Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 3
D* Þriðjudagur 8. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Áhöfn Goðanessins vítir frétta- flutning MorgunbL af slysinu Skorar jafnframf á önnur blöS aS gœfa varúðar i fréffum af slysförum Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi, þar sem áhöfn togarans Goöaness vítir frétt Morgunblaðsins af slysinu og skorar jafnframt á blööin almennt aö gæta varúðar í frásögnum af slysum. „Svo scni kunnugt er birti þórsson, Ingvar E. Bjarnason, Morgunblaðið frétt um Goðanes- Emil Grétar Ásgeirsson, Sigríkur slysið áður en nokkuð var vitað Ormsson, Maguús Skarphéðins- son, Kristján Vilmundsson, Axel S. Óskarsson, Guðmundur Helga- son, Jón B. Jónsson, Guðmundur Vestmann, Sigurjón Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Ilögni Jónasson.“ um afdrif áhafnarinnar og áður en tóm hafði gefizt til að til- kynna slysið aðstandendum hennar. Þetta athæfi viljum við undir- ritaðir skipbrotsmenn af Goða- nesi víta harðlega. Við vítum Magnúsi Jónssyni boðið ókeypis nám við konunglega óperuskólann í Höfn Hafsteinn Austmann listmálari hefur sýningu á nokkrurn olíumálverkum í húsakynnum Regnbogans í Banka- strœti. Málverkin veröa til sýnis þessa viku, en að þeim tíma liönum mun liann sýna þarna nokkrar vatnslita- myndir. Allar myndirnar eru til sölu. — Myndin liér að ofan er af sýningu Hafsteins. Þá ónærgætni sem blaðið sýndi aðstandendum okkar með þessu athæfi, þar sem það mátti vel vita að frétt þessi gat orðið Jyrsta vitneskja sem aðstandend- um okltar barst um slysið, sem og raunin varð um marga þeirra. Þar sem þetta er ekki í fyrsta sinni sem blöð gerast sek um slikt ábyrgðarleysi í flutningi frétta af slysum viljum við beina þeim tilmælum til blaðanna að í sambandi við þau slys sem kunna að verða í fraintíðinni gæti þau fullrar varúðar hvað snertir tilfinningar þeirra sem þar kunna að eiga um sárt að binda, áður en þau senda frá sér fréttir um þau út á götuna. Neskaupstað 6. jan. 1957. Halldór Halldórsson, Gils Svein- Skemmdir á raf- leiðslum vegna eldinga Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Nokkrar skemnulir urðu á rafleiðslum í Grímsnesinu af völdum eldinga aðfaranótt sl. sunnudags. . Mikið var um eldingar hér undanfarnar nætur, en þó aðal- lega aðfaranótt sunnudagsins; mátti heita að stanzlaust eld- ingaveður væri í 2 stundir um nóttina. Á Stóru-Borg í Gríms- nesi skemmdist raflínustaur af völdum eldingar og spennir eyðilagðist, ennfremur eyði- lögðust háspennuöryggi og yrðu fleiri smærri skemmdir á nokkrum öðrum stöðum. Aburðarverksmiðian 18% fram yfir áætluð afköst Afköst Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi urðu s.l. ári 18% nieiri en upphaflcga var áætlað að lágmarksafköst verksmiðjunn- ar yrðu á ári. Verksmiðjan framleiddi á ár- inu 21 235 lestir af áburði. Fluttar voru út 4 þús. lestir af áburði, og hafa þá alls verið fluttar út 8 þús. lestir af fram- leiðslu verksmiðjunnar. Konunglegi óperuskólinn í Kaupmannahöfn hefur boð- ið Magnúsi Jónssyni óperusöngvara ókeypis nám viö skólann í 2—3 ár. Er hér um sérstætt tilboð aö ræöa, sem aöeins afburöa efnilegum söngmönnum er boöið, og yfirleitt ekki útlendingum. Magnús Jónsson skýrði blaða- mönnum frá því í gær að sér hefði borizt bréf frá Reumerts- hjónunum með tilboði þessu. Telur hann að hann eigi áhrif- um þeirra að þakka þetta góða tilboð og kveðst standa í mikilli þakkarskuld við þau. Að sjálf- sögðu hefur hann tekið boðinu og hyggst stunda þar söngnám næstu 2—3 árin og jafnframt leiklist. Magnús Jónsson er það kunn- ur söngvari að óþarfi mun að fjölyrða um hann. Hann lærði söng hjá Pétri Jónssyni óperu- söngvara um tveggja ára skeið, en fór því næst til Ítalíu og stundaði söngnám þar í 3 ár. Fyrstu sjálfstæðu söngskemmt- un sína hér heima mun hann hafa haldið vorið 1952. Meðan hann stundaði söngnám á Ítalíu söng hann eitt sinn opinberlega hlutverk í óperunni Rigólettó. Hér heima hefur hann sungið hlutverk í þrem óperum og tveimur óperettum. Að sjáifsögðu fylgja honum allar beztu óskir er hann fer í söngnám til Kaupmannahafnar, en il-lt værj til þess að vita ef enn væri ekki lokið þeim tíma hér að við missum beztu söng- mennina úr landi. r~ > Tvær athyglisverðar aflasölur í Bretlandi í gær I gær seldu þrír íslenzkir togarar afla sinn í Bretlandi og eru sölur tveggja þeirra athyglisveðar. Annar þessara tveggja togara, Röðull, seldi í Grims- by 206 lestir