Þjóðviljinn - 30.01.1957, Side 7
Miðvikudagur 30. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Af stofnendum eru aðeins sjö
á lífi nú, þau Hallbjörff Þorvarð-
ardóttir, Borghildur Níelsdóttir,
Bjarnasína M. Oddsdóttir, Albert
Kristinsson, Guðmundur Jónas-
son, Gunnlaug-ur Hiidibrands-
son og Jón B. Pétursson.
TXaglaunagreiðsIan var á
þessum árum að miklu
leyti úr sögunni, en tíma-
viiman upp tekin. En eins
og fyrr réðu tinnuveitend-
ur sjálfir kaupgjaldinu.
Verkafólk hafði þar ekkert;
urn að segja, varð að taka
þegjandi við því sem að því
var rétt. Þegar daglaun
voru greidd voru þau kr.
2,00 og 2,50 fyrir daginn,
: mismunandi eftir dugnaði
' mannsins, en kr. 1,50 fyrir
kvenfólk, og voru engin
takmörk fyrir því hve íang-
ur vinnudagurinn var. Fór
|i það eftir geðþótta vinnu-
veitanda. Hið sama gilti
um tímavinnukaupið.
IT'nginn ákveðínn vinnu-
" tímí, og sama kaup
hvort heldur var unnið að
degi eða nóttu. Var þá
venjulega greitt fyrir
klukkutímann 20—25 aur-
ar karlmönnum og 12 og
hálfur eyrir kvenfólkL
llart var um peninga-
* greiðslu að ræða. Mest
allt kaup sitt varð fólk að
taka út í völrum í búðum
kaupmanna, með upp-
i sprengdu verði.
17ngan ákveðinn matmáls-
tíma var heldur um að
: ræða. Fólk varð að stelast
til að gleypa i sig matar-
bita eða kaffisopa úti undir
beru lofti, hvernig sem veð-
ur var, undir pakkhús-
veggjum og bryggjum, eins
og siðlausir menn eða soltn-
ar skepnur“.
JÓN ÞÓBÐARSON frá Hliði
einn þremenninganna.
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði er 50 ára í dag.
Það munu fyrst og fremst
hafa verið tveir sjómenn er
fyrst beittu sér fyrir stofnun
hennar. Það er annar þeirra,
Jóhann Tómasson, sem lýst
hefur ástandinu í Hafnarfirði
eftir aldamótin, fram að því
er Hlíf var stofnuð, með þeim
orðum sem tilfærð eru hér að
framan.
Á tímabilinu 1900—1907
þrefaldaðist íbúatala Hafnar-
fjárðar, úr 500 íbúum i 1500.
Ástæðan: vaxandi útgerð. Það
þótti borga sig að gera út
meðan kjörin voru slik! En
með tilkomu f jölmennra vinnu-
stöðva varð mönnum tíðrædd-
ara um kjörin og áhuginn
fyrir að bæta úr þessu ástandi
fór vaxandi, — þótt hægt
/
Núverandi stjórn Hlífar. Standandi frá vinstri:, Sveinn Sveinsson varagjaldkeri,
Bjaxni Rögnvaldsson varaformaöur, Yngvi Jónsson gjaldkeri. Sitjandi (frá vinstri!:
Helgi S. Guðmundsscm fjármálaritari, Hermann Guömundsson formaöur, en hann
hefur veriö formaður Hlífar í 16 ár eöa lengst allrá, Ragnax Sigurösson vararitari
og Pétur Krisðergsson ritari.
HLIF 50 ARA
færi. Um deyfðina segir Jó-
hann Tómasson: .
„Nokkru kann það að hafa
valdið, að flestir þeirra sem
hingað fluttust voru hver öðr-
um ókunnugir, og flestir
þeirra engu félagslegu sam-
starfi vanir í sveit sinni.
