Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 11
FVv f’V.'rT Siuinudagur 3. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 FYRIRHEITNA LANDIÐ Nevil Shnte 22. dagur. „Já, einmitt. Ég get alls ekki haft fé milli hússins hérna og búöanna. Allt nýtilega landið’ er hérna fyrir vestan.“ Stanton 'orosti. „Þá verðurðu sjálfsagt ekki reiöur yfir þvi sem ég ætla nú aö spyrja þig um. Neöanjarðarlög- unum Laraghsmegin við mörkin hallar til vesturs, aö því er ég fæ séð. Og ég er aö vinna mjög nærri mörk- unum. Yfirvöldin hafa víst ekki sagt neitt um að ég mætti vinna þín megin markanna?“ Davíö hristi höfuöiö. „Ég hef engin boö fengið um það. En ykkur er þaö velkomiö.“ „Þú hefur þá ekkert á móti því aö viö göngum um með mælitæki og borö eöa ökum á jeppa um landiö þitt?“ „Auðvitað ekki.“ „En hvaö segiröu um sprengiholur fyrir landskjálfta- mælingar? Þá yröum viö aö koma meö nokkra vöru- bíla og framkvæma fáeinar sprengingar.“ „Ég gæti ekki hindraö ykkur 1 þvi,“ sagöi Davíöj<s>- „enda kæri ég mig ekki um þaö. Ég tek landiö hérna á leigu til landbúnaöar eingöngu, og ef yfirvöldin skrifa mér og segjast hafa veitt þér rétt til aö vinna hérna, þá get ég ekki mótmælt því, En þótt ég hafi engin boð fengiö um þaö, þá eruð þið samt seín áöur velkomnir. Þaö er ekkert fé þarna uppfrá og enginn vatnsdropi. Ég hef ekki einu sinni séö landiö sjálfur. En ef þú rannsakar eitthvaö af því, þætti mér gaman að vita hvernig þaö er.“ „Þetta er mjög vinsamlegt af þér,“ sagöi jarðfræöing- urinn. „Ég skal segja þér frá öllu sem ég sé.“ Hann þagnaöi og hugsaöi sig um. „Ef tii viil erum viö fróöari um mögnleikana á aö ná í vatn á þessum slóöum, þegar viö höfum lokiö verkinu," sagði hann. „Þaö ætlaði ég einmitt aö spyrja þig um,“ sagöi Davíö. „Þiö leitið líka aö vatni, er ekki svo?“ „Jú, vissulega,“ sagöi Stanton. „AÖ leita aö vatni og olíu er eitt og hiö sama. Þaö eru til gljúp jarðlög og vatns- og olíuþétt jarðlög. Þaó er aðeins um tvennt aö ræða. Vatn eða olía eða kókakóla — allt streymir þetta gegnum gljúpu lögin, en stöövast á þeim þéttu. Þegar ég er búinn að fá glögga hugmynd um jarölögin hérna, þá veit ég ef til vill líka hvar getur veriö vatn og hvar olía. Þangaö til verður aöeins um ágizkanir að ræða.“ „Ég væri þér mjög þakklátur ef þú gætir einhverja hugmynd gefiö mér um möguleikana á aö finna meira vatn á Lucinda.11 „Þaö lítur ekkert glæsilega út í svipinn,“ sagði jarð- fræöingui’inn. „En þaö eru sem sé aðeins ágizkanir. Hvað gætiröu borað djúpt?“ „Sumar borholurnar á Mannahill eru sjö hundruð i metra djúpar. Ég held aö þaö hafi ekki verið boraö svo djúpt á Laragh.“ Jaröfræðingurinn rak upp stór augu. „Getið þiö farið svo djúpt?“ „Já, ef við vissum aö eitthvert vatn væri aö fá, þá myndum við sennilega gera það. Maður þarf bara aö finna peningana einhvers staöar.“ Stánton kinkaöi kolli með hægð. „Þaö er ef til vill ekki svo auövelt á þessum slóöum?“ „Þaö er ekki óhugsandi,“ sagöi Davíð. Þeir spjölluöu saman nokkra stund. Svo reis jaröfræöingurinn á fæt- ur. „Þaö er víst kominn tími til að snúa heim og fara aö vinna,“ sagði hann. ,,Strákarnir eru sjálfsagt farnir að undrast um mig.“ Þeir gengu út aö jeppanum. „Komdu yfir í búöirnar til okkar einhvern tíma, Davíðj og sjáöu hvernig viö búum. Viö getum reyndar ekkj boðiö upp á annaö en ís. Ungfiú Regan sagðist ætla að 'kóma einhvern tíma og bragöa á honum, en hún hefur ekki sýnt sig ennþá.“ „Ég hefði gaman af að koma,“ sagöi ungi maðurinn. „Mig langar líka til að sjá hvernig þiö framltvæmið landskjálftamælingamar.“ „M ert velkominn,“ sagöi jaröfræöingurinn. Hann litaðist um. Lágu, rauöu bakkamir með’ grænleitu, lykögu grasi hækkuðu í suðumtt í skini lækkandi sólar. Skyldi jarðmyndúnin ná þangaö? Hann litáðist um enn einu sinni og sneri sér síðan aftur að Englend- ingnum.“ „Þetta er nú býsna stórt svæði sem þú átt yfir að ráða,“ sagði hann. „Það ætti einbvers staðar að vera vatn.