Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 6
fl) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. janúar 1957
ÞlÓÐVlLllNN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýöu — SósíaMstaflokkurinn
Verðlagsmálin
TJin af þeim ráðstöfunum sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
forustu um á sínum tíma til
hagsmuna fyrir braskara og
milliliði var að afnema allt
raunverulegt eftirlit með verð-
lagningu í landinu. Ákvörðun
um álagningu á vörur og um
hverskonar þjónustugjöld var
afhent þeim aðilum sjálfum
sem þar höfðu mestra hags-
muna að gæta gagnvart al-
menningi. Afleiðingarnar létu
ekki á sér standa. Allt verð-
lag fór stórlega hækkandi.
Milliliðirnir hækkuðu álagn-
ingu sína að eigin vild og
framkvæmdu hina stórfelld-
ustu féfléttingu á almenn-
Ingi. Sjálfstæðisflokkurinn og
blöð hans sungu þessari starf-
semi lof og dýrð og hélt því
stöðugt fram að þetta væri til
mikilla hagsbóta fyrir neyt-
endur!
flJú liggur það í augum uppi
að innflutningur vara til
iandsins og dreifing þeirra
meðal neytenda á að vera
þjónu.-.tustarf en ekki upp-
spretta ótakmarkaðs gróða
fyrir þá sem þessi störf
stunda. En þetta sjónarmið
verður ekki tryggt í reynd
nema með beinum afskiptum
þjóðfélagsins. Milliliðirnir hafa
sterka tilhneigingu til að ætla
sér ríflegri skerf en nokkur
sanngirni mælir með. Og þeir
hafa óspart notað sér það
fre'si sem Sjálfstæðisflokkur-
irsn lofsyngur til þess að
tryggja aðstöðu sína og auk-
in:i gróða. Samkeppnin er að-
eins að nafninu til. I reynd-
inni hafa milliliðirnir sam-
tök sin á milli um verðlagn-
inguna eins og þekkt er úr
starfsemi olíufélaganna og
•fleiri aðila. Gróðafrelsi Sjálf-
stæoisflokksins er því mikið
■hagsmunamál fyrir milliliðina
dýrt og óheppilegt fyrír-
komulag fyrir allan almenn-
ing sem er ofurseldur vilja
þeirra og dutlungum.
T>að hlaut að verða ein af
*• meginkröfum verkalýðs-
samtakanna í sambandi við
lausnina á vandamálum fram-
„ leiðslunnar eftir að ríkisstjórn
vinstri flokkanna tók við völd-
um að gerð yrði gangskör að
því að draga úr álagningu og
gróða milliliðanna. Sú varð
líka raunin á. Ein af þeim
hliðarráðstöfunum er um
samdist við ríkisstjórnina þeg-
ar gengið var frá aðgerðunum
til stuðnings sjávarútveginum
og fiskiðnaðinum var að tekið
yrði upp aukið og eflt verð-
lagseftirlit. Áður hafði ríkis-
.stjórn’n. lagt bann við öllum
verðhækkunum fram til ára-
jnóta í sambandi við samning-
ana í sumar við verkamenn og
þændur um óbreytta vísitölu
og verðlag búnaðarvara. Með
því hafði tekizt að hindra fyr-
irhugaðar verðhækkanir á
_ýmsum sviðum sem voru yfir-
vofandi og íhaldið ýtti undir
af öllum mætti. Gilti sú fest-
ing verðlagsins raunverulega
aðeins til áramóta.
m.„
f samræmi við kröfur verka-
lýðssamtakanna hefur nú
verið ákveðið að banna allar
verðhækkanir nema til komi
sérstakt samþykki verðlags-
yfirvaldanna í hverju einstöku
tilfelli. Hafa fram að þessu
engar hækkanir verið leyfðar
nema lítilsháttar á öli og gos-
drykkjum í verzlunum. Fram-
leiðendur og fyrirtæki verða
nú að færa órækar sannanir
fyrir því að ekki sé hægt að
anna starfseminni að óbreyttu
verðlagi eigi kvartanir þeirra
að verða teknar til greina. Nú
þegar hefur álagning í heild-
sölu á ýmsum stórum inn-
fluttum vöruflokkum verið
skorin verulega niður. Birtu
verðlagsyfirvöldin um þetta
tilkynningu skömmu fyrir ára-
mótin sem mæltist mjög vel
fyrir meðal almennings.
f^að er krafa og vilji neyt-
* enda í landinu að verð-
lagsmálin verði öll tekin föst-
um og öruggum tökum og
þess gætt að fyrirmælum hins
opinbera íverði hlýtt út í æsar.
