Þjóðviljinn - 30.01.1957, Page 9

Þjóðviljinn - 30.01.1957, Page 9
Miðvikudag-ur 30. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (g' ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRIi FRtMANN HELGASON --------------------- Fjölmenni sóttf afmælisfagnað I.S.I. Helgi Jónsson frá Brennu gerður að heiðursfélaga ÍSl og Águsta Þorsteinsdóttir sæmd gullmerki þess Eins og áður var frá sagt hafði framkvæmdastjórn íþrótta- sambands íslands móttöku fyrir velunnara sambandsins og í- þróttamenn í tilefni af 45 ára afmæli sambandsins. Kom þar fjöldi gesta, sem bar vott um mikinn áhuga fyrir sambandinu og því starfi sem það hefur innt af höndum fyr- ir æsku íslands. Meðal gestanna var mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og ávarpaði hann stjóm sam- bandsins og þakkaði henni fyrir þann mikla skerf sem íþrótta- hreyfingin hefur lagt til upp- eldis æskunnar í landinu. Við þetta tækifæri var Helgi frá Brennu gerður að heiðurs- félaga íþróttasambandsins. Helgi hefur um marga tugi ára verið forustumaður um útilíf og ferða- lög, um fjöll og byggðir. Þá heiðraði sambandsstjórn hina ungu og efnilegu sundkonu, Agústu Þorsteinsdóttur, með gullnál fyrir 11 sundmet sem hún setti á síðasta ári. Gjafir bárust Þá bárust sambandinu nokkrar gjafir, og fjöldi heiliaskeyta. Bragi Kristjánsson formaður Olympíunefndar ávarpaði stjórn- ina og árnaði heilla. Ennfremur kvaðst hann eiga að tilkynna stjórn ÍSÍ það, að Olympíu- nefndin hefði ákveðið að af- henda lienni OL-fánann sem not- aður hefði verið er gengið var inn á leikvanginn í Melbourne í haust, að gjöf. Þá kvaðst hann eiga að afhenda nokkra fjárupp- hæð sem gjöf til sambandsins. Gísli Halldórsson kvaddi sér hljóðs og bar kveðjur frá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur og árn- aðaróskir. Hann skýrði einnig frá því, að* ákveðið hefði verið að afhenda sambandinu skrif- borð sem ætti að prýða hin nýju húsakynni ÍSÍ á Grundar- stíg 2. Er þetta veglegt stykki, smíðað úr Mahogni, nokkurskon- ar forsetaborð á stjórnarfundum eins og hann orðaði það. Peningagjafir bárust frá vel- unnurum sambandsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið. Frá knattspyrnumönnum Hafn- firðinga barst blómakarfa með beztu óskum um heillaríka fram- tíð. Forseti íslands, herra Ásgeir í Snjóbuxur Verð frá 60,00 Grillonliosur. Verð frá 16,00 T0LED0 Fischei’sund Ásgeirsson, gat ekki komið vegna ófærðar, en sendi ritara sinn, Harald Kröyer sem bar persónulegar kveðjur forsetans. Stjóm ÍSÍ veitti af mikilli rausn og voru samræður manna fjörugar yfir kaffibollum. Minnzt. liðinna ára og atvika, rætt um hin mörgu mál sem stöðugt liggja fyrir til úrlausnar hjá svo umfangsmikilli hreyfingu sem iþróttahreyfingin er. Var þetta hin ánægjulegasta stund. Að lokum þakkaði forseti ÍSÍ, Ben G. Waage, öllum þeim mörgu sem sýnt hefðu samband- jnu þann heiður að koma til þessa fagnaðár og ennfremur gjafir þær sem sambandinu hefðu borizt. Um kvöldið var þessa afmæl- is minnzt í íþróttaþætti útvarps- ins. Hér skulu að lokum fluttar beztu ámaðaróskir til íþrótta- sambands íslands fyrir ‘þátt þess í þróun og framgangi íþrótta á fslandi. Það virðist sem vaxandi sé skilningur manna á því að sterkt iþróttasamband þýði öflugri í- Þrátt fyrir það að FIFA vildi ekki gefa samþykki sitt fyrir því að Honved mætti leika i Suður-Ameríku; keppti það samt K O C S I S við Fiamengo og fóru leikar þannig að Flamengo vann 6:4. Það sýndi sig að mikill áhugi var fyrir leik þessum og um 100 þús. manns komu til þess að horfa á hina ungversku sniiiinga, sem voru ákaft