Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8, janúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (ll 78. dagur að sjá reiðarslagið. Hann liti á þig, dálítið' ringlaður og segði: „Hamingjan góða“ eins og hann sagði svo oft í bréfunum sínum. „Hamingjan góða .... þetta hlýtur að hafa verið þreytandi ferð“. Eða hann sneri sér und- an og gengi burt án þess að segja nokkuö. Það yrði næstum betra. AÖ hann legði allan leikaraskap á hill- una, reyndi ekki að standa við sinn hluta af samn- ingnum. Ef hann segði hreinskilnislega: „Hamingjan góða, ef þú ert í rauninni Sally McKee, þá hafa hér orðið' einhver mistök. Stúlkan sem ég sendi eftir var .... jæja, þú ert þó ekki eldri systir hennar, eða hvað?“ Og nú, þegar hún var næstum búin að missa vonina um að hitta hann, þá langaöi hana til að sjá hann. Það var hið eina sem máli skipti núna .... og vissu- lega .... hún eygði leiö! Svo framarlega sem flug- maðurinn hafð’i haft á réttu að' standa og þú drukkn- aöir ekki í hafinu. Eftir fund þeirra, eftir að hafa taiað við hann fáeinar mínútur, jafnvel snert hann, þá skipti það ekki máli lengur. Já, þáð var hægt. Dálítill leikur og gætni í orðavali. Til dæmis svona: „Eruö þér herra Larsin? Auðvitað þekki ég yður eftir lýsingu Sallyar. Fenguð þér ekki skeytið frá henni? Æ, það var leiðinlegt! Hún hefði átt aö vita aö skeyti væri lengi á leiðinni til yðar upp í fjöllin. Ég er systir Sallyar skiljið þér, eldri systir hennar eins og þér sjáið sjálfsagt“ — dálítill hlátur — „Ég var á leiö til meginlandsins hvort sem var og hún taldi það’ bezt fyrir vkkur bæði, ef . .. . “ Ná tali af honum einum. Á nokkrum mínútum gæti hún fundið hinn raunverulega mann bakviö bréfin. „Eg veit varla hvernig ég á að segja þér frá þessu, Roy .... en Sálly fannst betra að ég talaði viö þig en að hún sendi bréf sem væri ef til vill marga daga' á ieiðinni til þín. Eg er hrædd um að hún sé þér glötuð, Roy. Hún er dálítið ör í skapi, eins og þú hefur sjálfsagt fundiö. Fyrir fjórum dögum hitti hún mann og, ja ... . það gerðist allt í miklum flýti. Þau giftu sig í gærmorg- un, Roy. Mér þykir það leitt .... mjög leitt.“ Það myndi blessast. Það hlyti að blessast. Það’ byndi enda á þetta á auðveldan og sársaukalausan hátt. Ó, Roy, mig langar til að dreyma örlitla stund enh, nokkur stolin andartök. Hún opnaði veski sitt, stakk bréfinu niður í þaö og tók upp púðurdós sína. Hún þorði varia að líta í spegil- inn þegar hún hélt henni flóttalega upp að andlitinu. „Furðulegt," sagði Flaherty og horfði á hana. „Þetta^, er lexía fyrir mig og allt mannkyn. Allar mannlegar verur eru dásamlegar og vissulega kemur kvenfólkið manni mest á óvart.“ Sally leit spyrjandi á hann. Hún skellti púðurdósinni aftur og flýtti sér að setja hana niður. Hún hafði ekki fagnað því að fá hann við hlið’ sér. Hann var svo drukk- inn að hann gat sagt hvað sem var, og hún liaföi ekki viljað láta trufla hugsanir sínar um Roy. En nú brosti hann, ef til vill heimskulega, en í gráum augum hans vottaði fyrir miklum einstæðingsskap. Hún þekkti þenn- an svip frá sjálfri sér og hún hlaut að svara honum. „Hvað' er svona furðulegt?“ „Eg veit ekki hvort það er af trú eöa einskærum vana .... eöa eruð þéf alltaf vön að púöra yöur áður en þér stigið á björgunarfleka?