Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 9
% ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRlMANN HELGASON 50 árct afmæli íþróttafélags ReYkfavíkur mixinzt veglega íþróttafélag Reykjavikur var stofnað 11. marz 1907. Aðal- hvatamaður að stofnun félags- ins var Andreas J. Bertelsen og var hann kosinn fyrsti for- maður þess. Frá stofnun ÍR hafa 14 menn veitt þvi formennsku. Fyrir 10 árum var stofnað Formannafé- lag ÍR, sem jafnan stendur í beinu sambandi við stjórn fé- lagsins og hefur m.a. úrslita- vald um meiriháttar ráðstafan- ir varðandi fjármál þess og eignir. Þykir þetta hafa gefizt mjög vel. Fomaðúr Formanna- félags ÍR er nú Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali. Ásgeir Ásgeirsson forseti er heiðurs- formaður ÍR, en hann og fórsétafrúin eru gamlir ÍR-ing- ar. Sveinn heitinn Björnsson forseti var fyrsti heiðursfor- maðúr ÍR' en hann tók virkan þátt í starfi félagsins á fyrstu árum þess. ★ FORYSTUFÉLAG íþróttafélag Reykjavíkur er raunveruléga fyrsta félagið hér á landi, sem hefur þau megin- stefnumið í lögum sínum að efla fimleika og frjálsar íþrótt- ir. Förystumenn ÍR voru á sín- um tíma aðalhvatamenn að stofnun Iþróttasambands ís- lands og má þar einkum nefna Helga Jónasson frá Brennu, sem þá eins og ævinlega hefur verið mikill áhugamaður og driffjöður um eflingu íþrótta- málanna. ÍR efndi til fyrsta Víða- vangshlaupsins fyrir 43 árum, en síðan hefur þetta hlaup jafnan þótt einn merkasti íþróttaviðburðurinn á ári hverju, ekki aðeins hér í Reykjavik, heldur og úti um allt land, enda hefur þátttaka í því oft verið mjög almenn og keppend- ur úr öHum landshlutum. ★ BLÖMLEG FÉLAGS- STABFSEMI Á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun Iþróttafélags Reykjavíkur hefur félagið fært mjög út starfsemi sína og mörg merkileg spor hafa verið stigin, bæði til eflingar félagslífi og fjárhag. Félagið keypti á sínum tíma Kolviðarhól og rak um margra ára skeið, á meðan önnur fé- lög voru að koma sér upp skíðaskálum í fjöllunum hér í nágrenni bæjarins. Nú hefur ÍR selt Reykjavíkurbæ Kolviðar- hól, en félagsmenn eni að byggja skiðaskála í Sleggju- beinsskarði og standa vonir til að hann verði fullgerður á þessu ári. Þá má segja að rekstur fim- leikahúss ÍR við Túngötu hafi verið grundvöllur félagsstarfs- ins og orðið öðrum félögum og skólum hér í Reykjavik að ó- metanlegu gagni. Enn er að geta kaupa á Tívólí- eignunum, sem eflt hafa og bætt fjárhag félagsins, en IR hefur nú rekið skemmtigarðinn í 4 ár. Innan ÍR hafa ætíð verm starfandi margir af fremstu íþróttamönnum landsins og hafa iR-ingar oft átt mikinn og góð- an hlut að millilandaleikjum tslendinga við aðrar þjóðir, einkum í frjálsum íþróttum. Nú um nokkurra ára skeið hafa ÍR-ingar átt marga af beztú skíðamönnum landsins. Þeir hafa einnig staðið framarlega í sundi, körfuknattleik og hand- knattleik. Fimleikameistara ís- lands hafa iR-ingar átt fjöl- marga, öfluga fimleikaflokka karla og kvenna, sem bæði hafa sýnt hérlendis og eriendis víða við góðan orðstír. Landsgangan Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í sl. viku, hefur Skíðasam- band íslands ákveðið að efna til Landsgöngu á skíðum ef verða mætti til eflingar skíðaíþrótt- inni. Hefst þessi keppni í dag og mun standa yfir í tvo mán- uði. Á Akureyri mun höfð ein- hver viðhöfn í upphafi göng- unnar, en hún hefst í miðjum bænum við íþróttahúsið en sið- an vei’ður gengin 4 km löng leið upp fyrir bæinn. Á Siglu- firði og Isafirði mun gangan einnig hefjast í dag, en unnið er að undirbúningi hennar hér í Reykjavík. ★ AFMÆLISHÁTÍÐA- HÖLD Eins og áður var sagt, minn- ast ÍR-ingar afmælis félags síns með margvíslegu móti. N.k. miðvikudag verður fim- leikasýning og körfuknattleiks- keppni að Hálogalandi, daginn eftir sundmót í