Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 4
1)] — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. júní 1957 Útgefandi: Sameiningarflokkur alÞýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmuntísson (áb.). — Fréttarítstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- Ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 7500 (3 línur). - Askriftarverð kr. 25 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðvilJans. Sjötugur Ásgeir H. P. Hraundal 1955 _ 1957 forgunblaðið er í gær að ■ burðast við að gera þá af- stöðu verkalýðshreyíingarinn- ar og 'verkalýðsflokkanna tor- tryggilega að ekki sé rétt að efna nú til almennra samnings- tippsagna og kauphækkana, meðan ekki er fengin full reynsla af aðgerðum ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálun- um. Blaðið bendir á að 1955, þeg- ar íhaldsstjórn Ólafs Thors sat að völdum, hafi verkalýðs- fareyfingin með fulltingi beggja Verkalýðsflokkanna beitt sér fyrir uppsögn samninga og liækkun kaupgjalds. Síðan dregur blaðið þá ályktun af þessum hugleiðingum sínum að kaupgjaldsbaráttan 1955 hafi einungis verið háð til að gera ríkisstjórn Ólafs Thors sem mesta bölvun, hafi verið ,,póli- tísk heræfing“ o. s. frv. Afstað- an nú á hins vegar einvörð- ungu að byggjast á því að verkalýðsflokkarnir eiga aðild að ríkisstjóm landsins. ¥jað sem Morgunblaðinu sézt yfir, annað hvort óviljandi eða vitandi vits, er sá grund- vallarmunur. sem er á stjómar- Stefnunni nú og 1955. Verka- lýðshreyfingin er nú sjálf raun- verulega aðili að ríkisstjórn og stjómarstefnan er mótuð í samráði við hana. Á undan- fömum árum, og þar með einnig á árinu 1955 þegar síð- asta stórverkfall var háð, var ekki aðeins stjórnað án nokk- urs samráðs við samtök hins vinnandi fólks heldur beinlínis seilzt til þess að sýna alþýðu- stéttunum og samtökum þeirra sem mestan fjandskap. ¥ stað þess að núverandi ríkis- stjórn leggur á það höfuð- áherzlu að aðhafast ekkert það í efnahagsmálunum sem verka- lýðshreyfingin er andvíg, lagði fyrrverandi ríkisstjórn á það alla áherzlu að ,,leysa“ hnúta efnahagslífsins fyrst og fremst á kostnað vinnandi stéttanna en hlífa auðmannastéttinni við byrðunum. ll¥eð þessum hætti var hvað eftir annað ráðist á kjör verkalýðsins og þau rýrð svo að engin von var til þess að slíkt gæti átt sér stað til lengd- ar án gagnráðstafana. Verka- lýðshreyfingin var sannarlega alltaf inni á stöðvunarleiðinni en hin afturhaldssömu stjórn- arvöld gáfu engan kost á slíku. Þeirra stefna var að allt skyldi hækka nema kaupgjaldið. ¥jað er því alveg út í hött þegar Morgunblaðsmenn eru að tala um „endurfæðingu“ í sambandi við afstöðu verka- lýðsflokkanna til kaupgjalds- málanna. Gjörbreytt stjórnar- stefna og aðild sjálfrar verka- lýðshreyfingarinnar að mótun hennar og framkvæmd er það sem úrslitunum ræður. Ný viðhorf i Á f veikum mætti reynir Vísir að sperra sig í stjórnar- andstö/iunni, og tekst stund- tim að hrúga saman álíka miklum skemmtilegheitum og ritstjórahrauknum í Morgun- bíaðshúsinu, þar sem aðalrit- stjórum er klesst ofan á