Þjóðviljinn - 30.01.1957, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. janúar 1957
íslenzk-tékknesk samvinna
Frarnhald af 12. síðu.
Vetter. Dvaldist hann á íslandi
érið 1620, og fræðirit hans
voru gefin út á tékknesku árið
1638. í bókadeild þjóðminja-
safnsins í Prag er ófullkomið
eintak af annarri útgáfu verks
þessa frá árinu 1673. Árið 1931
skrifaði prófessor B. Hórák
um verk þetta greinina „Daní-
el Vetter og ísland hans“.
Ennfremur hafa verk ísl. rit-
höfunda verið þýdd. Morg-
unn lífsins eftir Kristmann
Guðmundsson er vel þekkt
verk, einnig Skálholt Guðmund-
ar Kambans. Bók Jóns Sveins-
sonar, Nonni og Manni var
mjög vinsæl meðal barna í
Tékkóslóvakíu fyrir stríð. Af
bókum Gunnars Gunnarssonar
hefur Borgarættin verið þýdd.
Halldór Kiljan Laxness var
kynntur tékkneskum og slóv-
öskum lesendum þegar árið
1940 með þýðingu bókarinnar
Sölku Völku. Eftir stríðið voru
mörg önnur verk hans þýdd og
sum þeirra jafnvel gefin út i
50.000 eintökum, eins og t. d.
Sjálfstætt fólk. Nú á dögum
skipar hann heiðurssess meðal
erlendra rithöfunda hjá tékk-
óslóvöskum lesendum.
Auðvitað er ekki unnt að
telja hér upp árangursrík
menningarsamskipti í öllum
greinum. Við skulum til dæmis
nefna samskipti í hljómlistar-
lífi, kvikmyndaiðnaði o. s. frv.
Árið 1948 var stutt kvikmynd
um Island gerð af tékkneskum
jaröi'ræðingum á rannsóknar-
leiðangri hér. í sumar voru
gerðar nokkrar stuttar kvik-
myndir meðan tékkneska sendi-
nefndin dvaldíst hér, en for-
maður hennar var hinn tékk-
neski viðskiptamálaráðherra,
Frantisek Krajcír. Þessi kvik-
mynd hefur verið sýnd í öllum
kvikmyndahúsum Tékkóslóvak-
íu, og vona ég að hún verði
sýnd í Reykjavík bráðlega.
Þessvegna er það mjög á-
nægjulegt, ef árangur næst í
menningarsamskiptum á nýju
sviði. Eg hef nýlega afhent
upptöku á tékkneskum og slóv-
öskum þjóðsöngvum sem fram-
lag frá Ríkisútvarpi Tékkó-!
slóvakíu til þessara menningar-j
samskipta. Af hálfu tékkneska
t
sendiráðsins vil ég leggja á- ^
herzlu á, að við munum styðja
þetta góða málefni eins mikið
í framtíðinni og við höfum
gert til þessa, því að við vit-
um hve íslenzka þjóðin, hegð-
un hennar öll og menningarlíf
er vinsæl meðal tékknesku
þjóðarinnar. Ef ég get gert
eitthvað til að auka kynni
þjóða okkar, meðan ég dvelst á
íslandi, mun ég ekki hika við
að gera það af heilum hug og
allri atorku“.
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra svaraði með
ræðu:
„Tékkóslóvakía er eitt af
helztu og beztu viðskiptalönd-
um okkar Islendinga. Viðskipt-
in hafa farið ört vaxandi á síð-
ari árum og ég vona, að þau
eigi enn eftir að vaxa. Við ís-
lendingar erum þannig gerðir,
að við viljum gjarnan vita deili
á þeim, sem við skiptum við.
Við erum ekki kaldrifjaðir
kaupahéðnar, sem mælum gildi
samskipta við önnur lönd fyrst
og fremst í þeim gjaldeyri, sem
okkur áskotnast í viðskiptum
við þau. Við gleðjumst að sjálf-
sögðu yfir þeim viðskiptum,
sem eru til gagnkvæms hagnað-
ar. En þá fyrst erum við á-
j nægðir með samskiptin í heild,
þegar einnig er um menningar-
samband að ræða. Saga íslend-
inga í 1000 ár er ekki fyrst og
fremst viðskiptasaga, heldur
menningarsaga. — Islendingar
tengjast öðrum þjóðum aldrei
einlægum vináttuböndum á
grundvelli viðskipta einna,
hversu hagkvæm, sem þau
kunna að vera, heldur verða
menningarsamskipti einnig að,
koma til.
Af þessum sökum læt ég í
ljós sérstaka ánægju yfir þeim
orðum yðar, herra sendifulltrúi,
að þér hafið mikinn áhuga á
auknum menningarsamskiptum
milli landa okkar og munið
beita yður fyrir þeim. Á þeim
grundvelli, ekki síður en á við-
skiptagrundvellinum, álít ég, að
gagnkvæm vinátta milli þjóða
okkar verði efld.
Þér nefnduð, að þegar á 17.