fyrir 15068 sterlingspund, sem er hæsta verð er fengizt hefur. Togarinn Isólfur seldi í Hull. Hann var með 215% lest, en 135 lestir eða meir en helmingur afla hans var talinn óhæfur til neyzlu og fyrir afganginn áf aflanum, 82.3 lestir fékk togarinn 5562 sterlingspund. Enn er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða neitt um hvað veldur því að meir en helmingur af afla ísólfs var dæmdur óhæfur, en þetta virðist enn ein alvarleg á- mirming um að vanda meðferð aflans. ujlríWtijsr mrc>tv Svo langt var orðið frá því Ólajur Thors og Bjarni Ben. höfðu verið í stjórn- arandstöðu, að þeir fundu 'ekki strax varanlega aðferð í áróðri sínum. Hefur stjórnarandstaðan verið svo skrítin og umhleypingasöm, að einna helzt hefur líkzt dansinum „Hristing og veltu“, sem Reykvíkingar og nœrsveitamenn hafa sér til augnagamans og athlœg- is þennan vetur. Fyrst var það vitið. Vitið í þjóðinni átti allt að vera í þeim hluta hennar sem fylgdi Sjálfstœðisflokknum, og raunar var svo að skilja að mest af því vœri saman- komið í ofurmönnunum tveim Ólafi Tryggvasyni (Jensen Thórs) og Bj arna Ben. Aldrei var minnzt á þriðja ráðherrann í sálugri stjórn, Irigólf kaupfélags- stjóra á Hellu, enda þótt lítil Hkindi séu til að hann yrði lægri en Ólafur og Bjarni í greindarmælingu hjá Matthíasi. Nú var Is- landi hætt. Hinir miklu vit- menn horfnir úr ríkisstjórn og mim vitgrennri menn seztir í ráðherrastóla. Morg- unblaðið hefur, einkum eft- virðulega bandalag að hafa ir að Bjarni Ben. varð rit- herstöðvar á íslandi meðan stjóri þess, oftlega gefið í heimur stendur, og væri skyn, að engri átt næði að enda eina vörn friðar og fara svo óskynsamlega með réttlætis í heiminum. vitið í landinu. Nœsta dag var sannað með jafnsterkum rökum að Svo var það harkan. vegna íhlutunar rússnesks Stjórnarandstaðan átti að hers i Ungverjalandi œttu einkennast af hörku. Svo ó- íslendingar að þakka fyrir heppilega vildi til, að það erlendar herstöðvar í landi var Sigurður Bjarnason frá sínu um aldur og ævi. Vigur sem boðaði hið nýja En eitthvað var að. fagnaðarerindi stjórnarand- „Hristingurinn“ og „velt- stöðu Sjálfstæðisflokksins, urnar“ urðu œ trylltari, en hörkuna. Þá var brosað um einhvernveginn urðu dans- land allt. Nokkru síðar endur þess áskynja að á- voru tveir menn í ritstjórn horfendurnir, fólkið í land- Morgunblaðsins aðlaðir, inu, létu sér fátt um finnast. titlaðir aðalritstjórar. En Sjálfum fannst þeim Morg- Sigurður Bjarnason var unblaðsmönnum að himinn- bara ritstjóri, réttur og inn hlyti að hrynja, eða þó sléttur. Var sem harkan alltaf ríkisstjórnin. En ekk- hefði ekki reynzt fremur ert gerðist. Áhorfendur að sannfærandi en vitið áður. hinum daglega rock-and- roll í Morgunblaðinu virt- Svo fór líf að færast í ust meira að segja missa tuskurnar. Morgunblaðslið- áhugann, eins og í Breið- ið tók að sprella með öllum firðingabúð. þeim tilburðum sem ein- kenna „Hristing og veltu“. Góð ráð voru dýr. Og nú Nú skyldi hristst svo að gerðist það samtímis að vit- ríkisstjórnin félli. Einn mennirnir báðir rifu sig úr daginn er sannað í Morgun- jökkunum, spörkuðu af sér blaðinu að vegna þess að skónum, hrinu og æptu. Nú tvö stórveldi Atlanzhafs- skyldi þjóðin hlusta og bandalagsins höfðu rofið horfa! Þeir Ólafur og sáttmála þess bandalags og Bjarni höfðu borið saman hafið árásarstríð, œtti þetta allt sitt vit, og árangurinn varð þetta sjónarspil sem lengi mun í minnum haft. Þeir fluttu á Alþingi van- traust á ríkisstjórnina og sönnuðu að hún vœri óhœf vegna þess að hún hefði svikið loforð sitt að reka bandaríska herinn úr landi. Ennfremur vœri hún óhœf vegna þess að hún færi sömu leiðir í efnahagsmál- um og Sjálfstæðisflokkur- inn hefði alltaf farið. Alykt- unin sem fólkið áti að draga af atferli vi tmannanna miklu var svo þessi: Rík- isstjórninni er ekki treyst- andi! Nú fáum við nýjar kosningar, gefum flokki Ólafs Tryggvasonar Thors og Bjarna Ben. meirihluta, svo þeim megi auðnast að reka bandaríska herinn úr landi og framkvæma stefnu- mál vinstri stjórnar í efna- hagsmálum! Þannig hefur sú stjórnar- andstaða sem fyrst kenndi sig við vit og síðan hörkv. nú fengið þá einkunn í vit- imd fólksins er verða muv. ólíkt lífseigari en hir.ar tvœr. Á fána stjórnarand- stöðu Ólafs Thors og Bjarna mun nú letrað: „Hristirigur og velta“. Eða bara á bandarísku, svo vinirnir skilji það líka: Rock aná roll.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.