Þjóðviljinn - 30.08.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (f
íÞRóniR
mrSTJÓRl. FRlAtANN HELGASO«
Hausimótið:
r vann Víking 7:0 í fremur
tilþrifalitlunt leik
Það verður ekki annað sagt
en að Valur hafi "hefnt fyrir ó-
farimax í vor, er félagið tapaði
fyrir Víkingi í Reyk.iavíkurmót-
inu. Það ætlaði þó ekki að
ganga sérlega vel fyrir Val, því
þeim tókst ekki að skora í fyrri
hálfleik, og það sem verra var,
leikur þeirra var sundurlaus’ og
mikii ónákvæmni í sendingum
jnanna á milli. Þeir áttu móti
nokkrum vindi að sækj a en hann
var engan veginn það mikill að
svo reynt lið ætti ekki að hafa
meira vald á leiknum erí!- raun
var. Leikur þeirra var daufur og
laus við: baráttu. Árni Njálsson
var þó undantekning. ;<■
Víkingar áttu mjög góð á-
hlaup■og náðu nokkuð vel sam-
an en skotin voru ekki þeifra
sterka hlið. Halldór Halldórsson
var líka of sterkur fyrir þá fyr-
ir framan markið, því að hann
braut fiest áhlaup þeirra á bak
aftur. t:
í siðari hálfleik snerist þetta við,
níi lá rnjög á Víkingi, en samt
leið langt á hálfieikinn áður en
Val tokst að skora. Hjálþuðust
þeir Einar Halldórsson og Hörð-
Ur Felisson að, Einar skaut en
skotið fór nokkuð framhjá en
Hörður stýrði knettinum rétta
leið i imarkið.
Þegar leið á íeikinn fóru Vals-
menn að ná sér betur og:' liðið
náði rríun betur saman þá en áð-
ur og meira lif færðist I þá.
Þegar um það bil 3 mín voru
eftir af leiknum stóðu leikar
4:0 fyrir Val og hafði Sigurð-
ur Sigurðsson skorað eitt, Árni
Njálsson eitt og Gunnlaugur
Hjálmarsson eitt, Á síðustu
þrem mínútunum komu þrjú
mörk til viðbótar og var sem
Víkingar réðu ekki við þann
hraða sem Valsmenn voru búnir
að ná, Fyrsta markið af þeim
þrem skoraði Árni Njálsson með
hörkuskoti undir stöng. Sigurð-
ur bætir við með því ýta við
knettinum af stuttu færi í mark-
ið, og það síðasta skoraði Gunn-
laugur með ágætum skalla úr
slæmri aðstöðu.
Hinir ungu Víkingar höfðu
ekki úthald til þess að halda
Valsmönnum niðri, því að síðari
hálfleikur var ,að kalla varnar-
leikur af þeirra hálfu, sem þeir
réðu ekki við. í hópi þeirra eru
þó nokkrir efnilegir menn sem
lofa góðu ef þeir halda saman
og æfa. Má þar nefna innherj-
ann Aðalstein, Braga, útherjann
hægri, og með meiri leikni ætti
miðherjinn Björn Kærnested að
geta orðið virkur framherji,
en leikni er til slíkra hluta nauð-
synleg — og það er aðeins með
vinnu, æfingu, að hún fæst:.
Markm.aðurinn, Valur að nafni,
er líka gott efni og varði oft
mjög vel.
Frískasti maður Valsliðsins
var Árni Njálsson sem leikur
með Val sem innherji. Ætti hann
sennilega að smita út frá sér
og gerir það að sjálfsögðu, en
samt voru þeir félagar hans
seinir í gang. Halldór Halldórs-
son var öruggur miðvörður, en
leyfði sér einleik á hættusvæði
sem gekk að vísu vel í þessum
leik; ekki skal mælt með siikurn
leik móti Frökkum á sunnudag-
inn, mönnum sem hafa augun á
knettinum, en ekki manninum
sem er að fást við hann.
Þessir menn voru beztu menn
leiksins.
Dómari var Halldór S:gurðs-
son. Veður var kalt og áhorfend-
ur fáir.