hylltir. Fyrir leikinn var einnar mín, þögn til þess að minnast þeirra sem fallið höfðu í átökunum í Ung- | verjalandi. ■ n S Það hafði rignt mikið daginn I sem leikið var og var völlurinn ■ því erfiður. Heimamehn attu þróttahreyfingu. Þessi skilningur hefur ekki alltaf verið á starfi sambandsins og hefur það oft verið því fjötur um fót. Það ber að fagna því að þeir tímar eru liðnir, og þeir sem bezt þekkja til þessara mála innan sam- bandsins munu enga aðra ósk heitari eiga en að íþróttasam- band ísiands megi eflast fyrir skilning þeirra aðila sem að því standa. Stórtap á OL i Melbourite Samkvæmt nýjustu fréttum frá þeim er höfðu með fjármál Olympíuleikanna í Melbourne að gera segir að ótrúlega mikið tap hafi orðið á leikjunum eða um 450,000 dollara, sem er eng- inn smáskildingur. Tapið hefur komið öllum mjög á óvart, því flestir höfðu gert ráð fyrir að nokkur hagnaður yrði af þeim eða að minnsta kosti að þeir mundu standa í járnum tekjur og gjöld. hægara með að ráða við þessar aðstæður, og eftir fyrri hálfieik stóðu leikar 3:1 og ’ Flamengo hélt áfram í þeim síðari og um skeið stóðu leikar 5:1. Nokkru síðar stóðu leikar 6:2 og var það Puskas sem skoraði bæði. Það voru Bozsik, Budai og Kocsis sem vöktu mesta athygli í leiknum og yfirleitt var þessi frammistaða Ungverjanna talin mjög góð þegar tekið er tillit til liinnar iöngu ferðar þeirra og allra ieikjanna sem þeir léku í Evrópu áður en þeir fóru til Suður-Ameríku. Ekki hefur lieyrzt um fleiri leiki þeirra en ætlunin var að þeir léku þar nokkra leiki, og er sennilegt. að af þeim verði þar sem þeir eru byrjaðir. Ekki hefur heldur heyrzt frá ungverska knattspymusamband- inu eða FIFA. Aftur á móti tilkynnti brasil- íska íþróttasambandið eftir leik- inn að það mundi ekki dæma Flamengo fyrir að leika við Honved, það ætli að senda FIFA skýrslu um málið, og er þess svo vænst að það taki ákvörðun um það hvað gera skuli. Sam- kvæmt fyrri ummælum frá FI FA er dómari sá sem dæmdi leikinn útilokaður frá að dæma leiki í meistarakeppninni í Brasilíu. Úrskurðar FIFA er beðið með mikilli eftirvæntingu. — Síðustu fréttir herma að Honved hafi leikið við Bodofogo og unnið 2:1. Honved tapaði fyrir Flamengo 4:6 Um 100.060 manns horfðu á happleikhm Kvennadagskrá útvarpsins 1 Framhald af 6. síðu. þátttöku, og allra helzt hugs- að sér einmitt að hafa skemmti- og fræðsluefni sem aðalatriði í þessari dagskrá. Getur nokkur lifandi hræða hugsað sér, að hægt sé að taVx um smjör, vefnaðarvöru og kaffi vetur, sumar, vor og haust? Ungir kraftar eiga líka rétt á að koma framt — og fáir eru smiðir í fyrsta sinn og ekkert við því að segja. Ann- ars hefur sumardagskráin ein- mitt gerzt brautryðjandi um sumt. Hún áræddi að auka fjölbreytni í dagskrá kvenna, með því að taka upp t.d. samtalsformið. Fyrsta samtal- ið var milli Sigríðar Björns- dóttur frá Hesti og Hólm- fríðar Jónasdóttur, skáld- konu á Sauðarkróki og las skáldkonan nokkur kvæði eftir sig á eftir. Var þessi dag- skrá mjög vel séð. Á þeirri reynslu, sem hér vannst, byggði ég síðar samtal mitt við Jakobínu Johnson. Við. unnum í marga daga að þessu samtali — ræddum efnisvalið og fórum síðan að viða að okkur. Samveran við Jakobínu var •mjög lærdómsrík og ég álít, að þetta form f.yrir útvarps- efni sé bæði mjög skemmtilegt og heppilegt og gæti, ef rétt er á haldið, gefið mikið í aðra hönd fyrir hlustendur. Síðar tók K.R.F.I. upp for- málagerð fyrir Ijóðalestri og veitti það form fræðslu um hver höfundurinn var og hvað eftir hann lægi. Tel ég það líka hafi aukið á fjölbreytni í dagskránni. Síðan höfum við tekið upp þætti með því sniði, að fleiri kæmu fram en tveir og var því vel tekið. Á þessum árum höfum við lært talsvert af reynslunni. Hvort við getum fært okkur hana í nyt kemur undir að- stæðum okkar til starfa. I vetrardagskrá K.R.F.