Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. október 1956 — ÞJÓÐYILJINN — (3 Fjölþæft starfsemi MIR Halldór Kiljan Laxness endurkjörinn ferseti samtakanna í kynningarmánuði MÍR — Menningartengsla íslands og Ráðstj órnarríkj anna — kom hingað allmargt lista- manna frá Sovétríkjunum. Hin árlega ráðstefna MÍR hófst að Hlégarði 21. fm. Föstudaginn 7. sept. kom til Reykjavíkur frá Sovétríkjunum nefnd þriggja vísindamanna í boði MÍR. Nefndarmenn voru: prófessor Valentin Nesterov, forseti skógræktardeildar Vís- indaakademíu Sovétríkjanna, Kuzma Ivanov, vararektor Moskvuháskóla og Georgy Shumilov, forseti Norðurlanda- deildar V.O.K.S., og var hann formaður nefndarinnar. Stjórn Reykjavíkurdeildar MÍR tók á móti nefndarmönnum á flug- vellinum, en á sunnudag 9. sept. héldu nefndarmenn aust- ur á Hallormsstað í boði land- búnaðarráðuneytisins og Skóg- ræktarfélagsins í fylgd með Hákoni Bjamasyni skógræktar- stjóra. Kynningarfundur í Gainla bíói Ferðuðust nefndarmenn víða um, komu meðal annars í Mý- vatnssveit og skógræktarstöð- ina á Akureyri, og í næstu viku á eftir fóru þeir að Sámsstöð- um, og víðar um fyrir austan fjall. Sunnudaginn 16. sept. hélt MfR kynningarfund í Gamla Bíói í Reykjavík ásamt nefndarmönnum. Þar flutti Há- kon Bjamason skógræktar- stjóri erindi um ferð til Sovét- ríkjanna, og sýndi kvikmynd máli sínu til skýringar. Þá á- varpaði G. Shumilov fundar- menn og síðan flutti Hallgrím- ur Jónasson kennari erindi um ferð nefndar sem fór í sumar 'til Sovétrikjanna í boði friðar- samtakanna þar. Daginn eftir, (mánud. 17. sept.) flutti V. Nesterov erindi á fundi Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í Tjarnarkaffi, og sýndi kvik- mynd um skógrækt í Sovétríkj- unum. Há skólaf yrirlestur Á miðvikud. 19. sept. flutti vararektor Moskvuháskóla Iv- anov erindi í fyrstu kennslu- stofu Háskóla íslands, og tal- aði um æðri menntun í Sovét- ríkjunum. Meðal fundarmanna var menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, en Háskólarektor, dr. Þorkell Jóhannesson kynnti Ivanov og þakkaði honum er- indið. K. Ivanov flutti síðan Háskóla Islands kveðjur og gjafir frá Moskvuháskóla, minjagrip sem smíðaður hafði verið í tilefni 200 ára afmælis skólans og tvær bækur sem fræðimenn við skólann liöfðu samið um sögu hans af sama tilefni. Fundinum lauk á því að sýnd .var kvikmynd af hinum nýja Moskvaháskóla. Daginn eftir, fimmtud. 20. sept. höfðu VÍsindamennirnir fund með fréttamönnum í Sovétsendiráð- inu, Túngötu, og sama dag hafði menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason boð inni fyrir vísindamenn og listamenn frá Sovétríkjunum í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Ráðstefna MÍR Á föstudag, 21. sept. sátu vís- indamennirnir ráðstefnu MÍR sem haldin -var að Hlégarði í Mosfellssveit, og fluttu þar á- vörp þeir Nesterov, Shumilov og María Mazun sem komin var hingað til lands með ball- ettflokknum. Á laugardag sátu svo vísindamennirnir fund ís- lendinga sem heimsótt hafa Sovétríkin og haldinn var í Þjóðleikhúskjallaranum, og þá um kvöldið hafði ambassador Sovétríkjanna boð inni í sendi- ráðinu, Túngötu. Áður en því hófi