Þjóðviljinn - 28.08.1957, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 28.08.1957, Qupperneq 9
ÍÞRÓTTIR KITSTJÓRl FRÍMANN HELGASO* KR lék sér að Þrótti, Miðvikudagur 2S. ágúst 1&57 — ÞJÓÐVILJINN — .{9 Bæði liðin komu á óvart, KR fyrir óvenjuhraðan og nokkuð virkan leik og Þróttur fyrir mun lélegi-i leik en nokkru sinni fyrr í sumar. Þróttarlið- ið var viljaláust og vantaði alla leikgleði til þess að geta haml- að nokkuð upp á móti KR-ing- unum. Liðið var einnig kyr- stætt og lét KR-ingana skiija sig eftir hvað eftir annað, og oftar var þó að þeir gieymdu þeim þegar mikið lá við að gæta þeirra. Sama var um samleikinn. þeir voru svo seinir að átta sig og lítið hreyfanlegir að um sam- leik þeirra á milli var' varía að ræða, f síðari hluta fyrri hálf- leiks brá þó aðeins fyrir svo- litlum samleik og knattspyrnu, en það sfóð ekki lengi. Lið KR var miklu hreyfan- legra en það hefur verið í sum- ar og lék hvað eftir annað með hraða inní vítateig og opnaði Fiiftiiii dreitglr í Keflavík hafa tekið bronsmerkið Fyrr í sumar var frá því sagt að tveir drengir ór Kefla- vík hefðu leyst knattþrautir KSf, sem gefa bronsmerkið. Nú nýlega hafa þrír leyst sömu þrautir, en þeir heita: Stefán Bergmann KFK, 15 ára- Árangur: 6—18—26—32,2—4,2. Hrafn Sigurhansson UMFK, 15 ára. Ár.: 7—15—20—32,5—4,1. Jón Jóhannsson UMFK, 13 ára. Árangur: 8—20—16—31—4,0. Nokkrir eiga aðeins eina grein eftir til að ljúka við brons- merkið, og margir hafa leyst eina eða fleiri þrautir. Verður sjálfsagt ekki langt þangað til drengir í Keflavík láta frá sér heyra. Ö svo vörn Þróttar að mörkin vbru nærri öll óverjandj, og af stuttu færi. Þó KR hafi svo. vel tekizt í þessum leik, er það ekki alveg að marka því mótstaðan var svo veik að þeir gátu allt sem þeim sýndist. Þeir komu með í leik þennan þrjá unga menn úr hin- um efnilega öðrum flokki sínum, og vjrðist sem þeir iífgi upp liðið. Það er líka sýnilegt að liðið er í betri æfingxr en það hefur verið í sumar. Eins og það lék að þessu sinni ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að vinna leikinn víð Akui'- eyri á laugardaginn. Liðið var líka hreyfanlegt, sérstaklega framherjarnir senvfóru víða um og oft æði skipulega og höfðu oft næmt auga fyrir samleik, sem kom á óvart og rugíaði. Þórólfur Beck var miðfram- herji og gerði margt vel. Sama er um framvörðjnn Garðar Árna- son, sem gerði stöðunni góð skil. Ellert Schfam var einnig virk- ari en hann hefur verið undan- farið. Hörður Felixson var mið- framvörður og átti góðan leik. Annars var liðið jafnt og sam- stillt. Beztir í liði Þróttar voru Bill og Jens Karlsson. Færeyingar tóku vel á Knattspyrnumenn frá Kefla- vík voru í keppnisheimsókn í Færeyjum fvrrihluta ágústmán- aðar og komu heim 16. ágúst. Iþróttasíðan hitti að máli Hafstein Guðmundsson, sem þátt tók í förinni, og bað hann að segja örlítið frá ferðalaginu, og fer það hér á eftir. Farið var héðan með Dronn- ing Alexandrine 3. ágúst, og komið með henni heim aftur, svo tíminn sem við höfðum til þess að leika 4 leiki var of stuttur- Keppendur voru 14 alls, sem var lika of lítið til þess að hvíla. Fararstjóri var Hermann Eiríksson skólastjóri. Félagið sem bauð okkur tii þessarar ferðar var B-36 úr Þórshöfn. Tók það vel á móti flokknum; og allar móttökur, bæði þar og annarstaðar sem við komum, voru hinar höfð- inglegustu í alla staði, og var allt gert til þess að gera okk- ur dvölina sem skemmtilegasta. Fyrsti leikurinn var við Margíj. munu minnast danska kúluvarparans Axels Thorsagers frá landskeppni Dana og Islendinga hér í Reykjavík i suinar. Thorsager hefur oftar en einu sinni í siunar bætt danska metið t kúluvarpi, nú síðast á meistaramóti Danmerkur í frjálsum íþróttum, sein háð var um fyrri helgi, en þá varpaði hann kúlunni 15.45 m. gestgjafana í Þórshöfn, og fór hann þannig að við unnum með 5:2 (3:0) Næsti leikur fór fram í Klakksvík, en þangað er tveggja tíma sigling frá Þórs- höfn. Völlurinn þar er slæmur, bæði harður og á honum stein- ar. Okkur tókst þó að vinna leikinn með 2:1. Annars eru Klakksvíkingar nokkurskonar Akurnesingar þeirra Færeyinga, svo sigursælir hafa þeir verið í leikjum sínum við félög annara staða. Á síðustu 10 árum hafa þeir orðið 7 eða 8 sinnum Fær- eyjameistarar. I síðustu keppni fengu þeir 13 stig af 15 mögu- legum. Það eru fimm lið sem keppa um tignina og keppa bæði heima og úti. Klakksvíkingar eru taldir svo að segja ósigr- andi heima. Þeir leika ekki sér- lega vel eða góða knattspyrnu, en í þeim er mikill kraftur og flýtir, og meðal fólksins er svo mikill áhugi fyrir knattspyrnu að furðu sætir- Allir tala þar um knattspyrnu og fylgjast með henni af miklum áhuga. Þar eru lika sterkir menn, sem styðja knattspyrnumennina með fjárframlögum, og sérstaklega útgerðarmaður einn sem hefur hjálpað þeim til þess að byggja sér gott félagsheimili. Það var líka svo að þeir virtust ekki átta sig á þessum nýju gestum tii að byrja með, því við höfðiim sett 2 mörk áð- ur en fyrri hálfleik var lokið en þeir ekkert. En í þeim siðari skoruðu þeir eitt en okkur tókst ekki að bæta við. Héldir* þeir Klakksvikingar okkur veglega veizhi að leik loknum og leystu flokkinn út með gjöfum. Þriðji leikurinn var bæja- keppni milli Keflavíkur og Þórs- hafnar, og fór hann fram í Þórshöfn. Var það úrval úr B-36 og Havnar boldfelag, og lauk þeirri viðureign með jafn- tefli 1:1 (0:0) og var það sterkasta liðið sem við lékum við í ferðinni. Síðasti leikurinn var við Tramhald á 10. aíðu Hér fyrir ofan birtast myndir af fjórum heimskunni m evrópskum frjálsíþróttamönnum. Á efstu myndumi se?t heimsmethafinn og olympíusigurvegarinn í spjótkas'i, Norðmaðurinn Egil Danielsen. Nœsta viynd er af Pólverj- anum Janus Sidlo. Neðstu myndirnar eru svo af Finn- anum Voitto Hellsten (til vinstri) og Rússanum Ignatéff,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.