Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Jónas Árnason: Að græða á slvsiim Neskaupstað 3. janúar 1957. f dag er fimmtudagur, og Guðrún Erlendsdóttir var að enda við óskalagaþátt sjó- manna. Hún flutti þar með- al annars kveðju til skips- manna á Goðanesinu. Ef hlustunarskilyrði eru góð við Færeyjar, mun þeir allir hafa haft möguleika til að heyra þessa kveðju — nema einn. Goðanesið lagði i síðasta sinn frá innri bæjarbryggj- unni hér í Neskaupstað hinn 1. janúar 1957, eða fyrir tæp- um tveim dögum. Egill rauði lagði í síðasta sinn frá sömu bryggju hinn 1. janúar 1955, eða fyrir rúmum tveim árum. Seint munu Norðfirðingar gleyma þeim degi sem á almanakinu hét 27. janúar 1955. Eiríkur Vigfússon nágranni minn kom snemma um morg- uninn og sagði mér þá frétt að Egill rauði væri strandað- ur. Við stóðum á tröppunum í góðu veðri og horfðum á himininn yfir Hellisf jarðar- múlanum. ,,Það er ekki farið á honum hérna," sagði Eirikur," rétt að skýin lónast austan." En það var víst far á hon- um vestur við Grænuhlíð. Fyrst var það fullyrt af á- byrgum aðiljum fyrir sunnan, að öllum hefði verið bjargað. Síðan fréttist að einhverjum hefði enn ekki verið bjargað, en þeir mundu vera í lítilli hættu. Næst fréttist að meiri- hluti áhafnarinnar væri enn um borð í skipinu, og drægi ekkert úr veðurofsanum. All- ar komu þessar fréttir frá á- byrgum aðiljum fyrir sunnan og voru tilkynntar aðstand- endum áliafnarinnar jafnóð- um. Óvissan um úrslit þeirra á- taka sem áttu sér stað vest- ur við Grænuhlíð grúfði yfir öllum bænum. Gömul hjón leiddust hægt yfir snjóimi á túnunum heim til dætra sinna eða tengdadætra til að sitja hjá þeim meðan þær biðu milli vonar og ótta nánari fregna um afdrif eiginmanna sinna. Þegar ég var á leið heim neðan úr bæ um hádegið, gekk sjö ára telpa í veg fyrir mig og spurði: „Veiztu hvort það er búið að bjarga honum frænda?" Þá var nýkomin frétt þess efnis að sex mönnum hefði verið bjargað, en allir hinir mundu vera í bráðri hættu; sennilega væru einhverjir drukknaðir þegar. Og það urðu fleiri börn á vegi minum. Þau stóðu við götuna eitt og eitt, en héldu sig ekki i hópum, léku sér ekki eins og þau voru vön. Sum þeirra spurðu hvað búið væri að bjarga mörgum. Önn- ur spurðu ekki neins, ekki með orðum. En það mátti lesa spurningar úr augum þeirra: r TM ÞA£> leyti seni Mbl. var aft fara í prentuu bár- tt»t |»ví þau hörmulegu tiðinclt, að togarim* Gofa- nes frá Neskaupstað, beffti stramlað í .aa.-rkvUldí í Skálafirði, sem t-r; á austursirösnS Sandcyjar í F;»r- eyjmn. Þá vnr ekki vitaft «m mannbjöcg. v VAR Aii SÆKJfA SJÓMENA i»aft im«n hafa verið uin klstkkan 9 1 gærkvöldi. sem íogarijin Goftanes.stranánði. Hann imm hafa áít Jn«ft erindi til Skáiafjtirftar að.sa-'kja þangaS íæreyska sjómenn. Var ekkl vitað hvnrt skijiíS var á innkift efta útieið, «» Jíárna í Sfeáiaíirfti «ru sker «8a grynn- ingar, Mint nefnasi Kk-sjar, cn þar strandaði Gstftmu'ssft, Þegar Mbl. hafði fregnLr :tí atburði þc-.stuu, vat ... Og gftift aft Itjá togavamuu V*ni Iveir íslenrkir tn%ur- aXt~Avstfirftiagm og ísólfur, ug eínnig virru þar Sær- eyskir bátar. ST1NNING8KALIH Á STRANDSTAÖ kkki t ii' vitaft nieft vissti hvernig veftrift v:tr á stramlstaftnunt, nn Vrðurstofan skýrfti svo frá aS santkvasmt %>e$urlýsiugu í Þórsitöfn í gwtrkvökU kiukkau sex, msetti ictla aft þar vseri stimiings- kstldi af suft-austri, 4—S vincisiig og hiti yfir frust- 1 fregnlBaÍ Sftm bkftinu h».rst var clns ng fyrr segir eldkertjnefnt »tn inaunfajörg, né heldur aíktæSur til bjiirgHiíarSíarfSr^ ‘.. ... MeSan Morgunblaftið var að prenta þessa frétt — eftir einhverjum óskilgreindmn heimildum — lét Slysavarnafélagið undir höfuð leggjast að skýra Norðfirðingum frá því að Goðanes hefði strandað. „Hver getur sagt mér hvort það er búið að bjarga honum pabba mínum ?