Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 9
ÍÞR RITSTJÓRI:; FRÍMANN HELGASON Sunnudagur 7. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 JEins og áður hefur verið frá sagt voru gerðar breytingar á olympíueiðnum og þær tilkynnt- ar fyrir nokkru. Víða í löndum hafa þær sætt mikilli gagn- rýni og sum- staðar jafnvel hótað að ef haldið verði fast við ákvæði þessi muni margir sitja heima, og hafa Sandaríkja- Avery Brundage menn kært 'ietta fyrir al- þjóðaolympíunefndmni. Verður sú kæra tekin fyrir á fundi nefndarinnar sem hald- inn er um þessar mundir í Lau- sannes. Áður en formaður al- þjóðanefndarinnar, Avery Brund- lage, fór til fundarins, fullyrti hann að vissar skýringar á þessu nýja ákvæði mundu verða gefnar út eftir fundinn. Þetta nýja ákvæði miðar að því að menn iofi því að gerast ekki atvinnumenn eftir leikina, og haldi áfram að vera áhuga- menn, og undirriti það ákvæði. Brundage hefur mælt mjög með þessu ákvæði þar sem hann tel- ur að það sé í samræmi við hinn ólympíska anda og lög. Brundage sagði að það hefði orðið mikill misskilningur í sambandi við ákvæði þetta. Til- gangur CIO með ákvæði þessu væri aðeins sá að vernda hug- sjón olympíuleikanna, en það er, segir Brundage, ekki hægt að koma öllu fyrir sem þarf í þess- um fjórum orðum (að vera á- fram áhugamaður). Þess vegna verður ábyggilega að koma nán- ari skilgreining á ákvæði þessu. JMemar íle Silva stekkur 16,21 m Heimsmethafinn í þrístökki Ademar da Silva stökk nýlega ! 16,21 m í þrístökki og er það sami árangur og hann náði í Helsingfors 1952, er hann vann i gullverðlaun þar. Með stökki þessu tryggði hann sér för til OL. í haust. Þetta er bezti ár- i angur hans síðan hann setti : heimsmetið í fyrra á Mið-Ame- ríkuleikjunum, sem fram fóru í ! Mexico City. Það má bví gera ráð fyrir að ; keppnin milli hans og Rússans ! Tsérbakoffs verði hörð í Mel- bourne. Brezka áhuga- mannaliðiS tapar Brezka landsliðinu í knatt- spymu, sem hér var í sumar, hefur ekki gengið sem bezt í leikjum sínum síðan það fór héðan. f Ðanmörku töpuðu Bret- arnir með miklum mun, 5:1, og svo heima í Ilford töpuðu þeir fyrir landsliði frá nýlendunni U- ganda nú nýlega, 2:1. Markmaður Bretanna Mike Pinners bjargaði liði sínu frá því að bíða enn stærri ósigur, en hann varði af mikilli prýði. England setti mark sitt á fyrstu mínútum leiksins, en svo var frumkvæðið búið. Uganda- menn tóku leikinn í sínar hend- ur og sýndu Bretunum hvemig á að leika knattspymu, eins og það er ox-ðað. Þetta er lið það sem á að fara til lokakeppni OL í Melbourne. Verður Zatopek að hætta keppni? Samkvæmt fréttum frá Prag er frá því sagt að Emil Zatopek hafi fengið fyrirmæli frá lækni Framhald á 11. síðu DANSKENNSLA1 EINKATlMUM ■ ■ Kenni gömlu og nýju dansana. Hef kynnt mér fljótlega kennsluaðferð. Vegna annríkis, hringið eða talið við mig sem fyrst. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON j Laugavegi 11, 3. hæð t.h., sími 5983. TILKYNNING frá ílúsnæðismá] asl;j6rn Húsnæöismálastjórn vill hér með vekja athygli almennings á því, að samkvæmt bráðabirgðalög- um um afnot íbúöarhúsa í kaupstöðum, lög nr. 62 frá 21. ágúst 1956, er óheimilt að halda íbúðar- húsnæði ónotuðu, sem kostur er á aö leigja. Með tilliti til þessa lagaákvæðis, óskar hús- næðismálastjórn eftir því, að þeir, sem vita um ónotað íbúöarhúsnæði gefi henni upplýsingar um slíkt. Húsnæðismálastjóm Þýzkukennsla Nýkomnai er að byrja. — Talæfingar. j j síðar nærbuxir Skjot talkunnattta. á kr. 31.50 Edifh DaudisteL Laugavegi 55, uppi, sími ■ * 4448 alla virka daga kl. 6-7 j Fischersundi, j f)irt Stnr er befuðprýðt hverrnr konu Það leikur ekki á tveim tungum að hilens rubinstein $hampo er bezta hárþvottaefni, sm fáaniegt er hér á landi. - Heiena Rubinsfein Shampo er í 4 lifum: Helena Rubinstein COLOR-TONE SHAMPOOS Bmnett Tone íyrir dökkt hár Blond Tone íyrir ljóst hár Read Tone íyrir rautt hár Silver Tone íyrir grátt hár Silk Sheen litlaust íyrir allt hár Color-Tone Shampoos Heiena Rubinsfein Shampo gefur hári yðar undursamlegan gljáa og mýkt. Aðalútsala: MARKADURINN Hafnarstræti 11 Laugavegi 100 s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.