Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. október 1956 —■ 21. árgangur — 229. tölublað Borgarstjórí játar á bæjarstjórnarfundi Skólamál Reykjaviknr í öngþveiti Byggja þarf 128 almennar kennslustofur á næstu 5 árum — aðeins til al ná því marki að tvísetja í stofuruarf Sósíalistaiéiag Reykjavíkur Fyllfri fca ráðsfun Fulltrúaráðs og trúnaðar- mannafundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykjavikur annað kvöld kl. 8.30 að Tjarn- argötu 20. Einar Olgeirsson alþm. mætir á fundinum. Rædd verða ýmis aðkahandi verkefni. Svarað fyrirspurnum. Fjölmennið og mætið stund- víslega. Borgarstjóri íhaldsins, Gunnar Thoroddsen, gerði þá eftirminnilegu játningu um ófremdarástandið í skólamálum Reykjavíkur undir stjórn íhaldsins að byggja þyrfti á næstu 5 árum 128 almennar skóla- stofur, — auk alls annars húsnæðis sem hverjum skóla er nauðsynlegt. Þetta er miðað við það að ná aðeins því marki að tvísetja í allar skólastofur í stað þess að þrí- setja! Menn sjá því nokkurn veginn hve mikið þyrfti að byggja af skólahúsnæði ef ná ætti því marki að einsetja í kennslustofurnar! Þetta eru raunar ekki nýjar upplýsingar, því langt er nú liðið síðan Petrína Jakobs- son ræddi skólamálin ýtar- lega og sýndi fram á að óhjá- kvæmilegt væri að byggja mörg skólahús ef forða ætti því að hundruð barna og ung- linga ættu hvergi aðgang að skólum. Þá hafði íhaldið ekki áhyggjur af skólamálum, og svæfði bví málið. Slegið ótta Hið nýja í málinu er það, að síðan Petrína Jakobsson flutti sínar tillögur í málinu hafa far- ið fram kosningar í landinu, — íhaldið beðið mikið afhroð. Bæj- arstjórnaríhaldið hefur nú ver- ið slegið þeim ótta vegna vænt- anlegra bæjarstjórnarkosninga að slíkur hefur ekki þekkzt í allri sögu þess, — og því vill íhaldið nú fara að þyggja skóla- hús!! i Minnisstæðar játningar Játningar íhaldsborgarstjórans voru í aðalatriðum þessar: Nem- endur í barna- og unglingaskól- um bæjarins eru nú um 9000. Á næstu fimm árum mun þeim fjölga um 3500 upp í samtals 12500. f öllum skólum bæjarins er nú tvísett í skólastofumar. (Auk bess hafa hús sem byggð voru sem leikskólar smábama verið tekin fyrir skóla!). f fjöldamarg- ar skólastofurnar er þrísett, og aðeins til þess að koma í veg fyr- ir það þarf að byggja 63 nýjar skólastofur á næstu 5 árum. Sem stendur leigir bærinn 26 stofur sem notaðar eru til kennslu. Til þess að bærinn eigi sjálf- ur allt sitt skólahúsnæði, til þess að hafa til húsnæði fyrir barna- fjölgunina og til þess að ná þó því „mennjngarstigi" að tvísetja í stofumar í stað þrísetningar þarf að byggja samtals 128 al- mennar kennslustofur fyrir haustið 1961. Og jafnhliða þessu þarf að byggja stofur fyrir handavinnu, söngkennslu, fimleika, heilsu- vemd, kennara o.fl. sem nauð- .synlegt er í skólum. Það íhald sem á undanfömum árum hefur svikizt um nauðsjm- legar skólabyggingar og komið skólahúsnæði í það öngþveiti sem það nú er í þykist nú allt í einu vilja fara að byggja skóla, — af því að það er logandi hrætt við næstu kosningar! Barátta íbúanna á japönsku eynni Okinava gegn hersetu Banda- ríkjamanna, sem lögðu eyna undir sig í lok síðustu heimsstyrj- aldar fer vaxandi, og hafa stúdentar við háskóla þann á eynni, sem reistur var fyrir bandarískt fé, verið þar í fylkingarbrjósti. Myndin sýnir kröfugöngu stúdenta á eynni gegn hinu banda- ríska hernámi. Vid eigum ekki að sleppa íslandi Dónalegar hótanir í bandaríska stórblaðinu Daily Mirror Við ætlnm ekki að sleppa íslandi, vegna þess að við þuríum á því að halda . . . Við viljum ekki láta íleygja okkur burt eins og gömlum hanzka. Á þessa leið komst bandaríska stórblaðið Daily Mirror að orði í forustugrein um viðræður Emils Jónssonar utanríkis- ráðherra við bandarísk stjómarvöld. Mlélll ast alvarlega Fyrir