Um frumkvæði og uppörf-
un þeirra, sem í Hafnarfirði
voru fæddir var vart að ræða,
— þótt ýmsir þeirra yrðu sið-
ar verkalýðsfélögunum hinar
traustustu stoðir. Þeir höfðu
alizt upp við takmarkalitla
lotningu og undirgefni kaup-
mannavaldsins. En kaupmenn
voru einu vinnuveitendurnir
og varð fólkið allt til þeirra
að sækja. í auðmýkt og und-
irgefni varð það að knýja á
þeirra náðardyr með lánsút-
tekt til sinna brýnustu lífs-
nauðsynja, því að vinnulaunin
hrukku ekki til, þótt kröfur
til lifsþæginda væru ærið litl-
ar. Bar hugsunarhátturinn
lengi furðu miklar minjar
langvarandi kúgunar“.
Þessi lýsing Jóhanns Tóm-
assonar, eins fyrsta braut-
ryðjanda Hlífar, af viðhorfi
og ástandi fyrir 50 árum, er
rifjuð upp hér fyrir ungt fólk
sérstaklega. Þess verður
stundum vart að ungir menn
haldi að kjörin sem þeir búa
við í dag hafi alltaf verið eins
og þau eru nú. Svo er ekki.
Þau eru slík sem þau eru að-
eins fyrir þrotlausa baráttu
feðra þeirra og mæðra. Arfur
sem þeim ber að vernda og
viðhalda. Breytingin frá því
að atvinnurekandinn skammt-
aði kaup, vinnutíma og Hfs-
nauðsynjar, eins og var um
og eftir síðustu aldamót, til
kjara vinnandi fólks í dag,
fékkst ekki fyrirhafnarlaust.
Atvinnurekendur réttu ekki
verkalýðnum kjarabætur á
silfurbakka, þær kostuðu bar-
áttu, mikla og langa baráttu.
Það var einmitt vaxandi
skilningur hafnfirzkrar alþýðu
JÓHANN TÓMASSON
annar aðalhvatamaður að stofn-
un Hlífar. Hann átti lengi sæti í
stjórn félagsins og gegndi marg-
háttuðuni öðrum trúnaðar-
störfiun.
á nauðsyn samtaka og bar-
áttu, eða eins og Jóhann Tóm-
asson orðar það: Fólki „var
farið að skiljast, að útgerðar-
menn og kaupmenn, — sem
var eitt og hið sama, —
mundu ekki bæta kjör þess á
neinn hátt“, sem leiddi til
þess að Hlif var stofnuð.
Örlögin hafa verið svo grá-
SVEINN AUÐUNSSON
er tók við formemisku Hlífar
haustið 1908 og mun hafa verið
formaður til 1918, einn a.f vin-
sælustu forustumönnum Hlífar
fyrr og síðar.
lynd við Hlifarmenn að fyrsta
fundargerð félagsins er glöt-
uð. Nákvæmar upplýsingar
um félagsstofnunina eru því
ekki til. í fundargerðabók
Dagsbrúnar í Reykjavík er
þess getið að á fundi Dags-
brúnar 13. janúar 1907 hafi
verið lesið bréf frá þrem
Hafnfirðingum, þar sem þeir
ræði um stofnun verkamanna-
félags í Hafnarfirði og óski
liðsinnis Dagsbrúnar í því
máli. Dagsbrúnarmenn brugðu
vel við og sendu Hafnfirðing-
um 3 menn til aðstoðar. Hóf-
ust Hafnfirðingar handa um
fundarboðun. Er talið að
margt manna hafi verið mætt
á stofnfundinum. Frá Dags-
brún er vitað um þá Pétur G.
Guðmundsson og Ásgrim
Magnússon. Hafnfirðingarnir
þrír, sem undirrituðu bréfið
til Dagsbrúnar voru þeir Jó-
hann Tómasson, Gunnlaugur
Hildibrandsson og Jón Þórð-
arson frá Hliði.
