Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13, júní 1957 ■— ÞJÓÐVILJINN — Magnús Kjartansson ritar fréttabréf frá Englandi II r ^ r Eg sksl það trijög vel að Islendingar vilja losrsa við bandarsskt hernám — segir Barbara Castle, einn aðalforinei Verkamannaflokksins Dennis Healey er um fer- tugt, hávaxinn maður og þétt- hoida, útitekinn og rjóður í kinnum, Hkari sjómanni eða toónda en innisetumanni, Ég Siitti hann í þínghúsinu og tolustaði um leið á spurninga- tíma í neðri deild þingsins. Þar sat Churchill á fremsta 'toekk, fölur, skvapholda og ellimóður; hann var með heyrnartæki en virtist lítt ffylgjast með því sem gerðist umhverfis -— hann sat svip- torigðalaus þótt aðrir þing- menn hlægju eða bauluðu, en toanr.ig láta menn óspart af- sstöðu sína í ljós í brezka þing- inu. í sömu röð og hann sátu arftakarnir í íhaldsflokknum, Macmillan, fríður sýnum en ákaflega „brezkur“ í klæða- tourði og fasi, líkari týpu en manni, og Butler, dálítið toúralegur og útsmoginn til augnanna en öllu mennskari að sjá en forsætisráðherrann. Andspænis ráðherrunum sátu forustumenn Verkamanna- flokksins, þeir Gaitskell og Bevan fyrír miðju, Bevan lrár og feitlaginn, mjög heilsu- hraustur að sjá, eins og erf- iðisvinnumaður í sumarfríi, Gaitskell, öllu minni fyrir mann að sjá, innisetufölur — þeir virðast einnig líkamlega vera fulltrúar þeirra tveggja arma sem Kingsley Mart.in lýsti. Sátu, sagði ég, en þeir iágu öllu heldur, hölluðu sér langt aftur á bak í stólunum með hælana uppi á borðinu fyrir framan sig. Neðri deild þingsins hefur fyrir skömmu verið endurbyggð, en áfram er haldið þeim forna hætti að ekki eru sæti fyrir nærri alia þingmenn, engir hafa á- kveðin sæti nema ráðherrar og forustumenn stjórnarand- stöðunnar, ekki má hafa prentuð gögn með sér inn í þmgsalinn. og óheimilt er að flytja skrifaða i-æðu — í toæéta lagi er heimilt að nota minnisblöð, sem munu þó stundum vera næsta ýtarieg. Þegar menn biðja um orðið xisa þeir þegjandi úr sætum einum, og þegar margir spretta upp er nokkuð undir toæiinn lagt hvern deildarfor- seti velur, og munu stundum Ihafa orðið deilur um glögg- skyggni hans. Dennis Healey var nýkom- inn frá ítalíu þegar ég hitti toann, en þangað hafði hann verið sendur til að reyna að miðla málum milli Sósialista- flokks Nennis og Saragat- flokksins. Hefur Verkamanna- flokkurinn haft mjög mikil afskipti af málefnum þessara tveggja flokka og reynt að eameina þá, en Healey virtist vondaufur um árangur: * „Sannleikurinn er sá að Sara- gat vill ekki sameiningu, hvað svo sem hann segir.“ Annars sagði Healey mér einkum frá þvi sem hann nefndi „Gait- ekell-áætlunina,“ áformin um tolutlaust belti í Evrópu sem m. a. voru mótuð í ræðu sem Gaítskell hélt í Beriin fyrir nokkrum mánuðum. Eins og kunnugt er hafa Sovétríkin margsinnis boðið að kalla toeim heri sína úr Austur- evrópu-ríkjunum, ef Banda- ríkin kalli heim heri sína úr , Vesturevrópu, að leysa upp Varsjárbandalagið ef Vestur- veldin leysi upp Atlanzliafs- bandalagið, en þessum tillög- um hefur verið fá.lega tekið. Nit hefur breski Verkamanna- flokkurinn beitt sér fyrir gagntillögum á þá lund að Sovétríkin kalli heim heri sína frá Austurevrópu gegn þvi að Bandaríkin og Vestur- veldin kalli heim heri sína Castle og það hnussaði í henni. „Það eru ekki nema fáein ár síðan nærii lá að við vinstri mennirnir værum reknir úr flokknum fyrir að beita. okkur fyrir hlutlausu Þýzkalandi. Ég var kölluð kommúnisti eða nytsamur sak- leysingi fyrir að mæla með samningum við Sovétríkin um öryggismál Evrópu. Nú er Ég spurði Barböru Castle um það hvernig hún teldi kosningahorfurnar í Þýzka- landi í haust og hún svaraði: „Mér skilst líkur