venjulega ritstjóra og þeim aftur á heilan her af undir- foringjum. Og Vísir, sem ver- ið hefur málgagn íhalds- stjórna, sem voru ekki ein- ungis duglausar til góðra verka heldur unnu líka hin skemmilegustu verk á valda- líma sínum, tönnlast sí og æ á stefnuleysi og starfsleysi núverandi ríkisstjómar. Iútvarpsræðu, sem hús- bændur Vísis og ritstjóra- Jirauk Morgunblaðsins sveið sárlega undan, minnti Lúð- vík Jósepsson nýlega á nokkra meginþætti í stefnu etjórnarinnar í atvinnumálum og fjármálum á þessa leið: ..Stjórnin vinnur markvíst að öflun nýrra framleiðslutækja. Hún viðurkennir sérstaka þörf þeirra landshluta, sem dregizt hafa aftur úr í at- vinnulegum efnum á undan- fömum áram. Hún leggur á- herzlu á gjörnýtingu fram- Je-íðslutækjanna og vill sam- Btarf við framleiðendur. Hún leggur óhikað byrðamar af nauðsynlegri aðstoð við fram- leiðsluna á herðar heildsala, milliliða og stóreignamanna. Stjórnin krefst þess að bankapólitík landsins sé í samræmi við uppbyggingar- og atvinnumálastefnu stjórn- arinnar. Hún krefst þess að afurðasalan sé rekin með þjóðarhag fyrir augum og að aflétt sé allri einokun. Hún telur rétt og nauðsynlegt að bæta kjör fiskimanna og lyfta þannig undir aukna fram- leiðslu. Hún berst fyrir stöð- ugu verðlagi og sanngjarnri verðlagningu. Og hún hefur sýnt með tillögum sínum í húsnæðismálunum, að hún vill leysa þau mál svo að til fram- búðar megi verða“. Ríkisstjómin hefur enn ekki verið heilt ár við völd. Samt mun ekki um það deilt að hún hafi þegar unnið hin þörfustu verk til framkvæmd- ar þeim stefnuatriðum í at- vinnumálum og fjármálum, sem hér er minnzt á, eða gert ráðstafanir til þess að framkvæmd þeirra yrði fær. Við hvert spor stjórnarinnar enn sem komið er hefur í- haldsarfurinn flækzt fyrir, og mun gera svo enn um skeið, þó áhrif hans fari dvínandi og þurfi að eyða þeim með öllu. Stokkseyri í dag fyllir ehm af sér- kennilegustu mönnum þess- arar þjóðar, Ásgeir H. P. Hraundal rithöfundur og skáld í Vinaminni á Stokks- eyri, sjöunda áratug ævi sinnar. Ásgeir H. P. Hraundal hef- ur um ævina oft siglt krapp- an sjó, fengið áföll stundum, en tekizt að stýra lífsknerri sínum lítt sködduðum úr haf- róti storms og átaka við- burðaríkrar starfsævi. Hraundal hefur alltaf verið baráttunnar maður, notið þess vel að eiga á valdi sínu vopn- fimi og hæfilega hörku til að bera af sér spjótalög andstæð- inganna, hvort heldur liefur verið á málaþingum eða i harðri samkeppni viðskipta- lífsins, en Hraundal var í mörg ár verzlunarmaður og þótti þar sem annars staðar dugnaðarforkur og harður í horn að taka. Var Hraundal lipur verzlunarmaður, fljótur að átta sig á hlutunum og glöggskyggn á þau atriði, er hver, sem slík störf hefur með höndum, þarf að kunna góð skil á. Hraundal er gáfaður og fjölhæfur maður. Lífskjör fá-^ tæktarinnar hafa hins vegar markað honum þröngan bás, svo að meðfæddir hæfileikar hafa að of litlu getað notið sín. En þrátt fyrir fátækt og ómegð í gegnum allt sitt líf, hefur hann alltaf látið það sitja í fyrirrúmi að auðga anda sinn með lestri góðra bóka. Hefur