Þjóðviljinn - 24.01.1957, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.01.1957, Síða 9
A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRh- FRtMANN HELGASON Verður skíðadagurínn endurvakinn? ir ársshýrslu Shíðasamh att ds Islands Fimmtudagur 24. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Vigíús Einarsson: < Athugasemdir við leidara dn Gunnlaugs Þórðarsouar , Íþróttassíðunni hefur nýlega borizt skýrsla sú er Skíðasam- bandið lagði fram á þingi sínu sem haldið var á s.l. vori, og nær yfir starfstímabilið 8.-4. ’55 til 22.-3. ’56. Fara hér á eftir nokkur atriði Úr skýrslunni: Sambandsaðilar SKÍ á starfs- timabiiinu voru: Héraðssamb Þingeyinga (97). íþróttabandalag Hafnarfjarð- ar. (55). íþróttabandalag Ólafsfjarð- ar (25). íþróttabandalagið Stefnir, Suð- ureyri. Súgandafirði (25). Skiðafélag Fljótamanna (U.M. S.S.) (25). Skíðafélag Siglufjarðar — Skíðaborg (198). Skiðaráð Ú.f.A. (91). Skíðaráð Akureyrar (250). Skiðaráð Héraðssambands Strandamanna (76). Skiðaráð ísafjarðar (160). Skiðaráð Reykjavíkur (318) íjáróttabandal. Akraness" (25). Samtals 12 aðilar með 1345 tneðlimum. Þess ber að geta, að þar sem engin skýrsla frá skíða- ráðum eða félögum hefur borizt, eru tölur um virka skiðamenn teknar eftir eldri skýrslum. Stjóim SKÍ og starfstilhögun: Formaður: Einar Kristjánsson Akureyri. Meðstjórnendur: Hall- öór Helgason, Akureyri; Ragnar Steinbergsson, Akureyri; Gísli B. Kristjánsson, Reykjavík; Ge- org Lúðvíksson, Reykjavík. Varamenn: Haraldur Sigurðs- son, Akureyri; Hermann Stefáns- Bon, Akureyri; Ragnar Þorsteins- son, Reykjavík; Magnús Guð- mundsson, Reykjavík. Að afloknu þingi á fyrsta fundi starfsársins skipti stjórnin með sér verkum: Varaformenn: Haraldur Sig- þrðsson með búsetu á Akureyri. Georg Lúðvíksson með búsetu í Reykjavík. Funda- og bréfritari: Ragnar Steinbergsson, Akureyri. Gjaldken: Halldór Helgason Akureyri. Meðstjórnandi: Gísli Kristjáns- 6on, Rvik, fulltrúi KSÍ í Olymp- íunefnd. Skíðaþing 1955 samþykkti að fela stjórn SKÍ að endurvekja Skíðadaginn. í nefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd, skipaði SKf eftirtalda menn: Þorstein Einarsson íþróttafull- trúa, Ragnar Þorsteinsson og Guttorm Sigurbjörnsson. Nefndin hefur unnið umfangs- mikið undirbúningsstarf og var ætlunin að Nkoma skíðadeginum á á þessum vetri, en úr því gat ekki orðið, Liggur nú fyrir fekíðaþingi að kjósa fram- kvæmdanefnd og verður nánar vikið að þessu 'rnáli undir þeim öagskrárlið. Þá var stjóminni falið að semja reglur um skipan kepp- enda i hópa (grúppur) við út- örátt í alpagreinum, eftir tillög- um frá skíðaráðunum. Ekkert skíðaráð hefur látið neitt heyra frá sér þessu viðvikjandi og þvi hefur engin reglugerð verið sam- in. Samstarfið við meðlimi SKÍ Eftir að ÍSÍ tók í sinar hend- ur innheimtu allra árgjalda og skiptingu þeirra milli sérsam- bandanna, ásamt úthlutun kennslustyrkja hefur sambandið milli SKÍ og meðlima þess að miklu leyti rofnað. Formaður SKÍ varaði við þessu áður en breytingin var gerð og hefur nú átakanlega komið í ljós, að sú aðvörun var ekki út í bláinn. Um þá hlið málsins, sem að ár- gjöldunum snýr mun verða rætt á skíðaþingi. Minnkandi tekjur SKÍ eru að verða alvarlegt vanda mál og skapar ástand, sem að- kallandi er að ráðið verði fram úr. Skýrslur meðlimanna eru einnig mál sem nauðsynlegt er að ræða nokkuð. Ástandið i þeim efnum hefur aldrei verið verra en í ár. Ekkert skíðaráð hefur sent árs- skýrslu og heildarskýrslur um Samkvæmt frétt frá Skíðasam- bandinu segir að það hafi til- kynnt þátttöku i Holmenkollen- mótinu í