var slitið voru vísinda- mennirnir þrír kvaddir með virktum og þeim færðar gjafir. Afhenti Þórbergur Þórðarson rithöfundur gjafirnar fyrir hönd stjórnar MÍR. Vísinda- mennirnir héldu síðan heimleið- is daginn eftir. Listamannasendinefnd Sunnudaginn 9. sept. kom hingað 6 manna listamanna sendinefnd frá Sovétríkjunum, þau Khalida Aktjamova fiðlu- leikari, Dmitri Baskíroff píanó- leikari, Tatjana Lavrova óperu- söngkona, Viktor Morozov ó- perusöngvari, Frieda Bauer undirleikari og fararstjórinn Nicolai Petrov. Daginn eftir hafði listafólkið fund með fréttamönnum í Sovétsendiráð- inu, Túngötu, en fyrstu hljóm- leikarnir voru í Austurbæjar- bíói, fimmtudaginn 13. sept. Kom allt listafólkið þar fram, en hvert sæti í húsinu var skipað og viðtökur áheyrenda frábærlega góðar. Á laugardag og sunnudag, 15. og 16. sept. voru enn tónleikar í Austur- bæjarbíói, hina fyrri héldu Baskíroff og Lavrova, hina síð- ari Aktjamova og Morozov, og voru viðtökur áheýrenda sem fyrr. Baskíroff og Lavrova skemmtu ennnig á kynningar- fundi MlR í Gamla bíói sunnud. 16. sept. Á mánudag fór svo listafólkið til Akureyrar og hélt þar hljómleika á þriðjudagskvöld 18. sept. fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð áheyrenda. Listafólkið kom síðan aftur suður og sat hóf menntamála- ráðherra, ráðstefnu Mír að Hlégarði og fund Sovétfara í Þjóðleikhúskjallaranum. Á sunnudag 23. sept. fór lista- fólkið í skemmtiferð austur fyr- ir fjall og til Þingvalla í boði Mír, en síðustu þljómleikarnir voru í Þjóðleikhúsinu á mánu- dag 24. sept. og voru undir- tektir áheyrenda sem fyrr. Kvöldið eftir hélt stjórn Mír listafólkinu skilnaðarhóf í Þjóð- leikhúskjallaranum. Var þar fögnuður góður og snillingarnir kvaddir með gjöfum og árn- aðaróskum. Þeir héldu heim daginn eftir miðvikudag 26. sept. Málverkasýiiing barna Föstudaginn 14. sept. var opnuð í Austurbæjarskólanum í Reykjavík sýning á 83 mál- verkum eftir skólaböm í Sov- étrikjunum á aldrinum 6 til 16 ára. Fræðslumálastj., Helgi Elíasson, opnaði sýninguna með ræðu, en ambassador Sovét- ríkjanna, Ermoshin flutti á- varp. Var þarna margt boðs- gesta, skólastjórar, kennarar, málarar og fleiri. Sýningin var síðan opin daglega frá kl. 14 til 19, nema síðasta daginn sunnudaginn 23. sept. til kl. 22. Alls komu tæplega 2000 gestir á sýninguna. Um sömu mundir var hér Framhald á 5. síðu. Vélstjórar heiðra skóla- stióra sinii og kennara Brjóstmynd aí M. R. Jessen skélastjóra afhjúpuð í Vélskólanum í gær í gær var afhjúpuð viö hátíðlega athöfn í anddyri Sjó- mannaskólans brjóstmynd af M. E. Jessen fyrrverandi skólastjóra Vélskólans í Reykjavík. Mynd þessa hefur Ríkaröur Jónsson myndhöggvari gert, en nemendur Jes- sens gefið skólanum. ð( Kristján Jónsson Aðalfundur Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar Sjóinannafélag Hafnarfjarð- ar hélt aðalfund sinn í fyrra- dag. ■Formaður var kosinn Krist- ján Jónsson, varaformaður Halldór Helgason, ritari Jens Eyjólfsson, Einar Jónsson gjaldkeri og Brynjólfur Guð mundsson varagjaldkeri. Sjómannafélag Hafnarfjarðar hefur kosið þá Kristján JónS' son, Kristján Eyfjörð og Jens Eyjólfsson fulltrúa sína á