Í. hafa verið flutt alls, síðan hún hófst, 75 erindi og hafa þau fjallað um ýmis réttindamál kvenna og gert þar grein fyr- ir tillögum þeirra í þeim, mál-_ um, svo sem skattamálum, stjórnarskrármálinu, atvinnu- málum og ýmsum almennum þjóðmálum, t.d. skömmtunar- málum. Þá hafa verið flutt erindi um uppeldismál, sem eðlilega standa flestum konum nærri hjarta. Þá hafa verið fluttar frásagnir um ævi merkra kvenna. Veigamesta frásögnin og um leið einhver hin vinsælasta var frásögn Þórunnar Elfu Magnúsdóttur, rithöfundar af lífi og starfi Fredriku Bremer. Þá var kynnt einnig í dagskránni 1947 skáldkona, sem þá nýverið hafði fengið Nóbelsverðlaun, Gabriela Mistral. Samdi Ölöf Nordal formálaorð að ljóða- lestri sínum um hana og var þetta efni mjög vinsælt. Mál- fríður Einars hafði þýtt kvæð- in. Margt annað efni sem flutt hefur verið höfum við fengið hinar beztu þakkir fyrir, þó að hér verði það eklti rakið lengra. Svo sem jafnan Iítur sínum augum hver á silfrið og greinist mjög álit manna um allt útvarpsefni, ekki síð- ur þetta en annað, og er það heldur sjaldgæft fyrirbrigðf, að allir séu þar á einu málf. Skárra mætti það nú vera. Eis þá kröfu virðist sanngjamt að gera, að gagnrýni sé rök- studd og sést þá fyrst glöggt hvers virði hin opinbera gagnrýni er. Árið 1944 eða árið áður ett dagskrá kvenna hefst flytja konur alls 17 útvarpserindl yfir allt árið. Fjögur af þess- um erindum voru flutt 19. júní á vegum Kvenréttindafé- lags íslands og auk þess tvð erindi á vegum Búmaðarfé- lags íslands, á Bændavika þess, en það tók upp þá lofs- verðu nýbreytni að gefa þar sjónarmiðum kvenna rúm, skýrðu síðan vikuna upp ,og kölluðu Bænda- og húsmæðra- viku Búnaðarfélags íslanda, og man ég, að þetta gaf vik- unni aukið gildi út á við til almennings og tel ég, að Búa* aðarfélagið ætti að undirbúa þátttöku kvenna í dagskránai sem allra bezt. Fyrir framtakssemi útvarjjSi* ráðs koma því alls xrm átta konur með erindaflutning ::.ð hljóðnemanum á árinu 1944. Þegar kvennasamtökin taka sjálf að sér öflun bregður svo við, að á árinu 1948 eru fluttar 43 kvennadagskrár á fimmtudögum og þar af hefur Kvenréttindafélag íslands séð um 30. Á þessu ári þrefaldast þátt- taka kvenna í efnisflutningi frá því sem var 1944, er úi- varpsráð naut eigi kveírna- samtakanna við. Þar sem konur eru röskix helmingur þjóðarinnar, mi einnig telja þetta til framfara frá því sjónarmiði séð. Nút skulum við taka af handahóS tvær fyrstu vikur marzmán- aðar 1948. Kemur þá í ljós. að karlar ýmist flytja erindi eða lesa upp í alls 20 klukku- stundir og 35 mínútur, ea konur í alls 50 mínútur, og er þá þátttaka kvenna miðu$ við þátttöku karla 4.04%. Við þessa ahugun voru ekki teknir fastir liðir, svo sem fréttir, tónleikar, einsöngur, leikrit, lestur Passíusálma og kennsla,. Ég hugsa, að útvarpsráð gæú alveg að skaðlausu fyrir sig boðið konum að koma í rr« varpið. Ég held að það værf ekkert að því fyrir útvarpsráí að lialla sér dálítið meira að kvenþjóðinni. Nú er búið aí gefa kvenþjóðinni alvarlega undir fótinn undanfarin fjög- ur ár, svo það fer verulegy að ætlast til ýmislegs. i Svefnherbergis- j hiisgögn barnarúm og kojur fyrirliggjandi HÚSGAGNAVERZLUN GuðmundaE fíuimundsscmaz Laugaveg 166 MUNIÐ Kafíisöluna í Hafnar- stræti 16.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.