Til
nokkiirra landa
í gær var sagt frá því . hverj-
hefðu crðið meistarar í frjáls-
um íþróttum á Norðurlöndjjm. I
dag verður sagt frá meisturum
í 6. öðrum löndum Evrópu.-F.vrir
þá sem gaman hafa af saman-
burði þeirra við okkar mepn er
fróðlegt að sjá árangur þéssara
þjóða. Nokkrir af okkar ágætu
frjálsiþróttamönnum eru ve,l með
í þessum samanburði og' það
svo að menn’ annarra þjóða hafa
ekki gerl betur, og paá þar
nefna Hilmar og Vilhjálm. Með-
al meistaranna frá Austur-
Þýzkalandi eru líka kunningjar
frá því í sumar.
Árangurinn að þessu sinnj er
frá Belgíu, Júgóslavíu, Sviss,
Vektur-Þýzkalandi, Austur-
Þýzkalandi og Ungverjalandi.
liggur leiðin
Útbreiðið Þjóðviljann
Svar við yfirlýsingu stjórnar KSI
Stjórn Knattspyrnusambands
íslands birtir furðulega yfirlýs-
ingu í blöðunum í dag og telur
sig þurfa að leiðrétta villandi
ummæli okkar Atla Steinars-
sonar í sambandi við blaða-
mannafund stjórnarinnar sl.
þriðjudag. Öll blöð bæjarins
hafa umrædd ummæli eins eftir
formanni, en stjórnin telur að-
eins okkur tvo greina villandi
frá þeim (!).
Yfirlýsing þessi mun eiga
að vera huggun landsliðsnefnd-
inni, í raunum sem hún hefur
viljandi ratað í, og er líklega
samin eftir pöntun.
Það vár tvennt, sem mesta
athygli vakti á blaðamanna-
fundinum á þriðjudag; áherzla
sú, sem formaður KSl lagði á
alræðisvald landsliðsnefndar-
innar og yfirlýsing formanns
landsliðsnefndar um álit nefnd-
arinnar á Albert Guðmunds-
syni- Hið fyrra mátti taka svo,
að stjórn KSÍ vildi þvo hendur
sínar af hinu síðara. Eg býst
við, að allir viðstaddir hafi
skilið þetta á þann veg, en þeim
skilningi var samt hvergi á
lofti haldið af minni hálfu, og
vísa ég því á bug- cllum að-
dróttunum um villandi frétta-
flutning.
Mér fannst það engin frétt,
þó formaður KSl léti það
fylgja, að stjórn KSÍ bæri
fullt traust til landsliðsnefnd-
armanna, og sá ekki ástæðu til
að geta um svo sjálfsagðan
hlut. Stjórn KSl velur einmitt
menn í landsliðsnefnd og þegar
menn velja hér hjú, ætlast þeir
til að það sé starfanum vaxið.
Ef svo reynist ekki, er það
einfaldlega látið fara sína leiS.
Mér er óskiljanlegt, hvers-
vegna formanni KSl var svó
tiðrætt um alræðisvald lands-
liðsnéfndar, ef það var ekki
vegna þeirrar gagnrýni seia
fyrirsjáanleg var og stjóra
KSl óttaðist. Læt ég það liggja
milli hluta, en óska þess aðeing
að forráðamenn knattspyrnu-
sambandsins skýri mál sitt sv®
greinilega í framtíðinni að það
verði ekki misskilið, og væri
þá ekki úr vegi að stjórn KSl
segi skorinort álit sitt á starfí
landsliðsnefndarinnar nú, en
læðist ekki eins og köttur 5
kringum heitan graut. Slíkt eC
ekki sæmandi æðstu stiórai
knattspyrnuhreyfingarinnar áí
Islandi. $
Reykjavík, 29. ágúst 1957 J
Sig. Sigurðsson. ^
----------------------------^
Loila Schou Nilsen fékk kon
ungsbikar fyrir fennissigur
Margir hér munu kannast við
norsku konuna sem hingað kom
með handknattleiksliðinu Gref-
sen 1955; Laila Schou Nilsen
heitir hún og hefur leikið fjölda
leikja í landsliði Norðmanna í
kvennaflokki, margfaldur meist-
ari í skautahlaupum á sínum
tíma og um langt skeið ósigrandi
í tennis. En hún er, má segja,
fyrir löngu af léttasta skeiði.