Álagningu alla í heildsölu og
smásölu verður að miða við
það eitt að þessi þjónustu-
störf verði sómasamlega rækt
en færi ekki þeim sem annast
þau stórfelldan og óeðlilegan
gróða. Sú nýskipan sem nú er
verið að gera í verðlagsmálum
og yfirstjórn þeirra gefur góð-
ar vonir um að þessi regla
verði höfð í heiðri. En öll átök
í þessum efnum munu kosta
baráttu við gróðasjónarmiðin
ogeinkahagsmunina sem íhald'
ið er fulltrúi fyrir. Og menn
mega eiga á ýmsu von í á
róðri íhaldsins. Það mun
hvorki skirrast við að hvetja
milliliði og aðra aðila sem
telja sig þurfa á hækkunum
að halda til sem mestrar
kröfuhörku og ósvífni né held-
ur mun það hika við að hrópa
upp um hverja verðbreytingu
í því skyni að æsa upp gegn
stjórnarvöldunum.
A llur almenningur þarf að
**• vera vakandi á verðinum
í þessum efnum og gera sér
sem bezt far um að fylgjast
með verðlaginu og ákvörðun-
um verðlagsyfirvaldanna.
Neytendurnir þurfa sjálfir að
líta á sig sem virka aðila og
þátttakendur í að halda verð-
laginu í skefjum og að sjá um
að fyrirmælum stjómarvald-
anna sé hlýtt. Þeim ber tafar-
laust að gera verðlagseftirlit-
inu aðvart verði þeir varir við
óleyfilegar verðhækkanir eða
að ákvarðanir um verðmerk-
ingar séu sniðgengnar. Árang-
urinn veltur á því að sem bezt
samvinna takizt milli verðlags-
yfirvaldanna og þess mikla
fjölda neytenda í landinu sem
á afkomu sína undir því að
verðlaginu sé haldið í skefj-
um og gróði milliliðanna tak-
markaður sem mest.
HÖFTJNDUR þessa opna bréfs,
Skúli Magnússon, tók stúd-
entspróf frá menntaskólan-
um á Akureyri á s.L vori
og er nú kennari við gagn-
fræðaskólann í Vestmanna-
eyjum.
Þórarinn Bjömsson, skóla-
meistari, hélt aðalræðuna 1.
desembér. Kom hann viða við,
en ræddi aðeins losaralega
um hvert atriði. Ræða hans
hlaut að vekja mig til nokk-
urrar umþenkingar, og vil ég
nú beina til hans nokkram
orðum.
Þú telur tvennt standa ís-
lenzkri æsku mest fyrir þrif-
um. „Þetta tvennt eru pening-
ar og skoðanir". Svo segir
þú: „En því óháðari (þ. e.
skoðunum, eins og sést af
samhenginu) sem vér eram
því færari verðum vér um að
sjá hlutina eins og þeir eru,
og því réttari verða dómar
vorir og niðurstöður". Hvað
era skoðanir annað en „dóm-
ar og niðurstöður?" Sem sagt:
eem sagt „óheilbrigðir og
öfgafullir í skoðunum" vegna
þess, að þeir eru rökhyggju-
menn. Réttastar niðurstöður
hljóta grautarhausamir þá að
fá. Nýstárleg og kynleg skoð-
un, enda áreiðanlega, sam-
kvæmt þinni eigin línu, á eng-
um forsendum reist. Ennþá
kynlegri virðist hún, þegar
það er haft í huga, að gáfað-
ur menntamaður talar.