“ ,,Veit nokkur hvort hann bróðir minn er lifandi eða drukknaður?" Seinna um daginn sagði svo útvarpið frá þvi að öllum hefði verið bjargað. Eg þarf ekki að lýsa þeim fögnuði sem þá ríkti. En skömmu síðar var sú fregn borin til baka: fimm manna væri saknað. Og^, loks: þessir fimm menn höfðu allir farizt. En ekki fyrr en komið var fram á kvöld fékkst örugg vitneskja um það, hverjir þessir fimm menn höfðu verið. Frá því snemma um rnorg- uninn og fram til kvölds böfðu sem sé verið að berast svör við hinum þögulu spurn- ingum í augum þeirra mörgu norðfirzku bama. er áttu nán- ustu ástvini sina á Agli rauða, ýmist jákvæð eða neikvæð: „Það er búið að bjarga hon- um pabba þínum.“ „Nei, það er ekki búið að bjarga honum pabba þinum.“ „Hann bróðir þinn er áreið- anlega lifandi." „Nei, það getur verið að hann bróðir þinn sé dmkkn- aður.“ „Þú færð aldrei framar að sjá hann bróður þinn.“ ,,Þú færð aldrei framar að sjá hann pabba þinn.“ Og fáeinum dögum síðar, þegar skipbrotsmenn komu heim og bæjarbúar hópuðust niður á bryggju til að fagna. þeim, þá stóðu nokkur böm uppi á götunni og horfðu nið- ur á bryggjuna úr fjarlægð. Eg gekk þar framhjá þeim og sá að það var eftirvænting i augum þeirra. Kannski gerðu þau sér vonir um að síðasta fréttin sem hingað barst hinn 27. janúar hefði verið ósönn, eins og flestar hinna frétt- anna. Kannski gerðu þau sér vonir um að hann sem þau höfðu átt á Agli væri að koma heim, þrátt fvrir allt. En sein- asta fréttin reyndist hafa ver- ið alveg sönn, ein af fáum eönnum fréttum þess ægilega dags. Hann, sem þau biðu eft- ir, kom ekki. |g enn bíða Norðfirðingar heimkomu skipbrots- manna. Og enn verða nokkrir sem ekki munu sjá þann ást- vininn sem þeir biðu eftir. Og enn hafa Norðfirðingar fengið að kenna á ábyrgðar- leysi í flutningi frétta af slysinu, bæði þeim mistökum sem gerð voru óviljandi, eins og í sambandi við Egilsslysið, en einnig hafa þeir í þetta sinn fengið að kenna á þeim hrottaskap i fréttaflutningi sem framinn er að yfirlögðu ráði. Með þessu siðarnefnda á ég ekki við þá furðulegu stað- reynd, að skrifstofa Slysa- varnafélagsins í Reykjavík, sem frétti um strandið strax í gærkvöld, lét hjá líða að til- kynna það hingað austur, þannig að Norðfirðingar vissu ekkert um það fyrr en í morg- un, og þá frá öðrum aðiljum. Þau mistök eru að vísu víta- verð, en þó eflaust ekki fram- in að yfirlögðu ráði, heldur mun orsök þeirra viss tegund af andlegum sljóleik, oftast meira og minna ósjálfráðum, sem þvi miður virðist æði oft ríkjandi á kontórum í Reykja- vik. En það er annar aðili sem sýnt hefur hrottaskap i sambandi við fréttir af þessu slysi, hrottaskap sem áreiðan- lega er framinn að rtirlögðu ráði, og þessi aðili er Morg- unblaðið. ]lyforgunblaðið birti sem sé fréttina af Goðanesslys- inu strax í morgun, þ. e. áftur en jafnvel Norðfirðingar höfðu beyrt um það, og þar með auðvitað áftur en nokkr- um aðstandendum skips- manna hafði verið tilkynnt um það. Hvar fékk blaðið fréttina? Fékk það hana hjá skrifstofu Slysavarnafélags- ins? Og ef svo er, gaf þá skrifstofan því leyfi til að birta hana strax? Væri vissu- Fimmtugur: Séra Sigurður Kristjánsson í dag á fimmtugsafmæli séra Sigurður Kristjánsson, sóknar- prestur