nokkru slasaðist verka- maður á Akranesi alvarlega þegar leirbakki sem verka- mennirnir voru að vinna undir hrundi. Þegar leirbakkinn hrundi varð einn verkamannanna, Kristinn Bjarnason undir hon um með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði á báðum fót- um og fór úr liði. Annar verka- maður brákaðist á handlegg. Hinum tókst að forða sér og sleppa við meiðsli. Slys þetta minnir alvarlega á að enn er víða áfátt hvað öryggi snertir á vinnustöðum og þurfa verkalýðsfélög og at- vinnurekendur að gera ráðstaf- anir til þess að úr því verði bætt — og það fyrr en síðar. Forustugreinin í Daily Mirror birtist 3. okt. s.L, meðan Emil Jónsson dvaldist í Washington og ræddi við Foster Dulles Ut- anríkisráðherra. X greininni var komizt þannig að orði: „fsland tekur hlutleysi fram yfir þakklæti. Nú, þegar hættan af Hitler er liðin hjá og Sovét- rikin eru góður fiskkaupandi, vill fsland fylgja hlutleysi, sem getur ógnað vörnum okkar. Ættum við ekki að svara því til að við höfum fest 260 milljón- ir dollara í flugstöðvum, flota- stöðvum og radarstöðvum á ís- landi og að við ætlum ekki að sleppa þeim, vegna þess að við þurfum á þeim að halda? Að ís- lendingar voru fegnir að nota okkur meðan þeir höfðu hag af því, og að við viljum ekki láta fleygja okkur þurt eins og göml- um hanzka. Ef okkur verður skipað að fara, hví þá ekki að taka stöðv- amar með okkur? Það er á- stæðulaust að skilja þær eftir, svo ,að kommúnistar geti not- að þær gegn okkur“. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur tónn heyrist í Daily Mirror. Skömmu eftir að Alþingi ákvað að segja upp hernáms- samningnum lagði blaðið til að Bandaríkjamenn breyttu fslandi í Kýpur Atlanzhafsins, þ.e. sætu hér sem fastast með her- valdi og ofsæktu landsmenn fyr- ir að berjast fyrir frelsi sínu. Tal blaðsins um þakklæti er næsta torskilið. Á styrjaldarár- unum fengu Bandaríkin afnot af íslandi og höfðu af því ó- metanlegt gagn. í þeirri styrjöld var mannfall fslendinga marg- falt meira en Bandaríkjamanna að tiltölu. En þakklæti sitt sýndu bandarísk stjómarvöld með því að svíkj.a hátíðleg loforð Roose- velts forseta um að bandaríski herinn hyrfi héðan þegar í stríðs- lok. Væntanlega eru hótanir Daiiy Mirror ekki í neinu samræmi við við afstöðu bandarískra stjóm- arvalda til samninga þeirra sem framundan eru. Hins vegar er ástæða til að fagna þeirri tillögu blaðsins að bandaríski herinn taki allt sitt hafurtask með sér um leið og hann fer; íslendingar yrðu þeirri stund fegnastir þeg- ar þeir losnuðu við þann óþrifn- að af íslenzkri grund. Dagsbrðnarfundur er á fimEEitudayinn Launaðir erindrekar íhaldsins læðast nú um hæinn með „trúnaðarmár'! Dagsbrúnarmenn hcdda fund á fimmtudaginn kemur í lönó til pess að kjósa fulltrúa sína, sem eru 33 a& tölu, á nœsta Alþýðusambandsping. Sjálfstæðisflokkurinn hugsaði sér til hreyfings i Dagsbrún og sendi út menn til pess að safna und- irskriftum meðal Dagsbrúnarmanna um allsherj- aratkvæðagreiðslu í félaginu. Dagsbrúnarmenn hafa séð íhaldssendla fyrr og þekkja þá af gam- alli reynslu. Fengu sendlagreyin pví svo káldar kveðjur að Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp á und- irskriftabröltinu og hugðist reyna aðra aðferð. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú tvo menn á launum og lœðast peir um bæinn og hvísla íhalds- áróður sem „trúnaðarmál“ að Dagsbrúnarmönn- um. íhaldinu hefur sem sé dottið það snjallrœði í hug að koma að Dagsbrúnarmönnum óvörum! Dagsbrúnarmenn munu fram til fimmtudags- ins vinna að pví að fundurinn á fimmtudaginn verði fjölsóttur — og veita par íhaldinu verðugt svar fyrir framkomu pess í garð verkamanna fyrr og síðar. Allir til starfa fyrir afmælishappdrættið — Eflum Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.