Þjóðviljinn - 28.08.1957, Qupperneq 4
vjy — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. ágúst 1957
Víkmgamynd fyrir 4 milljómr dollara
Kirk Douglas er ekki einungis einn af kunnustu
og tekjuhæstu leikurum í Hollywood, heldur er
hann líka kvikmyndaframleiðandi, sem látið hefur
og lætur talsvert að sér kveða. Douglas stofnaði
sitt eigið kvikmyndafélag fyrir átta árum og síðan
hefur hann, eða félagið, sent frá sér sex myndir;
fyrsta myndin hét
á ensku „The Indi-
an Fighter“, sú
síðasta „Paths of
Gior y“. í sumar,
var svo unnið í
Noregi að töku sjö-
undu myndarinn-
ar, sem nefnist
„Víkingamir, Upp-
haflega var áæti-
að að hún myndi
kosta fullgerð 2.5
milijónir dollara,
en nú þykir þegar
sýnt að kostnað-
ufinn verði ekki
Kirk Douglas í einni af kvik- minni en 4 millj.
myndum sínum, ásamt Dany doliara.
Itobin. Kvikmyndin, en
í henni ieikur Kirk
Douglas aðalhlutverkið, son víkingahöfðingja eins
sem lejkinn er af Ernest Borgnine, fjallar að sjálf-
sögðu um hina norrænu víkinga á áttundu og ní-
undu öld. Aðalhlutj myndarinnar var, eins og fyrr
segir, tekinn í sumar í Noregi. Lét kvikmyndafé-
lagið reisa í því skyni heilt þorp á óbyggðri eyju í
einum af norsku fjörðunum, auk þess sem smíðuð
voru nokkur víkjngaskip eftir fyrirmynd Gauk-
staðaskipsins fræga. Þrjú þessara skipa kostuðu
60 þús. dollara.
Um 600 menn eru með einhverjum hætti við-
riðnir kvikmyndatökuna og bjuggu þeir í tveim
skipum, sem Kirk Douglas leigði í því skyni og lét
leggja við akkeri í nálægri vík. Annað þessara
skipa var eitt sinn í eigu milljónaerfingjans Bar-
böru Hutton. Allmargir bátar voru hafðir tjl flutn-
inga á starfsfólkinu; sumir fluttu það frá ^’'ipi til
eyjar þar sem myndatakan fór fram, aðrir voru
í förum til næsta bæjar.
Leikendurnir, þar með taldir að sjálfsögðu auka-
leikarar og statistar, voru nokkur hundruð tals-
ins og víðsvegar að úr Evrópu. í bandaríska tíma-
ritinu Newsweek er sagt frá því, að myndatakan
hafi tafizt mjög við það, að kalla þurfti upp fyrir-
mæli og skipanir leikstjórans jafnan á sjö tungu-
málum, dönsku, ensku, frönsku, ítölsku, norsku,
sænsku og þýzku.
Kvikmyndatökumönnunum bandarísku, leikend-
um og öðrum starfsmönnum þótti æði votviðrasamt
i Noregi í sumar; það var rigning eða súld í 49
daga þá tvo mánuði sem unnið var að töku kvik-
myndarinnar.
Söcguleg kvikmyndun
Hér í þættinum hefur áður verið skýrt frá því
að bandarískl kvikmyndafélag hafj ákveðið að gera
mynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Nóbels-
verðlaunaskáidsins Hemingways Vopnin kvödd. Hef-
ur verið unnið að töku þessarar myndar á Ítalíu
í sumar og þá oltið á ýmsu, að því er fregnir
herma.
Framleiðandinn (producer) David O. Selznik er
sagður mjög ruddafenginn og hrottalegur í fram-
komu og hann á erfitt með að umgangast venjulegt
fólk. Við myndatökuna vill hann t.d. vera einráð-
ur um alla hlutj og hann stjórnar samstarfsmönn-
um sínum með harðri hendi, ef honum- sýnist svo.
Einn daginn fyrir skömmu þótti leikstjóranum
John Huston afskiptasemi Selznik ganga svo iangt,
að hann lagði niður vinnu í mótmælaskyni og fékk
í lið með sér nokkra íleiri samstarfsmenn sína.
En David O. Selznik virðist ekki hafa látið sér
þetta „verkfall“ að kenningu verða, það sýna
átök sem áttu sér nýlega stað milli hans og aðal-
myndatökumannsins Arthurs Fellows í Milano.
