Þjóðviljinn - 14.10.1956, Page 4

Þjóðviljinn - 14.10.1956, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. október 1956 FIM Jónas Ámason: ,1. Sjór og menn Einfaldar og skemmtilegar frásagnir úr lifi alþýðu ritaðar á máli sem á lifandi-upp- sprettu í daglegu tali. Höfundurinn nýtur frábærra vinsælda. Bókin kom út í vor og er langt til uppseld. Þeir sem safna bóka- flokknum eru sérstaklega minntir á að tryggja sér hana fljótt. 2, Sextán sögur sftir Halldór Stefánsson Ólafur Jóh. Sigurðsson valdi sögurnar og ritar formála. Sögur Halldórs Stefánssonar hafa lengi notið mikilla vinsælda, bæði heima og er- lendis, og eru í þessari bók margar snjöli- ustu sögur hians. Halldór Laxness hefur komizt svo að orði að „telja megi á fingrum annarrar handar þá íslendinga sem náð hafa að gera smásögur eins vel og Halldór Stefánsson, síðan þá höfunda leið er á þrettándu öld settu surna íslendingaþætti saman". 3. Þytur um nótt Sögur eftir Jón Dan Páir höfundar hafa á undanförnum ár- um vakið eins mikla athygli fyrir smá- eögur sínar og Jón Dan. Árið 1955 hlaut hann tvenn fyrstu verðlaun í smásagna- eamkeppni, önnur hjá Helgafelli, hin hjá Samvinnunni, og hafði hlotið þar verð’aun áður. Þessar þrjár verðlaunasögur ásamt ejö öðrum birtast hér í fyrstu bók höfund- ar, 4. Stofnunin Sögur eftir Geir Kristjánsson LOKKUR OG MEN ásamt heildarútgáfu á l)ó<$um Guðmundar Böðvarssonar Bókaflokkur Máls og menningar 1956 flytur eins og áður frumsamdar og þýddar bækur, að þessu sinni níu bindi, sögur, leikrit og fræðibækur. Viðburður er að fá þýðingu Helga Hálfdanarssona: á leikritum Shakespeares, Lif í listum, ævisógu hins óviðjafnanlega leik- stjóra Stanislavskís, og Sextán sögur Hall- dórs Stefánssonar í úrvali Ólafs Jóhanns. Ný- stárleg fræðibok er Náttúrlegir hlutir með svörum við ýmsum eðlisfræðilegum spurning- um. • Hver bókaflokkur hefur komið með fyrstu verk ungra höfunda, og eru hér tveir nýir, Geir Kristjánsson og Jón Dan. Þá eru enn tveir höfundar sem lesendur munu fagna af góðri kynningu, Jónas Árnason með nýjar frásagnir úr lífi alþýðu og Björn Þorsteinsson með nýtt rit úr íslandssögu. Bókaflokkurinn er eins og áður að prent- un og ytra frágangí meðal fegurstu bóka sem hér eru gefnar út. Ásamt bókaflokknum kemur frá Heims- kringlu fyrsta heildarútgáfan af ljóðum Guð- mundar Böðvarssonar, hins vinsæla þjóð- skálds. Fyrstu bækur hans hafa um langt skeið verið uppseldar. ^ 1 ■■ ■ ■ ■ ■■ ■■ ............................................................................................................................................................................................................................■■■■■■ ■ Guðmundur Böðvarsson: KVÆÐASAFN -- ----—■ '■r'T'i ÞAÐ HEFUR VERXÐ eagt um Guðmund Böðvarsson að hann sé oitt af ævintýrunum i íslenzkri bókmenntasögu. Starfandi bóndi kveður hann sér hljóðs sem skáld svo að alþjóð hlustar, og er orðinn einn af vinsælustu þjóðskáidum íslendinga. Hann hefur gefið út fimm Ijóðabækur, og eru þær fyrstu löngu ófáanlegar. Ljóðavinum gefst hér í fyrsta sinn kostur á að fá heildarútgáfu af kvæðum hans. r 5. Islenzka skattlandið eftir Björn Þorsteinsson Þessi bók rekur þjóðarsögu íslendinga & tímabilinu frá 1262 til 1400, en það skeið þjóðarsögunnar er áður einna minnst rannsakað. Um fyrri bók Björns, Islenzka þjóðveldið, ritaðii Sverrir Kristjánsson: „Höfundur hefur svo fullkomin tök á efni sínu að margir kaflar eru hin lostætasta lesning .... Birni Þorsteinssyni hefur tek- izt undarlega vel að skrifa sögu áslenzku þjóðarinnar, svo að hún birtist lesandan- um sem lífræn heild hver þáttur isienzka mannfélags fléttaður við annan í sam- hengi.” 6.—7. Líf í listum I—II Ævisaga Stanislavskís Ásgeir Hjartarson segir í formála: „Vart mun meiri Ijómi stafa af nafni nokkura leikhússmanns á þessari öld en Konstan- tíns S. Stanislavskí — mikill brauðryðjandl, óvið j af nanlegur leikstjóri, frábær skap- gerðarleikari og máttugur kennari hinna yngri kynslóða, listamaður sem aldrel lét sér unnin afrek nægja en leitaði æ lengra og hærra, vígði leiklistinni alla krafta sína. Menn hlýddu á raust hana hrifnir og fjálgir, settust við fótskör hans, og þó að sjálfsögðu megi deila um suint i stefnu hans og starfi hefur orðstír hina j rússneska stórmennis aukizt ár frá ári, j áhrif hans eflzt og dýpkað og borizt æ við. I ar um heiminn ....”. Allir sem að ieiklist starfa munu fagna þessari bók á íslenzku og hún er til ; skemmtunar ,og fróðleiks öllum sem i leiJs- j hús fara. Ásgeir BI. Magnússon hefur þýtt bókina. ! 8. Náttúrlegir hlutir eftir Wilhelm Westphal Eðvarð Árnason, verkfr., pýddi Höfundur er þýzkur háskólakennari í eðl- isfræði. og hefur samið kennslubækur I fræðigi-ein sinni og flutt útvarpsfyrirlestra fyrir almennimg. Bókin gefur svör við ýms- um spurningum úr daglegu lífi og tekur dæmi þaðan, en fyrr en varir sér lesandinn hlutina i nýju ijósi. Þetta er nýstárleg bók með fjölmörgum skemmtilegum teikning- um sem hjálpa til að gera efnið ljóst og [ j aðgengilegt. : 9. Leikrit I eftir William Shakespeare í pýðingu Helga Hálfdanarsonar Með þessu bindi er hafin ný útgáfa á íslenzku á hinum ódauðlegu leikiituni Shakespeares. Eru hér þrjú leikrit hans, Draumur á Jónsmessunótt, Rómeó og’ Júlía og Sem yður þóknast. Hafa tvö af þeiin verið sýnd í Þjóðleikhúsinu nýlega. 1 leikdómi um Draum á Jónsmessunótt sagði Ásgeir Hjartarson um þýðingu ÍHelga: „Þýðingin er nákvæm og hugkvæm í bezta lagi, ljós og hljómfögur og fer jafnan eðli- lega í munni; og svo mikil er rímleiknl Helga að gengur göldrum næst — því vandasamara rím því léttfleygarii og eðli- legri verða orðsvör og ljóð Shakespeares í meðferð hans. Hér er á ferð ungur sérkennilegur höf- undur með mikla hæfileika og er þetta ffyrsta bók hans. Áður hafa birzt sögur eft- ir Geír í tímaritum og vakið mikla athygli bókmenntamanna. BÓKMEMIAftLAGIB MAL OG MENNING SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21 — SÍMI 5 0 55

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.