Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 10
10) —^ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. janúar 1957 Opið bréf Framhald af 7. síðu muninn, fjölbreytileikann. Samfélagið ákvarðar fjöldann, verk hans falla saman við lögmál þess. Afbrigðið megn- ar engu nema því, sem er fé- lagsleg nauðsyn. Maðurinn „hefur frelsi til að velja og hafna,“ en hann velur aðeins í samræmi við vilja sinn, sem félagsheildin skapar. Þarna er síðasta hálmstrá þitt rifið upp með rótum. Að segja skoðanir og rökhyggju mestu hættuna fyrir íslenzka æsku er manni, óbrjáluðum á söns- um, þó að ekki sé mennta- maður, auðvitað hin mesta hneisa. ,,Og æskuna vantar hollar hugsjónir," segir þú. Er hug- sjón ekki skoðun? Og var ekki skoðunin mesti bölvaldur æskunnar? Klókir menn geta reynt að sameina þessar tvær fullyrðingar þínar. „Það er ofur skiljanlegt, að það sé erfitt fyrir mann, sem af frómum hug á morgni lífsins hefur játazt undir skoðun og eignazt hugsjón," segir þú og átt þar við kommún- ista. Þar játaðir þú að komm- únisminn er hugsjón, en telur hann óholla hugsjón. Síðan segir þú: „Nýlega tal- aði við mig gáfaður piltur, sem verið hafði trúaður kommúnisti en samvizkan gert uppreist eftir atburðina í Ung- verjalandi. Trúin var glötuð. „Á hvað á ég nú að trúa? hálfhljóðaði hann. Eg fann, að hann langaði til að leita sér athvarfs hjá kris'tinni kirkju. Þó var hann hikandi. Eg ráðlagði honum afdráttar- laust að gera það, ef hann gæti.“ Aumingja pilturinn. Um trúna sagðir þú á öðrum stað: „Nú höfum vér of margir tapað sambandinu við hina æðstu veru (þ.e. guð), kjarna tilverunnar." Þarna fórstu með ósannindi. Eg nota ekki sterkara orðalag, eingöngu vegna kurteisinnar, þó að tilefni sé -til. Á ofan- verðum síðastliðnum vetri sagðir þú, af dýpstu einlægni hjarta þíns við nemendur þína, að þú vissir ekki hvort ■þessi guð væri til, en varðst að viðurkenna að nokkuð væri það þunnt, varst í algjörum vafa. Nú er hann ekki aðeins til, heldur er „kjarni tilver- unnar“ og ber okkur að hafa við hann „samband". Ýmis- legt má nú hafa að hræsnis- máli fyrr en guð. Þegar pilt- urinn hjartasjúki hrópaði eft- ir hugsjón eftir skipsstrand kommúnismans í Ungverja- landi ráðlagðir þú honum að snúa sér til þess guðs, sem þú veizt ekki hvort til er. Hugsjón áttir þú enga til fyr- ir hann nema þá sem á táli er reist. Strengurinn, sem átti að draga piltinn á land, var slitinn og feyskinn að þín- um eigin dómi. Þú vélaðir hina voluðu sál. „Að vanda hvert það verk, sem honum væri trúað fyrir, og reyna að láta gott af sér leiða“ (hvern- ig?), er gott út af fyrir sig og sjálfsagt að áminna ungan mann um, en það er sjálfs- rækt, ófullnægjandi sál, sem kallar eftir ,,trú“ og út í hött í þessu sambandi. Þú átt enga hugsjón til að tefla fram í stað (og á móti) kommún- ismans sem manninum sé verð. Þú hefur óbeint en afdráttar- Iaust játað að mannkynið á enga hugsjón slíka sem kommúnismann. Borgaraleg hyggja á enga hugsjón til að keppa um hjörtu „gáfaðra pilta“ við hugsjón kommún- ismans. „Kristna kirkju“ skul- um við athuga