Selznik var eins og fyrri daginn að skipta sér af
smæstu atriðum í ;*arfi kvikmyndatökumannanna,
er Fellows bað hann að víkja til hliðar. Sló Selzti-
ik þá myndatökumanninn kinnhest, en sá síðar-
nefndi reiddist og gaf andstæðingi sínum einn á
glannann með þeim afleiðingum að gleraugu kvík-
myndaframleiðandans brotnuðu.
Og nú um skeið hefur enginn aðalmyndatöku-
maður unnið að Hemingwaymyndinni. Eftir slags-
málin tók hann saman pjönkur sínar og flaug með
fyrstu flugvél heim til Bandarikjanna.
1
Flestir Iesenda munu vafalaust kannast við hann
þennan. Þetta er hinn snjalli, bandaríski gaman-
leikari Danny Kaye.
Skrifstofurnar — „Ekki við í augnablikinu
Skriffinnska og skrifstofubákn — „Hefurðu bréf
upp a það"?
VAFALAUST kannast fleiri en
ég við það, hversu erfilt getur
reynzt að reka erindi sín á
ýmsum opinberum skrifstof-
um hér í bæ. Það má heita
segin saga, að þegar maður
kemur fyrst, hittist undantekn-
ingalítið þannig á, að „fulltrú-
inn sem hefur með þetta að
gera er því miður ekki við í
augnablik'nu“, — og augna-
blikið getur orðið býsna langt.
Nú er ekkert við því að segja,
þótt menn þurfi að skreppa frá
augnabiik, t.d. skjótast í búð
eða eitthvað þess háttar En
þegar það kemur upp úr dúm-
um, að menn eru farnir til
Parísar til að kaupa fermingar-
kjól á telpuna sína, eða farnir
upp í Borgaríjörð að veiða lax,
án þess að aðrar skýringar séu
gefnar á fjarveru þeirra en
þær, að þeir séu ekki við í
augnablikinu, þá finnst mér
komið helzt til mikið af svo
góðu. Skriffinnskan, sem fylg-
ir orðið öllum hlutum, er
sannarlega svo mikil, að ekki
má minna vera en fólk fái eins
fljóta afgreiðslu á hverjum stað
og frekast er unnt. Mér hef-
ur stundum dottið í hug, hvort
ekki væri hægt að koma því
við að láta ýmsar opinberar
skrifstofur, sem almenningur
þarf meira og minna að koma
á, vera opnar á öðrum tímum
en 9—12 og 1—5. Á þessum
tíma eiga margir mjög óþægi-
legt með að komast frá verki.
Væri t.d. ekki hægt að hafa
opið í matartímanum frá 12—1
hjá sumum skrifstofum? (t.d.
tollstjóraskrifstofu, sjúkrasaml,
tryggingunum, Bæjarskrifst.).
Eða þá að þessar skrifstofur
væru opnar til kl. 7 nokkur
kvöld í mánuði. Eg hygg, að
slíkt yrði mörgu fólki til hag-
ræð.is. — Já, skriffinnskan hjá
okkur er orðin mikil, svo mikil,
að það er ekkí með öllu ýkt
spaug, þótt maður segi, að að-
alatvinnuvegur landsmanna sé
skrifstofuvinna. Og þótt fjár-
veitingar til verklegra framr
kvæmda séu skornar við nögl.
þá virðist ekkert til sparað í
skrifstofuhaldinu, og manni
virðist, að það sé hægt að bæta
við fóiki á skrifstofunum eins
lengi og hægt er að koma þar
fyrir stól handa þvi að sitja
á. Er öll þessi skriffinnska
nauðsynleg? Hefur það verið
athugað, hvað af þeim pappír-
um og plöggum, sem framreilt
er á skrifstofunum, tilheyrir
nauðsynlegum hlutum, og hvað
af því. er vita tilgangslaust
„húmbug“? Væri ekki ráð að
rannsaka það rækilega, hvort
ekki mætti spara nokkrar mill-
jónir króna á ári hverju á
vettvangi skrifstofubáknsins, á
sinn hátt eins og kaupmáttur
verkamannalauna hefur verið
hagfræðilega rannsakaðui í
v'innudeilum? Eg held, að það
væri meira en ómaksúis vert
að gera slíka rannsókn. Og ef
hún leiddi í 1 jós, að skrifstofu-
báknið væri of stórt í hlutfaili
við aðra liði í rekstri þjóðar-
búsins, þá væri sjálfsagt að
draga úr því bákni, en leggja
me.iri áherzlu á hagnýtari störf.