hann líka oft sagt, að sínir beztu og kær- ustu vinir væru bækurnar. Á hann stórt safn úrvalsrita, enda er Hraundal vel heima í sögu og bókmenntum og heill sjór fræðilegra upplýs- inga úr bókmenntaheiminum. Hraundal hefur ort og skrif- að mikið um dagana, en fátt af því hefur birzt. Á hann í handritum mikið í bundnu máli og óbundnu, sem vafa- laust verður einhverntíma opnað almenningi og mun þá varpa ljósi á hugsunarhátt og lífsviðhorf þessa einkenni- lega en stórbrotna gáfumanns. Hraundal er maður lífsglað- ur og skemmtilegur heim að sækja. Hjá honum er alltaf að finna hressandi viðmót hins bjartsýna manns, er alltaf sér leiðir, úrræði til bjargar og möguleika út úr hverjum ógöngum, þó að erf- iðleikar steðji að og ýmsum finnist erfitt að sjá færar leið- ir. Slíkir menn era samtíð sinni þarfir. Það er oft svo margt, sem þarf að taka ein- mitt slíkum tökum, láta hug- arvíl og vonleysi víkja fyrir trúnni á sigur hins góða, hversu svart og dapurt, sem útlitið kann að sýnast í hin- um ýmsu viðfangsefnum mannlífsins. Ásgeir H. P. Hraundal er maður ómyrkur í máli, hvass í tilsvöram og notar ekkert tæpitungumál í samræðum, en bak við hörkuna og hin hvössu tilsvör býr viðkvæm sál, er í hretviðrum mann- lífsins hefur brynjað sig hjúpi kulda og varfæmi í kynningu við fjöldann, sem ókunnugum gæti bent til annarra tilfinn- inga og harðara hjartalags, en þeir ha.ía af að segja, sem kynnzt hafa hjálpsemi hans, næmum skilningi og ríkri samúð með þeim, sem bágt eiga og minni máttar eru í þjóðfélaginu. Hraundal hirðir lítt um að fara leiðir fjöldans. Vekja ýmsar tiltektir hans og uppá- tæki furðu en þó athygli sam- ferðafólksins. Lætur hann sig Ásg-eir H. V. Hraundal undrun samborgaranna litlu skipta, en fer sínu fram, þótt í bága brjóti við ríkjandi sjón- armið og vanans þrönga ein- stigi. Slíkir menn verða aldrei ailra. Þeir eiga simv 'heim útaf fyrir sig. Áhugamál og verk- efni, sem þeir aðeins geta rætt við fáa útvalda. Hafa ekki skap til að flíka málum huga og hjarta framan i skilnings- daufa og áhugalitla samborg- ara, sem á mælikvarða smá- mennsku og kotungsháttar mæla hvert mál og verkefni. Hefi ég oft orðið ‘vottur að því, að hugur Hraundals og skapsmunir hafa komizt úr jafnvægi, þegar hann hefur verið búinn að ræða sín stóru áhugamál við einhvem þtann, sem skilningslítill var á hug- sjónir hans og háleita frani- tíðardrauma. Hraundal er tvíkvæntur. Seinni kona hans tr Oddfríð- ur B. Þorláksdóttir, góð kona og dugmikil, sem reynzt hef- ur eiginmanni sínum sérstæð- ur lífsförunautur Eiga þau fjögur börn, öll í feemzku, en Hraundal hefur alls átt þrjá- tíu börn, og barnabömin eru nú nokkuð á annað hundrað. Og nú þegar á ævidaginn líður og kvölda tekur, vil ég færa Ásgéú’i H. P. Hraundal og heimili hans mínar beztu hamingjuóskir. Ermþá er Hraundal í fullu starfsfjöri, andlega frjór og skajaandi, þótt einstaka gígtarflog geri honum stundum gramt í geði. Megi gifta og hamingja fylgja honum og heimili háhs til hínztu stundar, B,. S. Athiiffasemd Varðandi stoínun P.EJ. deildarinnar Vegna yfirlýsingar