Sundhöllinni, á laugardag fjölbreytt innanhúss- mót í frjálsum íþróttum að Há- logalandi, síðdegis á sunnudag skíðamót í Hveradölum og um kvöldið handknattleikskeppni að Hálogalandi. Þá má geta þess, að x tilefni af þessum merku tímamótum í sögu ÍR kémur hingað kunnur þýzkur íþróttakennari, Edward Riissmann sem starfar við íþróttaháskólann í Köln. Hann mun dveljast hér á landi um 2—3 mánaða skeið og þjálfa og leiðbeina íslenzkum íþrótta- mönnum. I byrjun næsta mánaðar kem- ur svo hingað á vegum félags- ins eitt af beztu handknatt- leiksliðum Vestur-Þýzkalands og efnir þá ÍR til handknatt- leiksmóts, sem segja má að verði lokaþátturinn í þessum 50 ára hátíðahöldum félagsins. ÍR mun í sambandi við 50 ára afmælið gefa út veglega bók, sem nefnist Olympíubókin, en hana hefur Vilhjálmur Ein- arsson að mestu ritað. Birtist þar ágrip af sögu frjálsíþrótt- anna á Olympíuleikunum frá 1896, ásamt skrá um afrek þriggja beztu manna í hverri grein, ferðasaga Vilhjálms til Melbourne og þættir úr starfi ÍR. Bókin verður piýdd fjölda mynda og má telja víst, að hún verði öllum íþróttaunnendum kærkomin. ★ STYRKUR FÉLAGS- INS ALDREI MEIRI Um framtíðaráform ÍR fói'- ust formanni félagsins Jakobi Hafstein orð á þessa leið á fundi með- blaðamönnum í f yrradag: „iR-ingar æfa nú af miklu kappi í öllum gx'einum og er sennilegt að félagið hafi aldrei vex-ið jafn félagslega og íþrótta- lega sterkt sem á þessu afmæl- Framhald á 10. síðu. Sxumudagur 3. xnarz 1057 — ÞJÓÐVILJINN — (9» ■Ulll « i £ ■ I ■ ■ l m : ■ •uiuiiHimiiimiiiiiKiiiiiiiHiiiimiiiiuiiiiimiiimiiiiiiiMiiimuiUUUJU AUGLÝSING frá menntamálaráðuneytinu Menntamálaráöuneytiö vill hér meö 017113 fyrir j fræösluráð'um og skólanefndum, aö nauösymegt er að auglýsa svo snemma aö vorinu sem unnt er I þær skólastjóra- og' kennarastööur, sem lausar i kunna a'ö vera, þó þannig, aö prófum í Kennara- j skóla íslands sé lokiö nokkru áöur en umsóknar- j frestur rennur út, svo aö hinum nýju kennurum i gefist kostur á aö sækja um störfin. Sé um íþrótta- j kennarastööur aö ræöa, skal miöa umsóknarfrest 1 viö, aö prófum í Íþróttakennaraskóla íslands sé | lokiö áöur en umsóknarfrestur rennur út. Ber aÖ 0 18 senda fræöslumálastjóra sem allra fyrst á árinu æ upplýsingar um, hvaöa stööur á að auglýsa og | senda honum sí'öan strax a'ö umsóknarfresti liðn- 5 K> um tillögu aöila um setning í störfin. Einnig skal s svo fljótt sem unnt er senda fræ'Öslumálastjóra I tillögur um skipun þeim til handa, sem gegnt hafa skólastjóra- eöa kennarastööum sem settir tilskil- | inn tíma, en skipa á. Telur ráðuneytiö nau'ösyn bera til a'ö þessi hátfc- § ur veröi upp tekinn, til þess aö komast hjá þeim I óþægindum er því fylgja fyrir alla aöila, er slík 1 mál berast fræ'öslumálastjóra og ráðuneyti eigi ji fyrr en í þann mund, er skólar eru aö hefjast a'ð jjj haustínu, og væntir góös samstarfs við alla aöila | um að hra'öa afgreiöslu þessara mála. Til þess að tryggt sé aö þeir, sem um umsókn,- | irnar eiga aö fjalla, fái strax í hendur nægilegar | almennar upplýsingar um umsækjendur, hefur jji ráöuneytiö látið gera sérstök umsóknareyöublöð, j| sem veröa fáanleg hjá fræöslumálastjóra, skóla- | nefndum og fræösluráöum, og er þess vænzt að | kennarar noti þau eyöublöð undir umsóknh’ sínax. Menntamálaráöuneytið, 11. febníar 1957. n Gylfí Þ. Gíslason (sign) Birgir Thorlacins (sign) I s j I j Ljásakrónur 5 • ■ ■ 18 ■ jjj Höfum fengið nýja gerð af þýzkurn; 1 Ijósakrónum, I stk af hverri geröi. 1 1!1 | Valbjörk j Laugaveg 99 — Síml 80644 Falleg kuldastígvél, úr skinni, fyiir böm, koma í búðirnar í dag. K E C T 0 R, Laugaveg 11 SKÓBÚÐIN, Spítalastíg 10 r * < Elvis Presley — Gene Vincent - the Jodimars o. fl. Fálkim h.L hljómplötudeild, eru boimtor S -i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.