“ Þessi litli blundur hlaut að hafa hresst prófeásorinn ótrúlega mikið, hugs-, aði Sally. Hann var enn skrýtinn í hugsun, en hann tal- aði þó eins og ódrukkinn maður . „Fariö þér alltaf út á björgunarfleka áður en bein nauðsyn krefur?“ „Þér eruð auðvitaö vissar um að til þess kemur ekki?“ „Eg er ekki viss um neitt.“ „Þér eruð þá' ekki forlagatrúar í sambandi við þetta allt?“ „Eg er ekki einu sinni viss um hvað það er að’ vera forlagatrúar." „Já, vel á minnst, ég er ekki viss um þaö heldur .... þótt ég hafi fram að þessu talið þaö manneskjur sem ypptu öxlum yfir hverju sem í vændum var. Nú er ég ekki frá því að’ það sé saklausa fólkiö með óbugandi sjálfstraust. Eins og þér sjálf til dæmis . .. . “ „Eg? Nú skjátlast yður. Þér sjáið hérna það minnsta sjálfstraust sem nokkur kona hefur.“ „Hvernig getið þér þá setið þarna svona róleg — þeg- ar þér voruð dauðskelkuö fyrir andartaki — eða þaö hélt ég? Eg settist hjá yður vegna þess að ég hélt aö ég gæti hjálpað yður eitthvað. En mín er engin þörf. Hvað kom fyrir? Væri yður það á móti skapi aö segja mér það?“ „Það væri ómögulegt," sagöi Sally McKee hægt. En hvað hún hafði villzt á honum. Ef til vill hafði líkami hans verið dmkkinn, en hugur hans hafði allan tímann verið opinn og næmur. Úr djúpum einstæöingsskapar síns var hann að reyna að veita einhverja huggun. Það var ekki hægt að neita honum. „Ef til vill get ég út- skýrt það að nokkru leyti — er einhver sem þér elskið mjög heitt?“ „Nei.“ Hann lagði hendurnar saman og hvíldi hök- una á þumalfingrunum. Hann nagaði hnúana þung- lyndislega og stundarkorn hélt Sally aö áfengisvíman hefði aftur náð tökum á honum. „Nei, svo er reyndar ekki. Og ég veit ekki hvað ég ætti að gera við slíkan einstakling, ef hann væri einhver til. Þér hafið ekki svarað spurningu minni.“ „Eg er að reyna það, vegna þess að ég held að þér sé- uð innst inni mjög hræddur maður .... ekki í sam- bandi við þessa fáu klukkutíma .... Það kæmi mér ekki á óvart þótt þér hef’ðuö ánim saman magnað með yð- ur drauga, rétt eins og ég .... og ástæðan til þess aö | þér vilduð færa mér hjálp var sú að þér þurftuð’ sjálfur á hjálp að halda.“ „Setjum svo að þér hafið rétt fyrir yöur? Hvað um spurningu mína?“ „Eg á einmitt við hana. Eg losaði mig við einkadrauga mína fyrir dálítilli stundu. Eg varpaði þeim út úr lífi mínu. Eg hætti að hafa áhyggjur af að tapa því, sem ég gat aldrei fengið.“ „Er það karlmaöur sem þér eigið við? Eða gerist ég of persónulegur?“ „Já, reyndar. En nú stendur mér alveg á sama. Hann er dásamlegur, góður og hjartahreinn mað’ur, sem hefur fullan rétt til að vita allan sannleikann um mig. Eg ætla aö segja honum að ég sé önnur kona en hann heldur að ég sé. Eg vil áð hann skilji aö ég var þekkt um alla Honolulu. Eg var alltaf til taks .... tveir drykkir og sæmilegur miðdegisveröur voru trygging fyrir Sally McKee .. hvar sem var, hvenær sem var .... að vinnu lokinni. Eg vil að hann viti að ég hef gist svo mörg hótelherbergi að þjónustustúlkurnar þekktu mig með nafni. Eg vil að hann viti að lögreglan hefur líka nafnið mitt. Eg vil að hann viti að’ líkami minn hefur verið barinn svo mjög, aö ég efast um að það geti kviknað líf í honum aftur, aö ég var rekin þrisvar úr atvinnu vegna þess að yfirmenn mínir urðu leiðir á mér. Eg á auðvelt með aö segja