frá hr. Agnari Þórðarsyni og hr. Steíni Steinarr varðandi stofnun P.E.N. deildar á Is- landi viljum við undirritaðir taka fram eftirfarandi sem meðstjórnendur þessa félags: Gunnari Gunnarssyni rit- höfundi, sem er frá fomu fari heiðursfélagi í hinni ensku deild P.E.N., var falið af rit- ara alþjóðafélagsins að gang- ast fyrir stofnun P.E.N. deild- ar á íslandi. En sökum þess að hann var að búast til utan- ferðar um þessar mundir, var undinn bráður bugur að stofnun deildarinnar og þarf þá engum að koma á óvart, þó að ekki hafi náðst til allra þeirra manna, sem þar ættu að réttu lagi heima. Var sú ákvörðun tekin að halda framhaldsstofnfund siðar, og skyldu allir, sem í félagið gengju fyrir þann tíma telj- ast stofnfélagar. En úr þvi að Agnar Þórðar- son og Steinn Steinarr minn- ast á stefnuskrá P.E.N. og virðast álíta, að ekki hafi ver- ið höfð nægileg hliðsjón af henni við stofnun hinnar ís- lenzku deildar, þykir okkur rétt að birta hana. Stefmiskrá P.E.N. Stefnuskrá P.E.N. er samin upp úr ályktunum, sem gerð- ar hafa verið á alþjóðaþdng- um og hljóðar svo í stuttu máli: P.E.N. sambandið lýsir yfir eftirfarandi: 1. Enda þótt bókmenntir eru arfleifð mannkymsins alls. 3. Félagar í P.E.N. vilja í hvlvetna beita álirlfum smum til að el’Ia gagnkvæman stóln- ing og virðingu þjóða inilli og skuldbinda sig tíl að gera a.llt, sem í þeirra valdi sfend- ur til að eyða kynþáttalhatri, stéttahatri og þjóðahatri, en veíta brautargengi þeirii hug- sjóm, að liér megá búa við frið eitt mannkyn I eíiiaum heimi. 4. P.E.N. lítur svo á, að hugmyndir skull eiga greiða og óhindraða leið íneð hverrl þjóð og eins þjóða jnilli og félagar skuldbimda rig til að standa gegn hvers honar höjffcum á málfreM I landi sínu og byggðarlagL PJB.N. týsir stuðningi við prenfcfrelsi og andstöðu við Kitekoðmu á friðartímum. Félagar líta svo á, að frjáls gagnrýiii á sfcjórn- arvöld og stofnanir sé fyrir öilu, sökum þelrrar pólíifcísku og efnaliagslegu þróumar í heiminum, er stefmir éhjá- kvæmilega að æ fastmótaðra skipulagi. Nú felsfc í frelsinu sjáifsögun, og þess vegna skuldbinda félagar P.E.N. sig tíl að vinna gegn rímisbeifciugu prentfrelsisins, svqi sem lyga- fregnum, vísvituðum föllsim- um og afbökun staðreynda hvort heldiir er í pólitískum tilgangi eða eiginhagsmuna- skyni. Féiagar í P.E.N. geta allir þeir rithöfundar, ritsfcjórar Qig þýðendur orðið, sem hæfir þykja í sinni greim, og fallizt geta á takmark þessarar stefnuskráy. Þjóðermi, tyn- séu þjóðlegs uppruna eru * þáttur, litarfar eða trúarsltoð- þeim engin landamæri sett og þær eiga vera samþjóðlegur gjaldmiðiil livað sem á kann að dynja í Iandsmálum eða alþjóðaviðskiptum. Z. Um íistaverk skal aldrei fjaliað af þjóðemislegu eða pólitísku ofstæki, og sízt á styrjaldarthnum, því að þau anir koma feir ekM til álita. Þessi stefnuskrá, sem hér er birt í heild, kynni a-3 geta orðið einliverjum til fyllrí skýringar. Hún Hggur að sjálfsögðu til grunávallar stofnun féfegsdeiidar P.E.N. Tómas Guðmundseon Kristjáu Karlason, ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.