Osló í vetur. Ei'U það fimm menn sem keppa þar, m. a. Eysteinn Þóiðarson úr ÍR, Hjálm ar Finnsson frá Siglufirði, Hauk- ur Sigurðsson frá ísafirði. Sumir þessara manna eru farnir utan til æfinga enda hefur fram að þessu verið lít- ið um snjó hér. Fleiri skíðamenn hafa flúið snjóleysið til annarra landa, enda hafa þeir þar í kaupbæti fyrsta flokks skíðakennara og stöðugt skiðafæri. Með aðstoð Skíðasambandsins munu aðrir fimrn skíðamenn fara til Norðurlanda (Noregs og Svíþjóðar) og æfa þar en þeir eru: Bragi Hjartarson frá Akur- skíðamót á vegum skíðaráða og félaga hafa aðeins borizt um tvö: Skíðamót íslands og Skíðamót Norðurlands. Núverandi stjórn hgrmar þetta mjög og vill brýna fyrir meðlimunum að gera betur við þá stjórn sem nú tekur við. Það er mjög nauðsynlegt, að skýrslur um skíðamótin og árs- skýrslurnar séu gefnar árlega og samdar af kostgæfni. Allt starfið getur oltið á því að samstarfið á þessu sviði ekki rofni, og auk þess eru þessar skýrslur sögulegar heimildir sem við ættu að setja stolt okkar í að ekki verði götóttar. Af þessum orsökum er árs- skýrsla sú, er hér er lögð fram kannski í mörgum tilfellum röng hvað viðvíkur meðhmatali og nöfnum formanna, þ. e. hér er um sömu tölu og sömu nöfn að ræða og á síðasta þingi. Breytingar á lögum og reglugerðum Á skíðaþingi 1955 voru engar lagabreytingar gerðar, en eftir- taldar breytingar á reglum um FramhsM á 10. síðu. eyri, Kristinn Benediktsson frá ísafirði, Hreinn Hermannsson HSÞ, Jóhann Valbergsson frá Siglufirði og frá Reykjavík Svanberg Þórðarson. Allt efni- legir piltar. Þýzk skíðakona kennir í skólimi og lijá félögum Þá segir ennfremur frá því að nú um áramótin hafi samband- inu boðizt fyrir milligöngu Ein- ars B. Pálssonar, að fá þýzka skíðakonu sem skíðakennara í vetur. I því máli var sú ákvörðun tekin, að iþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson mun ráða konuna hjá skólum landsins og munu þá íþróttafélög á viðkom- andi stöðum njóta kennslu henn- ar, eftir því sem við verður komið Dr. Gunnlaugur Þórðarson þjóðréttarfræðingur leysir út loft mikið í leiðara Alþýðu- blaðsins þriðjudaginn 8. jan., og hefur í greinarlok í hótun- um við skjólstæðing sinn, ó- fullveðja dreng, sem hann í einhverri fljótfæmi hefur tekið að sér að vinna fyrir leiðinda- verk gegn þóknup, trúi ég. Þar sem þetta verk doktors- ins hefur valdið mér verulegu tjóni auk hugarangurs, og doktornum nú ljóslega óþæg- indum, vil ég biðja Þjóðviljann fyrir meðfylgjandi samnmg og athugasemdir. Samningurinn: „Við undirrituð.........og Vigfús Einarsson Laugaveg 27 Reykjavík gerum með okkur svofelldan samning: 1. Leigusali leigir leigutaka bakhús ...... 19B, sem er verkstæðispláss á tveimur hæðum ca 60 fermetrar alls. I verkstæðisplássinu eru vinnu- borð, vinnuskápar, vinnu- lampar og ennfremur lítill peningaskápur og fylgir það með í leigunni. 2. Hið leigða er leigt í því ástandi sem það nú er í, og leigutaki þekkir. Hann lofar að fara vel og þriflega með það leigða og bæta allar skemmdir, sem á því kunna að verða af völdum hans, eða hans fólks, og skila því að leigutíma liðnum í jafngóðu ástandi og það er nú að öðru leyti en því sem orsakast af venjulegu sliti. Leigutaki ger- ir við rúður, glugga, slökkv- ara, rofa og aðrar smávið- gerðir á sinn kostnað þó að skemmdirnar séu ekki honum að kenna. 3. Leigutíminn er 5 ár og hefst 5. apríl 1955 og lýkur án uppsagnar 31. marz 1960. 4. Leigan er krónur eitt þúsund á mánuði, sem greiðist fyrirfram 1. hvers mánaðar. 