Þjóðviljinn - 30.08.1957, Side 10
Íö)" _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. ágúst 1957
Cír Hvalfirði — Botnsúlur í baksýn.
Ekið norður í land
Framhald af 7. síðu.
lEkkert finnst mér senni-
iegra en það, að einhver Hún-
vetningurinn hafi ort vísu
jþessa þarna á hálsinum í
kaupstaðarferð til Borðeyrar,
því að um langt árabil sóttu
íþeir verzlun sína þangað-
Meðan ég er þarna í hug-
leiðingum um ætt og uppruna
þessarar ofanskráðu fer-
skeytlu, án þess að hafa kom-
izt að nokkurri niðurstöðu í
íþví efni, þá er mér allt í einu
fengið nýtt mál til athugunar.
Nábúi minn í næsta sæti
þarna í bílnum hefur haft
þann sið, eftir að við komum
s Hrútafjörðinn, að láta mig
segja sér nöfn bæjanna hinu-
megin fjarðarins, það er að
segja út með firðinum að vest-
anverðu, og bar þá stundum
sitthvað fleira á góma úr því
umhverfi. Og nú rýfur hann
rétt einu sinni þögnina, á
þessa leið: „Sagðir þú mér
ekki áðan að bærinn þarna
næst fyrir utan hana Laxá
héti Hlaðhamar?11 Bg játaði
því. En þá spyr hann enn-
fremur:
„Hvað heitir fjallið sem er
þarna nokkuð langt úti frá
Hlaðhamri, svona nálægt
miðri leið til næsta bæjar?“
„Fjallið ?“ át ég eftir, og
vahð ennfremur aðorði: „Ertu
virkilega orðinn svona hátt
uppi að þú sjáir fjall hérna?
!Nei, þetta er nú bara ekki
hægt. Hér í honum Hrútafirði
sér enginn heilskyggn maður
hvorki f jöll né undirlendi, því
hvorugt er til. Þegar ég virði
íyrir mér landslagið hérna
dettur mér alltaf í hug eitt af
tvennu: andlitslaust höfuð eða
hauslaus búkur. Ekki svo að
skilja að mér sé neitt í nöp
við Hrútafjarðargreyið, hann
er víst ekkert verri en aðrar
sveitir og gnægð er þar af
góðu fólki, þó illa haldist hon-
■iim á því, en þá sögu má nú
sveit sveit segja. En þetta
sem þú kallar f jall skammt út
frá Hlaðhamri heitir Öxl, og
hef ég ýmist heyrt hana
nefnda Hlaðhamars- eða Bæj-
ar-Öxl; hvort réttara er veit
ég ekki, en næsti bærinn
þarna fyrir utan Öxlina heitir
nú Bær, og virðist mér svo að
Öxlin hljóti að vera á landa-
merkjum milli þessara bæja,
en af hvorum þeirra hún dreg-
■ur raunverulega nafn sitt þori
ég ekkert að fullyrða um“.
Sessunautur minn mælir
ennfremur á þessa leið: „Hvað
varstu annars að segja, heitir
'bærinn Bær?“
„Jú, það sagði ég“.
„Andskoti er að heyra
þetta, að bærinn skuli heita
bara „Bær“ og ekkert meira,
já púkó þykja mér bæjarnöfn-
in hérna, en þetta hlýtur nú
að vera eitthvert vesældarkot
sem heitir svona aumingja-
legu nafni, bara Bær og ekk-
ert annað“.
„Nú já, skárra er það nú
vesældarkotið, fyrrverandi
sýslumannssetur, höfuðbólið
sem sveitin dregur nafn sitt
af; þetta heitir nefnilega Bæj-
arhreppur, byggðin þarna með
endilöngum Hrútafirðinum að
vestanverðu, en þessi sveit er
syðsti hreppur Strandasýslu“
„Ég sé þarna 3 bæi í röð
með stuttu millibili. Innstur
þeirra er nú sá margnefndi
Bær, en hvað heita hinir?“
„Þeir heita Ljótunnarstaðir
og Prestbakki".
