþjóðaskáksambandsins, — Hvenær tóku íslendingar fyrst þátt í móti sem þessu? — Það var árið 1930, sama árið og við gengum í FIDE. Fjórir landar tefldu á mótinu, þeir Jón Guðmundsson, Ás- mundur Ásgeirsson, Eggert Gilfer og Einar Þorvaldsson. Þeir urðu 15. í röðinni af 18. milli, og þurftum við ekki að borga það. Túlkurinn v.ar ötull að sýna okkur borgina; og hann fór með okkur á landsleik Rússa og Ungverja í knatt- spyrnu, en strákarnir eru víst allir áhugamenn um knatt- spyrnu. Hann útvegaði okkur líka ókeypis miða á óperu- og ballettsýningar í Bolsjojleikhús- inu; og gerði þetta allt dvölina einkar ánægjulega. Einu sinni fórum við líka út í Kreml; en er við komum þar að hliðinu, heimtaði vörðurinn aðgöngu- miða, sem eru afhentir á allt öðrum stað. Það varð dálítið þref, og einhvernveginn kom það fram í þeirri umræðu að við værum íslendingar. Þá birti yfir verðinum: Skákmenn, Ól- afsson — sagði hann. Við reigðum pkkur þá og bentum á Friðrik: Þetta er Ólafsson — sögðum við, Og þar með vorum tefldar! Þá voru tefldar fjöl- skákir á hliðargöngum, og < var ríkur áhugi manna á þeiitl og mikil þátttaka. .— Hvað viltu segj a um frammistöðu landanna? — Sumir þeirra stóðu sig á- kaflega vel, t. d. Baldur sem tefldi á 3. borði. Þar varð hann þriðji í röðinni um vinn- ingshlutfall, næstur á eftir köppunum Keres og Ivkoff. Freysteinn fór líka harðnandi eftir því sem leið á mótið. ',,Ja, hvað sagði ég ekki?“, sagði Pilnik við okkur eitt sinn' er Freysteinn hafði malað iand- stæðing sinn; en Pilnik fékk einmitt mikið álit á Freysteini er hann var hér í fyrra. Á sömu leið fór Tajmanoff, eins og menn rekur sjálfsagt minnii til af frásögnum blaðanna hér. En Friðrik vakti að sjálfsögðu mesta athygli okkar manna, enda kunnastur meðal skák- manna og settur þar sem eld- urinn var heitastur — á 1. borð. Hann tefldi Ijómandi vel, t. d. skákina við Najdorf. Á þessu móti tefldi hann líka glæfralegustu skák sem hann hefur nokkru sinni teflt, að eigin dómi. Það var skákin; við Pólverjann Sliwa, en fyrir hon- um tapaði Friðrik í Prag um árið. Það var allt í reykjar- svælu á skákborðinu langtím- unum saman, því nær hver einasti maður í uppnámi hjá báðum um skeið. Eg veit ekki hvort taflmennska Friðriks í þessari skák var alveg kor- rekt, en honum tókst fyrirtæk- ið. En þess á milli tefldi hann líka yfirlætislausar skákir, sem ekki verður mikið fundið að, t. d. þessa skák við Frakkann Muffang: , Hvítt: Muffang - Svart: Friðrik 1. c4 Rf6 17. Rc4 Rd5 2. Rc3 d5 18. Bd2 b5 3. cxd5 Rxd5 19. Re3 Rb6 4. Rf3 g6 20. Rbl S5 5. &3 Bg7 21. f4 g4 6. Bg2 0—0 .22. Bel Bf7 7. o—o c5 23. Rc2 Rxc2 8. Db3 Rb6 24. DxR c4 9. d3 Rc6 25. bxc 10. Be3 Rd4 26. Rc3 cxd 11. Ddl Bg4 27. Ddl dxe 12. Rg5 h6 28. Rxe2 HxH 13. Rge4 Hc8 29. DxH Hc8 14. Hcl Be6 30. De3 Hc2 15. b3 fS 31, Khl Rc4 16. Rd2 Dd7 Hvítur ,gaf. — Larsen var sigursæll á mótinu. , — Eg hygg að ekki hafi aðrir teflt betur á þessu móti en Larsen, enda náði hann hæsta vinningshlutfalli , allra kppp- enda á 1. borði; síðain ,kom heimsmeistarinn Bptvinnil?,, ett Friðrik varð þriðji. Larsen hef- Framhald á næsfu síðu. Þegar Olafsson var