Þjóðviljinn - 24.01.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 24.01.1957, Side 10
1.0) — ÞJÖÐVILJINN — Funmtudagiir 24; janúar 1957 Athnga s e m d i r Framhald af 9. síðu. ítimið. Miðdegis 23. okt. er ég lá með háan' hita svara ég upp- hringingu — er þá í símanum lögfræðingur sá hinn nýrri, og tjáði mér að hann hefði gert réttarsætt í málinu, og ætti ég að greiða leiguna til áramóta auk kostnaðar við útburð, en flytja út um áramót hin næstu. Eg tjáði honum strax að á þetta gæti ég ,ekki fallizt og væri það andstætt því, er okk- ur hefði farið á milli um mál- íð. Húsaleiguna skyldi ég greiða er ég væri orðinn frísk- ur. Dr. Gunnlaugur Þórðarson tók við henni. Grennslaðist ég síðan um málið í Hæstarétti í desem- ber, en þá átti það að koma þar fyrir eftir því er segir í áfrýjunarstefnunni. Kom þá í ljós, að lögfræðingurinn hafði skrifað á stefnuna, að hún væri afturkölluð. Eg spurðist fyrir um það hjá ritara Hæsta- réttar, hvað hægt væri fyrir mig að gera. Hann greiddi hið bezta úr spurningum mínum og kvað mig geta kippt þessu í lag, ef stefnan yrði löglega birt hlutaðeiganda þann dag. Kom þá í Ijós, að hann var farinn úr bænum. Viðtal átti ég við dr. Gunnlaug Þórðarson og tók það upp á segulband. Gerði ég honum með því kunn- ugt, að ég viðurkenndi ekki teningaspil þeirra lögfræðing- anna um örlög mín og fékk hjá honum játningu um að hann hefði veitt viðtöku húsaleig- unni til áramóta. ■ Skipti ég mér síðan ekki meira af þessu fyrr en nú um áramótin, að ég fór á fund dr. G. Þ., bauð honum greiðslu, sem hann vildi ekki veita við- töku. Hafði hann á hraðbergi afsakanir, að sem lögfræðing- ur (líklega þjóðréttarfræðing- ur) kæmu honum ekki við einstaklingar og aðstaða þeirra. Taldi ég hinsvegar sem alþýðu- maður, að engin lærdómsgráða gæti losað mann við að vera maður og taka á sig ábyrgð sem slíkur. í samtalslok skaut hann sér í skjól við fjárráðamann pilts- íns. 2. janúar fór ég á fund fjár- ráðamannsins með tvö vitni með mér. “ Tók hann við okkur, en færð- ist undan að taka við leigu og neitaði að lokum, varð vondur, lokaði hurð við nefið á vitnun- um. Vildi hann tala við mig einan án vitna, en skaut sér að síðustu bak við dr. G. Þ. og skjólstæðing sinn, húseigand- ann. Sagði hann nú vera orð- inn fjárráða, og myndi hann koma til bæjarins bráðlega. Daginn eftir átti ég tal við hann í síma og tók það samtal upp á segulband. Kom þá á daginn, að hann vildi bjóða mér húsnæðið falt tii kaups með góðum kjörum. Allt annað var uppi á ten- ingnum hjá hinum nýfjárráða pilti. (Enda ■ ef til vill ekki undarlegt eftir þá siðferðilegu uppörvun, sem hann hefur orð- ið aðnjótandi þessa síðustu mánuði undir handarjaðri þeirra lögráðamanns síns og lögfræðings). Kom ég nú leigunni fyrir Skíðadagurinn endurvakinn? janúarmánuð til hans í gegn um bankann. Hef síðan látið kyrrt liggja um þessi mál. Aftur hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson brugðið við hart, eins og væri um velferð ís- lenzkrar þjóðar að ræða að fá mig borinn út. Hefur hann enn lagt inn til fógeta kröfu um útburð. Heimtar hann mig nú borinn út úr húsi, sem ég aldrei hef átt heima í, og leigu fyrir yfirstandandi mánuð. Rökstyður hann kröfur sínar með því, að hann og annar lögfræðingur, sem ég aldrei fyrr hef heyrt nefndan, hafi ráðstafað högum mínum sín á milli þann veg, að ég færi út 31. des. án réttar til að áfrýja. I hinum loftmikla leiðara í Alþýðublaðinu hefur hann að síðustu í hótunum við hinn unga skjólstæðing sinn að birta nafn hans. Læt ég hann. um það. En vil benda honum á, að betra væri honum að hafna þeirri vinnu, sem skemm- ir sóma hans, en taka þó 1000 kr. bæti við fasta kaupavinnu hans hjá mér og öðrum íslenzk- um skattborgurum. Alþýðufólk telur sér óheim- ilt að taka kaup hjá Pétri í vinnutíma sínum hjá Páli. Vig. Ein. Framhald af 9. síðu. skíðamót íslands voru samþykkt- ar: 1. að gera stórsvig að fastri keppnisgreim 2. að heimilt sé að senda tvær sveitir í flokkasvig. 