nánar. Þegar þú hafðir lýst vonzku Rússa í Ungverjalandi, taldir þú kommúnismann afhjúpaðan og fallinn og skoraðir eldleg- um móði á unga menn að snúa við honum baki. Rök- færsla þín var í fáum orðum þessi: Rússar frömdu glæp, ergó kommúnisminn er fall- inn. Slíkri rökfærslu er hægt að beita við krakka í barna- skóla í blekkingarskyni, en ekki fullorðið fólk. Kaþólsk kirkja brenndi saklaust fólk hópum saman, ofsótti „trúvill- inga“ miskunnarlaust, undir hennar merkjum og í hennar anda eyddu evrópskir menn algjörlega menningu Ameríku- Indíána, að ekki sé talað um hversu þeir brytjuðu íbúana niður. Lúther var svo elsku- legur að lýsa innræti sínu þessum orðum: „Það er kom- inn tími til þess, að þeir verði drepnir sem óðir hundar. Hér eiga menn að berja, drepa, stinga leynt og ljóst, hver sem betur getur. Svo furðu- legir tímar eru nú, að fursti getur þjónað himninum betur með að úthella blóði en með bænum“. Þeir, sem drepa á „sem óða hunda," eru alls- lausir bændaöreigar Þýzka- lands, kvaldir og plagaðir af drottnum sínum og kúgurum. En þeir, sem drepa eiga, eru þýzkir landsaðalsmenn, kúg- arar þeirra tíma. Kalvín var eins og allir vita grimmari miklu og ofstækisfyllri. Fleiri styrjaldir hafa verið háðar í nafni trúarinnar og fleiri menn drepnir en í nafni nokk- urs annars. Þínir vítt flökt- andi þankar og efahyggja gátu ekki slysazt hjá að sjá hliðstæðuna. Trúin hefur framið glæpi, ergó hún er fallin. En þú „ráðlagðir hon- um afdráttarlaust að gera það,“ (þ.e. „leita sér athvarfs hjá kristinni kirkju"). Hvað er ósamræmi, ef það er ekki þetta? En hugsjón fellur ekki um sjálfa sig við það, að glæpir eru framdir i nafni hennar. Hún stendur eða fell- ur vegna gildis sjálfrar sín. Hugsjón kaþólskrar kirkju var hugsjón lifsafneitunarinn- ar og þessa óvissa guðs, en hug sjón kommúnismans eer hug- sjón lífsins og mannsins. Hug- sjón hafa mótmælendur enga átt, ef frá eru skilin nokkur augnablik heilagrar vandlæt- ingar á spillingu hinnar ka- þólsku, aðra en að gera eign- ir klaustra og kirkju að ráns- feng ríkisins, færa magakeis- inn ofurlítið um set. Þar fell- ur hugsjón kirkjunnar, en hugsjón kommúnismans stend- ur. Vildi maður reyna að færa orð þín til betri vegar, gæti maður vonað að í stað þess að segja, að skoðanir séu versti löstur íslenzkrar æsku, hefðir þú ætlað að segja, að, „óheilbrigðar og öfgafullar'1 skoðanir væru versti löstur ís- lenzkrar æsku, eins og þú tal- aðir um fyrir 2 árum, hefðir viljað vara menn við að á- kvarða skoðanir sínar í eitt skipti fyrir öll og breyta þar engu um, hvaða röksemdir sem kæmu fram og á hverju sem gengi. Ekki batnar hagur kirkjunnar við það. Skoðanir hennar eru ákvarðaðar í eitt skipti fyrir öll, opinberaður himneskur sannleikur, dag- sannur. Marxisminn er eina stefnan, sem gerir ráð fyrir takmörkunum sínum, gerir sér ljóst að skoðanir geta aðeins orðið spegilmynd veruleikans, ekki alsamar honum, hann gerir ráð fyrir þróun sinni og sífelldu endurmati kenninga sinna. Frá þessu sjónarmiði gazt þú ráðlagt piltinum sund- urkramda að snúa sér að marxisma en