öld hafi tékkneskur maður
dvalið á Islandi og'ritað um
landið. Þess má einnig geta, að
tveim öldum áður var erlendur
biskup i Skálholti, sem numið
hafði í Prag á dögum Jóhanns
Húss.
Nútíma Islendingar hafa haft
talsverð kynni af tékkneskri
menningu. Nokkur öndvegisrit
tékknesk hafa verið þýdd á ís-
lenzku. Góði dátinn Svejk
þekkja áreiðanlega nær allir ís-
lendingar, ýmist af þýðingu
sögunnar, sem einnig hefur ver-
ið lesin í útvarp, eða af sviði
Þjóðleikhússins. Þá hafa kunn
rit Carel Capeks komið út á
íslenzku og tékknesk Ijóð hafa
einnig verið þýdd. En kunnastir
af andans mönnum Tékka eru
þó eflaust tónskáldin Dvorák
og Smetana, sem njóta aðdáun-
ar hér eins og hvarvetna um
hinn menntaða heim.
Það var ágæt hugmynd, að
ríkisútvarp Tékkóslóvakíu og
Islands skyldu skiptast á efni
um menningarlíf og þjóðlíf
landanna. Og það var einmitt
sérstaklega vel til fundið að
skiptast á þjóðlegri tónlist.
Tónlistin er ekki aðeins drottn-
ing listanna, heldur er mál
hennar einnig alþjóðlegt, um
leið og það lýsir þjóðarsálinni
ekki síður en orð fá gert. Eg
endurtek þakkir mínar til vðar,
herra sendifulltrúi, fyrir frum-
kvæði yðar í þessu máli og á-
huga yðar á því að leggja
traustan grundvöll að gagn-
kvæmum kynnum og annarri
vaxandi vináttu milli tékknesku
og íslenzku þjóðarinnar.“
Ifllíf 50 ára
Framhald af 7. síðu
áratug var mikið atvinnuleysi.
Á þeim árum beitti Hlíf sér
mjög fyrir aðskilnaði Alþýðu-
sambandsins frá pólitískum
samtökum og breytingu þess
í faglegt samband, og munu
Hlífarmenn hafa átt einna
drýgstan þátt í að sá áfangi
náðist haustið 1940 að AI-
þýðusambandið lýtur ekki
lengur lögum né fyrirmælum
neins eins stjórnmálaflokks.
Hin síðustu 15 ár hefur
Hlíf unnið marga þýðingar-
mikla sigra. Ber þar fyrst
að nefna að Hlíf var annað
fyrsta félagið er knúði fram
viðurkenningu á 8 stunda
vinnudegi árið 1942, og var
það undanfari þess að þing-
menn neyddust til þess að
viðurkenna orðna staðreynd
og gera 8 stunda vinnudaginn
að lögum. Hér er ekki rúm til
að rekja öll þau framfara- og
nauðsynjamál Hafnfirðinga
sem Hlíf hefur tekið upp og
beitt sér fyrir, því þá væri
farið að rekja atvinnusögu
Hafnarfjarðar. Þetta rabb ber
á engan hátt að taka sem til-
raun til að segja sögu Hlíf-
ar, því hún verður ekki rakin
í þriggja dálka blaðagrein.
Það eru engin ellimörk á Hlíf,
hún mun eiga sér mikla starfs
sögu, um það vitna orð eins
Hlífarmanns, Sigmundar
Björnssonar á síðasta fundi
félagsins, sem haldinn var
fyrir nokkrum dögum, hann
sagði: „Við megum aldrei láta
draga úr okkur kjarkinn til
að gera kröfur, því það er
dauðamerki. Um leið og við
gerum kröfur til annarra ger-.
um við einnig kröfur til
sjálfra okkar, því við viljum
leggja á okkur til að fá kröf-
um okkar framgengt."
Hér hefði verið ástæða tii
að minnast ýmsra forystu-
manna Hlífar, Alberts Krist-
inssonar, Björns Jóhannesson-
ar, Davíðs Kristjánssonar,
Gísla Kristjánssonar, Helga
Sigurðssonar, Kjartans Ólafs-
sonar, Þorsteins Björnssonar,
Þórðar Þorðarsonar o.fl. en
það verður að bíða betri tíma.
Þessar línur eru einungis
ritaðar til þess að þakka Hlíf-
armönnum framlag þeirra í
hagsmuna- og framfarabar-
áttu íslenzkrar alþýðu, og
óska þeim þess á hálfrar ald-
ar afmælinu að Hlíf megi hér
eftir sem hingað til standa í
fylkingarbrjósti i sókn ís-
lenzkrar alþýðu fyrir betra
lífi og réttlátu þjóðfélagi.
J. B.
Nauðungarvinna og skylduvinna
Framhald af 12. síðu.
dæmdi sé ekki látinn i hendur
einstaklinga eða fyrirtækja til
þess að vinna fyrir þau. Þá
skal samþykktin ekki taka til
vinnu, sem framkvæmd er
vegna neyðarástands, svo sem
þegar um er að ræða styrjaldir,
slys, náttúruhamfarir, drepsótt-
ir o. fl.