vera á því að Sósíaldemókratar vinni góðan kosningasigur, þótt Adenauer reyni að nota at- burðina í Ungverjalandi sér til framdráttar, og ef til vill fá Sósíaldemókratar forustu í samsteypustjórn að kosning- um loknum. Öllum Þjóðverj- um er ljóst að ef til styrj- aldar kemur verður Þýzka- land fyrst allra ríkja tortím- ingunni að bráð, og því vex þeirri stefnu stöðugt fylgi að Þýzkaland eigi að vera hlut- laust, ekki að þola neinar lierstöðvar og beita sér fyrir friðsamlegri sambúð. Það er einnig augljós staðreynd að því aðeins verður Þýzkaland sameinað að tekin verði upp hlutleysisstefna; Sovétríkin munu aldrei fallast á samein- að Þýzkaland sem taki þátt í hernaðarblökk Vesturveld- anna, né heldur munu Vest- urveldin fallast á að samein- að Þýzkaland sé í hernaðar- bandalagi við Austui’veldin." Ég minntist á það við Bar- böni Castle að röksemdirnar um Þýzkaland og hlutlaust belti í Evrópu ættu nákvæm- lega eins við um hernám ís- lands og hún svaraði: „Já, ég skil það mjög vel að Isleud- ingar vilji losna við banda- rískt hernám. Þeir einir gcta stntt bandarískt hernám sennl eru reiðubúnir til að fórna landi sínu og þjóð í þágut Bandaríkjanna í nýrri styrj- öíd.“ *•------------ -—— ________x. „Ja, satt er það.“ Barbara Castle var nýkom- in frá Danmörku, þegar ég talaði við hana, og hún lét þá skoðun í ljós að mjög væru nút kulnaðar hugsjónir sósíalism.. ans hjá ýmsum ráðamönnumi Sósíaldemókrata þar í landi„ Mér varð þá hugsað til sumra leiðtoga Alþýðuflokksins á Is- landi, hver myndi verða dóm- urinn um afstöðu þeirra efi brezkir Verkamannaflokks- leiðtogar þekktu hana? Eink- anlega varð mér hugsað li'Í Guðmundar í. Guðmundsson- ar utanrikisráðherra, en ræð- ur hans um alþjóðamál hafa. verið býsna ólíkar afstöðu þeirra brezku Verkamanna- flokksleiðtoga sem ég ræddt við og stefnu þeirra sem túlk- uð er i málgögnum Verka- mannaflokksins og rauoap einnig í frjálslyndum borg: 'a» blöðum. iö ra 'Vi ir ★ Þegar samtalinu lauk Kingsley Martin, ritst New Statesman and Na' sagði hann með þeirri hr gamansemi sem einke skeið vetnissprengjunnar: „Ég spái því að þrátt í .: ir allt verði kjarnorkusty :• ci og öll heimsbyggðin tortí : >tj —- nema ísland.“ „En þá verðum við að l.c.sá okkur við handarísku ’.uiV stöðvarnar fyrst,“ sagði éj. „Já, satt er það,“ svr,...ð3 Kingsley Martin. M. K Frú Barbara Castte og Clement Attlee, fyrrv. foringi Verka- maiuiaflokksins, koma hlið við lillð af mlðstjórnarfundinum sögulega, þar sem tilraun hægri mannanna í miðstjórninni til að reka Aneurin Bevam úr flokknum strandaði á andstöðu Attlees. frá VeSturþýzkalandi, sem jafnframt viðurkenni pólsku landamærin. Með þessu móti væri komið hlutlaust belti eftir Evrópu endilangri. Ekki hefur þessi tillaga hlotið byr hjá ráðamönn- um Vesturveldanna, og ekki er vitað um afstöðu Sov- étríkjanna til hennar, en með henni hefur brezki Verka- mannaflokkurinn lýst yfir þeirri skoðun sinni að hlut- leysisstefnan sé þess megn- ug að draga úr átökum í heiminum og tryggja frið, að stefna valdbeitingar og hérstöðva sé komin út í hreinar ógöngur. Þetta er mikilvæg stefnuyfirlýsing, hvernig svo sem raunveruleg- ir samningar kunna að ganga þegar þar að kemur, og ekki er hitt síður mikilvægt að með þessari nýju afstöðu hef- ur brezki Verkamannaflokk- urinn samræmt skoðanir sín- ar stefnu þýzka Sósíaldemó- krataflokksins, sem vill að Þýzkaland sé hlutlaust. Allar horfur eru á að þessir tveir flokkar taki senn við stjóm- artaumum í löndum sínum, og þá kann að vera tíðinda að vænta í alþjóðamálum. „Þeir einir geta stutt banda- rískt hernám . . . “ „Gaitskell-áætlunin, ekki nema það þó,“ sagði Bartoara Borgfirðingar í Reykjavíf: 1 sýna héraði sínu rœktarsei :i Efna til happdrættis til þess að kaupa kirkju- klukkur að Saurbæ og styðja fleiri menningarmál í héraðinu \ stefna okkar orðin stefna flokksins, en það er nokkuð langt gengið að kenna hana við Gaitskell, manninn sem mest hamaðist á móti okkur.