yöur þetta, vegna þess að þér eruð ókunnugur maöur og ég sé yður aldrei framar, en að segja honum það verö’ur það erfiðasta sem ég hef gert á ævi minni .... vegna þess að’ ég mun j’ ^^BÍmilisþáttnF 'j II - Þægileg burðaról Móðir ein í Arósum í' Dan- • mörku ætlaði að fara með lítið barn sem hún átti í dálítið ferðalag með sporvögnum, og hún þuríti oft að skipta um vagna. í flýti útbjó hún sér burðaról fyrir barnið, og hún reyndist svo þæg'ileg að konan sjálf hefur ekki einungis notað hana síðan, heldur hafa hrifnir •kunningjar hennar tálið hana á að fram'leiða óliná til að selja. Eftir margs konar tilraunir með efni í gjörðina, er þessi nýja burðaról komin á markaðinn í Danniörku. Þessi burðaról sem fær mikið hrós í dönsku tímariti fyrir hjúkrunarkonur, er einfaldlega tveir bútar af 5 sm breiðum linda. Lengri lindirm liggur á öxl móðurinnar og niður undir botninn ó barninu, en styttri lindinn st.vður við bakið á _barnimi. Ef lindinn er spenntur i rétta- lengd skiptist þungi barnsins á öxl móðurinnar og mjöðmina, svo að liún finnur til næstum engra óþaeginda við að bera barnið. Öveður hamlar veiðum Óveður hefur hamlað veiðimi undanfarið. Á laugardaginn var fóru 7 Hafnarfjarðarbátar i veiðar, fengu þeir 3—4 lestir. Sandgerðisbátar fóru einnig 4 sjó fyrir helgi, en veiddu sama og ekkert fyrir óveðri og sjö- gangi. Flestir Sandgerðisbát- arnir eru nú tilbúnir á veiðar þegar gefur. Skomð á milliliðina ‘ Framhald af 12. siðu. nokkra hækkun á vörum sín- um; afkoma Egils Skallagríms- sonar, Sanitas og Kókakóla- verksmiðjunnar er árlega slík, að þeir aðilar hefðu getað bor- ið nýju skattana bótalaust áa þess að kikna. ★ OPINBER EEKSTUR TÍMABÆR Ef eggjanir Morgunblaðsins bera árangur er þess að vænta að tekið verði á móti af fullri einurð. Það hefði t.d. orðið fróðlegt ef öl- og gosdrykkja- verksmiðjurnar hefðu neitað að selja afurðir sínar vegna þess að gróðinn væri ekki nógu mik- ill. Slik stöðvun hefði áreiðan- lega bitnað af meiri þunga .á verksmiðjunum en almenningi í landinu, og hin sjálfsagða lausn hefði verið að taka verksmiðj- urnar eignarnámi og láta ríkið annast. rekstur þeirra. ÞnSi er fyrir löngu orðjð tímabrert. í stað þess að láta fylgja regnkápunum hatta og húfur úr kápuefninu, er nú farið að bera á hettum sem minna mest á bundna höfuðklúta. Hettan tollir vel á höfðinu og hlífir íyrir regni, og sniðið minnir mest á höfuðklút sem er bundinn á smekklegan hátt. Hetturnar eru æviniega úr efni í nákvæmlega sama lit og regnkápan en ekki alltaf samskonar efni. í Frakk- landi eru þessar kápur oft úr þykku poplíni en hettan úr silkikenndu, íbornu eíni, þótt lit- urinn sé nákvsemlega hinn sami. (MÖBWLHNN UtsefBndl: Samclnlnsarflokkur alþýBu — Sóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Masrnús Kfartan»--a (áb.), Slsuróur Guðmundsson. — Préttarltstjóri: Jón BJarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sisur- . . jónsson, Bjarnt BenedilttssOn, QuSmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. — Rifstjórn, afgreiðsla, auglýsinear, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 llnur). — Askrlftarverð kr. 26 á mftnuðl 1 Reykjavík og nágrenni; kr. 32 annvrast&ðar. — Lausasöluverð kr. 1. — PrentsmiSj* ÞJóðvllJani h.f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.