Þjóðviljinn - 14.10.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 14.10.1956, Side 6
ðEí —■ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. október 1956 IOÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarílolckur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ótryggur markaður Lestarglugginn Biðsirup teiknaði orgunblaðið hefur að und- '*"anförnu rætt um nauðsyn þess að íslendingar hafi öryggi í afurðasölumálum sínum, og það er vissulega höfuðnauðsyn. Þessvegna er samningur sá sem nú hefur verið gerður við Sovétrikin mjög mikilvægur; hann tryggir fslendingum þriggja ára viðskipti með góð- um kjörum, og er slík samn- ingagerð ölium þjóðum mikið keppikefli. En það eru aðrir markaðir sem því miður veita minna öryggi, t.d. fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum. Við það land er ekki unnt að gera neina heildarsamhinga, þar sem stjórnarvöldin hafa engin slík afskipti, og verða íslendingar sjálfir að koma afurðum sín- um í verð með samningum við viðskiptavinina hvern um sig. Hefur þetta gengið misjafnlega vel, sum árin hefur markaður verið sæmilegur, en önnur mjög slæmur. En þótt bandarísk stjórnar- völd hafi engin jákvæð af- skipti af afurðásölum íslend- inga vestanhafs, geta þau haft neikvæð afskipti af þeim. Þau geta lagt svo háa tolla á inn- fluttan fisk að það jafngildi innflutningsbanni, og banda- rískir fiskframleiðendur hafa æ ofan í æ borið fram kröfur um slíka vernd og átt mikinn stuðning á þingi. Nú er þetta mál enn einu sinni komið á dagskrá að því er segir í frétt í Tímanum í gær, en þar er komizt svo að orði: „Sam- kvæmt Reutersfregnum hefur tollanefnd bandariska þingsins ráðið Eisenhower forseta til að hækka toll á innfluttum fiskflökum frá Noregi, íslandi, Danmörku, Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Hollandi og Kan- ada. Nefndin byggir álit sitt á því, að fiskinnflutningurinn frá þessurn Iöndum hafi að undanförnu aukizt svo, að hann skaði mjög fiskveiðarnar við austurströnd Bandarikjanna sem atvinnuveg". Slíkar kröfur hafa áður verið bornar fram á Bandaríkja- þingi en þeim var þá hafnað af forsetanum. Hins vegar er Ijóst að sú hætta vofir ævin- lega yfir að bandarískir fisk- framleiðendur verði svo áhrifa- miklir að þeir komi tollahækk- unum í framkvæmd. Þess vegna verða íslendingar að hafa gát á Bandaríkjaviðskipt- um sínum. Þeim ber að sjálf- sögðu að hagnýta markaðinn vestan hafs eins vel og kost- ur er, en þeim ber jafnframt að haga framleiðslu sinni og viðskiptum þannig að ekki hljótist vandræði af þótt sá ótryggi markaður lokist. : i ** » *> * “ ~ -j -• ? “• X > ; - T» f World copyright reserved: Land og F Staðreyndir Ihaldið reynir nú að þyrla upp miklu moldviðri út af kjörbréfum þingmanna Alþýðu- flokksins og ætlast til þess að mökkurinn kæfi staðreyndir málsins. Þær blasa engu að síður við hverjum manni sem hugsar: IÞað voru fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í landskjör- stjórn sem réðu úrslitum um það að Framsóknarflokki og Alþýðuflokki var heimilað að hafa tvo landslista, enda þótt það væri tvímælalaust brot á anda og tilgangi stjómar- skrárinnar og tilraun til þess að ná meirihluta þingmanna út á mikinn minnihluta at- kvæða. Það var þannig ekki tilgangur íhaldsins að standa vörð um ákvæði stjómarskrár- innar heldur að reyna að búa sér til möguleika á hrossa- kaupum. 