“ Davíð brosti. „Ég mundi þiggja það með þökkum,“ sagði hann. „Viö skulum vona það bezta,“ sagði jaröfræöingui'iim og kinkaði kolli. Hann settist upp í jeppann og setti vélina í gang. „BlessaÖur á meðan,“ sagöi hann. Hann ók til baka eftir leiðinni til Laragh, fór fram hjá „fjandans hliöinu“ og lokaöi því vandlega á eftir sér. Síðan sneri hann til noröurs milli kirkjugarðsins og gaddavírsgiröingarinnar. Nokkrar kindur voru á beit í mestu makindum í sjálfum kirkjugarðinum, og þegar jeppinn nálgaöist spratt kengúra upp og stökk í áttina til kindanna. Hann stöövaöi jeppann og horföi á eftir keugúrunni þegar hún hoppaöi yfir dálitla hæð í lands- laginu. Hún stanzaöi allt í einu og sneri til hægri, svo hoppaöi hún áfram, unz hún hvarf sýnum. Hann velti fyrir sér, hvers vegna hún hefði beygt af leiö. Þaö var eins og grasiö væri ööru vísi á litinn þar. Þaö var svo dauðalegt. Honum lá ekkert á. Hann stöövaöi jeppami og steig út úr honum og gekk í sömu átt og kengúran hafði stokkiö. Hann gekk þrjú eöa fjögur hundi’uö metra og fann allt í einu daufan þef í loftinu, gamalkunna lykt. Efst á lágu hæöinni fann hann þaö sem hann leitaöi aö. Þar var dálítið svæöi, svo sem tíu metrar í þver- mál, þar sem sandsteinninn var ber. Þar var líka dá- lítil granítmyndun. ÞaÖ var rifa í berginu og úr henni var þefur af jarögasi. ÖUR 1stf tmSlGClLSi si auKmaRjraKsem Minningarkortin eru til söiu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Tjarnarg. 20; afgreiðsiu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning ar, Skólavörðustíg 21; og í Bókaverzlun Þorv. Bjarna- sonar í Hafnarfirði. Fil iiggur leiðia eim ilisþéttu r Að finna rétt leikföng Á öllum tímum árs kemur það er aldrei hægt að komast það fyrir að maður þurfi að hjá því -— þá fylgist með við- velja leikföng handa börnum í afmælisgjafir. Og aldursskeið- in ei*u býsna misjöfn, allt frá hringlualdrinum og upp í það aldursskeið þegar börnin fer að dreyma um skellinöðru. Það er ekki mikið vandamál að velja hringlur, og foreldrarnir verða sjálfir að taka ákvörðun um hvort efnahagur eða aðstæður leyfa skellinöðrukaup. En hvað á að gefa börnunum á öðrum aldursskeiðum ? Hvernig leika börn sér þegar þau eru fimm ára og hvernig þegar þau eni þrettán ára? Og margir ættingj- ar verða að játa að þeir muna það alls ekki, þótt þeir hafi einu sinni verið börn. En ann- ars hafa tímarnir, leikföngin og viðhorf barnanna breytzt mjög frá þeim tímum. Gefið börnumim ekid leikföng of snemma Ef börnunum eru gefin leik- föng sem þau ráða ekki við, er það verra en ekki. I flestum slíkum tilfellum verða börnin gröm — annað hvort við sjálf sig eða leikfangið. Og ef leik- fangið er svo haft fyrir barn- inu í leikfangakassanum, rifjast gremjan upp í hvert skipti sem barnið sér það, og barnið lærirj aldrei að meta það. Algengt er að feður kaupi mekkanó handa bornum síhum, löngu áður en; þa\i hafa .þroska til að ráða við þáð, og fyrir bragðið læra þau aldrei að skemmta sér við það. Bíðið með slíkt þar til bamið er 9—10 ára. Ef bamið ykkar Þær leik-faiig sem það rceður ekki við — og brögðum þess og f jarlægið leik- | fangið úr umhverfi barnsins um ’ H|| leið og það hefur gefizt upp á' | þvi. Takið það algerlega burt í | tvo til þrjá mánuði áður en þið | látið barnið reyna aftur, því_að þá er það ef til vill buið að gleyma ósigrum sínum. Annars Turnar úr hrlngum sem setja má , * . , , .. ,. saman og: skilja að á marga vegxi. þarf að fela það að ny]U. bftH strUlia byKgir úr plastkubbum. m____a._________Útgefwidi: Sam(-lr)lnu'a.rflokkur alt>#Bu -4 Sóslallstaflokkurlnn. -r Rltstlórar: Magpús Klarlkr.sso* DiCSiSwflMfNVI tál>.k SlgurSur, OuSmundsSon. -- Préttarltstjórl: 3ön Biarnason. — SlaSamenn: Asmundur Sí«ur- Jóilssoa. Ouðmundur Vlgíússon, tvar H. Jðnsson, Magnús Torft ótofsson. Slgur.lón Jðhíiitnsson AuglýalngastJórl: OuBgeJr.Magnúséon. Rlistjórn, afgretSBlft, auglýf.lngau. nrentsmlSJa: SkólavörSustla 10. - Slml 1500 13 llnurl — ÁskrlítarverB kr. 25 á món. I Reykjavik og nágrennl; kr. 22 annarsst. > t.ausasöluv kr. 1.50. - Prentsm Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.