Eg veit, að þú hefur liðið
píslir og sálarkvalir af að vita
nokkra nemendur þína hafa
marxistískar skoðanir. Eg veit
lika, að þú hefur staðið rök-
þrota gegnt þeim nemendum
þínum, sem „intellectuellir eða
rökhyggjumenn“ vora. Þú
hefur gefizt upp við að brjóta
niður rök þessara manna og
í angist þinni grípur þú til
þess, að afneita rökhyggjunni,
afneita sannleikanum. „Mann-
legt en ekki stórmannlegt."
1 rökþrotum þínum var
vöm þín þessi: Mannleg skyn-
semi getur mælt óravíddir
himingeimsins og smæð at-
OPIÐ BRÉF
til Þórarins Bjömssonar
skólameistara
írá
Skúla Magnússyni
því skoðanalausari sem við
erum því réttari era skoðanir
okkar. Fullkomnasta skoðun
hefur skoðanaleysinginn. Og
hví eigum við að höggva eft-
ir réttum „dómum og niður-
stöðum“ fyrst skoðanaleysið
er aðal hins sanna manns?
Skilji þeir, sem skilninginn
hafa, ég skil þetta ekki.
Þekking okkar er hús, sem
stöðugt er reist ofan á. Á
grandvelli skoðana fellum við
nýja dóma. Nú kennir þú, að
undirstaðan skuli aldrei lögð,
steinunum ætíð raðað í laus-
an sandinn. Hvert væru vís-
indin komin, ef þau hefðu
fylgt þessari kenningu þinni?
í ræðu haldinni í Stúdentafé-
lagi Reykjavíkur 1. desember
árið 1954 (birt í 276. tbl.
Morgunblaðsins) játar þú
samt: „Öll fræði eiga sitt
samfellda kerfi, stærðfræði,
náttúrufræði, málfræði, án
þess verður ekki komizt ....
þeim (þ. e. stúdentum) er
kennt að vitna í reglur máli
sínu til skýringar og sönnun-
ar. En þetta er ekki með öllu
áhættulaust". Þú varst að
tala um þann höfuðlöst ís-
lenzkra stúdenta, að þeir væru
„óheilbrigðir og öfgafullir í
skoðunum" og áttir þar við
að þeir væra kommúnistar
margir hverjir. Höfuðhættan
stafaði af því, að þeir væra
„intellectuellir eða rökhyggju-
menn,“ því þá hætti þeim við
að verða „óheilbrigðir og
cfgafullir í skoðunum“ (þ. e.
kommúnistar). Menn verða
ómsins, en mannlegt samfélag
getur enginn skilið, til þess er
maðurinn of flókinn, of óút-
reiknanlegur, rökhyggjumað-
urinn er verst settur, fær
röngustu niðurstöðurnar,
grautarhausinn þá beztu, fær
réttustu niðurstöðurnar. Þessi
skoðun þín kom fram í ræð-
unni ’54 og margoft við nem-
endur þína. Flókið fyrirbæri
er ekki sama og óskýranlegt
fyrirbæri, því aðeins að það
lúti ekki lögmáli hugsunar-
innar, orsakalögmálinu, er það
óskýranlegt. Sé það óskýran-
legt gildir orsakalögmálið ekki
í því tilfelli. Fyrst það gildir
ekki alltaf getum við ekki vit-
að hvenær það gildir og hve-
nær ekki. Þú getur ekki verið
viss um það í þessari „rök-
fæi'slu" þinni. En allar rök-
færslur verða að byggja á or-
sakalögmálinu, því, að ákveð-
in forsenda eða forsendur
krefst einnar og aðeins einnar
ákveðinnar niðurstöðu. „Rök-
færsla“ þín er því fölsk, þú
hnýtur um þín eigin orð. Á
grandvelli hennar getur þú í
hæsta lagi varað við fljót-
færni í ályktunum. Afneitir
þú marxismanum verður þú
að gera það með rökum, gef-
ist þú upp á því, sem þú hef-
ur gert, verður þú að viður-
kenna hann. 1 stað þess hefur
þú nú afneitað skynseminni
eða rökhyggjunni með aðferð-
um hennar. Þú ert ósamþykk-
ur sjálfum þér, ert við-
undur í „logic“ þinni. Játir
þú t.d. að sami hluturinn get-
ur ekki verið í senn hvítur
og ekki-hvítur. (A er ekki
ekki-A í rökfræðinni), verður
þú að játa að mannlegt sam-
félag hefur vissa ákveðna eig-
inleika á vissum ákveðnum
tímapunkti, það er ekki í senn
svona og ekki-svona. Sam-
kvæmt orsakalögmálinu hljóta
vissar forsendur að hafa eina
og aðeins eina ákveðna nið-
urstöðu í för með sér, í sam-
félaginu býr alltaf óhjá-
kvæmileg nauðsyn. Þetta er
í heimspeki kallaður determin-
ismus, sem einhver hefur þýtt
(villandi) nauðhyggju á is-
lenzku. Þetta er skilyrði alls
mannlegs starfs, það sjálfsagt
að ekki er tekið eftir því.