„Eru kannski höfuðból og
hcfðingjasetur líka?“
„Já, vissulega er það svo
um Prestbakka, þar hefur alla
tíð kirkjustaður verið og oft-
ast prestsetur og hafa ýmsir
mætir prestskörungar gert
þann garð frægan“-
„Nú-já, svo sem hverjir
helzt?“
„Nú, svona í fljótu hasti
detta mér í hug 2 mjög merk-
ir myndarklerkar er þann
stað hafa setið en það eru þeir
séra Páll Ólafsson, er þar var
prestur og prófastur fyrir og
fram um síðustu aldamót, síð-
ar í Vatnsfirði. En svo all-
löngu síðar séra Jón Guðna-
son, nú þjóðskjalavörður í
Reykjavík, , rithöfundur og
fræðimaður mikill. Fleiri
mætti vissulega nefna“.
„Mikið segir þú, og góðan
gerir þú hlut prestanna þarna.
En meðal annarra orða: Hvað
sagðir þú að miðbærinn héti?“
„Ljótunnarstaði nefndi ég
bæinn. Þegar ég þekkti fyrst
til á þessum slóðum virtist
mér svo sem sú jörð væri hjá-
leiga er lægi undir Prest-
bakka. En litlu síðar breyttist
þetta. Jörðin Ljótunnarstaðir
hefur ,nú um áratugi verið
sjálfstætt býli og í sjálfseign-
arábúð, og á síðari árum hef-
ur hún, á þessum slóðum,
fengið flestum jörðum meiri
umbætur bæði í ræktun og
húsabótum, þar hafa sem sá
búið feðgar tveir hvor fram
af cðrum, mestu atorku- og
dugnaðarmenn. Fyrst þú
komst mér nú í þessar hug-
leiðingar um Ljótunnarstaði
þá má vel geta þess að á þeim
bæ er um allt aðrar og ólíkar
aðstæður að ræða þeim sem
eru á öllum öðrum sveitaheim-
ilum sem ég er kunnuguv.
Bóndinn á Ljótunnarstöðum
heitir Skúli og er Guðjónsson.
Fyrir nokkrum árum kom það
fyrir hann að augnsjúkdómur
er hann hafði fengið ágerðist
svo, að hann missti sjón á
báðum augum, en búskap sinn
rekur hann eftir sem áður af
atorku og myndarskap, eins
og ekkert hafi í skorizt. En
Skúli þessi, þó blindur sé, get-
ur fleira en bara búið búi
sínu. Hanu er td. svo
skemmtilegur og vinsæll
blaðagreinahöfundur að nú
sem stendur man ég ekki eftir
neinum bónda honum snjall-
ari. Ég set hann hiklaust við
hlið þeirra gáfuðu snillinga,
Jóns á Yzta-Felli og Gísla í
Eyhildarholti, þó ólíkur sé
hann þeim og skrifi í annað
blað. Sá sem tapar sjón á
miðjum aldri og tekur því á
sama hátt og Skúli hefur
gert, þá verður ekki um það
deilt að hann er hetja. Hversu
mikið það er sem Skúli hefur
að þakka aðstoð sinnar góðu
konu hef ég ekki kunnugleika
til að dæma nákvæmlega, en
ég veit að sá hlutur er stór“.
Þá erum við nú komnir svo
langt norður á Hrútafjarðar-
hálsinn, að þó litið sé um öxl
sér maður ekki Hrútafjörðinn
lengur, en framundan blasa
við hinar fögru og frjóu Mið-
fjarðarsveitir. En það eru
hvorki steinhús né stækkun
túnanna sem hug minn fylla
hér, þó hvorutveggja fagni ég.
— Nei, þrjár bækur eru fyrst
og fremst það, eða réttara
sagt efni þeirra, sem hljóta
hér að fvlla rúm minnar fá-
tæklegu hugsunar, en þær eru
Odds saga Ófeigssonar, þ.e.