Samþykktin kveður svo nán-
ar á um ýmis konar nauðung-
ar- eða skylduvinnu, hversu
henni skuli útrýmt og eftir
hvaða reglum hún skuli fram-
kvæmd meðan henni er ekki
útrýmt.
Nauðungar- eða skylduvinna
þekkist ekki á íslandi, að öðru
leyti en því að föngum er skylt
að vinna, en fá nokkur laun
fyrir. Einnig er heimild i fram-
færslulögunum frá 1947 fyrir
sveitarstjórnir til að afla sér
úrskurðar valdsmanns um að
styrkþega, sem er vinnufær og
ekki aflar sér sjálfur atvinnu,
sé skylt að gegna þeirri vinnu,
sem sveitarstjórn vísar honum
á og tilhlýðileg er eftir högum
hans og honum ekki um megn.
Slíkri ákvörðun valdsmanns má
Samúð samkvæmt
hnattstöðu
Framhald af 12. síðu.
Hvers vegna er þetta rifjað
upp? Þjóðviljinn skýrði í gær
allýtarlega frá þessum síðustu
viðburðum, er nokkur ástæða
til að endurtaka þá frásögn?
En það er einmitt tilefnið.
Þjóðviljinn var nefnilega einn
íslenzkra blaða um að telja
þessa viðburði það fréttnæma
að ástæða væri til að segja
frá þeim. Morgunblaðið nefndi
þá ekki einu orði, en Alþýðu-
blaðið og Tíminn gátu þeirra
stuttlega í örlitlum eindálka
klausum.
Það er einkennilegt mat sem
þessi blöð leggja á gildi frétta.
Þó að lífið sé murkað úr þús-
undum manna, kvenna og
barna, þó að heil þjóð rísi upp
gegn erlendri kúgun og áþján
og allir sæmilegir menn fylg-
ist með baráttu hennar með
samúð, þó að bandamaður Is-
lands í samtökum, sem að sögn
eiga að verja frelsi, lýðræði og
sjálfstæði þjóða, sé sekur um
hina svívirðilegustu nýlendu-
kúgun, — þykir þessum blöðum
það ekki í frásögur færandi.
Við höfum nýlega orðið vör
við þá sérstæðu tegund mann-
úðar sem miðast við kynferði,
— hér er dæmi um að samúð
með baráttu undirokaðra getur
farið eftir' hnattstöðu.
skjóta til ráðherra. Þá er og í
sömu lögum heimild til handa
sveitarstjórn til þess að fá úr-
skurð valdsmanns um að styrk-
þega, sem hefur ekki fyrir
heimili að sjá, skuli skylt að
vinna af sér á vinnuhæli með-
lag eða barnalifeyri, sem sveit-
arsjóður hefur orðið að gi-eiða
með barni hans, skilgetnu eða
óskilgetnu, enda þótt hann hafi
verið til þess fær. Ákveður hlut-
aðeigandi valdsmaður hv'e lengi
vinnan skuli standa. Skal vinnu-
tíminn miðaður við það, að
styrkþeginn hafi kaup, er sé
eigi lægra en greitt er fyrir al-
menna verkamannavinnu í heim-
ilissveit hans.
Þessi ákvæði, sem nú hafa
verið nefnd, virðast falla undir
undantekningarákvæði þau, sem
í samþykktinni greinir, ogmunu
því ekki vera í gildi nein lög
eða reglugerðir hér á landi er
fari í bága við ákvæði sam-
þykktarinnar og eigi heidur um
að ræða neina venju í þá átt.
Það verður ekki séð, að neitt
sé því til fyrirstöðu að ísland
geti fullgilt samþykkt þessa og
skuldbindi sig þar með til þess
að sjá um að nauðungarvinnu
eða skylduvinnu, sem sam-
þykktin leggur bann við, verði
ekki komið á hér á landi, en
Alþjóðavinnumálastofnunin hef-
ur beint þeim tilmælum til að-
ildarríkjanna að þau fullgildi
þessa samþykkt eins fljótt og
unnt er“.
Molakaffi kr. 2,50
Smurbrauð kr. 6,00
Bacon með kartöflum,
kr. 17,00
Hamborgari kr. 10,00
Kótelettur
kr. 20,00 — i/2 kr. 12,50
Lambasteik
kr. 20,00 — y2 kr. 12,50
Vínarsnitzel
kr. 21,00 — 1/2 kr. 13,50
★
Blöð, tóbak, sælgæti. öl,
gos, mjólkurís og
heitar pylsur.
Opið frá kl. 8.00 til 23.30
dag hvern.
Sími 80814 — Þórsgötu 14
Eí þið hafið ekki enn keypt yður eintak af Minnisbókinni 1957, þá kaup-
ið það strax í dag, því enn eru til nokkur eintök í flestum bóka- og ritfanga-
verzlunum og blaðsöluturnum. MINNISBÓKIN, með öllum þeim upplýsingum
er hón hefur að geyma, verður yður ábyggilega þarfur þjónn í önnum dags-
ins — það vita þeir bezt sem reynt hafa.
r] izi Lvís
XX X
BNKIN