Þjóðviljinn - 30.01.1957, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.01.1957, Síða 5
Miðvikudagur 30. janúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Moch heldur háskóiafyrirlesfur i Moskva Franski sósíaldemókratinn Jules Moch, fyrrverandi landvarnaráöherra Fakklands og nú fulltrúi lands síns »' afvopnunarnejnd SÞ, var á ferö í Moskva í vetur. í boöi Moskvaháskóla hélt hann fyrirlestur um afvopnunarmál fyrir kennara og stúdenta í pjóöréttarfrœði. Moch er í rœðustólnum til vinstri á myndinni. armanna LokiÖ er rúmlega þriggja mánaða verkíalli 38.000 málm íð’naöarmanna 1 Slésvík-Holsetalandi í Vestur-Þýzka- landi. Verkfall þetta er eitt hið ’harðasta, sem háð hefur verið í Vestur-Þýzkalandi síðan á dög- um Weimarlýðveldisins. Ileilt um sjúkrapeninga Aðalkrafa verkamanna, sem þeir hafa fengið framgengt, er að fá full laun greidd í allt að sex vikna sjúkraforföllum. Þetta eru sömu kjör og skrifstofufólk nýtur. Verkamenn litu á and- stöðu atvinnurekenda gegn þessari kröfu sem tilraun til að viðhalda hefðbundinni stétta- skiptingu með þvi að setja erf- iðisvinnumenn skör lægra en þá sem vinna andleg störf. 900.00® mjóta góðs af Málmiðnaðarmenn í Siésvik- Holsetalandi börðust ekki að- eins fyrir sjálfa sig, allir 900.000 verkamenn í málmiðn- aði Vestur-Þýzkalands njóta góðs af sigri þeirra. Samning- urinn sem stjórn sambands máimiðnaðarmanna og samtaka S jú Enlæ býðst til að hitta Dull- es hvar og hvenær sem er Stingur upp á að Bandaríkin og Kína skiptist á mönnura sem. haldið er nauðugum Sjú Enlæ, forsætis- og utanríkisráðherra Kína, bauðst í gær til að ræða viö Dulles, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, hvar og hvenær sem værí. Hann sagði þetta í viðtali við blaðæmenn í höfuðborg Nepals, Katmandu, en þar hefur hann dvalizt í fimm daga í boði stjórnar landsins. Hann sagði að enda þótt honum hefði aldrei borizt neitt svar við fyrri tilboðum sínum um að hitta Dulles að máli, vildi hann xtreka að hann væri fús að ræða við hann hvar og hvenær sem væri. Hann sagði ennfremur að kínverska stjórnin væri fús til að sleppa þeim bandarísku þegnum sem nú afplána refs- ingar í Kína úr haldi, ef Bandaríkjastjórn vildi leyfa jafnmörgum Kínverjum sem hún heldur nauðugum í Banda- ríkjunum að hverfa heim. Bandainska utanríkisráðuneytið sagði í gær, að engum Kín- vei-ja væiá haldið nauðugum í Bandaríkjunum og því væri ekki hægt að fallast á þetta boð. Sjú lEnlæ fór frá Nepal í gær flugleiðis til Kalkútta, en þaðan mun hann fara heim til Pek- ing. Njósnantál í Danmörku? Danska stjóniin vísaði í gær úr landi hermálafulltrúa við sovézka sendiráðið. Er sagt að hann hafi komið ótilhlýðilega fram við danska liðsforingja Og er lagður sá skilningur í þetta orðalag að hann hafi reynt að komast yfir hemaðarlegar upp- lýsingar. Júgóslavneska fréttastofan Tanjúg skýrði frá þvi í gær að Tító forseti væri hættur við að fara til Bandaríkjanna. Ástæðan væri sívaxandi andróður gegn Júgóslavíu þar í landi. atvinnurekenda í málmiðnaðin- um hafa gert með sér gildir fyrir alla starfsgreinina. Þegar atvinnurekendur reyndu að kljúfa raðir verkfallsmanna með því að gera þeim lélegt til- boð eftir að vinnustöðvun hafði staðið í rúma tvo mánuði svöi’- uðu verkamenn með því að fella smánartilboðið með 98,98% greiddra atkvæða. I atkvæða- greiðslunni tóku þátt 97% verkfallsmanna. Auk hækkaðra sjúkrapeninga fá verkamenn hækkað orlofsfé. Valdastefnan or- sök kalda stríðs- ins, segir Saud Saud, konungur Saudi Arabíu, kom til New York í gær í tveggja vikna opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Hann ávaipaði allsherjarþing SÞ í gær og sagði m.a. að það væri valdstefna sumra þjóða sem væri orsök kalda stríðsins. Hann og föruneyti hans gisti í nótt í 65 herbergjum í Wald- orf-Astoria gistihúsinu, en í dag heldur konungur tit Wash- ington til viðræðna við Eisen- hower forseta. „Prófessor í dulfrœðum" nýtí vitni í Montesimólinu Hin myrta og tveir aðalsakborningar leituðu tii hans Sjálfskipaöur „prófessor í du.lfræöum“ hefur öllum á óvart skotiö upp kollinum í Montesimálaferlunum ítölsku. í réttarhöldunum í síðustu viku las foi’seti réttarins upp bréf, sem honum hafði borizt frá manni í Mílanó, sem réttu nafni heitir Enzo