Bandamannasaga, Þórðar saga
hreðu og Grettissaga. Að vísu
er mér það ljóst að mikið af
efni þessara bóka er skemmti-
legur skáldskapur, en þó segja
þær allar frá mönnum, sem
koma meira eða minna við
aðrar sögur, og vissulega hafa
verið til. En hvað sem er nú
um þetta að segja, þó bækur
þessar fræði okkur um mikla
menn sem þarna hafa dvalið
og stóra viðburði sem á þess-
um slóðum hafa gerzf, þá
verður þó hið ástríka móður-
hjarta Ásdísar á Bjargi ávallt
stærsti viðburðurinn. Jafnvíst
er hitt, að höfuð sonar henn-
ar á Reykjasundi er sú sigl-
ing sem hæst ber og lengst
verður í minnum höfð af þeim
farmennskuþrautum sem ís-
lendingar hafa af hendi leyst-
Eftir að við losnuðum við
Hrútafjörðinn gerðist sessu-
nautur minn óspurulli, svo að
mér gafst betra tóm til hug-
leiðinga; þær snúast á þessum
slóðum ávallt fyrst og fremst
um Línakradalinn, en þær
hugleiðingar koma mér ævin-
lega í fremur illt skap, af því
mér finnst að sagnritarar vor-
ir hafa gert þann sveitarhluta
til skaða og ómaklega afskipt-
an. Akuryrkja sú eða ræktun^
sem á þessum slóðum hefur
verið rekin til forna, en illæri
og harðindi ákveðins árabils
hafa að öllum líkinduin orðið
að aldurtila, virðist mér að á
sínum tíma hafi verið svo stór
þáttur í menningu og hags-
munum þjóðarinnar, að rit-
höfundar, vorir og sagnaþulir
hefðu betur mátt gæta endur-
minninganna um þessa glöt-
uðu grein íslenzka landbúnað-
arins.
Þegar halla tók norður af
Miðfjarðarhálsinum og útsýni
yfir Víðidalinn opnaðist urðu
allar bollaleggingar um lín-
rækt fornmanna að víkja úr
heimkynnum hugsananna, þar
var nú ekki orðið rúm fyrir
neitt annað en Borgarvirkið
hans Barða, með sínu útkast-
aða en oft ívitnaða mörsiðri.
En allar hugleiðingar um
virkið, Barða og iðrið hljóta
óhjákvæmilega að enda heima
á Lækjamóti hjá Þórarni hin-
um spaka, fóstra Barða, en
hann mun hafa manna næst
komizt Njáli um vitsmuni og
ráðhollustu. Það segir sig
sjálft þegar maður leggur leið
sína yfir Víðidalinn, að þá
koma fleiri staðir en Borgar-
virki og Lækjamót, og þeir
menn, er þar hafa dvalizt, til
athugunar. Víðidalstunga, Ás-
geirsá og ótal fleiri staðir,
ásamt þeim er þar dvöldust,
eru vitanlega þau efni til hug-
leiðinga sem maður breytiót
seint á. En það er nú svona,
að þá er tíminn takmarkaður
til að hugsa, nú til að pára.
Oftast er það svo, að þegar
ég kemst í þessar Víðidals-
hugleiðingar, þá enda þær á
því að hugurinn hleypur með
mig fram að Melrakkadal, ég
get ékki yfirgefið þessa sveit
svo, að heilsa ekki upp á hann
Skörung blessaðan, brúnkinn-
ótta klárinn hans Bjarna
bónda. En Skörungur þessi
lauk þjónustunni við húsbónda
sinn með því að bera hann
helsjúkan í einum áfanga, á
einum sólarhring, sunnan ?.f
Álftanesi norður að Mel-
rakkadal, og var þó að sjálf-
sögðu búinn að vinna mörg
ógleymd afreksverk, —
Óhjákvæmilega verður svo
næsti áfangastaðurinn Vatns-
dalshólarnir, en þá eru nú
ánægjulegar hugsanir búnar
að vera, í bili að minnsta
kosti, því að á þessum stað
verður ekki hjá því komizt að
fyrir hugarsjónum vegfarand-
ans breiði sig út hin hryggi-
lega harmsaga þeirra Agnes-
ar og Nathans. En sú rauna-
saga hefur nú verið skráð og
birt alþjóð svo skilmerkilega
að óþarft er að endurtaka
hana hér eða auka neinu við.