á Ísaíirði, en hann er fædur 8. jan. 1907 á Skerð- ingsstöðum í Reykhólasveit. Á unga aldri mun hann hafa kynnzt margháttuðum störfum og m. a. lauk hann búfræði- prófi frá Hólaskóla. Síðar hóf hann svo framhaldsnám og lauk stúdentsprófi og loks guð- fræðiprófi árið 1941. Hefur hann verið starfandi prestur á ísafirði frá 1942. Auk þess hef- ur hann löngum gegnt prests- störfum í næriiggjandi sókn- um og nú prófastsembætti í Norður-ísaf jarðars-ýslu. Með embættisstörfum sinum, sem hann hefur sinnt af alúð, hefur hann áunnið sér traust og vin- áttu allra þeirra, sem honum hafa kjmnzt. Þá hefur séra Sigurður starf- * *— að mikið að félagsmálum. Hef- ur verið formaður Prestafélags Vestfjarða og í sáttanefnd Isa- fjarðar lengi. Einnig hefur hann verið mjög virkur þátt- lega fróðlegt að fá svör við þessum spumingum. En um hitt þarf ekki að spyrja, hvað fyrir Morgun- blaðinu vakti að birta frétt- ina strax. Það sem fyrir því vakti var einfaldlega það, að græða peninga á þessu slysi. Morgunblaðið skyldi verða fyrst með fréttina. Á meðan Goðanesið stóð á skerinu við Færeyjar og áhöfn þess beið uppi í brúnni og hlustaði á brakið í skrokki skipsins sem brimið var að liða sundur, var sem sé tekin um það ákvörð- un í notalegum ritstjórnar- skrifstofum liinnar glæsilegu hallar við endann á Austur- stræti, að Morgunblaðið skyldi græða á þessu slysi, hvort sem það nú kostaði fleiri eða færri mannslíf. Og iþegar róta- sjónspressa Morgunblaðsins byrjaði að prenta fréttina, munu Goðanesmenn hafa staðið við gluggana í brúnni og rýnt út í særok og mvrk- ur, i von um að sjá nú loks, eftir margra kluklyistunda bið, þá björgunarlínu sem ráðið gat úrslitum varðandi líf þeirra eða dauða. Og ekki er ósennilegt, að um svipað leyti og fyrstu eintök Morgun- blaðsins seldust í morgun, hafi hinn ungi skipstjóri stað- ið í særokinu við að hjálpa hinum síðustu af mönnum sínum sem í björgunarstólinn komust áður en skipið brotn- aði sundur og sökk, og hann hvarf sjálfur í hafrótið. Og þegar á morguninn leið og að- standendur skipsmanna hér austur á Norðfirði og víðar biðu milli vonar og ótta nán- ari fregna um afdrif þeirra, þá er enginn vafi að Morgun- blaðið hefur runnið út í Aust- urstræti og á Lækjartorgi. Þetta kalla ég hrottaskap. í haus Morgunblaðsins eru skráðir tveir aðalritstjórar, auk tveggja venjulegra rit- stjóra, eða samtals fjórir rit- stjórar. Það eru of margir rit- stjórar til þess hægt sé að halda því fram að blaðið hafi ekki vitað hvað það var að geta. Þetta var hrottaskapur, framinn að yfirlögðu ráði, — framinn í gróðaskyni. Framhald á 9. síðu. takandi og forustumaður í söngmálum á ísafirði bæði í karlakórnum og Sunnukórnum. Á sviði menningarmála hefur hann, auk þess sem hann gegndi kennslustörfum, m. a. verið í fræðsluráði og stjórn Bárnaverndunarfélgs ísafjarð- ar og í Goodtemplarareglunni. Skal nú staðar numið með upptalning þessa, enda mun þegar á þessu vera ijóst, að hann hefur ekki talið eftir sér að starfa að þeim málum, er honum hafa virzt til framfara og heilla. Ekki hefur séra Sigurður haft í frammi háværan áróður í stjórnmálum, en öllum sem til þekkja mun kunnugt, að þar hefur hann sínar ákveðnu skoðanir, sem byggjast á því að þjóð vor eigi að búa ein og óháð i landinu og skapa sér réttlátt þjóðfélag. Og ég vil enda þessa stuttu afmælis- kveðju með ósk um að slíkt megi rætast og að séra Sigurð- ur fái lengi notið starfskrafta sinna i þágu góðra málefna. H. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.