de Santis en kallar sig Orio. ,,Prófessorinn“ skýrði frá því að Wilma Montesi hafi komið á sinn fund á útmánuðum 1953, skömmu áður en hún fannst látin á ströndinni nálægt Róm. Samferða henni voi’u að sögn de Santis þau Gianpiero Picci- oni, sem nú er fyrir rétti sak- aður um að hafa valdið dauða Wilmu, og Anna *Kíaria Caglio, sem þá var hjákona falsgreif- ans Ugo Montagna, vinar Picci- onis, en er nú helzta vitnið gegn þeim félögum. de Santis fer þess á leit að fá að bera vitni, svo að réttur- inn verði áskynja „alvarlegiar og óhugnanlegrar vitneskju'* sem liann búi yfir. Þegar réttarforsetinn las bréf- ið rauk verjandi Piccionis upp og mótmælti því að „loddari sem kallaði sig prófessor í dul- fi’æðum" fengi að bera vitni. Slíkt hlyti að skerða virðingu réttarins. Piccioni hefur harðneitað að hann hafi þekkt Wilmu Montesi. Réttarhöldum var fyrir he’.g- ina frestað til 30. janúar. Þá eiga aðstandendur Wilmu, þar á meðal unnusti hennar, að | bera vitni. Keisaradóttirin reyndist vera pólsk vinnukona Dómstóll í Vestur-Berlín úrskurðar að Anastasía keisaradóttir sé löngu liðin Dómstóll í Vestur-Berlín úrskuröaði í gær aö enginn fótur væri fyrir reyfarasögum um að yngsta dóttir Niku- lásar Rússakeisara, Anastasía, væri enn á lífi. Á undanförnum árum hef- ur um fátt verið rætt meira í þýzkum blöðum og ýmsum öðrum en roskinn kvenmann, sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum, en haldið hefur fram, að hún sé yngsta dóttir Niku- lásar Rússakeisara, Anastasía. Hafa margar sögur, ýmsar mjög reyfarakenndar, verið samdar um ævi þessarar konu, allt frá því að hún slapp ein að sögn undan, þegar keisara- hjónin og böni þeirra voru líf- látin í júlí 1918. Hafa verið færð ýms rök fyr- ir því að kona þessi, sem nú kallar sig Önnu Andersson og býr í Vestur-Þýzkalandi, sé raunverulega Anastasía keis- aradóttir og var höfðað mál til að fá það staðfest. Dómstóll í Vestur-Berlín úr- skurðaði í gær, að Anastasía Æðar og taugctr saumaðar með vír Læknar í Sovétríkjunum eru farnir að sauma saman taugar með örmjóum vír. Upphaflega smíðaði Vísinda- í’annsóknarstofa tilraunatækja í Moskva vél, sem lækna van- hagaði um til að sauma saman með mjóar æðar. Þráðurinn í vélinni er ör- mjór vír úr tantalum, sem er mjög fágætur málmur. Vélin reyndist vel við að sauma sam- an æðar sem ekki urðu tengdar á annan hátt. Það var nánast af tilviljun að á daginn kom að með vél- inni var einnig hægt að sauma saman sundursniðnar taugar. Dag nokkum var komið á sjúkrahús í Moskva með mann sem hafði svo gott sem misst annan fótinn í umferðarslysi. Heita mátti að leggurinn væri sniðinn sundur. Læknunum kom til liugar, að reyna að gi’æða stúfana saman. Var gripið til æðasaumavélar- innar og hún notuð til að tengja á ný sundurskornar æð- ar og taugar. Aðferðin heppn- aðist svo veí að maðurinn hélt fæti sínum og getur gengið hjálparlaust. hafi ekki verið í tölu lifenda síðan í júlí 1918, og Anna þessi Andersson, sem réttu nafni heiti Anna Tschaikowski sé pólsk að uppruna og hafi verið vinnukona þegar hún kom til Berlínar fyrst árið 1920. A.m.k. tvær kvikmyndir liafa nýlega verið gerðar eftir reyf- arasögum Önnu þessarar og lék Ingrid Bergman aðalhlutverk í annarri þeirra, sem lieitir Anastasía. Alsír Framhald af 1. síðu. vörur sínar. Franskir menn eru einnig minna á ferli en endranær. Tug- þúsundir hermanna eru á verði í franska hluta borgarinnar, strangur vörður er utn allar op- inberar byggingar og almenna samkomu- og veitingastaði og vopnaðir menn gæta þeirra fáu sporvagna sem enn eru í gangi, Lögreglan í París er á verð| og ei’u lögregluþjónarnir búnií kylfum og stálhjálmum. Um 500 Serkir voru handteknir í París og öði’um borgum Frakklands j fyrradag og fleiri bættust í þanit hóp í gær. Stúdentar í hungurverkfaHi Serkneskir stúdentar sem stunda nárn i París og övrum frönskum háskólaborgum sækja ekki fyrirlestra meðan á verk- faliinu stendur. Margir stúdentar frá Alsír hafa búið um sig á al- sírska stúdentagarðinum við Boulevard Saint Michel og hafið hungurverkfali. Ætla þeir enr ratj fæðu að neyta meðan á v:.rk- fallinu stendui’. Margir félagar þeirra frá Túnis og Marokkó hafa gert slikt luð sama.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.