Þrátt fyrir það vann hún það
sér til ágæiis að verða Noregs-
meistari í tennis og hljóta Kon-
ungsbikarinn að launum. Fyrir
frám datt engum í hug að hún
kæmi til greínö, því að hún hafði
verið meidd mikinn þluta sum-
arsins og því ekki. getað ’ æft
eins og hún var vön. Þetta var
svo slæmt að hún hafði ekki
leikið tennis í sumar áður’ en
meistarakeppnin hófst, en hún
sigraði öllum
og fyrr segir.
að óvörum
eins
Kastaði sprungn-
um knetti í mark
Það kom fyrir í knattspyrnu-
leik í Þýzkalandi fyrir nokkru
að framherji skaut svo fast í
stöng að knötturinn sprakk
Nýjum knetti var spyrnt inn
á völlinn og um leið kasiaði
markmaðurinn h:num sprungna
knetti inn í eigið mark.
Undrun áhorfenda varð ekki
lítil, þegar dómarinn bendir á
miðju til merkis um að mark
hafi verið skorað!
Hér mætt.i bæta við: Er þetta
hægt eða löglegt?
: = Okkar siðasta Þórs-= =
V = merkurferð á þessu =—=
ári, verður á laugar- ;e=E
= = dag kl. 13.30. = §
f=| Athugið að mikið er =~=
: E af bláberjum í Þórs- = ;
=== mörk og verður ferð- ==
n inni hagað þannig, = =
: E að tími gefst til E_J
= berjatínslu. =
Síðasta skemmtiferð; ET”:
= = okkar að Gullfossi, HJ
== Geysi, Skálholti og =
= = Þingvöllum er næsta = ;
S = sunnudag kl. 9. = =
== Pantið timanlega. =
<■;. Belgía Júgóslav ía Sviss Vestur-Þýzkaland Austur-Þýzkaland Ungverjaland
100 m Vercruysse 10.8 Dragasevic 10.9 Wehrli 10 8 Germar 10.3 Grogorenz 10.7 Jakobfy 10.4
200 m ; Vercruysse 21.6 Trifunovic 22.0 Wehrli 21.7 Germar 21.3 Grogorcnz 21.6 Goldoványi 21.4
400 m 48.2 Grujic 48.7 Weber 47.8 Kuhl 47.5 Kliem.bt 48 5 Kovács 47.3
800 m ‘ : Moens 1.49.6 Vipotnik 1.50.5 Thevenaz 1.54.5 Schmidt 1.49.5 Reinnagel 1.48.9 Szentgáli 1.50.3
1500 m ' , Allewaert 3.52.4 Mugosa 3.50.2 Kleiner 3.55.0 Lawrenz 3.48.8 Richtzenhain 3.51.6 Rozsavölgyi 3.47.9
5000 m 14.13.6 Stritof 14.52.2 Page 15.01.8 Laufer 14.19.0 Janke 14.17.2 Iharos 14.05.1
10000 m Depauw 31.27.2 Mihailic 30.01 0 Glauser 31.27.2 Konrad 29.50.4 Janke 30.13.8 Szabo 30.02.4
110 m grindalilaup • Salmon 15.2 Lorger 14.2 Tschudi 15.0 Lauer 14.2 Húbner 14.9 Reteszár 14.7
400 ni grindahlaup Lambrecht 55.0 Radulovic 55.4 Galliker 52.2 Janz 52.3 Sturm 53.6 Botár 52.7
3000 rtt grindahlaup ;'r H. Leenaert 9.04.0 Kammermann 9.10.8 Laufer 8 55.2 Rohmann 9.10.8 Vargas 8.57.6
Hástiikk .'; Jungers 1.85 Marianovic 1.90 Amiet 1.92 Pull 1.96 Lein 1.98 Bodó . 2.00
Langstfikk Salmon 7,04 Miler 7.45 Muller 7.21 Molízberger 7.62 Auga 7.60 Földessy 7.39
Þrístökk 13.48 Milovanovic 14.11 Miiller 14.66 Wiener 14.91 Thierfelder 14.84 Németh ,15.06
Stangarstökk 4.10 Milakov 4.20 Hofstetter 4.20 Reissrnann 4.10 Preussger 4.20 Horváth 4.09
Kúluvarp 14.63 Penko 15.35 Hubacher 14.51 IJgnau 17.05 Kúhl 15.73 Kövdesi 16.16
Kriiigiukast 43.64 Radosevic 48.50 Mehr 48.48 Búhrle 49.65 Grieser 49.94 Klics .51.82
Spjótkast 60 40 Pavlovic 68.32 Wartburg 64.67 Wilí 76.75 Forst 68.75 Krasznai 69.93
Sleggjukast ? Haest 50.65 Racic 59.33 Jost 47.71 Ziermann 57.00 Niebisch 57.75 Csermák 61.61