ekki kristinni kirkju. Þetta mál hefur aðra hlið. Mér er kunnugt hver hinn „gáfaði piltur" er. Mér er einnig kunnugt, af hans eigin vörum, að alrangt er farið með samtal ykkar. Þar sem þú lætur hann afneita komm- únismanum, deildi hann ein- göngu á framferði ,,Rússa“ og kvaðst ekki geta litið þá sömu augum framvegis og hann hefði gert. Þvert á móti .’eyndi hann að gera þér ljóst, að ,,Rússar“ og sósíalismi væri sitt hvað og að hann væri sami sósíalistinn eftir sem áður. Þar sem þú taldir hann vilja snúa sér að „kristinni kirkju", var hann að skýra fyrir þér hliðstæðu milli hennar (réttara frum- kristni) og kommúnisma. Þegar þú komst svo fram fyr- ir alþjóð 1. desember vildir þú skiljanlega sýna dæmi þess, að flótti væri brostinn í hið marxistiska lið. Þá var það, að þú greipst til fals- ana í trausti þess, að ekki yrði upp um þig komið. Mér er ljóst að þér eru hæg heimatökin að, þræta, ef þú vildir. • Það skiptir mig þó engu. Þú getur ekki þrætt gegn þinni samvizku. Tilgang- urinn hefur helgað meðalið. Neitandi tilvist lögmálsbund- innar félagslegrar heildar, en lítandi á mannfélagið ein- göngu sem hrærigraut eða kaos fríviljaðra einstaklinga, félagslegar hugsjónir virðast þá vera út í hött, það eitt tel- urðu gilda að hver bæti sig. Og talandi þessi orð byrj- arðu á sjálfum þér á þennan miður sannfærandi hátt. Þeg- ar hæstu öldur ofsa þíns eru brotnar gæturðu reynt að glíma við þessa spumingu: Hver er siðferðilegur styrkur þeirrar lífsskoðunar, sem þannig gerir hina heiðvirðustu sál að lítilmenni? „Og æskuna vantar hollar hugsjónir“. En hvers vegna þarfnast hún hugsjóna til að lifa fyrir? Einfaldlega vegna þess, að einstaklingurinn er ekki sjálfum sér nógur. Að öðrum þræði er maðurinn ein- staklingur, þarfnast persónu- legs frelsis og persónulegrar lífshamingju, hann skynjar sig sem einstakling. Að hin- um þræðinum er hann félags- vera, óhugsanleg án félagslegs umhverfis, öðlast fyrst ham- ingju í félagslegri nautn, í sjálfgleymi innan félagsheild- ar, og finnur fyrst sjálf- an sig i hugsjón sinni, það er þegar hann gleymir sjálfum sér vegna félagsheildarinnar. Maður, sem stöðugt bindur hugann við sjálfan sig, er sí- fellt óánægður. Maður, sem gleymir sér í starfi sínu, finn- ur ekki til lífsleiða. Þekkja þetta allir úr persónulegri reynslu. I listum öðlumst við fullkomnustu nautnina, þegar aðrir menn njóta með okkur. Glaðastir verðum við í sam- huga félagsheild. Einstak- lingshyggjan neitar félags- legu eðli mannsins. Maðurinn á að lifa fyrir sjálfan sig, fara eigin leiðir. „Sjeníinu“ eða „ofurmenninu" er allt kleift, hinum félagslegu forsendum er neitað. Og einstakling- urinn skal leita hamingj- unnar einn og óstuddur. í fimm aldir, allt frá dögum í- tölsku húmanistanna, hafa hugsuðir upphafið einstak- linginn, boðað einstaklings- hyg&ju. Bókmenntir þessara alda og óperulist frá Verdi til Wagners, hafa tilbeðið hetj- una og lýst ofsa og mikilfengi ofþandra mannlegra ástríðna, neitað hinum félagslegu eig- indum mannsins, villt honum sýn. Afleiðingarnar eru komn- ar í ljós. Vesturlandabúinn er sjálfbirgingslegur, óeirinn, ríf- andi niður sín eigin verk og óhamingjusamur í einstæð- ingsskap sínum. 