Væri þetta rangt væri allt
starf unnið fyrir gýg. Orsaka-
leysið myndi gera verk
mannsins að engu. 1 Rökfræði
eftir Símon Jóh. Ágústsson,
kennslubók við Háskóla ís-
lands, stendur á bls. 137. „Öll
vísindi gera ráð fyrir nauð-
hyggju“. Með þessari „rök-
færslu“ þinni afneitar þú ekki
aðeins grandvelli vísindanna
heldur einnig grandvelli mann-
legrar viðleitni og mannlegr-
ar tilvera. Margir hafa verið
ánægðir með að færast minna
í fang. Mannlegt samfélag lýt-
ur nauðhyggju og er því skýr-
anlegt. Annað kemur hér til.
1 vísindunum er heildin rann-
sökuð án þess gengið sé út
frá einstökum pörtum hennar,
meira að segja áður en menn
þekkja samsetningu heildar-
innar. Eiginleikar efnanna og
lögmál eðlisfræðinnar voru
fundin áður en menn vissu að
heimurinn var settur saman
úr atómum. Lögmál samfé-
lagsins verða eins fundin,
þótt vilji einstaklinganna sé
ekki hafður í huga. Þessu vilt
þú neita, hinir flóknu óút-
reiknanlegu einstaklingar
breyta hér öllu um, staðhæfir
þú. Þetta hefði það þó ekki
í för með sér að samfélagið
væri óskýranlegt, við yrðum
aðeins að byrja á manninum
sjálfum. Maðurinn hefur þá
sérstöðu að hann er gæddur
vilja. Hann er einnig gerandi,
framkvæmir innan félags-
heildarinnar, skapar söguna.
Hvemig er vilji hans tilorð-
inn? Við fæðingu hefur hann
engan vilja og engar skoðanir.
Vilja sinn öðíast hann við að
alast upp í félagslegu um-
hverfi, auk þess vilja, sem
honum er eiginlegur og öllum
mönnum og dýrum sameigin-
legur, þ. e. hann leitast við
að viðhalda sjálfum sér sem
einstaklingi og tegund. Án fé-
lagsheildar verður enginn
maður, aðeins dýr. Hann öðl-
ast skoðanir og vilja fyrir
verkanir félagsheildarinnar á
hann. Þjóðfélagið skapar
manninn eða réttara sagt
víxlverkanir þess og erfða-
eiginleika hans. Erfðaeigin-
leikarnir eru „konstant“ eig-
indir, félagsheildin er síkvik
og breytileg, sífelld ■ verðandi.
Margtönnlazt er á því, að
„svo sé margt sinnið sem
skinnið". Þetta er aðeins hálf-
ur sannleikur. Öllum fjölda
manna er miklu meira sam-
eiginlegt en ósameiginlegt.
Mismunurinn er aðeins til-
brigði við sama stef. Því sam-
eiginlega, sem langmestu
varðar, tökum við ekki eftir,
það er of sjálfsagt og athygli
mannsins snýst ætíð um mis-
Framhald á 10. síðu