Framsöguræður og hvatn-
ingarræður um félagsstofnun
voru fluttar, og hreyfði eng-
inn mótmælum. En þegar að
því kom að stofna félagið fór
þó svo að margir voru enn
það háðir atvinnurekenda-
valdinu að þeir treystu sér
ekki til að eiga hlut að svo
áhættusömu athæfi sem því
að stofna verkamannafélag —
„gegn vinnuveitendunum". Og
þessir menn þokuðu sér til
dyra svo lítið bar á, og hurfu
á brott. Eftir voru um 40
manns er gerðust stofnendur
félagsins, þar af nokkrar kon-
ur. Fyrsti formaður félagsins
var kosinn Isak Bjarnason á
Óseyri, síðar bóndi í Fífu-
hvammi.
Næstu daga og vikur sátu
forgöngumenn Hlífar ekki
auðum höndum, heldur unnu
ósleitilega að þvi að skýra
fyrir hafnfirzku verkafólki
nauðsyn samtaka, og þeim
varð vel ágengt. Á fundi í
Dagsbrún 13. marz skýrði Ás-
grímur Magnússon, er Dags-
brúnarmenn höfðu sent til
bræðrafélagsins í Hafnarfirði,
frá því að félagsmenn Hlífar
væru þá orðnir 250 talsins.
Um þetta leyti setti Hlíf
fyrsta kauptaxta sinn —- því
um viðurkenningu á félaginu
og samninga við það var ekki
að tala — og skýrir Ásgrím-
ur Magnússon á Dagsbrúnar-
fundinum frá þeim viðbrögð-
um atvinnurekenda, að þeir
væru að bíndast samtöiuim
gegn félaginu — og hefðu í
heitingum um að flytja inn
verkafólk — frá Noregi!
Þegar til kom runnu at-
vinnurekendur á öllum sínum
heitingum og viðurkenndu
taxta Hlifar. Liðu svo næstu
ár fremur friðsamlega og sótt-
ist í áttina til bættra kjara,
þótt hægt færi. Atvinnurek-
endur höfðu gefizt upp á að
drepa félagið. I þess stað
hugðust þeir fara þá leið að
eyðileggja það innan frá.
Tókst atvinnurekendum að
ráða allmiklu í félaginu um
skeið — með þeim liætti að
vera sjálfir í því! Snenrma
vetrar 1914 fengu þeir sam-
þykkt í Hlíf að atvinnurek-
endur inættu vera í félaginu!
Sá sem harðast beitti sér gegn
því var Daiíð Kristjánsson,
einn af helztu forustumönn-
um hafnfirzkrar alþýðu þá,
og svo fór að síðar voru sett
inn þau ákvæði í lög Hlífar
að atvinnurekendur gætu ekki
verið í félaginu.
Segja má að tímabilið í
sögu Hlífar frá 1919 til 1926
hafi verið samfelld sókn. Fé-
lagið tók snemma að ræða.
margháttuð framfara- og
nauðsynjamál bæjarins og
reyna að knýja fram fram-
kvæmdir í þeim. Það var raun-
ar fyrr, eða 1914, sem Hlíf
lét stjórn bæjarins til sin taka
GUNNL. HILDIBBANDSSON
einn hinna þriggja er ieituðu lið-
sinnis Dagsbrúnar við stofnun
Hlífar.
og stuðlaði að kosningu Magn-
úsar Jóhannessonar for-
manns félagsins, Við bæjar-
stjórnarkosningar 1916 fékk
Hlíf kosna báða þá bæjar-
fullírúa er kjósa átti þá. Við
næstu kosningar valt á ýmsu.
Hlífarmenn ýmist töiuðu eða
unnu. En áfram var haldið
og smátt og smátt vannst á,
unz verkalýðssamtökin í
Hafnarfirði færðu Alþýðu-
flokknum meirihluta í bæjar-
stjórninni árið 1926. Síðan
hefur Hlíf ekki borið fram,
lista í bæjarstjómarkosning-
um.
Á tímabilinu milli 1930 og
1940 fór mest af starfskröft-
um Hlífar í bnráttu fyrir
aukinni atvinnu, en þennan
Framh. á 10. síðu