3. að tekin skuli upp þríkeppni í Alpagreinum. Þó skuli tví- keppni gilda, ef ein greinin fell- ur niður. 4. að heimilt sé að keppa í B. og C-flokkum. 5. að tekin verði upp keppni í 15—16 ára flokki í göngu og stökki og tekin upp tvíkeppni í þeim flokki og 17—19 ára flokki. Það fer nú að verða aðkall- andi að Skíðahandbókin verði endurskoðuð og gefin út að nýju, þar eð margar breytingar hafa verið gerðar á keppnisreglum frá því hún kom út fyrir 10 árum. Væri æskilegt að skíðaþing það er nú situr taki málið til athug- unar. Flutningur í efri flokka Það leiðir af sjálfu sér, að þegar engar skýrslur berast um skíðamót haldin á vegum skíða- ráða eða félaga þá getur heldur enginn flutningur milli flokka átt sér stað. Úr þeim skýrslum, sem bárust, var unnið og er fjöldi skíða- manna sem flytzt í efri flokka þessi: Skíðaganga 15 og 30 km í A- fl. 1 maður. Svig, brun og stórsvig í A-fl. 1 maður. Svig, brun og stórsvig í B-fl. 2 menn. — Samtals 4 menn. Það er ánægjulegt að sjá að einhver hreyfing er á því að koma Skíðadeginum á aftur, og vonandi líður þessi "vetur ekki svo að úr því verði ekki. Slíkur dagur er mikill auglýsingadagur fyrir skíðaíþróttina, og að því er virðist hefur hún mikla þörf fyr- ir vakningu. Það er athyglisvert að í skýrslunni kemur fram það sama og hjá flestum hinna sér- sambandanna, í ársskýrslum þeirra og það er um skýrslu- gerðir aðilanna, en það „hefur aldrei verið verra en í ár“, eins og það er orðað í skýrslunni. Með frétt þessari um starf Skíðasambatndsins f|/lgdi ekki hvað gerðist á þingi þeirra, og heldur ekki hvaða menn eru í stjórn Skíðasambandsins núna. ORÐSENDING frá Husmæðraskóla Reykjavíkur Þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skólavist á seinna dagnámskeiði skólans, mæti í skól- anum mánudaginn 4. febrúar kl. 1.30. Skólastjórinn SKRIFSTOFUHERBERGI Skrifstofuherbergi, helzt í miðbænum, óskast til leigu í nokkra mánuði, frá 1. marz n.k. Tilboð sendist blaðinu, merkt 1091, skrifstofaj fyrir næstu helgi. Nauðungaruppboð verður haldið hjá varðskýlinu á Reykjavíkurflugvelli eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl., föstudaginn 1. febrúar n.k., kl. 1.30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-530, R-576, R-952, R-1256, R-1392, R-1603, R-1652 R-1761, R-1823, R-1927, R-1948, R-1967, R-2424, R-2680, R-2812, R-2878, R-3095, R-3282, R-3326, R-3418 R-3505, R-3508, R-3555, R-3558, R-3559, R-3854, R-4112, R-4135, R-4376, R-4496, R-4544, R-4708, R-4918 R-4939, R-5032, R-5108, R-5115, R-5323, R-5356, R-5358, R-5435, R-5575, R-5785, R-6013, R-6251, R-6278, R-6425, R-6436 R-6463, R-6498, R-6562, R-6599, R-6778, R-6886, R-7097, R-7168, R-7197, R-7223, R-7224, R-7754, R-7576 R-7865, R-7945, R-8148, R-8310 R-8474, R-8496, R-8963, R-8965 og B-149. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík Kvenbomsur ©g kuldastígvél Verzlið þar sem úrvalið er mest AÐALSTRÆTI 8 — LAUGAVEGI 20 — LAUGAVEGI 38 — SNORRABRAUT 38 — GARÐASTRÆTI 6 XX X = fiNKIN e=

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.