Al- þýðusambandsþing. Varamenn voru kosnir Guðjón Tryggva- son og Hannes Guðmundsson. Einn af gömlum nemendum Vélskólans, Þórður Runólfsson: öryggism. iastjóri ríkisins, gaf í upphaf athafnarinnar í gær stutt yfiriit um sögu skólans, en M. E. Jessen var sem kunn- ugt er f; rsti skólastjóri hans og gegnd: því starfi um 40 ára skeið af alkunnum dugnaði. Þórður slcýrði frá því, að fjöl- mennur fundur eldri nemenda Vélskólans hefði á sínum tíma einróma ákveðið að heiðra Jessen skólastjóra með því að láta gera brjóstmynd af hon- um og gefa skólanum. Vildu hinir eldri nemendur á þann hátt flytja kennara sínum og læriföður þakkir og virðingu. j Síðan bað hann Gunnar Bjarna- j son núverandi skólastjóra að; veita myndinni viðtöku fyrir hönd skóians. Skólastjóri þakk- áði gjöfina. Hinn 3. maí 1916 brautskráði Vélskólinn fyrstu nemendur sína, þrjá að tölu. Einn þessara manna, Bjarni Þorsteinsson, er látinn fyrir allmörgum árum, en hinir tveir voru viðstaddir athöfnina í gær. Annar þeirra,' Hallgrímur Jónsson vélstjóri, afhjúpaði myndina, en hinn, Gísli Jónsson fyrrv. alþingis- maður, flutti ræðu þar sem hann minntist hlýlega braut- ryðjendastarfs Jessens skóla- stjóra á sviði tæknifræðslunnar hér á landi. Að lokinni ræðu Gísla talaði Jessen og lýsti á skemmtilegan hátt fyrstu starfsárum sínum hér og upp- hafi vélskólahaldsins. Kvað hann ánægjulegt að fá enn á ný tækifæri til að sjá marga af sínum gömlu nemendum, þakkaði hann þann vinarhug, sem þeir hefðu sýnt sér og óskaði loks Vélskólanum og nú- verandi starfsmönnum hans gæfu og gengis. Einnig flutti kona Jessens nokkur þakkarorð frá þeim hjónum. Athöfnin í Vélskólanum í gær var hin virðulegasta og bar glöggan vott um þá virð- ingu og miklu vinsældir, sem Jessen skólastjóri nýtur meðal nemenda sinna, eldri og yngri, en þeir voru margir viðstadd- ir. Eins og áður er sagt hefur brjóstmyndinni verið komið fyrir í anddyri Sjómannaskól- ans, á annarri hæð þar sem Vélskólinn er nú til húsa. Ætl- unin mun vera að setja mynd- ina síðar upp á lóð skólans. Ullargammósmr á börn kr. 65,00. T0LED0 Fischersund. Sjálfkjörið í Nes- kaupstað Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Neskaupstað kaus fulltrúa sína á,25. þing Alþýðusambands ís- lands á fundi í fyrrakvöld. Að- alfulltr. voru kjömir: Sigfinnur Karlsson, Einar Guðmundsson, Hjálmar Björnsson og Fann- ey uGnnarsdóttir. Varafulltrú- ar voru kosnir Geir G. Jónsson, Halldór Haraldsson, Karl Mar- teinsson og Jón Kr. Magnús- son. Fulltrúar félagsins urðu sjálfkjörnir. MlR, Akranesi Leshringurinn tekur til starfa um miðjan október. Þeir félagar, sem taka vilja þátt í énskunámi, tilkynni þátttöku sína fyrir 10. þ.m. Unni Leifsdóttur, sími 462. NÝSENDING Jt'rsey-kjólar mjög fjölbreytt litaúrval Qullf oss Aðalstræti. Laugftveg 3fc — Síml 8220Si Fjölbreytt úrval at vteinhrlngum — Póstsendom KDfORUN ,Þeir, sem senda vörur er skemmzt geta eða eyði- lagzt af völdum frosts með skipum vorum, eru hér með aðvaraðir um að láta ekki slíkar vörur Iiggja í vöruafgreiðslu vorri, þar sem ekM er hægt að taka ábyrgð á þeiin þar. Skipaútgerð ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.