“ Ég ræddi einnig við Barböm Castle í þinghúsinu milli þess að hún flutti ræður um vetn- issprengjur í neðri deildinni. Hún er milli fertugs og fimm- tugs, frekar lágvaxin og grönn, með rauðleitt hár og fölt litarapt, gagntekin af Hfsfjöri og skemmtilega hreinskilin. Af ummælum hennar kom í ljós að grunnt myndi enn vera á því góða milli hægri og vinstri manna i flokknum, þrátt fyrir sættir á yfirborðinu: „Gaitskell hef- ur verið einstaklega Banda- ríkjasinnaður," sagði hún, „það var eins og hann þyrði ekki að taka afstöðu til nokk- urs máls án þess að eiga vísa velþóknun bandariskra ráða- manna. Ég hugsa að aðalá- stæðan til þess að hann reis svo einarðlega gegn stjórn- inni í Súezmálinu hafi verið sú, að Bandaríkjastjórn tók einnig afstöðu gegn árásinni. En það er eins og hann hafi losnað úr læðingi við þetta; nú notar hann hvert tækifæri til að gagnrýna stefnu stjórn- arinnar í alþjóðamálum, og þá hlýtur hann óhjákvæmi- lega að túlka þá stefnu sem við vorum búin að móta áð- ur.“ Hinn 24. júní n.k. verður dregið í happdrætti Borgfirð- ingafélagsins í Reykjavík. Eru þar ýmsir góðir vinningar í boði, m.a. bíll og flugferð til Norðurlanda. Ástæðan til þess að ég sting niður penna um þetta happdrætti er sú, að mér virðist hér vera um að ræða lofsverða ræktarsemi Borg- firðinga í Reykjavík við hérað sitt. Á sama hátt og hverjum manni fellur þungt að sjá æskusböðvar sínar niðurnídd- ar, eins hlýtur öll sæmd og prýði átthaganna að ylja manni um hjartarætur. Ágóð- ann af þessu happdrætti á sem sagt að nota til þess að auka sæmd og prýði Borgar- fjarðarhéraðs. Fyrsta verkefnið er að kaupa kirkjuklukkur að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Mér er ekki kunnugt um, hvernig búið var að kirkjunni í Saur- bæ, þegar Hallgrímur Péturs- son þjónaði þar. En svo mik- ið er víst, að þá höfðu þreng- ingar miklar sótt að íslend- ingum, og skömmu áður hafði Bjarni Borgfirðingaskáld, eitt hið andheitasta skáld þeirrar aldar, ljíst harmi þjóðarinnar yfir því, að: „Afft skrif og ornament er nú rifið og brennt, bílæti Kristí brotin blöð og líkneski rotin. Klukkur kólflausar standa ... “ I skáldverki Laxness, fst landsklukkunni, er það áhv'fa* mikill viðburður þegar kii . ;a* klukkan á Þingvöllum brestur undan höggum kóngsins boðsmanna, en því þung’: - r- ari hafa slíkir atburðir v ið á 17. öld, að þeir gerðust e. ki á leiksviði. Það er því se ú- legt, að Hallgrími Péturss;,ni og sóknarhörnum hans hefðl fáar gjafir þótt vænna um em klukkur í kirkjuna sína. Minn- ingu þeirra er því góður sómi sýndur á þennan hátt. Annað verkefni er að styrkja gerð íþróttavallar í Reykholti, Það liefur jafnan verið metn- aðannál okkar Islendinga að vera vel íþróttum húnir, sá andi kemur til dæmis glögg- lega fram í Aldarhætti H;ill- gríms Péturssonar. Og hvað sem sagt er um íþróttirnar, þá geta þær verið ein bezta dægradvöl ungu og hraustu fólki, sem býr við góðan hag og þarf ekki að veita allrl orku sinni útrás með brauð- striti. Þriðja verkefnið er að reisa veglegt hlið að skrúðgr.rði Borgnesinga. Verður að því staðarprýði og mikill sómi. Mér svnist, að Borgfirðiuga- félagið hafi verið farsælt i vali þessara verkefna, og að allir Borgfirðingar, heima og heiman, ættu að meta þetta við félagið með þvi að kaupa happdrættismiða þess. Og svo má minna á b’ess- aða vinningsvonina. Páll Bergþórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.