Eg held að þess væri full þörf
að athuga rækilega, hvort ekki
er hægt að létta af atvinnuveg-
unum einhverju af þessu kostn-
aðarsama skrifstofuhaldi. Hing-
að til hefur nær eingöngu ver-
íð einblínt á vinnulaun verka-
fólks og þvi haldið fram af
lærðum mönnum, að þau væru
að sliga atvinnuvegina.
nefur aidrei mátt heyrast nefnt,
að dregið væri úr skrifslofu-
bákninu, gerð tilraun til að
létta drápsklyfjum þess af at-
vinnuvegunum. — Það fylgir
þessari sknffinnskuöld, að nú
þarf maður að hafa bréf upp á
alla hluti; „enginn á nejtt néma
það, sem hann hefur bréf upp
á“. Ef maður sækir um ein-
hverja atvinnu, þarf maður að
verða sér úti um eitthvert vott-
orð um að maður sé svo og svo
miklum kostum búinn, og hygg
ég að slik vottorð séu oft í al-
gerri mótsögn við verkið, sem
eftir vottorðshafann liggur. Ef
maður ætlar að sanna mál sitt,
þarf maður að hafa skrifleg
sönnunargögn í höndunum,
annars er maður ekki <tekinn
<Ú4JI
I ,,Þjóðviljanum“ 21. þ.m.
birtist grein undir fyrirsögn-
inni „Hverk eiga Kópavogsbú-
ar að gjalda?“ Er þar meðal
annars sagt, að „ef spurt hef-
ur verið hvenær þessi 400
númer i Kópavogi komist í
samband, hafa engin. svör
fengist”. í blaðinu „Visir“ 3.
ágúst, skýrði póst- og síma-
málastjórnin frá því, að af ó-
viðráðanlegum ástæðum
mundi dragast, að Kópavogs-
búar fengju nýja síma, og var
þá gert ráð fyrir nærri 2 mán-
aða drætti á því. Þetta stafaði
frá því, að fyrst varð dráttur
á að innflutningsleyfi fengist
trúanlegur. Eg hef oft verið
að velta því fyrir mér, hvort
þetta skriffinnskustand á öil-
unt sviðum á ekki sinn þátt í
því hve orðhcldni fólks hefur
hrakað frá því sem áður var.
Það er leiðinlegt og kannski
Ijótt að segja þetta, en því mið-
ur rekur maður sig allt of oft
á, að það er bókstaflega ekkert
mark takandi á bvi, sem manni
er sagt. í minu ungdæmi var
stundum sagt um menn, að orð
þeirra stæði eins og stafur á
bók, og merkti það, að óhætt
væri að reiða sig á orð þeirra.
Orðheldnin var ])á mikilsvirt
dyggð. Sú dyggð virtist mér
hafa Jækkað í áijti á siðustu
timum, og er það illa. farið.
fyrir nauðsynlegum jarðsíma
milli Reykjavíkur og Kópa-
vogs, og þegar jarðsíminn kom
til landsins 27. júní sl., dróst
i 6 vikur að landssíminn fengi
hann afhentan, vegna þess að
yfirfærsla fyrir andvirðinu
fékkst ekki hjá bankanum, og
samkvæmt reglugerðarákvæð-
um mátti ekki afhenda. hann
fyrr en greiðsla hefði farið
fram. Reyndi landssíminn
lengi árangurslaust að fá und-
anþágu frá þessu skilyrði.
Hinn 12. ágúst sl- fékkst jarð-
síminn loks afhentur, og er
nú verið að leggja hann og
tengja, en verkinu verður
væntanlega lokið fyrir sept-
emberlok.
1 áðurnefndri grein kvartar
Kópavogsbúi yfir að greiða
fjarlægðargjald kr. 500. Fjar-
lægðargjöld hafa ávallt tíðkast
hér sem annarsstaðar, þegar
um óvenju langar notendalin-
ur og kostnaðarsamar er að
ræða. Þar á móti fá Kópa-
vogsbúar símtöl til Reykjavik-
ur (7 km t.il símstöðvar) með
sama afnotagjaldi og innan-
bæjar, þqtt aðrir verði að
greiða 5 kr. fyrir hvert sím-
tal milli bæja í svipaðri fjar-
lægð. Kópavogsbúar eru því
ekki settir skör lægra en aðr-
ir við svipaðar aðstæður, held-
ur raunverulega hærra,
Að lokum skal þess getið að
kostnaður bæjarsímans á
hvert númer í Kópavogi er
ólíkt meiri en í Reykjavík.
Bæjarsími Keykjavikur.
)
Hitt^.
Símamál í Kópavogi
Athugasemd írá Bæjarsíma Reykjavíkur
Rvík 27/8 1957.