2 Eftir að úrskurður lands- kjörstjómar var fallinn voru kosningar framkvæmdar í samræmi við hann og hafði það auðvitað áhrif á afstöðu kjósenda um land allt. Enginn getur um það sagt hvernig kosningamar hefðu farið ef úr- skúrður landskjörstjómar hefði verið þveröfugur, og tillögur í- haldsins úm að hnika úrslit- unum til eftir á eru algerlega út í bláinn. 3Einu skynsamlegu viðbrögð- in við atburðum þeim sem gerðust í sumar eru þau að endurskoða stjórnarskrá og kosningalög til þess að tryggja að ekki verði unnt að misnota ákvæðin. Þetta hefur Alþýðu- bandalagið þegar tryggt í samningunum um myndun nú- verandi syórnar; rikisstjórnin hefur heitið því að endurskoð- un skuli framkvæmd á starfs- tíma hennar. ¥»etta er mergurinn mólsins. * Framkoma íhaldsins er hins vegar skrípaleikurinn einber, eins og þegar Jón Pálmason býr til útreikninga sem eiga að svipta allt að helmingi þing- manna þingsetu! Og málþóf í- haldsins sýnir aðeins hversu málefnasnauð hin harða stjórn- arandstaða er. <?> skAkin Ritstjóri: íl % GUDMUNDUR ARNLAUGSSON —<» Að fórna liði fyrir sókn NORSK 8LÖÐ Blaðaturninn, Laugavegi 30 B. Eitt elzta tema skákarinnar, sem þó er alltaf nýtt, er að fórna liði fyrir sókn. í tafl- byrjunum er b-peð hvíts oft valið til þessarar fórnar; í Evansbragði er því leikið í opinn dauðann, b2—b4, en al- gengara er þó að skilja það eftir óvaldað og nota tímann, sem það tekur andstæðinginn að drepa peðið og koma mann- inum, sem drápið framdi, und- an, til þess að efla sóknarað- stöðu sína á hinum arminum. Margar skákir hafa unnizt á þessu, en þess eru einnig möi-g dæmi, að sá sem tók peðið hafi lifað sóknina af og unn- ið lokasigur. Engin leið er að setja fram almennar reglur um, hvenær óhætt er að taka peð, sem þannig er boðið, en vissast er að fara varlega í þeim sök- um. Hér kemur ein skák frá ólympíumótinu í Moskvu, er fjallar um þetta tema. 5. Rgl—f3 Bc8—g4 6. Bfl—b5 a7—a6 7. Bb5xc6f b7xc6 8. h2—h3 Bg4xf3 9. Ddlxf3 Ha8—b8 10. 0—0 e7—e5 11. Hal—dl Hb8xb2 Gligoric Júgóslavía Robats Austurríki 1. d2—d4 g7—g6 2. e2—e4 Bf8—g7 3. Rbl—c3 d7—d6 4. Bcl—e3 Rb8—c6 Svarti sýnist engin hætta á ferðum, svo að hann tekur peðið. Hann hótar jafnframt að drepa líka á c2 og vinna sér tímahag, því að riddarinn stendur óvaldaður. 12. Df3—e2 Rg8—e7 13. d4xe5 Bg7xe5 14. Hdl—d3 0—0 15. Rc3—dl Hb2xa2 Tveimur peðum er hvítur bú- inn að fórna og hvað hefur hann í aðra hönd? 16. f2—f4 Be5—g7 17. f4—f5 f7—f6 Hann verður að koma í veg fyrir Í5-Í6. 18. Be3—d4 Dd8—e8 19. g2—g4 c6—c5 20. Rdl—c3 Ha2—a3 21. Bd4—f2 Re7—c6 22. Rc3—d5 23. c2xd3 24. Hfl—bl Svartur býður annað peðið tll þess að losa um sig. Til greina kom Hb8 til jþess að skipta Ha3xd3 De8—f7 Rc6—b4 mönnum, en eftir hrókakaup- in kemst hvíta drotningin vel í spilið b2 og b7. 25. Rd5—f4 .... Hvítur vill ekki láta 'sinn riddara, sem er til muna betri en sá svarti. 25. a6—a5 26. Rf4—e6 Hf8—a8 27. d3—d4 c5xd4 28. Bf2xd4 c7—c5 29. Bd4—al .... Hér stendur biskupinn vel. Hvítur hótar nú g4-g5, svart- ur má ekki drepa, því að bisk- upinn er ekki nægilega vald- aður. 29..... g6—g5 30. Hbl—dl Df7—e7 31. De2—c4 Kg8—h8 32. h3—h4 h7—h6 33. Ii4xg5 h6xg5 34. Kgl—g2 ... . Enn á ný eru komnar fram óþægilegar hótanir: Hhlf og fráskák riddarans. Ef t.d.'Hc8 gæti framhaldið orðið 35. Hlilf Kg8 36. Rxg5f Kf8 37. Hh7 og hvítur vinnur. Svartur fórnar því peði til þess að losna við fráskákina. 34..... d6—d5 35. e4xd5 De7—d6 Frelsingjann verður að stöðva. Framh. á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.