Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júní 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ■ M ! FerSamannaherbergi Höfum herbergi til leigu fyrir ferða- menn, sem koma til bæjarins til lengri e'ða skemmri dvalar. FYBIKGBEH)SL0SKSIFSTOFAN. Grenimel 4 — SÍMI 2469 (kl. 1—2 og 6—8 e.h.) Nauðimgariippboð verður haldið að Hverfisgötu 115, hér í bænum, föstudaginn 2. júní n.k. kl. 1.30 e.h., eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykja- vík, o. fl. Seldar veröa eftirtaldar bifreiðar: R-337, R-780, R-951, R-984, R-1964, R-3037, R-3120, R-3138, R-3653, R-3671, R-3851, R-4176, R-4715, R-5872, R-6083, R-6334, R-6463, R-6498, R-6934, R-7300 R-7402, R-7423, R-7750, R-8108, R-8141, R-8647 og G-1045. __ Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgaríógetinn í Reykjavík Guðrún Hrönn Hiimarsdóttir: Grænmeti og góðir réttir Bókaútgáfan Setlb*rg:, verð kr. 75,00 bundin, • Heimilisþættinum hefur bor- izt nýútkomin bók, Grauimeti og góðir réttir eftir Guðrúnu Hrönn Hilmarsdóttur. Þetta. er matreiðslubók, 128 blaðsíður, og segir í formála að bókin sé að miklu lejdi þýdd úr sænsku bókinni Grönsaksgott, en mörg- um uppskriftum sé þó breytt eftir íslenzkum staðháttum, auk þess sem þarna eru frumsamd- ar uppskriftir, sem höfundinum gafst tækifæri til að reyna meðan hún stýrði heilsu- hæli Ná.tt.úi’ulækningafélagsins í Hveragerði. Hvað útlit snertir er taók þessi mjög snotur. Brotið er handhægt og frágangur vand- aður, margar myndir prýða hana, þar á meðal nokkrar fal- legar litmyndir. Bókin skiptist í ellefu kafla eftir efni og i lienni eru fjölmargár uppskrift- ir að grænmetisréttum og létt- um smáréttum auk ýmiss kon- ar leiðbeininga um framreiðslu. Við fljótlegan yfirlestur virðist vera þarna margt. girnilegra rétta, og maður bíður með ó- þreyju eftir sumrinu og græn- metinu til að geta notfært sér hana í rikum mæli. Euginn vafi er á því að húsmæður geta sótt márgan girnilegan fróðleik í þcssa eigulegu bólt, og ef hún mætti vérða til þess nð auka grænmetisneyzlu okkar, þá er tiiganginum. náð. Verði okkur að góðu. A. K. m Tii gamans uppskrift að eggjarétti úr bóltinni Grænmeti og góðir réttir sem nefnist EGG I GK.VSLAI KSSÓSl’: 4 harðsoðin egg 2 matsk. smjörlíki 2 msk. hveiti 3—4 dl mjólk 1— 2 tsk. sinnep 2— 3 msk. graslaukur Sósan er búin til úr smjörlíki, hveiti og mjólk, krydduð með salti, sinnepi og graslauknum blandað í. Eggjunum skipt i tvennt og þeim hvolft á fat, sósunni hellt yfir. Skreytt með tómatbátum eða rækjum. Bor- ið fram með brúnuðum hris- grjónum eða. soðnum kartöfl- um. Gott er að bera glóðar- bakað brauð með. Vern Sneider: 13 voru smiðirnir farnir að vinna i nýja skólahúsinu. Ánægður í bili fór hann til höfuöstöðvanna til áð fá sér kaffisopa áður en hann kæmi meiru í verk. Þegar hann kom inn í höfuðstöövarn- ar varð hann dálítið undrandi að sjá Félag lýðræðissinnaðra kvenna saman- komið' kringum skrifborð hans. Hann hugsaöi sem snöggvast til hinnar skelfi- legu frú Purdy, stofnandans, því aó í hvert skipti sem hann var í návist fé- lagsins varð hann gripinn þeirri óþægi- legu tilfinningu að hún væri þarna — í rósóttum silkikjól — horfði yfir öxl hans brosandi sínu breiðasta klúbbbrosi. Fisby brosti líka. „Jæjá, jæja. góðan daginn konur“, sag'Öi harm og neri sam- an höndum. Svo virti hann fyrir sér hin- ar berfættu félagskonur, klæddar hnjá- síðum brúnum sloppum úr heimaofn- um bananadúk, og bros hans hvarf. Brún andlitin fyrir framan ha-nn voru ó- lundarleg. Ungfrú Susano, ritarinn, var illileg. Stjórnin var illileg. Fisby leit- á hina flatnefjuðu