aðgöngumiði að Kreml En síðan höfum við alltaf nema einu sinni verið með í leiknum, og næst fóru þeir Ásmundur, Eggert, Einar og Þráinn Sig- urðsson á mót í Folkstone í Englandi; það var árið 1933. Þá var mót í Munchen 1936; þangað fóru 8 menn: Eggert, Ásmundur, Einar, Baldur Möll- er, Ámi Snævar, Steingrímur Guðmundsson, Sigurður Jóns- son og ég. Það gekk upp og ofan — við urðum 19. af 21. Næst í röðinni var svo skák- mótið í Buenos Aires árið 1939; en þar hafa íslenzkir skákmenn staðið sig einna skemmtilegast, — við urðum efstir í neðri riðii. Síðan leið langur tími, og næsta mót var í Júgó- slavíu árið 1950. Við héldum þá Norðurlandamótið hér heima og höfðum ekki bol- magn til að gera meira. 1952 tókum við þátt í mótinu í Helsinki; það gekk miður vel. Við fórum svo til Amsterdam 1954 og komumst þar í efri riðil. — Og þá er röðin komin að mótinu í Moskvu. — Já, við fórum þangað 7 saman: 6 skákmenn og farar- stjóri. Þátttakendur voru frá 34 þjóðum, eða mun fleiri en í nokkru öðru ólympiumóti til þessa. Flestir höfðu áður verið í Buenos Aires, eða frá 27 þjóðum. — Hvernig var búið að ykk- ur? — Aðbúnaður allur var ákaf- lega góður. Við bjuggum allir saman á nokkrum hótelum; það voru góð herbergi, eins og tveggja manna; og mat gátum við valið okkur fyrirfram að vild. Við höfðum túlk með Dön- um, og sátum við frændumir við sama borð. Hótelið sem við bjuggum á er um hálftima |ang frá leikhúsinu, þar sem teflt var; en okkur var ekið á við komnir inn í Kreml. Frið1- rik varð okkar aðgöngumiði. — Hvar teflduð þið, og hvernig var fyrirkomulagið? —, Það var teflt í Leikhúsí sovéthersins, sem mun vera eitthvert stærsta leikhús í Moskvu, ef ekki næst á eftir Boísjoj. Þáð setti skemmtileg- an svip á opnun og slit mótsins, að er lokið var hinum venju- legu og formlegu ræðuhöldum var efnt til bállettsýningar og hljómleika á sviðinu; og voru þar snjallir listamenn í hverju rúmi. Svo mikið hefur ekki áð- ur verið háft Við ólympíuskák- mót. Það var teflt á sviðinu sjálfu; og má marka stærð þess af því að þar tefldu allt að 136 menn samtímis — á hluta sviðsins. Þess má geta til dæmis um stærð hússins, að það var ekki fyrr en einn síðasta daginn sem við vissum að heimsmeistarakeppni kvenna í skák fór þar fram jafnhliða ólympíumótinu. Við vissum raunar að kvennakeppnin stóð yfir, en héldum að hún væri þreytt einhVersstaðar úti í borg. Áhugi á mótinu meðal almennings var ekki eins mik- ill og Við höfðum gert ráð fyr- ir: húsið var aldrei fullt, en raunar tekúr það um 2000 mánhs í “ááéti. Sýningarborð fyrir áhorféháur voru ekki nema 12, óg vár því aldrei sýndur nemá lítill hluti skák- anrta; og fékk mótstjómin einhverja gagnrýni í blöðum fyrir það. En úrslit voru jafnan birt á stórum töflum. Sovézkir skákmeistarar héldu sig í bak- sölum og skýrðu skákir, þó ekki um leið og þær Voru tefldar, heldur voru skýrðar hvern dág skákir frá næsta degi á undan. Við hér heima erum víst meðal hinna fáu sem höfum landagift til að skýra skákir jafnóðum og þær eru Viðtal' við Guðmimd Aralaugsson um ólynipíuskákmótið í Moskvu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.