1 fjrrndinni var maðurinn rifinn úr tengsl- um við ættina. Síðar var hann rifinn úr tengslum við fjöl- skylduna. Ekki hefur hinn borgaralegi heimur bætt úr skák. Einstaklingurinn er rekald í hafsjó alheimsmergð- arinnar. Yfirstéttin, sem þarf ekki að hugsa um annað en þægindi og skemmtanir, allri hugsun hennar er beint að sjálfri sér, er jafnóhamingju- söm eða óhamingjusamari en öreiginn, sem húsnæðislaus sveltur. I þessa tvo hópa leit- ast kanitalisminn við að skipta öllu mannkyni. Og miðstéttin, sem hefur komið sér sæmilega fyrir, lifir fyrir lifsþægindi sín, hrædd við að verða hrundið niður í öreiga- stéttina, er hugsjónasnauðust allra og síóánægð. Lífsþreytt- ar og offylltar auðvaldskerl- ingar leita í elli sinni á náðir kirkju og ,,mannúðarfélaga“, sér til dundurs og til að gefa fyrir sálum sínum. Kaþólsk kirkja, sem varðveitt hefur félagshyggju sína, getur full- nægt manninum og er því ó- klofin. En hið lútherska við- undur er margklofið í sértrú- arhópa, sem fólk leitar til í óhamingju sinni. Eins og hinir háu og myrku múrar klaustr- anna höfðu undramikið að- dráttarafl, dregur félags- hyggja kommúnismans „gáf- aða pilta“ að sér, eins og seg- ull dregur að sér stál. Hellen- ar voru einstaklingshyggju- menn, þeir hættu að vilja lifa. Lífsleiðinn er að verða nokk- uð útbreiddur á Vesturlönd- um. Eitt verður þó að játa. Einstaklingshyggjan getur (og hefur) lyft einstakliugun- um til mikilla afreka. Hún hafði sögulegu hlutverki að gegna, en stendur nú Vestur- löndum fyrir þrifum. Afburða- maðurinn er óvenju þroska- mikil urt, sem aðeins getur vaxið upp úr vel yrktum akri. Þann skilning þarf fé- lagshyggja framtíðarinnar að hafa, þá mun hún Iyfta bæði einstaklingnum og heildinni, hvoru tveggja til heilla. Öfga- full einstaklingshyggja er ein af þverstæðum borgaraiegrar hyggju. Sonur smiðsins frá Nasaret mun hafa sagt eitt- hvað á þann veg, að sá er yf- irgæfi lífið myndi finna það. Þar er falinn lykillinn að mannlegri hamingju. Ham- ingjan er fólgin í þvi að gleyma sjálfum sér fyrir fé- lagsheildina. Maðurinn er skapaður fyrir meðbræður sína, en ekki eingöngu fyrir sig sjálfan. Þess vegna finn- ur enginn hamingju, sem hennar leitar. Þetta er orðinn nokkur útúrdúr, en ég gat ekki setið á mér að fara hann. (Meiira) Laugavegi 36 — Sími 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum. — Póstsendum þ/óSv/7/onn ÚfbreiSiS Nauðiuigaruppboð I sem auglýst var í 20., 21., og 22 .tbl. Lögbirtingablaðsins 1956 á eigninni nr. 38 við Efstasund, hér í bæ, talin * eign Ingibjargar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu : bæjargjaldkerans í Reykjavík og tollstjórans í Reykja- | vík, á eigninni sjálfri föstudaginn 11. janúar 1957 kl. 3 síðdegis. Borgarfógeíinn í Reykjavík »■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■UIIBII XX X = NPNKIN = V 0 \R KHRKI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■uMr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.