En þá er maður hefur
Vatnsdalshólana, sem enginn
veit tölu á, að baki sér, er allt
í einu komið heim að stórbýl-
inu Hnausum, en þann garð
hafa frægan gjört á síðustu
árum meðal annars, lækning-
arnar hans Skaftasens og
brennivínið hans Magnúsar
Steindórssonar. Þegar ég nú
renni augum yfir hinar víð-
áttumildu Hnausaengjar verð-
ur mér auðfundið geðþekkara
umhugsunarefni en aftökhrn-
ar í Vatnsdalshólum. Ég sé í
anda 10—12 manns, karla og
konur, sitja í hvirfingu niðri
á miðju Hnausaenginu- Þetta
er heyskaparfólkið Hnausa-
bóndans, og er nú að drekka
síðdegiskaffið sitt. Uppúr ein-
hverjum orðahnippingum sem
þarna eiga sér stað milli eins
sláttumannsins og einnar
rakstrarkonunnar urðu til eft-
irfarandi stökur, sem ég held
að þurfi engrar skýringar við:
Hann byrjar:
Breiða ljái blikar á,
biöskra náir tausum, l
þegar knáir engjum á
allir slá á Hnausum,
Hún svarar:
I*annig slá þeir mikiu menn
meður ljáum fínum,
aldrei fá þeir færrl en
fjögur strá í brýnu.
i
Tækifærisstakan hefur löng-
um verið Húnvetningum til-
tækilegt leikfang, og þá hring-
hendan ekki hvað sízt.
Þegar komið er yfir
Hnausakvísl og beygt er í átt-
ina til Blönduóss, hefur mað-
ur orðið að baki sér Paradís-
ina hans Ingimundar gamla,
Vatnsdalinn, en hann er hyrn-
ingarsteinninn undir öllum
sögulegum minningum um
landnám og alla helztu forn-
aldarviðburði í Húnaþingi.
Framundan eru að mér skilst
Hagar og Kolkumýrar. Til-
hlökkun til væntanlegrar
hressingar á Blönduósi er nú
tekin að gera vart við sig, því
hjá gestgjafanum Snorra Arn-
finnssyni og Þóru Sigurgeirs-
dóttur, konu hans, hefur
aldrei sultarvist verið. Það fór
því svo þá er við rennum í
hlaðið hjá Snorra, og ég hef
hitt hann að máli og hann
spurt almæltra tíðinda, — en
Snorri er sem kunnugt er bú-
fræðingur og fyrrverandi stór-
bússtjóri — að svar mitt við
spurningu hans, er ég hafði
farið um daginn gegnum all-
ar sveitir sem leiðin liggur
um frá Reykjavík til Blöndu-
óss, og allsstaðar séð unnið
að heyþurrkun með erlendum
vélum, en hvergi sást hestur,
•—• svar mitt við fréttaspurn-
ingu Snorra verður því fyrsta
og síðasta erindi úr Sveita-
sálmi Spegilsins, en þau hljóða
svo:
„Blessuð sértu sveitin mín“
söng ég forðum daga,
er minn huga lieim til sin
heilluðu rytjukotin þín.
— Faðir minn átti fimmtíu
lömb í haga.
Enda ég þenna óð í kross
umsetinn af delum.
Sánkti Máría sé með oss.
Nú 'sjást ei lengur dráttarhross.
— Ljót eru hljóð í
landbúnaðarvélum.
Eg bið höfundana að fram-
anskráðum bögum og ljóða-
erindum að forláta mér
traustatökin.
Starfsstúlkur
Starfsstúlkur vantar að Héraðsskólanum
að Núpi næsta vetur. Upplýsingar í Fræðslumála-
skrifstofunni og hjá undirrituðum.
Skólastjóri.