ungfrú Higa Jiga, forseta félagsins. Satt a'ð segja gat hann ekki séö hvort ungfrú Higa Jiga var ólundarleg eða ekki, því aö hún leit alltaf út- eins og hún væri aö enda við aö sjúga sítrónu, en þó var hættuleg- ur glampi í augum hennar. Hann tví- sté vandræðalega fyrir framan þær. Það var ekki hægt aö ganga framhjá ungfrú Higa Jiga. Að’ vísu var ómögulegt aó hrósa henni fyrir fegurð. Andlit hennar var flatt, axlirnar signar og leggirnir bognir, og hún minnti óljóst á apa En sterk var hún. Enginn annar í þorpinu gat bori'ð' hálfan hestburð af eldivið á höfðinu eins og hún. Fisby leit á túlkinn sinn. „Er eitthvað að, Sakini?“ spurði hann með varúö og horfði á ungfrú Higa Jiga. Sakini kinkaði kolli hátíðlegur á svip. „Jamm, húsbóndi, það er dálítið að. Veiztu hvað ungfrú Higa Jiga segja viö hafa í þorpinu?" „Hvað þá?“ , ,Manngr einarálit. ‘ ‘ „Manngreinarálit?“ Fisby var skelkað- ur.“ „Jamm, húsbóndi. Ungfrú Higa Jiga segja Lýðræðiskonur bíða í röð í morgua eftir skammti. Þær bíða og þá geisha- stúlkur koma og hvaö heldurðu skömmt- unarmenn gora?“ Fi;;by hafði ekki minnstu hugmynd um þa'ö. „Þeir segja: ,,Ó, góóar. daginn. Ekki standa í biðröð. Koma inn I vöruhúsiö og fá tebolla.“ Og Lýðræðiskonur verða að standa þarna meðan allir sitja og drekka te.“ „Er þetta satt?“ „Jamm, húsbóndi. Það er satt. Og hvað heldurðu skömmtunarmenn segja svo?“ ,.Hvað?“ „Þeir segja við geishastúlkur: „Þið vilja sætar kartöflur? Gera ekkert til meö skammtinn, taka þaö sem þið vilja. Hvað. Þið verða bera þær sjálfar? Mei, það ómögulegt.“ Ungfrú Higa Jiga kinkaöi kolli reiði- lega. Ungfrú Susano, ritarinn, kinkaði kolli. Allar lýðræðiskonur kinkuóu kolii og augu þeirra skutu gneistum. „Þá. húsbóndi, taka skömmtunar- menniniir sætu kartöflurnar, læsa vöru- húsinu og allir fara aö drekka meira te með geishastúlkum. Og lýöræöiskonur verða aö standa eftir í heitri sólinni.“ Fisby höfuðsmaður sá sem snöggvast frú Purdy fyrir sér meó einbeittan hörkusvip á andlitinu. Hann barði í skynd i í boröiö iiieð hnefanum. „Mann- greinarálit, ekki nema það þó.“ Hann benti til dyra með festulegu látbragöi „Barton liðþjálfi, farðu aö vöruhúsinu og sjáöu um aö það sé opnað. Og farðu ekki þaðan. Sjáðu um að' allir i'ái sinn skammt. Og sjáö'u um að áfgreitt sé eftir réttri röð.“ Hann kinkaði uppörvandi kolli til kvennanna. „Sakini. segöu þeim að þetta komi ekki fyrir framar.“ Sakini klóraði sér í höfðinu. „En þær ekki eiga viö þaö', húsbóndi.“ „Ekki það?“ ISggw leSSis . Pálsen og Gramont héldu í skyndi til sjúkraliússins. En J>aÚ var líka annar aðili, sem var að flýta sér, var Kó- bert skipstjórí, sem hafði frétt uru atburðinu og var uú kom- inn um borð í lystisnekkjxina til að vera við iillu búinu. Maðurinu, sem hafðl sloppið úr bílnum, liélt beint á hans fuud. „Hvernig kom þetta nú fyrir?“ urniði skipstjór- inn. ,JIvað var í vepnum?“ Tollverðir ? „íleldurðu að við hefðum lineðst þá,“ svaraði hlnn á móti. „Vegurinn var lokaður og lögreglan var alls staðar — það var íuesín mildi að við skyldum sleppa.“ „Hvar er félagi þinn?“ spurði skipstjóriim. Þessu vihli „Fisksalinn", eins og hann var oít kallaður, komast hiá. að svara. „Það er ábyggilega bú- Ið að finna vopnin, og nafn þitt stendur á vagninum — hversu oft hef ég ekki sagt . . . . listinn hvar er hann?“ greip skipstjórinn i'raimni fyr- ir sjáifuni sér. „1 íbúð ininni.“ „Ertu bandsjóðandi .... ætl- arðu að láta liandtaka alla fé- laga þína,“ hrópaði skipstjór- inn. „Bf að lögreglan kemst nú ytír þennan lista . . . . “ ..........

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.