5. Leigutaki hefur rétt til að framleigja hið leigða að hluta eða að öllu leyti, enda samþykki leigusali framleigj- anda. 6. Leigutaki greiðir ljós samkvæmt mæli og hita sam- kvæmt reikningi. Leigutaki hefur heimild til að fá sér mæli fyrir hitann og greiðir þá hita samkvæmt mæli. 7. Brjóti leigutaki samning þenna getur leigusali látið bera hann út með fógetavaldi tafarlaust á kostnað leigu- taka. Mál út af samningi þessum má reka fyrir Bæjar- þingi Reykjavíkur án þess að leita þurfi sátta fyrir sátta- mönnum. Samningur þessi er gei'ður í tveim samhljóða eintökum og heldur hvor aðili sínu ein- taki. Reykjavík 2. april 1955. (undirskrif tir) Við undirritun samningsins gei'ði ég þá athugasemd við 4. gi’., að óvarlegt væri fyrir mig að binda greiðslur við einn ákveðinn dag hvers mánaðar. Leigusalar lýstu því þá yfir, að um greiðsludag yrði aldrei gerður ágreiningur, það væri formsatriði eitt. Eg gerði mér þó að reglu að greiða fyrri hluta mánaðar eftir því sera fjárhagsástæður leyfðu. Leið svo fram tíminn. Eg bjó þarna og starfaði og hefur mér tekizt að standa í skilum allt til þessa dags. Treysti ég, að svo megi verða leigutímann á enda hafi ég starfsfrið, og heilsu. í marzmánuði síðastliðnunx gerði innheimta útsvaranna að mér harða aðför, Vegna erfið- leika er af því sköpuðust fékk ég ótímabundið leyfi fjárhalds- manns húseigandans svo orðað í síma: „Hafðu engar áhyggjur af húsaleigunni, þú kemur bara þegar þú átt hægt með.“ Er ég síðan vildi greiða honum 2000,00 kr. 20. apríl færðist hann undan að taka við því og kvaðst ekki geta ráðið við skjólstæðing sinn og banna'ði hann sér að taka við leigunni, kvað hann mundu vilja fá mig út úr húsnæðinu. Slíkt væri þó fjarri sínum vilja og ráði. Hann vildi halda samninginn til loka leigutíma- bilsins. Þetta endurtók hann undir vitni. Taldi ég ekki á- stæðu til að véfengja heilindi hans en greiddi leiguna inn á bankareikning til hans og sendi kvittanir i ábyrgðarpósti. Leið nú enn fram tíminn og bar 'ekkert til tíðinda. Það mun hafa verið 18. maí að hringt er til mín frá fógeta og mér tjáð, að krafizt sé út- burðar á mér og ég beðinn að mæta á skrifstofu fógeta og leggja fram greinargerð. 3000,00 kr. hafði ég lagt inn á bankareikning fjárhaldsmanna, er mér barst þessi vitneskja. Fógeti raðlagði mér að fá lögfræðing til að annast málið fyrir mig. Gerði ég það. Sum- ar leið. Eg hringdi nokkrum sixxnum í lögfræðing' minn og spurði um málið og brýndi fyrir honum að láta mig vita, ef hann teldi þörf fleiri gagna. Eg greiddi leiguna áfram í bankareikninginn. 24. sept. að kvöldi var ó- frímerkt bréf milli stafs og hurðar hjá mér. Kom í Ijós, að hér var tilkynning frá fógeta. Úrskurður hafði verið kveðina upp í málinu. Mér tjáð að út- burður ætti fram að fara 2fL s.m. kl. 1 e. h. Eg varð mjög forviða. Er ég náði tali af lögfræðingi mínum færðist hann undan að áfrýja, en hvatti mig til þess að fá annan til þess. Hinn 28. krafð- ist ég frestunar á gerðinni, á- skildi mér allan rétt í málinu. Greiddi ég húseiganda í viður- vist fógeta hálfs mánaðar leigu. Fékk síðan lögfræðing til að áfrýja og ná fram lengri fresti ef hægt væri, en fai'ga ekki undir neinum kringumstæðum rétti mínum til skaðabótakröfu, ef ég yrði að hrekjast út. Áfrýjunin er dagsett 11. okt., - og hef ég afrit af henni. ^Lögfræðingurinix. hringdi til mín eitt sinn og bað mig mæta á skrifstofu fógeta, ef ég man rétt kl. 10 f. h. 20. okt, Gerði ég það, en hann hafði þá boðað forföll. Nú veiktist ég og lagðist í Framh. á 10. síðtt t Eysteinn Þórðarson Fimm skíðamenn fara á Holmenkollenmótið v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.